Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Reiðskólinn Hrauni
Grímsnesi
Reiðnámskeið fyrir
10 til 15 ára
Allt um hesta og hestamennsku.
Dvalið er í viku á heimavist.
Hestbak alla daga, kvöldvaka,
sund, borðtennis, ratleikur,
þrautreið og margt fleiral!!
Upplýsingar og bókanir í
sa 897 1992 486 4444
og 567 1631.
Reiðskólinn Hrauni þar sem hestamennskan hefst!
t.
Dilbert
daglega á Netinu
BURSTAMOTTUR
Urvalið er hjá okkur
$§k Jýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
IBESTAI
KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga myndina For Richer or
Poorer með Tim Allen og Kirstie Alley í aðalhlutverkum.
Uppar í afskekktri sveit
FÓLK í FRÉTTUM
BRAD situr fundi með hinum Amish-köllunum.
BRAD og Caroline Saxton flytja út í sveit og þykjast
tilheyra Amish-samfélaginu.
TIM Allen leikur Brad Saxton, milljónamæring sem lendir
upp á kant við skattinn.
BRAD (Tim Allen) og Caro-
line Sexton (Kirstie Alley)
eru vellauðug. Brad hefur
auðgast á vafasömum fasteigna- og
jarðaviðskiptum og Caroline er
eiginkona hans. Þau hafa verið gift
í 10 ár og eru búin að fá nóg hvort
af öðru og virðast ekki eiga neitt
eftir annað en að skilja. Aður en
þau geta hins vegar komið því í
verk að ganga frá skilnaði komast
þau í vandræði. Endurskoðandi
Brads stelur af honum fímm millj-
ónum dollara og lætur líta út fyrir
að um skattsvik sé að ræða og
stingur af úr landi. Þetta leiðir til
þess að skattalögreglan fer að elt-
ast við Brad, sem leggur á flótta í
stolnum leigubíl. Einhvern veginn
slysast Caroline upp í bílinn á
götuhorni og þar með eru þau
hjónin saman á flótta undan yfir-
völdum og þurfa að láta fara lítið
fyrir sér.
Brad kann bíómyndina Witness
utanað og þess vegna ákveður
hann að gera eins og söguhetjan í
þeirri mynd og fela sig í Pennsyl-
vaníu hjá Amish-fólkinu sem hafn-
ar allri nútímatækni, gengur alltaf
svartklætt, ferðast um á hestvögn-
um og lifir í samræmi við bókstaf
Biblíunnar. Brad og Caroline þykj-
ast þess vegna vera glataði Amish-
sonurinn og frá, fjarskyldir ætt-
ingjar Yoder fjölskyldunnar í bæn-
um Intercourse.
Myndin For Richer or Poorer er
rómantísk gamanmynd með tveim-
ur sjónvarpsstjömum í aðalhlut-
verkum og sagan spinnst eftir
kunnuglegum slóðum þar sem sagt
er frá borgarbörnunum sem eru
eins og þorskar á þurru landi í
sveitinni og lenda þar í því að
sinna kúnum, temja hesta og
sauma út.
Eins og fyrr sagði eru aðalleik-
endumir tvær þekktar sjónvarps-
stjörnur. Tim Allen leikur í Hand-
lögnum heimilisföður, sem verið
hefur einn vinsælasti sjónvai-ps-
þátturinn vestanhafs mörg undan-
farin ár. Allen hóf feril sinn sem
gamanleikari í uppistandi áður en
hann komst á samning við ABC-
sjónvarpsstöðina sem hefur sent út
þáttinn um heimilisföðurinn und-
anfarin ár. For Richer or Poorer er
þriðja kvikmyndin sem hann leikur
í. Aður hefur hann leikið í The
Santa Clause og Jungle 2 Jungle.
The Santa Clause varð mest sótta
myndin í Bandaríkjunum sömu
vikuna og Handlaginn heimilisfaðir
var vinsælasta sjónvarpsefnið og
mest selda bókin þá viku var einnig
eftir Tim Allen; ævisaga hans sem
heitir Don’t Stand Too Close to a
Naked Man og vísar titillinn til
hegðunarreglu sem Tim Allen
lærði þegar hann sat í fangelsi og
afplánaði hálfs árs fangelsisdóm
fyrir kókaínmisferli.
Kirstie Alley er aðalleikkonan í
sjónvarpsþáttunum Veronica’s
Closet, sem nú eru sýndir í Sjón-
varpinu. Hún lék áður í hinum vin-
sælu þáttum Staupasteini. Hún er
þekkt úr kvikmyndum á borð við
Look Who’s Talking og Look
Who’s Talking Too.
Leikstjóri myndarinnar er Bi-yan
Spicer. Þetta er þriðja mynd hans;
hinar fyrri hétu Mighty Morphin
Power Rangers og McHale’s Navy.
Sumarsólstöðuhátíð undir Jökli
Magnað fímm daga sumarsólstöðuævintýri undir Jökli frá 17.-21. júní
eða helgina 19.-21. júní.
Sólarserimóníur, jarðarheilun, hugleiðslur, seiðvinna að hætti víkinganna, bátsferð með
hvalaskoðun og veiðum, fuglaskoðun, grasaferð og fræðsla um notkun íslenskra jurta, heim-
sóknir í hella og orkulínur, orkustaðir skoðaðir, ferð upp á Snæfellsjökul á miðnætti 20. jiíní.
Komið endilega með trommur, hringlur eða önnur ásláttarhljóðfæri. Gisting, fæði og allt framan-
talið innifalið. Verð kr. íyrir 5 daga 29.900, verð fyrir helgi kr. 12.000 + aukagreiðsla fyrir
jöklaferð í báðar ferðir.
SNÆFELLSÁS SAMFÉLAGŒ) - BREKKUBÆ - 355 SNÆFELLSBÆ.
Sími 4356754 fax 4356801 netfangleidar@akiietj3