Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vor skáldskaparins í Litháen AÐ LIFA ER STORMUR MYLLAN á Barði eftir Kazys Boruta (1905-1965) er kunnasta skáldverk Litháens og eina verkið þaðan sem til er í íslenskri þýðingu í heild. Bókina sem heitir réttilega því langa nafni Myllan á Barði eða und- arlegir atburðir sem urðu hér um árið í Otravatnshéraði þýddi Jörundur Hilmarsson, einn hinna fáu Islendinga sem lært hafa lit- háísku. Hann féll því miður frá fyrir aldur fram svo að ekki varð af fleiri þýðingum. Jörundur var fyrst og fremst málvísindamaður. Kazys Boruta lifði að sögn þýðandans stormasömu lífi, var upp- reisnarmaður: „Boruta var lifandi og uppstökkur að eðlisfari, fullur af óró, eirðarleysi og óánægju með það sem almennt var álitið rétt og vana- legt.“ Eftir honum er haft: „Að lifa, það finnst mér vera eins og stormur, að æða og brjóta sér braut til þess sem maður þarfnast." Sagan lýsir átökum milli hins illa púka Mýramóra og malarans Barð- Helga, á rætur í alþýðumenningu, heiðnum áhrifum eða náttúrutrú, ljóðrænu og kímni. Ljóðið hefur löngum verið áhrifamikið í bók- menntum Litháa og er það enn. Skáldin eru leiðandi í list og frels- isbaráttu, enda var að þeim veist á Sovéttímabilinu. Eitt helsta ljóð- skáld Litháa nú, Vytautas Bloze, var dæmdur til Síberíuvistar og bækur hans bannaðar. Nafn hans var strik- að út úr bókum og blöðum, hann átti ekki að vera til. Eftir að Litháen fékk sjálfstæði 1991 var hann fyrsta skáldið sem hlaut Þjóðarverðlaunin. Mér var sagt hann væri besta skáld Litháa nú, jafnvel fremri Sig- itas Geda.Myllan á Barði er þjóðar- gersemi og Litháar fagna því að út- lendingar þekki hana. Það var þeim sérstakt gleðiefni að frétta um þýðingu hennar á íslensku og það að íslenskir rithöfundar og lesendur sæktu í hana kraft. Því miður er lítið til af þýðingum úr litháísku. Auk Myllunnar hef ég rekist á eitt kvæði eftir Sirijos Gira, Vilna, sem Magnús Asgeirsson þýddi. Einnig hefur Lárus Már Bjömsson birt nokkrar þýðingar á ljóðum litháískra skálda og skrifað um litháískar bókmenntir. Litháar hafa mildnn áhuga á að að út komi sýnisbók litháískrar ljóðlist- ar á íslandi og standa vonir til þess að úr muni rætast. Útlagaskáld og áhugi á íslensku Mikill fjöldi litháískra rithöfunda býr erlendis og skrifa á öðrum tung- umálum en líka móðurmálinu. 50.000 Litháar flýðu á stríðsárunum. Sumir rithöfundanna koma til gamla Iands- HÚSAKYNNI Rithöfundasam- bandsins í Litháen, en þar er veitingastaðurinn Samsærið. ins og meðal skálda sem ég hitti á ljóðahátíðinni í sl. mánuði er fólk sem er mjög umhugað um landið og menningu þess og áberandi er hve mikla áherslu það leggur á að Lit- háen sé ekki með neinum hætti ein- angrað land heldur taki þátt í hvers kyns alþjóðasamstarfi, ekki síst á sviði skáldskaparins. Dæmi um þessa „alþjóðavæðingu“ er leikstjóri eins og Rimas Tuminas sem sett hefur upp m. a. verk Tsékovs hér á landi. Nú er hann með hugann við Mozart og sem aðdáandi Halldórs Laxness vill hann setja eitthvað upp eftir hann í Lit- háen. Eg hitti hann fyrir tilviljun á kaffihúsi. Hann kvaðst hafa áhuga á íslandsklukku Laxness, mér skildist sögunni, held að hann viti ekki af leikgerðinni. Rimas er líka meðal fjölmargra aðdáenda Engla alheims- ins eftir Einar Má Guðmundsson sem komið hafa út í Litháen í þýðingu Rösu Ruseckiene og var bókin rifin út. Jóhann Hjálmarsson DÓMKÓRINN í Reykjavík. Dómkórinn heldur tónleika á Hofsósi DÓMKÓRINN í Reykjavík syng- ur í félagsheimilinu á Hofsósi, laugardagskvöldið 13. júní. Er þetta í fyrsta sinn sem Dómkór- inn heidur tónleika á Hofsósi. I kórnum eru hátt í fimmtíu söngvarar. Sljórnandi er Mart- einn H. Friðriksson. Á efnisskrá eru útsetningar á þjóðlögum, lög við kvæði eftir Halldór Kiljan Laxness, ástar- Iög frá 16. öld og kórlög eftir Brahms. Tónleikarnir í félags- heimilinu hefjast kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Sunnudaginn 14. júní syngur Dómkórinn einnig við messu í Hóladómkirkju. Prestur verður hr. Bolli Gústavsson vígslu- biskup. „Milli tveggja lindaa GUÐMUNDUR W. Vilhjálmsson opnar sýningu á um þrjátíu vatnslitamyndum í Gallerí Stöðlakoti á morgun, laugardag, kl. 14. Þetta er fjórða einkasýning Guð- mundar og eru verkin að mestu leyti unnin á síðustu sjö mánuðum. Guðmundur er fædd- ur 1928. Guðmundur kveðst liafa haft áliuga á myndlist og málverk- um frá því hann var unglingur. Á þeim tíma var lítið um sýn- ingar hér á landi en bækur um „hina miklu meistara" veittu honum ómæld- ar gleðistundir. Um tíma lagði Guðmund- ur stund á ljósmynd- un en hóf að mála með markvissum hætti í Mynd- listarklúbbi Flugleiða. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann árið 1982. _ „Eg sit á milli tveggja linda. Úr annarri sprettur fram tónlist- in, drottning listanna, og hennar GUÐMUNDUR W. Vilhjálmsson: Bjartur á tarfinum. nýt ég án þess að hafast að. I hinni glitrar myndlist mannsins, og til hennar sækir þessi sýning styrk sinn, en eflaust á tónlistin fáeina drætti." Sýningu Guðmundar lýkur 28. júni næstkomandi. Af hermdar- verkamönnum KVIKMYIVÐIR Rcgnboginn A FURTHER GESTURE ★★ Leikstjóri: Robert Dorhelm. Hand- ritshöfundur: Ronan Bennet eflr hug- mynd Stephens Rea. Aðalhlutverk: Stephen Rca, Rosana Pastor og Al- fred Molina. Channel 4 Film 1997. ÍRINN Sean Dowd flýr til New York þegar hann strýkur úr fangelsi þar sem hann sat inni eftir að hafa unnið hermdarverk fyrir IRA. Hann eignast kunningja frá Guatemala í vinnunni og kemst að því að þau ætla sér að drepa fóðurlandssvikara frá heimalandinu. Þar sem hann er öllum hnútum kunnugur á því sviði leggur hann vinum sínum lið. Eg skil ekki alveg hvað er verið að reyna að segja með þessari mynd. Það kemur út eins og IRA menn séu voðalega klárir en fólk frá S-Ameríku ekki. Um það verður hver að dæma fyrir sig. Annars er verið að fjalla um hluti sem eru manni ókunnugir og ættu að geta verið áhugaverðir fyrir framandi sakir. Hugmyndin er ágæt en tökin eru alls ekki nógu frumleg; brotist út úr fangelsi, ástarævintýri, elting- ur við lögregluna, morðið og flótti. Þennan efnivið er hægt að setja inn í hvaða umhverfi sem er og hann verður áhorfendunum of kunnugleg- ur og er það málið hér. Stephen Rea í hlutverki Sean Dowd á að vera töffari en hann pass- ar alls ekki í þannig hlutverk. Hann skiptir ekki um svip alla myndina og hefur alls ekki þá útgeislun sem þarf til að meðhöndla af sannfæringu ást- konurnar og háðska húmorinn sem hann slær um sig með. Þannig verð- ur rómantíska hliðin á myndinni svolítið hallærisleg. Handritið er lítillega gallað; lausir endar og rök- leysa, en það hefur líka marga skemmtilega punkta eins og ýmis- legt sem gerist á hótelinu. Hápunkt- ur myndarinnar á að vera spennan í kringum morðið, en það virkar ekki nógu vel. Við kynnumst Dowd og félaga hans í mjög sterku og vel gerðu upphafsatriði sem flóttafanga, en svo er stokkið yfir í allt aðra sálma. Vinir hans frá Guatemala ætla að drepa fóðurlandssvikara, en við höfum ekki fengið að sjá hryll- inginn sem hann hefur leitt af sér, gamla konan á dansklúbbnum sem grætur syni sína og eiginmann er ekki sérlega átakanleg og við finn- um ekki það mikið til með vinum hans að við viljum mann dauðan sem við höfum ekki einu sinni séð. Leikstjómin er ágæt og leikara- hópurinn skemmtilegur nema það að Rea, sem annars er ágætur leik- ari, passar alls ekki í hlutverkið. Þarna glittir í þekkta leikara úr óháða geiranum eins og Pruitt Taylor Vince og Spánverjann Jorge Sanz. Stíllinn er raunsær og fínn, en því miður smella hlutirnir ekki nógu vel saman. Hildur Loftsdóttir Islensk ljóðá samísku LJÓÐADAGSKRÁ verður í Norræna húsinu laugardag- inn 13. júní kl. 16.00. Tilefnið er að samíska ljóðskáldið Rauni-Magga Lukkari hefur að undanfömu þýtt mörg ljóða Einars Braga yfir á samísku. Ljóðasafnið heitir á samísku «Vaikke jiehkki jávkkodivööii», og kemur út hjá bókaútgáfunni Dawi Girji, sem gefur út samískar bólanenntir. Ljóðin hafa birst í sjö ljóðabókum Einars Braga og em þau þýdd á samísku ýmist úr finnsku, sænsku eða norsku. Rauni- Magga Lukkari les úr þýðing- um sínum og Einar Bragi les ljóð sín á íslensku. Rauni-Magga Lukkari er fædd 1943 af samísku foreldri (faðirinn finnskur, móðirin norsk). Hún hefur verið bú- sett í Tromsp í tæp 20 ár og er nú norskur ríkisborgari. Rauni-Magga Lukkari er eitt fremsta ljóðskáld Sama og hefur sent frá sér margar ljóðabækur. Losses beaiveg- irji (á norsku Mprk dagbok) kom út 1986 og var tilnefnd af hálfu Sama til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 1987. Aðgangur er ókeypis. Myndlistarsýn- ing í Skemmti- húsinu MYNDLISTARSÝNING verður opnuð í dag, föstudag, kl: 17.00 á neðri hæð Skemmtihússins, Laufásvegi 22, en þar standa jafnframt yfir sýningar á einleiknum Ferðir Guðríðar. Yfirskrift sýningarinnar er glósumynd- list/myndlist er allstaðar: Unnið er með gamlar glósu- teikningar og þær gerðar að „listaverkum". Um er að ræða samsýningu nokkurra ungmenna og eru flestar aðferðir notaðar til vinnslu verkanna. Sumarsýning Minjasafns Austurlands SÝNINGIN „Geirsstaðir í Hróarstungu - stórbýli á landnáms- og söguöld" verður opnuð laugardaginn 13.6. kl. 14 í kjallara Safnahússins, Egilsstöðum. Sýningin fjallar um fom- leifarannsókn sem Steinunn Kristjánsdóttir, fomleifa- fræðingur vann undir merkj- um Minjasafns Austurlands sumarið 1997. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarráði ís- lands. Við opnunina sýnir Steinunn litskyggnur og greinir frá framvindu upp- graftarins. Flutt verður stutt ávarp og boðið uppá tónlist. Sýningu lýkur Forsetastofa NÚ ER síðasta sýningarhelgi á portrettmyndum Ara Alex- anders Ergils Magnússonar í Forsetastofu Herrafataversl- unar Kormáks & Skjaldar Verldn sem Ari Alexander sýnir em portrettmyndir af ýmsum mektarmönnum sem sitja í forsæti og forsvari í samfélagi okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.