Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 34
^ 34 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ..» •vt * Eiturlyfín eru heil- brigðisvandi r„Forfallnir eiturlyfjaneytendur eru sjúklingar en ekki glœpamenn. “ EIMUR án vanda- mála þarnæsta fimmtudag". Lík- ast til gætu flestir tekið undir að þetta markmið teldist háleitt og trúlega yrðu margir tilbúnir til að leggja þessu „átaki“ lið. En raunhæft gæti það seint talist. Ekki fremur en það yfírlýsta markmið leiðtogafundar Sam- einuðu þjóðanna að vinna bug á eiturlyfjavandanum í heiminum - í þetta skipti miðast „átakið“ við árið 2008. Á fundi þessum sem stóð í þrjá daga og lauk á mið- vikudag kom VIÐHORF berlega í ljós —----- hversu skammt Eftir Ásgeir hefðbundnar Sverrisson aðferðir hafa dugað í þessu skyni enda sýnt að áherslurnar ei'u ekki réttar. Eiturlyfjaneysla er heilbrigð- isvandi og allar þær „lausnir" sem menn draga fram í dagsljós- ið munu reynast gagnslausar þar til sú staðreynd hefur verið viðurkennd. Forfallnir eitur- lyfjaneytendur eru sjúklingar en ekki glæpamenn. Það vaknar enginn einn góðan veðurdag og ákveður að gerast eiturlyfja- neytandi. I þessu tilfelli eru sjúklingarnir hins vegar ofur- seldir glæpamönnum, eiturlyfja- sölum og verða oft að grípa til afbrota til að fjármagna neyslu sína. Þannig lendir margt ungt fólk í afbrotum, ungir menn ger- ast sekir um ofbeldisglæpi og ungar stúlkur neyðast margar til að leggja fyrir sig vændi, líkt og dæmin sanna. Samfélagið vill hins vegar ekki viðurkenna eðli vandans og bregðast við honum á róttækan en rökréttan hátt. Þá skipan mála nýta eiturlyfjahringir sér og til verður risavaxið svart hag- kerfi sem teygir anga sína um heim allan. Hvergi hefur þetta komið bet- ur fram á síðustu árum en í Bandaríkjunum. Þar í landi hafa stjómvöld neitað að horfast í augu við að innanlandseftir- spurnin eftir eiturlyfjum er rót vandans en ekki kókaín- eða kannabisrækt í löndum Róm- önsku-Ameríku. Bandaríkja- menn hafa beitt skriðþunga sín- um í þessum heimshluta til að freista þess að uppræta vand- ann, oft í krafti hervalds, án nokkurs tillits til hagsmuna íbú- anna á þessum slóðum en millj- ónir manna í Suður-Ameríku geta einungis dregið fram lífíð með ræktun fíkniefna. Eitur- lyfjavandinn í Bandaríkjunum verður aldrei leystur með því að brenna akra bláfátækra smá- bænda í Perú eða Bólivíu. Nú hefur verið afráðið á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna að taka upp baráttuaðferðir Banda- ríkjamanna í nafni „hnattrænnar lausnar" á eiturlyfjavandanum. Þannig er kveðið á um það í lokasamþykkt ráðstefnunnar að dregið verði „verulega" úr ópí- um- ,kókaín- og kannabisrækt íyrir árið 2008. Hin „hnattræna lausn" sem boðuð er tekur því ekki til tveggja grundvallarat- riða: sjálfs eðlis vandans og hróplegrar fátæktar í flestum þeirra ríkja sem stunda fíkni- efnarækt. Þrátt fyiir allar yfirlýsingar alþjóðasamfélagsins, „stríð gegn eiturlyfjum“ og „átök“ af öllu mögulegum og ómögulegum gerðum hefur eftirspurn eftir eiturlyfjum farið vaxandi um all- an heim á síðustu árum. I máli Kofí Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, á ráðstefn- unni kom fram að um 51 milljón manna um heim allan teldist háð eiturlyfjum, um 20 milljónir hefðu orðið kókaíni og heróíni að bráð en 30 milljónir manna væru háðar amfetamíni og skyldum örvandi lyfjum. Menn hafa frá örófi alda verið vímusæknir og leitað leiða til að skynja heiminn með nýjum hætti. Svo verður um ókomna tíð og alltaf verða einhverjir sem af margvíslegum ástæðum fá ekki höndlað vímugjafa. Mannleg vanlíðan og flótti frá veruleikan- um eru fyrirbrigði sem ekki verða upprætt með samþykktum á alþjóðavettvangi. Markaðurinn verður þvi alltaf til staðar. Framsýnir menn hafa löngum bent á að leita beri nýrra leiða í glímunni við eiturlyfjavandann. Aðstoð við forfallna eituriyfja- neytendur þykir víða hafa gefíst vel og mörgum þykir sýnt að fært sé að draga verulega úr umfangi vandans með því að fá þeim sem orðið hafa fyrir þess- ari ógæfu í lífinu eitrið ókeypis undir ströngu eftirliti. Glæpum fækkar og þar með er einnig t.a.m. unnt að tryggja að sprautufíklar noti jafnan hreinar nálar sem minnkar hættuna á útbreiðslu sjúkdóma á borð við alnæmi. Þannig hefur það sjónarmið víða verið að ryðja sér til rúms að hjálpa beri eiturlyfjaneytend- um í stað þess að hrekja þetta í fólk í hendurnar á glæpamönn- um þar sem það sætir afarkost- um eða leita hina sjúku uppi til að geta refsað þeim. Með því að gefa eiturlyfjasjúklingum ókeyp- is skammta undir eftirliti myndi reynast unnt að kippa fótunum undan svarta markaðinum og stórskaða um leið starfsemi fíkniefnahringja. Hugsunin er að sönnu róttæk en felur ekki í sér uppgjöf. Miklu fremur er verið að benda á að sú leið sem farin hefur verið til þessa er aðeins fallin til að þröngva neytendum ofan í undirheimana þar sem þeir verða fómarlömb glæpa- manna. Vandséð er hverjir aðrir en eiturlyfjasalar hagnast á því kerfí refsigleði og takmarkana sem nú er við lýði. Þessi umræða á einnig erindi við íslendinga. Hér á landi mun vera í gildi áætlun sem stjórn- völd og Reykjavíkurborgsam- einuðust um og nefnist „Island án eiturlyfja 2002“. Enginn efast um góðan tilgang en því miður virðist líklegt að Islendingar ætli áfram að treysta á lögin og refsi- gleðina til að lina þjáningar hinna sjúku. Klappaði íslenska ríkisstjórnin í Genf? í útvarpsfréttum á dögunum mátti heyra frétt frá opnun þings Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar (ILO) í Genf. Nú er atburður eins og þessi ekki mikið frétta- efni þótt þessi þing séu haldin árlega og skipti miklu máli fyrir þróun vinnumarkaðsmála í heiminum. Það sem varð til þess að fréttamaður Ríkisút- varpsins bjó til frétt um málið var að við opnun þingsins lauk alþjóð- legi'i baráttugöngu gegn barnavinnu og barnaþrælkun. Þessi ganga hefur farið fram víðs vegar í heiminum og helsti tilgangurinn með henni var að vekja athygli á þeim smánarbletti sem barnavinna og barnaþrælkun er á samfélögum nú- tímans. Alþjóðleg barátta Á undanförnum árum hefur verið háð mikii alþjóðleg barátta gegn barnaþrælkun sem hefur aukist mik- ið í seinni tíð. Svo virðist sem gróða- fíkn sumra fyrirtækja og stjórnmála- manna sé svo takmarkalaus að þau svífíst einskis til þess að ná í sem ódýrast vinnuafl. Mörg þekkt fyrir- tæki hafa lent í vandræðum á Vest- urlöndum vegna þess að komist hef- ur upp um að vörur sem þau selja hafa verið framleiddar af börnum við ömurlegar aðstæður. Þessi börn eru oft hreinir þrælar ósvífínna atvinnu- rekenda og fjölskyldur þeirra eru oft í gíslingu vegna skulda við sömu at- vinnurekendur. Lausnin er oft sú að þræla börnunum út þrátt fyrir að foreldrarnir séu atvinnulausir. Börn eru jú ódýrara vinnuafl og þau kvarta síður en þeir fullorðnu. Gegn þessu hefur orðið til al- þjóðleg barátta þar sem alþjóðleg verka- lýðshreyfing og ýmis mannúðarsámtök eru í forystu. Staðfestum alþjóðasamþykktir Ein helsta baráttu- aðferðin gegn barna- þrælkun hefur verið að fá sem flestar ríkis- stjórnir til þess að staðfesta alþjóðasam- þykktir sem banna barnaþrælkun. Þar er fyrst og fremst um að ræða samþykkt ILO nr. 138, en á undan- förnum árum hefur farið fram mikið starf innan ILO til þess að fá sem flestar ríkisstjórnir til þess að stað- Við erum einfaldlega ekki með, segir Ari Skúlason, í baráttunni fyrir auknum mann- réttindum. festa þessa samþykkt. Þessi sam- þykkt er ein af sjö grundvallarsam- þykktum ILO í mannréttinda- og vinnumarkaðsmálum. Það skiptir miklu máli fyrir þá sem berjast gegn barnaþrælkun að geta bent á að sem flestar ríkisstjórnir hafí staðfest þessa samþykkt. Island hefur sér- stöðu meðal Norðurlandanna í þessu máli. Island er eina ríkið meðal Norðurlandanna sem hefur ekki staðfest þessa samþykkt. Islenska ríkisstjórnin hefur þar með valið að taka ekki þátt í alþjóðlegri baráttu gegn barnaþrælkun. Klappaði fslenska ríkisstjórnin í Genf? Island hefur þá miklu sérstöðu meðal Norðurlandanna að hafa að- eins staðfest 18 af samþykktum ILO. Hin Norðurlöndin hafa stað- fest á bilinu 70-100. Við erum ein- faldlega ekki með í baráttunni fyrir auknum mannréttindum. Alþýðu- samband íslands hefur í mörg ár krafist þess af íslenskum stjórnvöld- um að þau standi sig betur hvað þetta varðar. Islensk stjórnvöld heyra illa og kjósa að vera ekki með. Á síðustu árum hefur ASI ítrekað krafist þess sérstaklega af ríkis- stjórninni að hún staðfesti samþykkt ILO nr. 138 gegn barnaþrælkun. Það hefur ekki gerst þrátt fyrir að tillögur í málinu séu að sögn löngu tilbúnar. Á dögunum skrifaði utan- ríkisráðherrann hjartnæma grein í Dag um mál af þessu tagi. Þar var einungis um orð að ræða en engar athafnir hafa fylgt á eftir. Hvað dvelur orminn langa? Allir vita að staðfesting þessarar samþykktar skiptir engu máli fyrir aðstæður hér á landi, staðfestingin er fyrst og fremst tákn um að við viljum taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn barnaþrælkun. Er íslenska ríkis- stjórnin á móti því? Samkvæmt fréttum Ríkisútvarps- ins af opnun þings ILO á dögunum stóð þingheimur upp og klappaði fyrir mótmælagöngunni gegn barna- þrælkun. Eg er sannfærður um að fulltrúar ASI á staðnum hafa staðið upp og klappað af öllu sínu hjarta. Ég hef hins vegar velt því mikið fyr- ir mér hvort fulltrúar íslensku ríkis- stjórnarinnar hafí klappað líka eða horft niðurlútir á gólfið. Orð og at- hafnir þurfa nefnilega að fara sam- an. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Ari Skúlason VINNÍS Starfsánægja SIÐUSTU daga hafa birst greinar í Morgunblaðinu undir merki Vinnuvist- fræðifélags Islands. Sá þáttur vinnuvist- fræðinnar sem hér verður tekinn til um- fjöllunar snertir sál- félagslega álagsþætti vinnuumhverfisins. Þessir álagsþættir eru ört vaxandi vandamál á vinnu- markaði, enda hefur líkamlega erfiðum störfum fækkað á síðustu áratugum á sama tíma og störf- um fer fjölgandi sem fela í sér aukið andlegt álag. Þótt sálfélagslegir vinnuverndarþættir hafí ekki verið fyrirferðanniklir í vinnuverndarumræðu hér á landi að undanförnu, þá sýna gögn frá ná- grannalöndunum að um mikilvægt málefni sé að ræða. Könnun sem var nýlega gerð á vegum Evrópusambandsins sýnir að stærstu álagsþættir fólks í norður Evrópu eru af sálfélagslegum toga. Orsakir þess eru að stórum hluta raktar til vinnuumhverfisins. Nýleg sænsk könnun leiddi í ljós að for- stjórar 100 stærstu fyrirtækjanna í Svíþjóð töldu streitu starfsmanna þann þátt vinnuverndar sem hvað brýnast væri að leysa. I gögnum danska Vinnueftirlitsins má sjá að þriðjungur starfsmanna hefur álagseinkenni sem rekja má til sálfé- lagslegra vinnuumhverfísþátta. Hvað eru sálfélagslegir vinnuverndarþættir? Þegar rætt er um sálfélagslega þætti er annars vegar átt við sam- Hákon Sigursteinsson skipti. Hins vegar þætti sem or- sakast af eðli vinnunnar svo sem vegna andlegrar eða líkamlegrar einhæfni, félagslegrar einangrunar, vinnuhraða og -magns eða skorts á möguleikum til að hafa áhrif á fram- kvæmd vinnunnar. Streita, síþreyta, depurð, starfsþrot, líkamleg vanlíð- an og misnotkun vímuefna eru dæmi um einkenni sem fram geta komið meðal starfsmanna sem vinna undir of miklu andlegu álagi. Starfshópurinn Ekki er alltaf auðvelt að breyta vinnufyrirkomulaginu þannig að störf verði fjölbreytt og gefandi. Því er mikilvægt að aðrir þættir séu jafnframt hafðir í huga sem dregið geta úr neikvæðum álagsþáttum vinnunnar. Samskipti starfsmanna er veigamikill þáttur hvað varðar líðan starfsmanna. Miðlun upplýs- inga skiptir því sköpum í samskipt- um starfsmanna og stjórnenda. Réttar upplýsingar, veittar á réttan hátt og á réttum tíma eru taldar Guðbjörg Linda Rafnsdóttir geta leiðrétt allt að 80% alls ágrein- ings og vandamála er upp koma á vinnustað. Umbun og rétt meðferð á henni er gott dæmi um mikilvægt stjórnunartæki ef auka á vellíðan starfsmanna, því umbun er ákveðin upplýsing fyrir starfsmanninn. Þættir sem geta aukið streitu og minnkað hæfni starfsmanna til sam- skipta eru t.d. hávaði á vinnustað, Miðlun upplýsinga, segja Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hákon Sigursteinsson, skiptir sköpum í sam- skiptum starfsmanna og stjórnenda. vinnumagn, vinnuhraði, vinnutími og síðast en ekki sist andlegt og lík- amlegt áreiti. Hugum að vinnuskipulaginu Við sjáum viss teikn um að skipu- lag vinnunnar, samfara aukinni hag- ræðingu og nýrri tækni, auki oft á andlegt álag starfsmanna. Þar er ekki við hagræðinguna eða tæknina sem slíka að sakast, heldur það vinnuskipulag sem komið er á sam- fara þessu. Því er ástæða til að nýta þá vitneskju sem við höfum um sál- félagslega og líkamlega álagsþætti þegar vinnan er skipulögð. Með því getum við aukið bæði starfsþrek og ánægju starfsmanna og þar með stuðlað að betri rekstri fyrirtækja. Guðbjörg Lindn er félagsfneðingur. Hákon er sálfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.