Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 16
S-t- >0,3 r hr'TT. «?r 16 FÖSTUDAGUR 12. JIJNÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Umferðarljós á gatnamót Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar Morgunblaðið/Björn Gíslason UMFERÐARLJÓS verða sett upp á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar síðar í þessum mánuði en þetta eru hættulegustu gatnamót bæjarins, miðað við fjölda umferðarslysa. Hættulegustu gatnamót bæjarins frekar um þennan ferðakostnað op- inberlega. Lögmál ehf. Reykjavík, 3. júní 1998. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Skólavörðustíg 6b. Pósthólf 47 121 Reykjavík. SVERRIR Hermannsson, Eini- mel 9, Reykjavík, hefur falið mér að svara bréfi yðar dags. 22. maí sl. varðandi kostnað af Svíþjóðarferð 4.-13. aprfl sl. Ennfremur er vísað til símbréfs yðar í dag til mín varð- andi það málefni o.fl. í greindri ferð kynnti umbj. minn sér málefni sameiginlegs Evrópu- gjaldmiðils (EMU) á fundum í tveimur bönkum í Stokkhólmi dag- ana 6. og 7. apríl. Að mati umbj. míns voru fundir þessir hinir gagn- legustu og nauðsynlegt fyrir banka- stjóra stærsta viðskiptabanka landsins að kynna sér málefnið í þaula. Greiðsla ferðakostnaðar var með alvanalegum og tíðkanlegum hætti og beið endanlegt uppgjör heimkomu. Sama dag og umbj. minn kom heim hvarf hann úr starfi fyrir bankann, svo sem yður er kunnugt um. Taldist þá svo til milli hans og yfirmanns fjárhagsdeildar, Hauks Þórs Haraldssonar, að ferðin yrði gerð upp þegar umbj. minn hefði tíma til þess að skila skýrslu um hana enda alvanalegt í bankanum að uppgjör slíkra ferða gæti dregist í nokkra mánuði ef því væri að skipta. I tilefni af ofangreindu bréfí yðar dags. 22. aprfl, hafði umbj. minn samband við Hauk Þór, þriðjudag- inn 26. apríl og kvaðst hann mundu gera formanni bankaráðsins grein fyrir stöðu málsins. Aleit umbj. minn að frekari umsvif þyrfti ekki að viðhafa í svo einfóldu máli. A daginn kom hins vegar, að umbj. yðar kom málefni þessu á framfæri við fjölmiðla með þeim hætti, að gefið var í skyn, að umbj. minn hefði orðið ber að afglöpum í starfi, svo ekki verði fastar að orði kveðið. Umbj. minn hefur af þessum sök- um falið mér að tilkynna yður, að hann hirði héðanaf ekki um að gera skýrslu um málið til umbj. yðar, heldur muni uppgjör af hans hálfu fara fram með greiðslu reikning- anna við fyrsta tækifæri og að hann hafi tilkynnt yfirmanni fjárhags- deildar um það. Greiðsla mun hins vegar innt af hendi með þeim skil- mála, að í henni felist engin viður- kenning á því að umbj. minn hafi brotið af sér í starfi, heldur eru þvert á móti ítrekuð framangreind sjónarmið. Hugleiðingum yðar um að umbj. minn hafi framið auðgunarbrot er alfarið mótmælt og af því tilefni tel- ur umbj. minn brýnt, að æskja þess sérstaklega, að umbj. yðar kynni sér starfsvenjur sem uppi hafa ver- ið í Landsbanka íslands en umbj. minn telur að nokkuð hafi á það skort fram að þessu. Virðingarfyllst, Asgeir Þór Arnason hrl. Lögmannsstofa Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. ehf. Reykjavík, 3. júní 1998 Hr. Asgeir Þór Árnason hrl., Laugavegi 164, 105 Reykjavík. BANKARÁÐ Landsbanka ís- lands hf. hefur falið mér að tilkynna yður synjun sína á erindi 29. maí sl. um afhendingu á eintaki af álits- gerð minni til bankaráðsins. Ráðið mun innan tíðar taka ákvörðun um þau málefni sem þar er fjallað um og verður umbj. yðar og þeim mönnum öðrum sem hlut eiga að málinu kynnt sú niðurstaða, þegar hún liggur fyrir. Þá verða afhent þau gögn, sem ástæða þykir til að afhenda. Eg leyfi mér að minna á, að enn er ósvarað erindi mínu til umbj. yð- ar frá 22. maí sl., sem varðar skýr- ingar hans á ferð til Svíþjóðar og Finnlands í aprílmánuði sl. Umbj. yðar hefur fjallað um málið í fjöl- miðlum og þar sagt að hann hygðist ekki svara bankaráðinu. Hann myndi endurgreiða kostnaðinn við ferðina og þar með vera laus mála. Eg tel ekki við hæfi að telja hann hafa svarað bréfí mínu með þessum hætti. Það verður að gerast með bréflegu svari til mín. Eg tek sérstaklega fram, að end- urgreiðsla kostnaðarins leysir um- bj. yðar ekki undan skyldu til að svara því, hvers vegna hann lét bankann greiða þetta áður en ferð- in var farin. Hafí ferðin verið farin án nægra tilefna í þágu bankans er auðgunarbrot fullframið við að láta bankann greiða kostnaðinn, hvað sem líður síðar teknum ákvörðun- um um að endurgreiða hann. Eg vænti því svars umbj. yðar um hæl. Hafi það ekki borist til mín fyrir 8. júní nk. má umbj. yðar eiga von á, að óskað verði opinberrar rann- sóknar á þeirri háttsemi hans að láta bankann borga þetta. Virðingarfyllst, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Lögniannsstofa Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. ehf. Reykjavík 4. júní 1998 Hr. Asgeir Þór Ámason hrl., Laugavegi 164, 105 Reykjavík. MÉR HEFUR borist símbréf yðar 3. júní 1998, þar sem svarað er bréfum mínum 22. maí og 3. júní sl. er varða ferð umbj. yðar Sverris HeiTnannssonar til Svíþjóðar og Finnlands í apríl sl. Svörin eru með öllu ófullnægj- andi. Nánari svör þarf að fá við eft- irtöldum spurningum: 1. Hvaða banka heimsótti umbj. yðar dagana 6. og 7. aprfl og hvaða menn hitti hann þar á fundum? 2. Hvers vegna fór umbj. yðar til Svíðþjóðar til að kynna sér hinn sameiginlega Evrópugjaldmiðil en ekki einhvers þein-a landa sem hafa ákveðið að gerast aðilar að Mynt- bandalagi Evrópu (EMU)? 3. Hvaða gjaldmiðil var umbj. yðar nákvæmlega að kynna sér? Hann talar jafnan um gjaldmiðilinn EMU. Hvaða gjaldmiðill er það? 4. Hvers vegna lét umbj. yðar bankann greiða ferðakostnað maka síns? 5. Hvers vegna lét umbj. yðar bankann greiða sér dagpeninga í 10 daga, þ.m.t. alla frídaga um páska, ef hann var aðeins að sækja fundi dagana 6. og 7. aprfl? 6. Hvers vegna lét umbj. yðar bankann greiða ferðakostnað fyrir sig og makann með ferju til Helsinki á 'fóstudaginn langa og til baka til Stokkhólms á páskadag? 7. Getur umbj. yðar skilað til eft- irkomenda sinna við bankann ein- hverju af þeim fróðleik, sem hann aflaði í ferðinni um hina evrópsku mynt, þannig að hann nýtist bank- anum nú, þegar umbj. yðar hefur horfið úr starfi? í tilefni af hugleiðingum í lok bréfs yðar um starfsvenjur í Landsbanka Islands skal það ítrek- að, sem fram kom í bréfi mínu 22. maí sl., að settar voru reglur um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga bankastjóra Landsbanka Islands hf. eftir að hann tók til starfa um sl. áramót. Þetta mál snýst um fram- kvæmd þessara reglna en ekki starfsvenjur frá fyrri tíð sem m.a. var ætlunin að breyta með reglum þessum. Eg vænti svara við bréfi þessu eigi síðar en 8. júní nk. Virðingarfyllst, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Lögmál ehf. Reykjavík 10. júní 1998 Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Skólavörðustíg 6b, Pósthólf 47, 121 Reykjavík. VEGNA bréfs yðar dags 4. þ.m. varðandi kostnað af Svíþjóðarferð umbj. míns, Sverris Hermannsson- ar, dagana 4.-13. apríl sl., hefur umbj. minn falið mér að tilkynna yður, að mál það, sem um er fjallað, er á enda kljáð við Landsbanka ís- lands hf. og mun hann ekki sitja fyrir frekari svörum við yður þess vegna. VirðingarfyOst, Ásgeir Þór Árnason hrl. UNNIÐ er að uppsetningu umferð- arljósa á gatnamótum Hörgár- brautar og Hlíðarbrautar á Akur- eyri og er stefnt að því að taka þau í notkun síðar í þessum mánuði. Sam- kvæmt fyririiggjandi upplýsingum eru þetta hættulegustu gatnamót bæjarins. Þar hafa orðið flest um- ferðarslys, eða rúmlega 50 talsins, frá árinu 1992 og þar af nokkrir mjög harðip árekstrar. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Akureyri, sagði löngu tímabært að setja upp um- ferðarljós á þessum gatnamótum. Hann sagði að fyrir utan meiðsli á fólki hefði orðið gífurlegt eignatjón í mörgum þessara umferðarslysa. ALLS voru 66 kandídatar braut- skráðir frá Háskólanum á Akureyri sl. laugardag, þar af 23 í hjúkrunar- fræði og 22 í sjávarútvegsfræði. Eftirtaldir kandídatar voru braut- skráðir. Frá heilbrigðisdeild, BS-próf í hjúkrunarfræði: Aðalheiður Harðardóttir Anna Brynja Smáradóttir Auður Árnadóttir Birgitta Níelsdóttir Bryndís Guðlaugsdóttir Dagmar Hlín Valgeirsdóttir Erla Jóhannesdóttir Guðbjörg Björnsdóttir Guðbjörg Rós Sigurðardóttir Heiðbjört Ófeigsdóttir Hugrún Ösp Egilsdóttir Inga Björg Ólafsdóttir ína Rós Jóhannesdóttir íris Björg Jónsdóttir Kirsti Beate Fagerli Kristín Þórhallsdóttir Lára Guðlaug Rristinsdóttir Margrét Elísabet Knútsdóttir Ósk Guðmundsdóttir Rut María Pálsdóttir Sigríður Huld Jónsdóttir Steinunn Eyjólfsdóttir Þ. Hulda Bergvinsdóttir Frá kennaradeild, B.Ed.-kenn- arapróf: Bjarni Jóhann Valdimarsson „Ætli megi ekki áætla að dýrasti áreksturinn í peningum hafi kostað jafnmikið og umferðarljósin sem verið er að setja upp.“ Fleiri umferðarljós sett upp Gunnar Jóhannsson, hjá tækni- deild bæjarins, tók í sama streng og sagði löngu tímabært að setja upp umferðarljós á þessum hættuleg- ustu gatnamótum bæjarins, miðað við fjölda umferðaróhappa og slysa- tíðni. Gunnar sagði að þegar gerðar voru lagfæringar á þessum götum fyrir þremur árum, hefði verið gert ráð fyrir að þar yrðu sett upp um- ferðarljós en framkvæmdin nú er í höndum Vegagerðarinnar. Einar Guðmann Örnólfsson Elva Björg Vigfúsdóttir Guðmundur Engilbertsson HaOa Elín Baldursdóttir Helga Dögg Björnsdóttir Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir Ingibjörg Þórðardóttir Sólveig Magnúsdóttir Sædís María Jónatansdóttir Frá rekstrardeild, BS-próf í rekstrarfræði, markaðssvið: Árni Rúnar Magnússon Brynjar Þór Guðmundsson Eggert Þór Óskarsson Hilmar Friðjónsson Katrín María Magnúsdóttir Sigurður Bjarni Hafþórsson BS-próf í rekstrarfræði, stjóm- unarsvið: Elín Dögg Gunnarsdóttir Rannveig T. Kristinsdóttir Sigurður Eiríksson Stefán Jóhann Hreinsson BS-próf í rekstrarfræði, gæða- stjómun: Messa LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta sunnudaginn 14. júní kl. 14. Fermdur verður Sveinn Hjörleifsson, Löngu- mýri 18 á Ákureyri. Gunnar sagði að í haust væri stefnt að því að setja upp umferðar- ljós á gatnamótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis. „Þar er ekki mikil umferð en þó hafa orðið þar nokkur alvarleg slys og ljósin eru tekin inn á þeim forsendum." Þá er ráðgert að setja upp um- ferðarljós á gatnamótum ÞingvaOa- strætis og Skógarlundar á næsta ári. Ekki er hægt að koma í veg fyr- ir umferðarslys þótt sett séu upp umferðarijós, því á árunum 1992-1995 voru skráð næstflest um- ferðarslys í bænum á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar en þar eru og hafa verið umferðarljós til fjölda ára. Hjördís Sigursteinsdóttir Frá sjávarútvegsdeild, BS-próf í sjávarútvegsfræði: Axel Eyfjörð Friðriksson Björgvin Gestsson Björn Fannar Hjálmarsson Brynjar Viggósson Börkur Árnason Friðrik Már Þorsteinsson Gísli Héðinsson Guðmundur Kristmundsson HaOdór G. Ólafsson Hannes Hrafn Haraldsson Hannes Kristjánsson Ingibjörg Eiríksdóttir Ingvar Eyfjörð Jónsson Jóhann Ófeigsson Jón Kjartan Jónsson Jörgen Wolfram Gunnarsson Magnús Guðm. Magnússon Ólafur Arnar Ingólfsson Róbert Gíslason Sindri Karl Sigurðsson Sturlaugur Haraldsson Una Yr Jörundsdóttir Aksjón Föstudagur 12. júní 21.00^-Sumarlandið. Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. 66 kandídatar brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.