Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NIÐURSTAÐA BANKARÁÐS LANDSBANKANS Meginniðurstaða bankaráðs Landsbanka Islands hf. á löngum fundi í gær var sú, að bankinn ætti ekki kröfu á hendur fyrrverandi bankastjórum um endurgreiðslu á kostnaði, sem Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við á sínum tíma, umfram þá endurgreiðslu, sem Sverrir Hermannsson hefði þegar innt af hendi og Björgvin Vilmundarson tjáð sig reiðubúinn til að greiða. Þessi niðurstaða bankaráðsins er byggð á greinargerð, sem Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, tók saman að beiðni bankaráðsins um réttarstöðu hinna þriggja fyri-verandi bankastjóra Landsbanka Islands hf. I greinargerð lögmannsins kemur hins vegar fram ákveðin gagnrýni á háttsemi banka- stjóranna varðandi veiðiferðir, risnu og ferðakostnað. I greinar- gerð hæstaréttarlögmannsins um veiðiferðir segir m.a.: verður ekki hjá því komizt að telja, að lítils hófs eða aðhalds hafi verið gætt við ákvarðanir bankastjóranna fyrrverandi um þessi efni... Þrátt fyrir þessar athugasemdir tel ég allar líkur standa gegn því að bankinn geti nú endurkrafið bankastjórana fyrrverandi um kostnað vegna þessara veiðiferða... tel ég litlar líkur á að dómstólar myndu ef á reyndi fallast á endurkröfu bankans um þennan kostnað eins og öllum atvikum málsins er háttað.“ I umfjöllun um risnukostnað bankastjóranna kemur fram að Sverrir Hermannsson og Björgvin Vilmundarson hafi endur- greitt eða fallist á endurgreiðslu risnukostnaðar með fyrirvara um að í því fælist engin viðurkenning á, að þeim hafi verið það skylt. Hins vegar sé það gert til þess að stuðla að friði um lyktir málsins. Um ferðakostnað bankastjóranna segir í álitsgerð Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar til bankaráðsins: „Ekki er líklegt að starfs- kjör sem þessi tíðkist víða í viðskiptaheiminum og líklega er óhætt að fullyrða að þau þekkjast ekki hjá opinberum aðil- um... Á hinn bóginn er þess að gæta að ekki hafa við endur- skoðun reikninga bankans undanfarin ár verið gerðar sérstakar athugasemdir við ferðakostnaðinn, hvorki að efni til né með því að biðja um frekari skýringar á tilefnum hans. Sýnist ekki vera ástæða til að véfengja hina fyrrverandi bankastjóra um að þess- ir hættir muni hafa tíðkast við bankann fyrir þeirra tíð eða þeir hafi a.m.k. verið í góðri trú þar um.“ Með afgreiðslu greinargerðar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hefur bankaráð Landsbankans lokið umfjöllun sinni um starfs- lok fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem allir sögðu upp störfum um síðustu páska. Eftir stendur af Landsbankamálum sú sakamálarannsókn, sem nú er hafin á svonefndu Lindarmáli. Landsbankamálið sem slíkt mun hins vegar hafa víðtækari af- leiðingar. I fyrsta lagi er ljóst, að kostnaður vegna veiðiferða og risnu hefur verið kominn úr böndum innan Landsbankans. Mál þetta mun verða til þess, að í öllum fjármálastofnunum í eigu ríkisins og sjálfsagt einnig í einkageiranum verða teknar upp mun strangari reglur varðandi laxveiðiferðir með viðskiptavini og risnukostnað almennt. Áhrif þessa úti í atvinnulífinu verða áreiðanlega þau að aðhald í einkafyrirtækjum verður strangara og ekki ósennilegt, að spurningar eigi eftir að koma upp á aðal- fundum fyrirtækja, sem skráð eru á Verðbréfaþingi, um þessa kostnaðarþætti í rekstri fyrirtækjanna. Þá bendir margt til þess að skattayfirvöld verði kröfuharðari í mati á því, hvort laxveiði- boð teljist til skattskyldra hlunninda. Landsbankamálið mun því að jiessu leyti hafa holl áhrif út í allt þjóðfélagið. I annan stað má sömuleiðis búast við, að reglur um ferða- kostnað fyrirtækja í eigu opinberra aðila, svo og hjá ráðuneyt- um og Alþingi, verði hertar og ekki ólíklegt að alveg verði tekið fyrir, að ferðakostnaður í einkaerindum verði hluti starfskjara hjá hinu opinbera, ef á annað borð eru fleiri dæmi um slíkt. Raunar má telja sennilegt, að hið sama gerist hjá einkafyrir- tækjum, og þá ekki sízt þeim, sem skráð eru á hlutabréfamark- aði. í þriðja lagi má telja líklegt, að í kjölfar Landsbankamálsins og Lindarmálsins, sem er angi af því, skapist umræður um hver ábyrgð stjórnarmanna í fyrirtækjum almennt sé, hvort sem um er að ræða í opinbera geiranum eða í einkageiranum, og að raddir komi upp um nauðsyn þess, að skýrt komi fram í lögum hver sú ábyrgð sé. Það er ekki sízt nauðsynlegt fyrir þá, sem takast þá ábyrgð á herðar að sitja í stjórnum fyrirtækja, og þeim fer fjölgandi, að vita hver þeirra ábyrgð er og til hvers er ætlast af þeim. Úr því sem komið er verður að leggja áherzlu á, eins og raun- ar hefur komið fram hjá forsvarsmönnum bankaráðs Lands- bankans, að draga lærdóma af því, sem úrskeiðis hefur farið, sennilega á löngum tíma, og nýta þá reynslu til þess að koma málum í nýjan og betri farveg.. Flaga hf. opnar útibú í París Islensk hátækni á Frakklandsmarkaði ✓ Islenskum hátæknifyrirtækjum fer sífellt fjölgandi og eru sum þeirra þegar farin að hasla sér völl erlendis. Fyrirtækið Flaga hf. er eitt þeirra, en það hefur sérhæft sig í smíði tækja til svefnrannsókna og hefur nú opnað útibú í miðborg Parísar. Flaga hefur þegar náð langt inn á Frakklandsmarkað með afurðir sínar, eins og Ragna Sara Jóns- dóttir komst að þegar hún skoðaði útibúið og spjallaði við franska notendur kerfísins. HELSTU afui’ðir fyi’irtækis- ins Flögu hf. eru mælitækið Embla og forritið Som- nologica. Kerfið hefur verið selt til um 20 landa nú þegar og fer hópur þeirra lækna og rannsóknarað- ila sem nota kerfið ört stækkandi. Embla er sextán rása mælitæki sem getur mælt hitastig, hjartalínu- rit, öndun, súrefnismettun í blóði, vöðvalínurit, loftþrýsting í lungum, stellingu sem sofið er í og fleira, ásamt heilalínuriti og stafrænni myndbandsupptöku af sjúklingnum. Embla kannar þannig líkamsstarf- semi einstaklinga á meðan þeir sofa, en eitt helsta vandamál svefnrann- sókna hingað til hefur verið skortur á mælitækni. Rannsóknir á líðan og lík- amsstarfsemi einstaklinga í svefni eru stundaðar á fjölmörgum sviðum læknisfræðinnar. I Frakklandi er Embla nú þegar notuð við svefnrann- sóknir, geðrannsóknir, lungnarann- sóknir og við grunnrannsóknir á dýr- um. Tók tíma að átta sig á uppbygg- ingu franska kerfisins Nicolas Pétur Blin er framkvæmda- stjóri Flögu France og rekur skrif- stofuna í gamla listahverfinu Mont- martre. Nicolas stundaði sjálfur rann- sóknir á árvekni og dagsvefni og not- aði til þess svefnkerfi. Hann ætlaði upphaflega að aðstoða Flögu lítilshátt- ar við kynningu á kerfinu í Frakklandi en eftirspum eftir því varð fljótlega það mikil að fyrr en varði var hann kominn í fulla vinnu. Útibúið var svo Morgunblaðið/Jón Svavarsson MÆLITÆKIÐ Embla er ekki nema tæpt kfló að þyngd og gerir rannsakendum kleift að senda sjúklinga með tækið heim, þar sem svefn þeirra er tekinn upp. stofnað í september á síðasta ári og nú starfa þar auk Nieolas tveir aðrir starfsmenn. Flaga France er fyrsta útibú Flögu sem stofnað var erlendis, en Embla var áður seld í gegnum umboðsmenn sem störfuðu í hverju landi fyrir sig. Nú hefur einnig verið opnað útibú í Flórída sem ætlað er að sjá um sölu á Bandaríkjamarkaði. Nicolas segir að hlutverk sitt frá upphafi hafi verið mjög fjölbreytt. „Það er ansi þungt í vöfum að stofna fyrirtæki í franska kerfinu og stofnunin tók því töluverð- an tíma. Eg hef verið mikið að kynna kerfið, farið á ráðstefnur lækna og eins hitt einstaka lækna, sýnt þeim hvernig kerfið virkai’ og hvaða mögu- leika það býður upp á. Undanfarið hef Morgunblaðið/Ragna Sara FRAMKVÆMDASTJÓRI Flögu France, Nicolas Pétur Blin, fyrir utan húsnæði fyrirtækisins í Montmartre hverfi Parísar. Efst í götunni stendur gömul mylla sem notuð var til dansleikjahalds áður fyrr og vís- ar nafnið „Au tic tac du moulin" til hennar. ég svo verið að aðstoða þá sem keypt hafa kerfið, kennt þeim á það og að- stoðað við uppsetningu,“ segir hann. Nicolas segir það hafa tekið nokkurn tíma að átta sig á því hvernig samfélag franskra lækna var uppbygt og þá ekki síst lækna í svefnrannsókn- um. Nú hafi hann komist að því hverj- ir séu mikilvægustu og mest metnu sérfræðingarnir á þessu sviði í Frakk- landi og það auðveldi honum mikið kynningu á kerfinu. „Það tók smátíma að átta sig á því hverjir væru ráðandi í bransanum, þ.e. þeir sem eru með fyr- irlestra víða, sitja í mörgum nefndum og tengjast mörgum á sviðinu. Nú má segja að við höfum náð öllum þeim takmörkum sem við settum okkur í þeim efnum. Við höfum selt kerfi til svefnrannsóknarstofu í Montpellier sem er ein sú stærsta í Evrópu auk stærstu rannsóknardeildar Frakk- lands í dýrarannsóknum sem er í Lyon. Formaður svefnrannsóknafé- Iags Frakklands notar kerfið okkai- en fjögur til fimm hundruð manns eru í því félagi og svo get ég áfram talið. Við höfum þegar selt 16 kerfi hér í Frakklandi og margir hafa sýnt Emblunni áhuga þannig að salan á ör- ugglega eftir að aukast héðan í frá.“ Ekki einir á markaðnum Nýtt tímabil fer nú í hönd hjá Flögu France. Fyrirtækið er tilbúið til að auka söluna og kynningu á fyrírtæk- inu sjálfu. „Við munum einbeita okkm- að því að kynna okkur sem franskt-ís- lenskt fyrirtæki sem er að stækka hér í Frakklandi. Það er töluvert mikil- vægt að viðskiptavinir okkar átti sig á því að þeh’ eru að kaupa vöru frá fyrir- tæki sem er með aðsetur í Frakklandi. Þeir verða mun öruggari þegar þeir vita af aðila í Frakklandi sem getur aðstoðað þá ef eitthvað bjátar á, enda hef ég mikil samskipti við viðskipta- vinina og hitti hvern þeirra þrisvar til fjórum sinnum áður en hann ákveður sig varðandi kaup á kerfinu, og sam- skiptin aukast síðan til muna eftir kaupin," segir Nicolas og bætir við að það hræði Frakkana töluvert að hugsa til þess að þurfa að hringja til íslands þar sem þeir þurfa jafnvel að tala ensku við símastúlku. Embla er ekki eina tækið á frönsk- um markaði sem mælir líkamsástand fólks í svefni. Til eru nokkur önnur tæki sem þó eru misjöfn að því leyti að þau eru misjafnlega notendavæn og ólík að stærð og gerð. Nicolas segh’ að þeir eigi fjölmarga keppinauta í Frakklandi og séu 'ekki stærstir á markaðinum. Þeir hafi hins vegar þann kost að vera nokkrum árum á undan keppinautunum í þróun tækja og forrita, enda sé unnið ötullega að endurbótum og þróun á kerfinu heima á Islandi. Helsti kostur Emblunnar sé hvað hún sé fjölhæf, lítil, notendavæn og að henni fylgi mjög fullkomið forrit sem vinnui’ úr upplýsingum hennar. Frábærar viðtökur í Frakklandi „Embla og Somnologica hafa fengið alveg frábærai’ viðtökur. Við erum langt á undan í nýrri hátækni og sem dæmi get ég bent á að stór hluti franskra fyrirtækja er ekki enn með aðgang að alnetinu eins og flestöll ís- lensk fyrh-tæki hafa. Ég er í miklum samskiptum við þá sem kaupa tækin og læknana sem nota þau, en það er mikið spurt um ýmiss konar sérlausnir enda er kerfið okkar byggt upp þannig að við getum boðið ýmiss konai’ sérlausn- ir, og við veitum mikla þjónustu vegna tækjanna og forritsins. Hægt er að fá viðbætur við Somnologica sem gefur ýmsa viðbótarmöguleika og læknarnir eru mjög ánægðh- með það. Annar helsti kostur Emblunnar er hvað hún tekur inn hreint stafrænt merki, þannig að allar upplýsingarnar eru algerlega stafrænar. Af þessum sökum eru engin takmörk fyrh’ því hvaða merki hún getur tekið inn. Það er hægt að mæla allt frá hjartslætti til jarðskjálfta," segir Nicolas. Undirbúningur að stofnun Flögu France hefur staðið í um eitt og hálft ár. Það er til húsa í listamannahverf- inu Montmartre í Norður-Pains. „Það sem er svo frábært við þetta er að í þessu húsnæði var demantasala í þrjá- tíu til fjörutíu ár eftir stríð og þetta er því húsnæði með mikla sál. Það er gaman að vera í svona notalegu um- hverfi en ekki í glerhúsi í úthverfi Parísar, eins og flest fyrirtæki eru,“ segir Nicolas, sem eyddi miklum tíma í að gera upp húsnæðið. Hann þurfti því næst að þjóta þar sem hann var að undirbúa málþing fyrir notendur kerf- isins í Frakklandi. Emblan nýtist á ólíkum rannsóknarsviðum NOTENDUR Emblu í Frakklandi eru að fást við margvíslegar rann- sóknir. Allt frá alkóhólisma til sárs- aukamælinga og áhrifa þeirra á geðheilsu og svefn. Um helgina var haldið málþing á vegum Flögu France þar sem notendur Emblu komu saman, kynntu rannsóknir sínar og kynntu sér nýja möguleika kerfisins. Næstum laus við pappírinn I Lille stundar geðlæknirinn Danel T. rannsóknir á svefnmynstri fólks og tengslum þess við fíkni- efnavanda og notar til þess íslenska kerfíð frá Flögu. Joelle Adrien er taugalífeðlisfræðingur og stundar rannsóknarstörf í París auk þess sem hún er formaður Svefnrann- sóknafélags Frakklands. Hún notar Emblu og Somnologicu við grunn- rannsóknir sínar um tengsl geð- lyfja, svefnmynsturs og þunglyndis. Áthuganirnar gerir hún á músum og rottum og með notkun einnar Emblu getur hún mælt fimm til átta mýs í einu. Með gömlu mæli- tækninni, sem hún notast enn við í bland, getur hún einungis mælt tvær til þjár mýs í einu. Gamla tæknin er tæki sem prentar út mælingarnar á pappír, og er papp- írinn eftir mælingu einnar músar yfir nótt milli þrjú og íjögur hund- ruð metrar að lengd. Adrien segir að mikið hagræði hljótist af notkun Emblunnar og það spari sér mikinn tíma að þurfa ekki að skrá upplýsingarnar úr gömlu tækjunum. Hún hefur notað kerfið í nokkra mánuði og vinnur nú að því að safna fé fyrir fleiri kerfum. Hópmeðferð við svefnleysi Eric Lainey er geðlæknir og kannar tengsl svefns við geðheilsu einstaklinga, og þá helst þeirra sem þjást af þunglyndi. Hann býður upp á hópmeðferð fyrir einstaklinga sem þjást af svefnleysi í stað þess að gefa þeim lyf. Meðferðin felst í að breyta svefnvenjum fólks og notar hann til þess sömu tækni og stund- um er notuð við að breyta matar- venjum þeirra sem þjást af offítn. Lainey mælir ástand sjúklinga sinna í svefni við upphaf meðferðar og í lok hennar og hefur til þess not- að Emblu í um sex mánuði. Hann segir að Emblan hafi ótvíræða kosti fyrir sig og rannsóknir sínar. „Emblan gefur mér kost á að senda sjúklinga heim til sín þar sem þeir tengja sig sjálfir við Embluna og sofa heima hjá sér. Daginn eftir koma þeir svo með upptökuna og ég skoða hana í Somnologicu. Þessi nýjung er alger bylting fyrir mig. Aður þurfti ég að senda alla skjól- stæðinga mína á rannsóknarstofu með sérstökum tækjabúnaði til svefnmælinga þar sem þeir eyddu nóttinni. Því fylgja hins vegar nokk- ur vandamál því slíkar rannsóknar- stofur eru fáar og að jafnaði erfitt að fá þar tinia, biðin getur verið allt + Morgunblaðið/Ragna Sara ÞÁTTTAKENDUR í málþingi Flögu France sem haldið var um helgina. Þar komu saman læknar og rannsóknarfólk víðs vegar að úr Frakklandi til að læra meira um notkun Emblu og Som- nologicu og einnig til að kynna rannsóknir sínar. Lengst til vinstri er Nicolas Pétur Blin framkvæmdastjóri Flögu France og lengst til hægri eru Joelle Adrien og Eric Lainey. að nokkrum mánuðum. Þar að auki eru mælingarnar nokkuð skakkar vegna þess að þeir sem þjást af svefnóreglu sofa mun verr á rannsóknarstofu úti í bæ en heima hjá sér. Nú get ég hins vegar mælt mun náttúrulegri svefn,“ segir Lainey, og bætir við „því miður getum við enn ekki sent alla heim með Emblu og þurfum því að notast við báð- ar aðferðirnar enn um sinn.“ Hann lirósar kerfínu í hástert og segir það hafa breytt miklu fyrir sig sem rannsakanda. „Ég hef prófað mörg kerfi og þekki vel til á þessu sviði, en þetta er það besta sinnar tegundar sem ég hef prófað. Það sem er ein- stakt við það er að það tekur inn algerlega stafrænar upp- lýsingar, sem ekki var hægt áður. Auk þess er það mjög auðvelt í notkun og býður upp á marga ólíka möguleika, sem ég held ég þekki enn ekki alla þó ég hafi notað kerfið í sex mánuði." Sagnfræðinemar undirbúa þing um Norðurlöndin og kalda stríðið Y akning' í íslenskum sagnfræðirannsóknum Morgunblaðið/Golli SAGNFRÆÐINEMARNIR Rósa Magnúsdóttir, Jóhannes Þ. Skúlason og Haraldur Þór Egilsson ætla allir að fást við sögu kalda stríðsins í lokaritgerðum sínum. EIR eru ekki átrúnaðargoð á borð við poppstjörnur, erlendu sagnfræðingarnir sem koma á kaldastríðsráðstefnuna, en sagnfræði- nemamir Haraldur Þór Egilsson, Jó- hannes Þ. Skúlason og Rósa Magnús- dóttir kannast við nöfn þeirra af fræði- ritum sem þau hafa lesið í náminu og hlakka til að hafa kynni af þeim og þankagangi þeirra. Þau þrjú auk Þór- mundar Jónatanssonar, sagnfræði- nema og fjölmiðlafulltrúa hafa stai’fað með Val Ingimundarsyni sagnft’æðingi að undh’búningi ráðstefnu, sem haldin verður 24. til 27. júní um Norðurlöndin og kalda stríðið. Hingað til hafa þau sinnt bréfaskriftum, heimasíðugerð fyi’h’ ráðstefnuna og annani skipulagn- ingu og kynningu. Þau segja reynsluna af þessu starfi mjög dýrmæta. Þór- mundur taldi þó að það væri galli, að sagnfræðiskor neitaði að meta slíkt starf til eininga í námi fyrr en komið er á meistarastig. En öllum fannst það mjög spennandi að fá að kynnast því besta á alþjóðasviði í fræðigreininni. Þau lögðu þó áherslu á að þetta væri ekki aðeins kærkomið tækifæri fyrir sagnfræðinga og stjómmálafræðinga, heldm’ allt áhugafólk um þjóðfélags- mál. Enda væri ráðstefnan öllum opin og stæði skráning nú yfir. Mikil gi’óska er í íslenskum sagn- fræðirannsóknum og -námi um þessar mundir. Fjölmargir íyrirlestrar era haldnir á vegum Sögufélagsins, Félags sagnfræðinga, sagnfræðiskorar Háskól- ans, Félags sagnfræðinema og stórar ráðstefnur hafa verið haldnai’ og eru í vændum um söguleg efni. Mikil endur- skoðun hefur farið fram á söguskoðun fyrri tíma. Jóhannes nefnir til dæmis að mat sagnfræðinga á hlutverki Dana í Islandssögunni hafi mjög breyst. Ferskir straumar frá Bandaríkjunum „Vakningin í sagnfræðinni í Háskól- anum er kannski ekki síst vegna þess að komnir eru nokkrir ungir menn og konur sem komið hafa frá framhalds- námi á síðustu árum og borið með sér ferska strauma," segir Rósa. „Ekki síst eru það menn sem hafa verið í námi í Bandaríkjunum og hafa þar kynnst nýrri aðferðafræði og viðfangsefnum." Þremenningai’nir segja að áhugi sagnfræðinema beinist í auknum mæli að tuttugustu öldinni. „Kannsld er það af því að það er komin viss fjarlægð á viðfangsefnið, og líka vegna þess að sí- fellt meiri upplýsingai’ koma fram, til dæmis frá þeim skjalasöfnum sem hafa verið að opnast í Austur-Evrópu og Rússlandi,“ segir Hai’aldur. Þau nefna líka að annað einkenni á ís- lensku sagnfi’æðinni nú á dögum sé það að meira sé í’eynt að miðla til almenn- ings en áður. „Við viljum skrifa texta sem er læsilegur. Kannski er það mark- aðshyggjan sem hafið hefur innreið sína í sagnfræðina,“ segir Rósa. „Síðustu ár- in hafa verið að koma út sagnfræðirit sem hafa selst vel.“ Haraldur bendir á sem dæmi að Is- ’ lensku bókmenntaverðlaunin fyrir fræðibækur hafa tvö síðustu árin verið veitt fyrh’ sagnfræðirit. Þau þrjú eru öll að vinna að lokarit- gerðum sínum í BA-náminu í sagn- fræði og öll hafa valið sér efni sem tengist kalda stríðinu. Rósa ætlar að skrifa um menningarleg samskipti Is- lands, Bandaríkjanna og Rússlands á þessum tíma, til dæmis baráttu Máls og menningar, bókaforlags vinstri manna, við Almenna bókafélagið, sem kennt var við hægri menn og um MIR, Menningarsamband Islands og ráð- stjórnamkjanna ásamt fleiri slíkum félögum. Efnið hefur þó ekki verið af- markað að fullu ennþá. Jóhannes ætlai- að skrifa um þjóð- ernishyggju í Sósíalistaflokknum 1940- 1951, sem hann telur að líkist helst rómantískri þjóðemishyggju 19. aldar í Þýskalandi. Hai’aldur ætlar að skrifa um afstöðu Islendinga til vamarliðsins á tímum vinstri stjóma, 1951-61 og 1967-77. Á báðum tímabilum var mótuð sú stefna að segja upp vamarsamn- ingnum, en ekkert vai’ð úr. Minni hiti í sljórnmálununi Þau Rósa, Jóhannes og Haraldur eru sammála um að nú sé að mörgu leyti orðið auðveldara að skrifa sagnfræði- lega um kalda stríðið en áður. Með þessari breytingu telja þeir að auðveld- ara sé að gæta hlutleysis í skrifum, þó að þeir trúi ekki á fullkomið hlutleysi í sagnfræðinni. „Norrænt öryggisjafnvægiu og hlutleysi Svíþjóðar og Finnlands Voru Norðurlöndin „ónæm“ fyrir átökum kalda stríðsins? JUSSI Hanhimáki, lektor í al- þjóðasögu við London School of Economics and Political Science (LSE), á sæti í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. Hann mun flytja fyrir- lestur um áhrif Bandaríkjanna á Norðurlöndum og stýra pallborðsum- ræðum undir yfirskriftinni „Norrænt jafnvægi" og hlutleysisstefna Finn- lands og Svíþjóðar. I samtali við Morgunblaðið sagði Hanhimáki að til- raun yrði gerð til að kryfja þrjár rnegin- spurningar. í fyrsta lagi hvaða skilning- ur væri lagður í hugmyndina um ör- yggisjafnvægi á Norðurlöndum, þá hvernig samband Finnlands við Sovétríkin hefði verið í raun og hvort aukinn sovézkm- þrýst- ingur á Finnland kynni að hafa spillt hinu norræna öryggisjafnvægi og jafnvel hrakið hina hlutlausu Svía tO að sækja um aðild að NATO. Loks verði velt vöngum yfir því hvort nán- ara hernaðarsamstarf Danmerkur og Noregs við Bandaríkin en talið var að hefði átt sér stað í raun hefði líka get- að spillt þessu norræna jafnvægi. „Hugmyndin um hið norræna ör- yggisjafnvægi er upprunnin á sjöunda áratugnum, en upphafsmenn að henni voru norskir stjórnmálafræðingar,“ sagði Hanhimaki. „Samkvæmt kenn- ingunni var hægt að deila Norðurlönd- um í tvennt. í vestri voru NATO-ríkin Noregur og Danmörk - ísland vai’ lát- ið liggja milli hluta í þessu samhengi - í miðjunni var Svíþjóð sem hlutlaust ríki í sígildum skilningi, og austast var Finnland, sem var hlutlaust en bundið Sovétríkjunum með sérstökum örygg- ismálasamningi frá 1948.“ Sú ályktun sem dregin var sam- kvæmt þessari kenningu er sú, að þetta fyrfrkomulag fæli í sér jafnvægi sem kom í veg fyrir að Norðurlönd blönduðust inn í nokkra alvarlega deilu risaveldanna í kalda stríðinu. í samræmi við þetta ályktuðu menn ennfremur, segir Hanhimáki, að ef Sovétmenn ykju afskiptasemi sína af Finnlandi myndi slíkur þrýstingur spilla þessu jafnvægi og jafnvel etja Svíþjóð út í að ganga í NATO; eða á hinn bóginn ef Danmörk og Noregur yrðu vh'kari þátttakendur í hernaðar- áætlunum NÁTO - með því til dæmis að fallast opinberlega á að kjai’norku- vopn yi’ðu geymd á þeii’ra yfirráða- svæði - þá myndi slíkt leiða til aukins þrýstings Sovétmanna á Finna, og svo framvegis. Hugmyndin var sem sagt sú, að Norðurlöndin hefðu á grundvelli þessa samspils mismunandi öryggiskerfa verið nærri ónæm fyrir alvarlegum millfríkjadeilum í kalda stríðinu. Meira en athyglisverður hug- myndaleikur? Hanhimáki sagðist ennfremur búast við að ein meginspurningin sem tekizt verður á við í þessum kafla ráðstefn- unnar snúist um það hvort þessi kenn- ing hafi verið annað og meira en at- hyglisverður hugmyndaleikur, eða að hún hafi samsvarað raunveruleikan- um. Þannig verður hægt að velta því fyrir sér hvort Finnland hafi í raun og veru verið ónæmt fyrir auknum þrýst- ingi frá Sovétríkjunum, þökk sé hinu norræna öryggisjafnvægi. Annað meginmálið sem Hanhimáki segir að leitazt verði við að skýra á þessum hluta ráðstefnunnar er sam- band Finnlands við Sovétríkin, og hvort hugsanlegt hefði verið að Sví- þjóð gengi í NATO ef Sovétmenn gerðust aðgangsharðir gagnvart Finn- um. „Þetta telja margh’ að hafi haldið aftur af Sovétmönnum að beita Finna miklum þrýstingi á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum," sagði Han- himáki. Önnur athyglisverð spuming sem tekin verður fyrir er hversu langt hernaðarsamvinna Dana og Norð- manna við Bandaríkjamenn innan NATO náði á dögum kalda stríðsins. „Ríkjandi skilningur er nefnilega sá, að Danfr og Norðmenn hafi haldið sig í hæfilegri fjarlægð frá „Pentagon“, þrátt fyrir að vera meðlimir í NATO. Ég tel hins vegar að nýjustu upplýs- ingar sýni að samvinna Dana og Norð- manna við Bandaríkjamenn var í raun mjög náin, þótt reynt hafi verið að halda mikilli leynd yfir sumum þáttum þessa samstarfs, svo sem að danska stjórnin hafi heimilað Bandaríkja- mönnum að geyma kjarnorkuvopn á Grænlandi,“ sagði Hanhimáki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.