Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Æði misjöfn viðbrögð við samkomulagi Dana og Færeyinga Danskir fjölmiðlar harð- orðir en Færeyingar fagna SAMNINGUR danskra og fær- eyskra stjórnvalda fær harða útreið í dönskum fjölmiðlum og hjá stjóm- arandstæðingum en í Færeyjum hefur honum verið fagnað mjög. I leiðumm danskra blaða er ýjað mjög sterklega að því að stjómin hafi keypt stuðning Færeyinga við umdeildar efnahagsaðgerðir, svo- kallaðan „hvítasunnupakka", dým verði. Þá hefur Framfaraflokkurinn krafist þess að samningurinn verði tekinn fyrir á þingi og aðrir stjóm- arandstöðuflokkar segja óvíst að þeir styðji það. I Færeyjum vöktu fréttirnar hins vegar gleði og nokkra undrun, þar sem fáir bjugg- ust við svo góðum samningi og það svo fljótt. A meðal þeirra sem lýst hafa yfir ánægju með hann er Sig- urd Poulsen, bankastjóri færeyska landsbankans, sem segir samning- inn betri en búast hefði mátt við og að hann muni hafa jákvæð áhrif á efnahagslíf eyjanna. Leiðarahöfundur Ekstra Bladet segir dönsku stjómina hafa fært Færeyingum um 2,2 milljarða dkr., um 22 milljarða ísl. kr., á silfurfati og „keypt sér dýran frið við Færey- inga til að ná völdum í þinginu“. Pakistan- ar bjóða Indverjum til við- ræðna Islamabad. Reuters. STJÓRNVÖLD í Pakistan til- kynntu í gær að þau hygðust stöðva allar tilraunir með kjamavopn og hvöttu þau Indverja til að gera slíkt hið sama. Sagði í yfirlýsingu stjómvalda að Pakistanar hefðu engan áhuga á vígbún- aðarkapphlaupi við Indverja og að þeir vildu leggja sitt af mörkum til að draga úr spennu í Suður-Asíu. Tilkynningin kom nokkuð á óvart því Gohar Ayub Khan, utanríkisráðherra, hafði látið þau orð falla stuttu áður að deila Indveija og Pakistana um Kasmír-héraðið gæti „hvenær sem er“ valdið kjam- orkustríði. Samhliða tilkynningu um stöðvun kjarnavopnatilrauna buðu Pakistanar Indveijum til friðarviðræðna um framtíð Kasmír en Indland ræður 2/3 hlutum svæðisins og berst hart gegn íslömskum aðskiln- aðarsinnum sem sameinast vilja Pakistan. Indveijar tómlátir Indverjar létu sér í gær hins vegar fátt finnast um yf- irlýsingar Pakistana, sögðust nú þegar hafa stöðvað kjam- orkutilraunir sínar. Lýstu þeir einnig yfir mótmælum sínum við þá tillögu Pakistana að þriðji aðili miðli málum í samskiptum landanna, sögð- ust vilja eiga beinar viðræður við stjómvöld í Islamabad. Fréttaskýrendur sögðu að tilkynning Pakistana benti til þess að vestræn ríki, sem hafa áhyggjur af þróun mála í S- Asíu, myndu leggja sitt að mörkum til að hefta frekara vígbúnaðarkapphlaup. Telur leiðarahöfundurinn að samn- ingur Dana og Færeyinga svari til þess að hver íbúi eyjanna fái sem svarar 45.000 dkr., tæpa hálfa millj- ón ísl. kr., í aðstoð frá dönskum skattgreiðendum. „Upphæðin er hryllileg og það er aðeins hægt að skýra með því að stjórnin vilji fá Færeyingana tvo á þingi til að skipta sér ekki af hvítasunnupakk- anum.“ Stuðningur Breck- manns ótryggur? í Jyllands-Posten segir að fær- eysku samningamennimir hafi samið vel og nýtt sér þau spil sem þeir höfðu á hendi; sérstaklega til- boð um stuðning Óla Breckmanns, sem situr á danska þinginu fyrir færeysku borgaraflokkana. í frétt blaðsins er hins vegar fullyrt að því fari fjarri að stuðningur hans við önnur frumvörp stjómarinnar en það sem kennt er við hvítasunnu sé tryggur. Hann hafi tekið skýrt fram að um þetta tiltekna frumvarp væri að ræða, auk þess sem hann sé þekktur fyrir baráttu sína gegn vinstrimönnum, sem styðja stjóm jafnaðarmanna. ÚKRAÍNSKIR námamenn lemja í hjálma siha framan við þinghúsið í Kiev. Þeir komu þangað hund- ruðum saman í gær eftir að hafa gengið frá borginni Pavlohrad, BT segir í leiðara að samningur- inn innihaldi „kaup og sölu atkvæða, flótta undan ábyrgð og skort á hreinu mjöli í pokahominu“ og Berlingske Tidende segir það áhyggjuefni hve mjög samningur- inn lykti af atkvæðakaupum. Þessi illi granur styrkist við það er hver Færeyingurinn á fætur öðram hrósi samningnum í hástert. Politiken er hins vegar jákvæðara og í leiðara er því fagnað að Færeyingar hafi náð samkomulagi um greiðslu skulda, sem þeir eigi möguleika á að standa við. Því verði tap danska ríkissjóðs- ins varla meira vegna samningsins en það hefði orðið ella. Efasemdir Færey- inga fyrir bí? Þegar virðist hafa dregið úr tor- tryggni og andúð Færeyinga í garð Danmerkur í kjölfar samningsins. Ivan Nicklasen, fréttastjóri fær- eyska útvarpsins, segir engan hafa vænst svo góðrar niðurstöðu úr samningnum þar sem stjómmála- samskipti landanna hafi ekki verið góð undanfarin ár. Telur Nicklasen sýnt að efasemdir Færeyinga um heilindi Dana muni nú hverfa eins um 600 km leið. Krefjast þeir þess, að fá greidd laun sem þeir eiga inni og að hætt verði að flytja inn ódýr kol frá Rússlandi og Póllandi. og dögg fýrir sólu, ekki síst vegna þess að Danir hætti afskiptum af fjölmörgum málefnum er varða Færeyjar, svo sem Fjármögnunar- sjóðnum. Landsbankastjórinn segir samn- inginn styrkja færeyskan efnahag en Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, segir landsmenn ekki eiga að búast við því að neyslan aukist, þrátt fýrir að efnahagurinn batni. í leiðara Sósiahirin segir að ekki leiki nokkur vafi á ágæti samnings- ins, sem tryggi bættan efnahag á Færeyjum á næstu áram. I Dimmalættingu, sem styður Sam- bandsflokkinn, en hann er fylgjandi óbreyttu ríkjasambandi við Dani, er hins vegar lýst efasemdum með að samkomulagið skapi grandvöll fyrir sjálfstæðu færeysku ríki. Þá minnir leiðarahöfundur á að Danir spari sér umtalsvert fé með samn- ingnum, þar sem þeir hætti afskipt- um af fjárfrekum stofnunum. For- maður Sambandsflokksins, Ed- mund Joensen, fyrrverandi lögmað- ur, er hins vegar hæstánægður með samninginn, sem hann segir eftir sínu höfði. Bonn. Reuters. YFIR fjörutíu tilraunir hafa verið gerðar til að vinna skemmdarverk á jámbrautarlestum í Þýskalandi á þessu ári og fór hraðskreið lest, ekki ósvipuð þeirri sem fórst rnn miðja síðustu viku við bæinn Es- hede í Norður-Þýskalandi, næstum út af sporanum í mars þegar skemmdarverkamenn settu sem- entshrauka í veg hennar. Þetta kemur fram í leyniskýrsl- um úr innanríkisráðuneytinu þýska en dagblaðið Bild sagði í gær að ekki væri vitað hverjir stæðu að skemmdarverkunum. Jafnframt sagði blaðið að vísbendingar gæfu fremur til kynna að skemmdarverk- in væru af pólitískum toga en að þau hefðu verið unnin af óprúttnum pörapiltum. Reiði í Jerúsalem REIÐIR Palestínumeim kasta gijóti að bflum gyðinga í Jer- úsalem í gær, er þar fór fram útför Abdallahs Anwars, 26 ára Palestínumanns, sem stunginn var til bana af ísraelskum sam- starfsmanni sínum á Vestur- bakkanum í fyrradag. Lögregla telur að mönnunum hafí sinnast og komið til átaka. Ekki er talið lfldegt að missætti þeirra hafí verið af pólitískum toga. Viðræður um framfylgd mannúðarlaga Palestínskir og ísraelskir fulltrúar luku í gær í Genf þriggja daga viðræðum er mið- uðu að því að bæta framfylgd mannúðarlaga á svæðum sem ísraelar hafa hertekið. I sam- eiginlegri yfirlýsingu sem gefin var út að fundinum loknum sagði að alþjóðlegir sérfræðing- ar skyldu koma saman til fund- ar í haust. Haft var eftir sfjómarerind- rekum að Israelar hefðu fallist á að slíkur fúndur sérfræðinga yrði haldinn, en ekki viljað fund sfjórnmálamanna um efnið. Hvorki hefur gengið né rekið í friðarumleitunum milli Israela og Palestínumanna síðan í mars á síðasta ári, og sljórnmála- tengls milli þeirra eru stirð. Eitt helsta þrætueplið er framtíð Jerúsalem. Níutíu og átta manns fórast í slysinu í síðustu viku og er það versta lestarslys í Evrópu frá því 1974. Fulltrúar þýsku jámbraut- anna sögðu í síðustu viku að orsök slyssins gæti veri brotið hjól og var í kjölfarið ákveðið að innkalla allar samskonar lestir til frekari rann- sókna. Skemmdarverkin sem unnin voru í mars gerðu það að verkum að lest- in tók að hristast mjög án þess þó að fara út af sporanum og tókst að koma henni til næstu jámbrautar- stöðvar. Skemmdarverkamennirnir hafa einnig fleygt jámkrókum yfir rafmagnskapla ofan við jámbraut- arspor og sett trjáboli, steina og sand yfir teinana. Reuters Krefjast launanna Reuters Skemmdarverk unnin á þýskum lestum Markmiðið talið pólitískt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.