Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 49
BRIDS
lIinNjón r>uóiniindnr
l'áll Amarson
“NÝTIÐ ykkur styrk lok-
uðu handarinnar." Þetta er
gamalkunn ábending, sem
Tony Forrester leggur út
af í fyrsta kafla bókar sinn-
| ar, „Vintage Forrester“
(Batsford 1998).
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
* D
V ÁK42
♦ D74
*Á7542
ISuður
* Á85432
VG7
j ♦ KG5
*DG
VesUu- Norðui’ Austur Suður
— 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 2 lauf Pass 3 spaðar
Pass 4spaðar Pass Pass
Pass
„Ég var í suður,“ segb’
Forrester, „og lenti sem oft-
ar í röngum samningi eftir
réttar sagnir!“
Sjálfsgagmýni er ekki
Isterkasta hlið Forresters,
en hvað um það, hann er
skemmtilegur penni og
fundvís á kjarna málsins.
Útspilið var tígulás og meiri
tígull: „Til að reyna að
skapa rugling í herbúðum
andstæðinganna, tók ég
slaginn heima á kóng, fór
inn í borð á hjartaás og spil-
aði spaðadrottningunni það-
an. Austur átti K97 og lét
lítið, svo mér tókst að stela
slag, sem reyndist nauðsyn-
> legt, því laufsvíningin mis-
heppnaðist."
Og áfram heldur Forrest-
er: „Með því að spila tromp-
inu úr borði, nýtti ég mér
styrk lokuðu handarinnar -
nefnilega þá staðreynd að
austur gat ekki vitað að ég
ættþsvo hriplekan lit. Ef ég
á ÁGIO kostar slag að
. leggja kónginn á.“
Ur því að Forrester fæst
ekki til að gagnrýna sjálfan
Ísig þá verður einhver annar
að taka það að sér. í merki-
legri bók efth' Judy A. Cohn
og Jerry A. Fink, „Power
Defensivei Carding" (Devin
Press 1989), er stungið upp
á vörn gegn þessari brellu.
Vörnin á við þegar blindur
er með blanka trompdrottn-
ingu eða gosa og sagnhafi
Íþarf að komast inn í borð til
að spila trompinu þaðan. Þá
lætur millihönd hátt spil í
Íviðkomandi lit með tromp-
styrk - en þá er ætlast til að
makker leggi á blanka
mannspilið - en með veikt
tromp, fylgir millihönd með
lægsta spili. Þetta er vissu-
lega góð hugmynd, þótt
ekki sé vitað um marga spil-
ara sem hafa fylgt henni eft-
ir í framkvæmd! Eigi að síð-
4 ur, þá hefði verið ná-
kvæmara hjá Forrester að
taka annan slaginn á
á tíguldrottningu til að þurfa
* ekki að fara inn í borð á
hjarta. Sem gefur tilefni til
annarrar ábendingar:
„Gegn góðum varnarspilur-
um, borgar sig að þvinga
fram ákvörðun eins fljótt og
auðið er - áður en þeir geta
skipst á upplýsingum."
í DAG
Árnað heilla
QA.ÍRÁ afmæli. Níræð-
í/vlm' er í dag, föstudag-
inn 12. júní, Sveinn Sveins-
son frá Gillastöðum í Reyk-
hólasveit, nú til heimilis í
Bláhömrum 2, Reykjavfk.
Hann tekur á móti gestum í
Sunnusal Hótels Sögu í dag
á milli kl. 16 og 19.
Q /"kÁRA afmæfi. í dag,
OÍ/fóstudaginn 12. júní,
verður áttræð Anna Sigfús-
dóttir, Árskógum 6,
Reykjavík. Hún tekur á
móti gestum í sal á fyrstu
hæð Árskógum 6, á afmæl-
isdaginn eftir kl. 17.
pf/\ÁRA afmæli. í gær,
O U fímmtudaginn 11.
júní, varð fímmtugur Hjört-
ur J. Hjartar, forstöðumað-
ur Eimskips í Gautaborg.
Hann og kona hans Jak-
obína Sigtryggsdóttir eru
stödd í Bandaríkjunum.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyiirvara
virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í síma
569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið
ritstj(2)mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu 850 kr. til styrktar
Rauða krossi Islands með vinnu í görðum. Þeir heita
Harpa Rún Eysteinsdóttir, Guðrún Ása Eysteinsdóttir
og Guðmunda Rósa Eysteinsdóttir.
HÖGNI HREKKVÍSI
„ Fyrstu s,bampurinn erdlLta f erf/'eias éur,Á
STJ ÖRJVUSPA
cftir Franves Ilrake
TVÍBURARNIR
Afmælisbarn dagsins: Þú
átt gott með að umgangast
fólk og ert laginn við að laða
það besta fram í öðrum.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú veist nú hvert stefnir í
ákveðnu máli og þarft að
hafa augun opin fyrir tæki-
færum til að auka tekjurnar.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Þú hefur ástæðu til að fagna
því að fólk er að ná sáttum
innan fjölskyldunnar.
Leggðu þitt af mörkum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ert sáttur við sjálfan þig
og veist hvað þú vilt. Nú er
rétti tíminn til að leita að
nýju húsnæði. Rómantíkin
blómstrar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur allt á hreinu og
samband þitt við þína nán-
ustu gæti ekki verið betra.
Ræktaðu líkama og sál.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) M
Þú hefur alla burði til að
koma fjármálunum á hreint
og ættir að skoða ný tæki-
færi. Vertu bjartsýnn.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
éxL
Þiggðu stuðning félaga þíns
og afgreiddu það sem hvílir
á þér. Vertu ekki smámuna-
samur í fjármálum.
Vog
(23. sept. - 22. október) ra
Þú ættir að ráðgera breyt-
ingar á heimilinu eða ráðast
í fasteignaskipti. Þér gengur
vel fjárhagslega séð.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Nú er tíminn til að leggjast í
ferðalög og gera skemmti-
lega hluti. Láttu öfund ann-
arra ekki hafa áhrif á þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þú færð nýtt og spennandi
tækifæri en þarft að hugsa
það til hlítar. Þú þarft að
setja þér langtímamarkmið.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þú ert vinur vina þinna og
fagnar því að þungri byrði
hefur nú verið létt af félaga
þínum. Lyftu þér upp með
honum.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Þú hefur fundið lausn á
vanda þínum. Mundu að
sjaldan veldur einn þá tveir
deila. Vertu samvinnuþýður.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) >%■*
Heppnin er með þér þessa
dagana og ný tækifæri bjóð-
ast sem Iofa góðu. Gefðu
þeim góðan gaum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
STEINAR WAAGE
Domus Medica 551 8519
Kringlunni 568 9212
Mikið úrval
af sumarskóm ó börn
Verð: 2.995,-
Tegund: ADI
Leður í stærðum 28-35
Mikið úrval
af vönduðum
og fallegum
fatnaði frá
Kringlunni 8-12, sími 553 3300
Ný
■ ■ sending Sumarjakkar
Stuttar og síðar
kápur
Sumarhattar
Tilboð
fyrir 17. júní.
Stuttkápur rauðar kr.3.900
Opið laugardag 10—16.
\<#HH5IÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518
DekaIopp
FYRIR BYGGINGARIÐNAÐ
• Epoxy inndælingarefni
• Epoxy rakagrunnur
• Epoxy steypulím
• Steypuþekja
GólfkHmir
IÐNAÐARGÓLF Smiöjuvegi
Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur
Sími: 564 1740, Fax: 554 1769