Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 21 DÓSA Fyrir 33 cl og 50 cl dósir • Stórsparar geymslurýmið • Mjög auðveld í notkun PFA F cHeimilistœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Kringlunnar Útskriftargjöf að eigin vali er besta gjöfin Gjafakortin fást í Byggt & Búið og gilda í öllum verslunum Kringlunnar nema ÁTVR. Verðgildi: 2.500 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr. -aGv Bráðabirgðatölur Fiskistofu Mun minni afli á fyrstu fímm mánuðum ársins FISKAFLI íslendinga á fyrstu 5 mánuðum ársins var um 707.715 tonn sem mun minni afli en á fyrstu 5 mánuðum síðasta árs þegar fisk- aflinn fór vel yfir eina milljón tonna. Fiskaflinn í maí sl. var rúm 57 þús- und tonn sem er nokkuð lakari afli en í maí á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Það sem af er yfirstandandi fisk- veiðiári er aflinn mun minni en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Um síðustu mánaðamót höfðu veiðst um 1,09 milljónir tonna, samanborið við 1,43 milljónir tonna á sama tíma á síðasta ári. Þessa minnkun á milli ára má einkum rekja til minni loðnu- veiði en þegar 3 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu hafa veiðst um 618 þúsund tonn af loðnu, samanborið við 904 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Fiskafli togara á fiskveiðiárinu er nú orðinn um 281.606 tonn sem er 30.000 tonna betri afli en á síðasta ári. Fiskafli bátaflotans hefur dreg- ist saman um ríflega 380 þúsund tonn, einkum vegna lélegri loðnu- veiði og fiskafli smábáta er nú kom- inn í um 50.000 tonn sem er um 9.000 tonna aukning frá fyrra fisk- veiðiári. Þorskaflinn aukist á fiskveiðiárinu Þorskaflinn á fiskveiðiárinu er nú orðinn um 175 þúsund tonn sem er um 6.700 tonna betri afli en á sama tíma í fyrra. Munar þar einkum um að þorskafli smábáta hefur aukist nokkuð á milli áranna, er nú orðinn um 33.169 tonn eða um tæpum 3.000 tonnum meiri og þorskafli togara er nú um 64.500 tonn eða tæpum 4.000 tonnum meiri. Heildarbotnfiskaflinn hefur hins vegar dregist saman um nálega 25.000 tonn á tímabilinu, er nú um 348 þúsund tonn. ÚA selur Njarðvík án aflaheimilda Stór og falleg búð full af glæsilegum fatnaði Söluverðið nemur 64 milljónum kr. NESVER hf. í Rifi hefur keypt vertíðarbátinn Njarðvík KE af Ut- gerðarfélagi Akureyringa hf. og er skipið selt án aflaheimilda á 64 milljónir króna. _ Með sölunni á Njarðvík hefur ÚA þar með selt báða þá báta, sem töluvert fjaðra- fok varð út af í fyrrasumar þegar fyrirtækið keypti þá af Landsbanka Islands ásamt 1.514 tonna þorskígildiskvóta fyrir rúmlega 1,1 miljjarð króna. Aður höfðu bátamir verið gerðir út á net og línu frá Suðurnesjum. Aðalvík var seld í nóvember sl. til sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis hf. í Grindavík ásamt nálega 600 tonna þorskígildistonnum. Þar með hefur ÚA haldið eftir um 800 þorsk- ígildistonnum af þeim rúmlega 1.500 tonnum, sem fylgdu bátunum norður, að sögn Sæmundar Frið- rikssonar, útgerðarstjóra ÚA. Að- alvík er um 240 brúttonn að stærð og Njarðvík um 140 tonn. Gerður út á dragnót Forsvarsmenn Nesvers, sem gert hafa út Þorstein SH 145, gera ráð fyrir að selja hann, en Þor- steinn var smíðaður á Seyðisfirði árið 1970 og er um 62 brúttórúm- lestir að stærð. Um borð í Njarð- vík, sem gerður verður út í framtíð- inni undir Þorsteinsheitinu, verður settur búnaður til dragnótaveiða hjá Ósey í Hafnarfirði. Aflaheimild- ir Þorsteins á þessu fiskveiðiári nema 464 þorskígildistonnum. Hafa átt í samstarfi við Suðurnesjamenn Mikið var ritað og rætt um kaup ÚA á skipunum tveim á sínum tíma og sagði Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, þá að fyrir- hugað væri samstarf við Suður- nesjamenn um vinnslu á afla af skipunum. Guðbrandur sagði ný- verið í samtali við Morgunblaðið að ÚA hafí m.a. átt í góðu samstarfi við Vísi hf. í Grindavík frá því að skipin voru keypt. Samningur á milli fyrirtækjanna hljóði upp á að ÚA taki smáan þorsk til vinnslu frá Vísi en láti í staðin stærri fisk, ein- faldlega vegna þess að stærri fiskur henti betur í saltfiskvinnslu. Engjateigi 55 sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. KRINGMN Ttf? ^ Norð- menn í tann- flskinum ÁSTRÖLSK umhverfisvernd- arstofnun, Isolfich, lét nýlega frá sér fara skýrslu um ólög- legar tannfiskveiðar í suður- höfum og kemur þar fram, að miðstöð þeirra sé í Mauritius. Áætlað er, að viðskiptin vegna þessara ólöglegu veiða hafi verið rúmlega sjö millj- arðar ísl. kr. síðasta hálfa ann- að árið en tannfiskurinn er mjög eftirsóttur og mikið greitt fyrir hann. I skýrsl- unni eru nefnd þrjú fyrirtæki í Mauritius, sem annist söl- una. Mikil ofveiði er stunduð á tannfiskinum enda hefur afl- inn minnkað mikið og fiskur- inn er miklu smærri en áður. Að þessum veiðum koma menn frá ýmsum þjóðum en einna fyrirferðarmestir eru Norðmenn og Færeyingar og eru skip þeirra miklu betur búin en annarra. www.mbl.is Gulir drykkir < A Aiitafftrskt... Deiecr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.