Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 12.06.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 35<* RÚSSLAND Á Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARD AGINN gengi hlutabréfa stærstu fyrirtækja og banka í Rússlandi að meðaltali um 14% en allt upp í 25% eins og gerðist með hlutabréf Sparibank- ans. Álitið er að fleiri en ein ástæða liggi þarna að baki: Eftirköst fjár- málakreppunnar í löndum Suð- Austur-Asíu; það að hætt var við uppboð á 75% hlutabréfa ríkisolíu- félagsins Rússnesk olía, en salan hefði getað fært ríkissjóði 2,5 millj- arða bandaríkjadala. Raunar álítur ríkisstjórnin aðalsökudólgana í þessari kreppu erlenda og innlenda spákaupmenn sem reyna, eins og fulltrúi Seðlabankans Sergei Dúbínín orðaði það, „að græða á okkar og ykkar sparfé". En Sergei Kíríjenko telur að ójafnvægi á milli tekju- og útgjaldaliða fjárlaga sé«- aðalástæðan fyrir kreppunni. I' reynd kom til álita að fella gengi rúblunnar um 10-15%. Til þess að koma í veg fyrir þetta og bjarga rúblunni greip Seðlabankinn til að- gerða sem eiga sér enga hliðstæðu. Vextir voru hækkaðir úr 50 í 150%. Rfldsstjórnin vonast til að fá það fjármagn sem nauðsynlegt er til þess að leysa úr vandanum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. Þjóðhátíðardagurinn fer að þessu sinni í hönd á erfíðum tímum fyrir Rússland. Að venju á þessum degi verða opinberar móttökur og úti- skemmtanir. I lystigörðum og á hljómleikapöllum fara fram þjóðleg-^ ar skemmtanir og vinsælh- lista- menn koma fram. Efnalítið fólk get- ur farið ókeypis á kvikmyndasýn- ingar sem sýndar verða í góðgerð- arskyni og trúaðir geta beðið fyrir velferð Rússlands við hátíðarg- uðsþjónustur. Ekki stendur til að hafa hersýningu. I Rússlandi fer hún aðeins fram 9. maí, á sigurdeg- inum. Meðal almennings er hátíðisdag- urinn 12. júní ekki orðinn eins vinsæil og til dæmis fyrsti maí (hátíð vors og vinnu) eða sigurdag- urinn en þá ríkir gleði í hjörtum milljóna borgara en einnig sorg vegna feðra og forfeðra sem féllu í heimsstyrjöldinni síðari. Þær vonir um betra líf, sem vald- hafar hafa gefið óbreyttum borgur- um Rússlands, eru fyrir marga brostnar. Þegar tilveran breytist, þá munu menn að öllum líkindum fagna, einnig þessari hátíð, með mikilli hrifningu. Höfundur er fréttaritari og fréttaskýrandi hjá rússnesku fréttastofunni RIA Novosti. Hinn 12. júní 1991 lýsti þjóðþing rússneska sambandsríkisins yfír fullveldi landsins, segir Arkadíj Kúdrja, og þá varð til yngsti hátíðis- dagur Rússa. HINN 12. júní er þjóðhátíðardag- ur Rússlands, fullveldisdagur ríkis- ins. Þetta er yngsti hátíðisdagur Rússa en þennan dag árið 1990 samþykkti þjóðþing Rússneska sambandsrfldsins yfírlýsingu um fullveldi landsins. Árið eftir, eða 1991, var þessi viðburður gerður að þjóðhátíð rússneskrar stjórnskipun- ar. Ástæða þessa var einnig sú að ársins 1991 verður minnst í sögunni vegna þess að þá liðuðust Sovétrík- in í sundur og að úr Sovétlýðveldun- um fyrrverandi urðu til sjálfstæði ríki, þeirra á meðal Rússneska sam- bandsríkið. Næsta skref til þess að ganga formlega frá stjórnkerfi landsins var stigið í desember 1993 þegar samþykkt vora stjómskipunarlög, stjómarskrá. I henni stendur að Rússneska sambandsríkið, Rúss- land, sé lýðræðislegt sambands- og réttarrfld þar sem ráði stjórnar- hættir lýðveldis. Samkvæmt stjómarskrá er for- seta landsins, sem kjörinn er til fjögurra ára í senn, úthlutað harla víðtækum völdum og vegna þessa hafa sumir stjómmálafræðingar talið að Rússland sé í raun for- setalýðveldi. í síðasta forsetakjöri, árið 1996, sem og í því sem á undan er gengið fagnaði Boris Jeltsín sigri. Stjórnsýslulega séð skiptist Rússland nú í 89 svæði sem era aðilar að sambandsrfldnu og hafa mismunandi réttarstöðu: Sam- bandslýðveldi, fylki, héruð, sjálf- stjómarsýslur og borgir undir sam- bandsstjórn (Moskva og Sánkti- Pétursborg). Æðsta löggjafarsamkoma kjör- inna fulltrúa í Rússlandi er þing sambandsrfldsins. Það skiptist í tvær deildir: Sambandsráð og Rfldsdúmu. I Sambandsráði sitja tveir fulltrúar frá hverjum sam- bandsaðila, sem era alls 89, og kem- ur annar frá framkvæmdavaldi, hinn frá löggjafarvaldi. I Ríkis- dúmunni sitja 450 þingmenn. Hún er þannig samsett: 225 þingsæti skiptast á milli lista þeirra leiðandi stjórnmálaflokka sem ná 5% mark- inu í kosningum til Ríkisdúmunnar, þ.e. hljóta a.m.k. 5% atkvæða kjó- senda. Þessi sæti deilast hlutfalls- lega á milli sigurflokkanna eftir því hve mörg prósent atkvæða þeir hljóta. Sá helmingur þingsætanna sem þá er eftir kemur í hlut þeirra sem ná sigri í meirihlutakosningum í einmenningskjördæmum. Þeir stjórnmálaflokkar sem sigra í kosn- ingum og þeir þingmenn sem ná sigri í einmenningskjördæmum (auðvitað tilheyra sumir þeirra ákveðnum stjómmálaflokkum) mynda þingflokka Dúmunnar. Eins og forseti landsins eru þing- menn Ríkisdúmunnar kjörnir til fjögurra ára í senn. I síðustu kosn- ingum, árið 1995, tókst aðeins fjór- um stjómmálaflokkum og hreyfing- um að ná 5% markinu. Þetta voru: Kommúnistaflokkur Rússneska sambandsríkisins (leiðtogi KPRF er Gennadíj Zjúganov); samfélags- og stjómmálahreyfmgin „Heimili vort Rússland“ (leiðtogi NDR er Viktor Tsjemomýrdín), Frjálslynd- ur lýðræðisflokkur Rússlands (leið- rt og Sport Reykjavíkurvegi 60 Hafnarfir»i Sími 555 2887 „ , Reutersmynd FRÁ HATIÐAHÖLDUNUM á Rauða torginu í Moskvu hinn 1. maí síðastliðinn, en þá marseruðu þúsundir verkalýðssinna og kommúnista að gömium sið um borgina. Reutersmynd STJÓRNANDI herlúðrasveitar stjórnar tónlistarflutningi við hátiðahöld í St. Pét- ursborg hinn 31. maí síðastliðinn, er haldið var upp á 295 ára afmæli borgar- innar. í baksýn er andlit Péturs mikla Rússakeisara, stofnanda borgarinnar, á risastórri skreytimynd. togi LDPR er Vladimír Zhírínovskíj) og Samfélags- bandalag alls Rússlands, „Jabloko", (leiðtogi þess er Grigoríj Javlinskíj). I lok siðasta árs var þing- flokkur kommúnista stærstur, réð 138 þingsætum, „Heimili vort Rússland" réð 65, Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn hafði 51 sæti, „Jabloko" 45. Kommúnistar hafa ásamt öðram hópum vinstriþingmanna, aðal- lega fulltrúum úr einmennings- kjördæmum sem tilheyra þjóðveldisflokknum og bænda- flokknum, mikinn meirihluta í Dúmunni. Stjórnarandstaðan sem er sameinuð í Þjóðar- og föðurlandsbandalag Rússlands getur því sett lög, sem vekja mikla óánægju forsetans, eins og lög um menningarleg verðmæti sem flutt hafa verið milli landa. Hún getur einnig stöðvað lagaframvörp, sem koma frá forsetaembættinu, eins og til dæmis lög um frjálsa verslun með jarðnæði. Slík and- staða er uppspretta spennu í rússneskum stjórnmálum, og ekki bætir úr að meðal þing- manna Dúmunnar er að finna þrjá frambjóðendur til forseta- kjörs árið 2000, Gennadíj Zjúga- nov, Vladimír Zhírínovskíj og Grigoríj Javlinskíj en þeir reyndu einmitt allir krafta sína í síðustu kosningum. Samkvæmt stjómarskrá tilnefnir forseti Rússneska sambandsríkisins með samþykki Ríkisdúmunnar for- sætisráðherra og tekur ákvarðanir um að vísa ríldsstjórn frá völdum. Þessi réttindi sín notfærði Boris Jeltsín sér 23. mars síðastliðinn þegar hann lýsti því yfir að hann leysti ráðuneyti undir stjórn Vikt- ors Tsjemomýrdíns, sem veitt hafði rfldsstjórninni forystu í sex ár, frá völdum. Þar sem þingmenn Ríkis- dúmunnar höfnuðu frambjóðanda þeim er Boris Jeltsín tilnefndi sem nýjan forsætisráðherra, hinum 35 ára Sergei Kíríjenko, tók heilan mánuð að koma kosningu hans til þessa embættis í kring. Að endingu þegar þingrof vofði í raun yfir, en forseti hefur rétt til að rjúfa Dúmuna ef hún hafnar þrisvar frambjóðanda hans í stól forsætis- ráðherra, kusu þingmenn Sergei Kíríjenko og mynduð var ný stjóm. Ríkisstjórn Kíríjenkos hlaut lítt öfundsverðan arf frá fyrri ríkis- stjórn. Þetta er mikil efnahag- skreppa, sem enn einu sinni hefur valdið vanefndum á greiðslum launa og eftirlauna, algerlega spillt efna- hagskerfi og skortur á aga í fjár- málum sem kemur íram í því að fyr- irtæki standa ekki í skilum sín á milli og að þau vanrækja að greiða skatta á réttum tíma. Afleiðing þessa var sú að hin nýmyndaða ríkisstjórn þurfti þegar í upphafi að takast á við gremju almennings sem í þetta skipti braust út í verkföllum námumanna, sem lokuðu aðaljárn- brautarleiðum til að mótmæla stór- kostlegum vanskilum á launa- greiðslum. Þeir settu fram efna- hagslegar ki-öfur en einnig pólitísk- ar. Þeir fóru fram á afsögn forseta landsins. Tveir af þremur aðstoðar- forsætisráðherrum ríkisstjómar- innar, þeir Boris Nemkov og Oleg Sysujev urðu að hætta við ráðgerðar embættisferðir er- lendis og fara í skyndingu til námusvæðanna til að jafna deil- ur við námamenn og leysa úr fjárhagsvanda þeirra. Hinn 20. maí stóðu nemendur og kennarar háskóla í æðri menntastofnunum fyrir fundum og kröfugöngum í mörgum borgum landsins. Þeir mót- mæltu áætlaðri endurskipulagn- ingu æðra menntakerfis, þar sem gert var ráð fyrir að draga verulega úr fjármögnum ríkisins og leggja aukna áherslu á skóla- gjöld. Á þessum órólegu maídögum vann ríkisstjórnin áætlun um brýnar aðgerðir sem ætlað er að koma fjármálum landsins á rétt- an kjöl. Sergei Kíríjenko hefur kallað hana áætlun um aðgerðir á móti kreppunni. Markmiðið er að draga eins og unnt er úr ríkisútgjöldum og leita nýrra leiða til að afla tekna í rfldssjóð. Aðgerðir gegn skuldunautum ríkisins verða hertar, þeirra á meðal stóram einokunarhring- um. Verið er að endurskoða reglur um gjaldþrot. Hér eftir hætta eigendur fyrirtækja við gjaldþrot ekki einungis stofnfé því er þeir hafa lagt í fyrirtækin (sem oft er til málamynda) heldur einnig persónulegum eignum. Skattar á jarðnæði og auðlindir, sem ekki era nýttar eins og til er ætlast, verða hækkaðir. Einnig hækka tollar á innfluttar matvörar. I þessari áætlun, sem Jeltsín forseti staðfesti í lok maí, er gert ráð fyrir því að draga úr útgjaldaliðum á fjárlögum um meir en 40 milljarða rúblna. I áætluninni felst meðal annars að ríkisstarfsmönnum verð- ur fækkað (gert er ráð fyrir að með þessu sparist 6,5 milljarðar rúblna); styrkja skal rekstrargrandvöll fyr- irtækja og flýta gjaldþrotameðferð- um þeirra sem komin eru í þrot; fríverslunarsvæði innanlands skulu afnumin; stjórnardeildum sem fá fé af fjárlögum verður fækkað vera- lega, o.fl. Efnahagur landsins varð fyrir miklum áfóllum í kjölfar kreppu þeirrar sem hófst 27. maí á verðbréfamarkaðnum en þá féll SPEEDO'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.