Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ JJ6 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MINNINGAR + Anna Sæbjörns- dóttir fæddist í Reykjavík 28. júlí 1928. Hún lést á sama stað 5. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sæbjörn Magnússon læknir (síðast héraðslæknir í Ólafsvík), f. á Hrafnkelsstöðum á Fljótsdal 21. sept 1903, d. 6. febrúar _ j 1944, Magnúsar Sæ- J björnssonar læknis í Flatey á Breiðafirði og Önnu F. Nielsen frá Holbæk á Sjálandi, og Ragnhildar Gísla- dóttur, f. 1. nóv. 1901, d. 22. maí 1960, Gísla Kjartanssonar prests, síðast á Sandfelli í Öræf- um, og Elínar Guðbjargar Guð- mundsdóttur Isleifssonar kaup- manns á Eyrarbakka. Systir hennar er Elfn, f. 17. mars 1932. Maki Guðmundur Árnason tann- læknir. Hinn 11. október 1951 giftist Anna eftirlifandi eiginmanni sín- um Rúrik Haraldssyni leikara, f. 14. jan. 1926. Eignuðust þau sex börn. Þau eru: 1) Björn, atvinnu- rekandi, f. 11. nóv 1950, kvænt- ur Guðfinnu Karlsdóttur, f. 4. feb. 1958. Synir þeirra eru Rúrik Karl, f. 19. maí 1988, og Birkir Örn, f. 19. maí 1994. 2) og 3) Stúlkubarn og sveinbarn, f. 28. júní 1953, annað d. 29. júní 1953 og hitt 4. júlí 1953. 4) Stúlku- barn, f. 19. apríl 1956, d. 20. apríl 1956. 5) Haraldur Steinn, Elsku hjartans mamma mín. Ég sé hvar þú kemur *' í svörtum hjúpi seiðandi máttinn úr hjarta míns djúpi. Ogfyrrenmigvarir þú vefur mig örmum og vanga minn snertir svo tár drjúpi af hvörmum. (Ragnhildur Gísladóttir) Þannig kvað hún móðir þín, amma Ragna, 12 ára gömul. Alltaf hefur mér þótt svo einstaklega vænt um þetta kvæði, sem nú lýsir svo inni- lega hvemig mér er innan- brjósts. Það er með miklum trega og sorg í hjarta að ég sest niður og reyni að skrifa þessar línur. Með erfiðismun- um held ég áfram, þvi úr svo mörgu er að velja. Eg er að því komin að vhætta við. En, ég finn mig knúna að koma hugrenningum mínum á blað og held því ótrauð áfram. Hér er svo hræðilega tómlegt án þín og svo erfitt að ímynda sér tilveruna án þín. Þú sem gafst svo mikið af þér, elsku hjartans besta mamma mín. Allar minningarnar hrannast upp í huga mér eins og myndbrot. Sérstaklega minnist ég hinna yndislegu stunda seinni ára, úr þeim fimm ferðum sem þú ein eða ásamt pabba komst til okkar Jóns til Bandaríkjanna, þau níu ár sem við bjuggum þar. Skipta ljósmyndimar úr þessum ferðum ef- laust hundruðum. Margt var nú baukað og brallað hjá okkur kellun- um í heimsóknum þínum og skvetb ^umst við út um allar trissur. í skoðunarferðir og ferðalög út um allt. Eru mér sérstaklega minnis- stæðar allar þær vefnaðarvöruversl- anir sem við þræddum í gegnum tíðina og skipta víst efnin tugum sem við urðum okkur úti um í þeim leiðöngrum. Ósjaldan sýsluðum við okkur saman við saumaskapinn og nutum við þá nærveru hvora annarr- ar, jafnt vestanhafs sem hér heima. Og kunnátta þín og handbragð var einstakt. Að fá að njóta handleiðslu þinnar í þeim efnum var mér mikils virði. Oft var og raulað eða sungið, j*því þú varst svo söngelsk. Alltaf vissi maður þegar mamma var í einstak- lega góðu skapi, því þá söng hún af hjartans list, við undirleik Ríkisút- varpsins. Þetta eru allt perlur sem ég geymi í hjarta mínu. Með vissu get ég sagt að þegar svo miklar fjarlægðir voru og langur tími á milli samverustund- ■fcnna, fór maður að meta þær dýr- flugumferðarstjóri, f. 25. mars 1959, kvæntur Susan Pal- freeman, f. 1. febr. 1963. Dætur þeirra eru Helen Ósk, f. 7. sept. 1992, og Anna Krista, f. 7. apríl 1996. 6) Ragnhildur, leikkona, f. 12. febr. 1964, gift Jóni Raymond Miller iðnaðarverkfræð- ingi, f. 30. jan. 1962. Sonur þeirra er Rúrik Rafnar, f. 27. mars 1997. Anna lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Síðar var hún við nám í fatahönnun í London. Eitt ár, 1948-49, starfaði Anna hjá Loftleiðum sem skrifstofustúlka og flug- freyja. Eftir nám var Anna verk- stjóri í fatahönnun hjá sauma- stofunni Irisi, fyrirtæki Sigfúsar í Heklu. Síðar veitti Anna for- stöðu um tveggja ára skeið ný- stofnaðri deild í fatahönnun við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Árum saman teiknaði Anna og sérsaumaði módelflík- ur. Árið 1969 setti hún á stofn heildverslunina Helenu og í framhaldi af því sérverslun með ilmvötn sem hún rak til ársins 1975 en heildverslunina rak hún lengur. Anna verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mætu stundir sem við áttum saman. Annað hvort þegar ég ein eða við Jón vorum stödd hér heima og við/ég gistum heima hjá ykkur pabba, eða þegar þið dvölduð hjá okkui- úti. Alltaf var jafnt erfitt að kveðja, þar sem maður gat aldrei vitað hvort við myndum sjást á nýjan leik. Oft er það nú víst þannig, að sambönd verða nánari þegar aðskilnaður er mikill og um slíkar fjarlægðir er að ræða. A þessari stundu kemur í hug mér til- vitnunin: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Mikið hlýtur að vera sorglegt þegar fólki er svo inn- anbrjósts við ástvinamissi. Því svo sannarlega hef ég alltaf vitað hversu rík ég hef verið að hafa átt þig að, elsku mamma mín. Alltaf gat maður leitað til mömmu með allt, vitneskja þín og hjálpsemi var einstök. Þótt við værum ólíkar á margan hátt og vær- um oft ósammála, þá var kærleikur- inn djúpur og vorum við miklir mát- ar. Gátum rætt við hvora aðra um allt milli himins og jarðar í trúnaði. Var þá ljúft að vera kölluð „besta litla vinkona mín í heiminum“ og geta hallað höfði sínu að „bestu stóru vin- konu sinni í heiminum“. Og þessa heitu og kærleiksríku móðurást sem þú barst til mín og bræðranna skildi ég lokst fullkomlega sjálf, er við Jón minn á síðasta ári, þá nýlega alkomin heim, eignuðumst írumburðinn okk- ar, Rúrik Rafnar. Já, erfitt getur ver- ið að skilja til fulls ást foreldra sinna í manns eigin garð fyrr enn maður sjálfur upplifir það að verða foreldri. Eina litla teikningu af bangsa, tússlitaða og útklippta, hafðir þú í veskinu þínu síðastliðin 28 ár, eða frá því ég gerði hana í sex ára bekk. Var þetta litla „lukkukríli" þitt í miklu uppáhaldi hjá þér. Það var sama hvort þú skiptir um veski, alltaf var litla „lukkukrílið“ tekið meðferðis. Svona var væntumþykja og elska þín. Öll bréfin sem ég á frá þér í gegnum tíðina voru ætíð undirrituð: þín elsk- andi mamma. Mikið þótti mér alltaf innilega vænt um það og byijaði ég snemma að svara bréfum þínum í sömu mynt. Einnig er mér minnis- stæður þinn sérstaki og fallegi siður að signa okkur systkinin og pabba ávallt mót austri er við kvöddumst, heima á Bakka. Aldrei gekkst þú til náða án þess að signa útidyr heimilis- ins. Ógleymanleg er mér nóttin fýrir brúðkaupið okkar Jóns er þú óbeðin settist niður og í höndunum styrktir með nál og tvinna perlumar á brúð- kaupskjólnum mínum, af ótta við að þær myndu detta af á sjálfan brúð- kaupsdaginn. Skiptu þær hundruð- um og varst þú að langt fram eftir nóttu. Þvilík var fórnfysi þín og ósér- hlífni. Þegar þú svo greindist með þennan hræðilega sjúkdóm í janúar síðastliðnum, var ég ákveðin 1 því að standa með þér og vera þín stoð og stytta í hvívetna. Víst var þetta erfið- ur tími er við pabbi reyndum af fremsta megni að annast þig heima og það reyndi fjarskalega á. En mik- ið var það gefandi að geta verið hjá þér allan þennan tíma, mamma mín, og dýrmætar eru þær minningar. Þú stóðst þig eins og hetja og var það aðdáunarvert að fylgjast með æðru- leysi þínu og seiglu. Að lokum tók Drottinn þig til sín og er ljúft að vita að þetta mikla stríð er á enda. Nú ertu komin á yndislegan stað þar sem þú þjáist ekki lengur, hjartans mamma mín. Guði sé lof. Megi góðui- Guð gefa pabba, okkur systkinunum og allri fjölskyldunni styrk í þessari milklu sorg okkar. Guð blessi minn- ingu þína, mín einstaklega fallega, glæsilega móðir, og varðveiti þig ævinlega. í Jesú nafni. Amen. Þín elskandi dóttir. Ragnhildur. Á sólbjörtum sumardegi kvaddi Anna mágkona mín þennan heim. Síðustu fimm mánuði háði hún hetju- lega baráttu við banvænan sjúkdóm, en mátti lúta í lægra haldi. Mikil er sorg okkar og söknuður. Eiginmað- ur, þrjú uppkomin börn, tengdaböm og bamabörn sjá á bak góðri og fórn- fúsri eiginkonu, móður og ömmu. Anna var tæplega 70 ára er hún lést. Sterkir stofnar stóðu að henni, móðir hennar var frá Eyrarbakka og úr Skaftafellssýslu og föðui-fólk af Fljótsdalshéraði og frá Danmörku. Foreldrar Önnu slitu samvistir þeg- ar Anna var ung og hafði það mikil áhrif á líf hennar. Fjölskyldan leyst- ist upp og dvöldust þær systur Anna og Élín á ótal stöðum, ýmist með móður sinni, ættingjum eða jafnvel hjá vandalausum. Það var vorið 1952 sem ég sá Önnu fyrst. Hún var stóra systir Ellu minnar. Hún sat við saumavél- ina sína og auðvitað að sauma ein- hverja glæsiflíkina. Hún var tæpum fjóram áram eldri en litla systir og er mér enn í fersku minni hve glæsi- leg hún var. En það var ekki bara glæsileikinn, sem er mér minnis- stæður, heldur sú hlýja og vinsemd sem hún sýndi þessum unga sveini. Anna var þá komin heim frá London, en þar lærði hún „dress designing“ eða fatahönnun. Var hún með þeim fyrstu sem lærðu það fag. Nýgift var hún þá ungum og glæsilegum leik- ara, Rúrik Haraldssyni, en þau höfðu kynnst í London. Eignuðust þau sex böm en þrjú þeirra dóu nýfædd. Var það mikil sorg sem markaði djúp spor í líf þeirra. Anna vann ávallt mjög mikið, ekki einungis við sína iðn heldur fann hún sér verkefni til þess að vinna við heima. Ég minnist þess að marga haustmánuði var hún að útbúa jóla- stjörnur og annað sem seljanlegt var fyrir jól. Drýgði hún þannig mjög tekjur fjölskyldunnar. Anna var sterkur persónuleiki, hafði ákveðnar skoðanir og var ófeimin að tjá sig um áhugamál sín, fróð, víðlesin og vel að sér, skrifaði oft greinar í blöð um baráttumál sín. Hún elskaði land sitt og vildi veg þess sem mestan. Barðist gegn er- lendri íhlutan í okkar mál. Meiri náttúraunnanda þekkti ég ekki, toppurinn á tilverunni hjá Önnu var að ferðast um landið og ekki spíllti fyrir ef hægt var að kom- ast í berjamó. Fjölskyldu sinni var þó Anna allt, fórnfús og umhyggju- söm móðir og eiginkona. Mikill er söknuður eiginmanns, barna, tengdabarna, barnabarna, systur og okkar allra í fjölskyldunni. Við biðjum góðan Guð að taka á móti Önnu okkar og að hann varðveiti, huggi og styrki alla aðstandendur sem nú syrgja góða konu. Guðmundur Árnason. Föstudagurinn 5. júní hófst eins og hver annar föstudagur, nema hvað veðrið var fegurra en það hafði verið í nokkurn tíma. En ský dró þó fljótt fyrir sólu. Ég fékk þau sorg- legu tíðindi að Anna frænka væri dáin. Hún hafði dáið snemma þennan fallega föstudagsmorgun. Vissulega hafði Anna átt við veikindi að stríða og þótt útlitið í baráttunni við sjúk- dóminn hefði versnað síðustu vikur fékk andlát hennar engu að síður mjög á mig. Önnu hafði ég þekkt frá því ég man eftir mér. Bæði sem einu systur hennar mömmu, en þær systur vora mjög samrýndar, og ekki síður sem mömmu hans Steina, æskuvinar og frænda. Þegar við frændurnir voram að alast upp bjuggu fjölskyldur okk- ar beggja á Seltjarnarnesi. Ég var því tíður gestur á heimili þeirra hjóna, Önnu og Rúriks, Bakka. Á þessum árum var margt brallað, bæði utan dyra sem innan, enda nægt leikrými í þessu stóra húsi. Ekki var þó alltaf auðvelt að hafa stjórn á tveimur uppátektasömum og óstýrilátum strákum, en Anna var mjög umburðarlynd og reyndi eftir bestu getu að leiðbeina og kenna þeim, sem vissu ekki betur. Anna var nefnilega mjög fróð og kom maður sjaldan að tómum kofunum hjá henni, hvort sem umræðuefnið var tíska, vísindi, listir, pólitík eða eitt- hvað annað, alltaf gat Anna miðlað fróðleik til okkar hinna. En nú er engin Anna lengur að leita til. Ekki hér á jarðríki. En það eru aðrir sem njóta góðs af visku hennar á æðra tilverustigi. Við hin verðum að bíða eftir því að fá að komast þangað og hitta Önnu á ný. Kæri Rúrik, börn, tengdabörn og barnabörn. Megi Guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessari sorgarstundu. Guð blessi minningu Önnu. Sæbjörn Guðmundsson. Önnu Sæbjörnsdóttur kynntist ég fyrir 17 árum en þá lágu leiðir okkar Naddýjai- dóttur hennar saman í MR. Samband þeirra mæðgna var alla tíð mjög náið og því óhjákvæmi- legt að kynnast Önnu vel. Ég bar strax mikla virðingu fyrir henni og hún verður mér ógleymanleg. Glæsi- leg kona með mikla reisn og tígulegt fas, fallegt ljóst hár sem hún greiddi alltaf snyrtilega og minnti mig á Grace Kelly. Anna var sérlega hlý kona og til- finninganæm og hafði ríka samúðar- tilfinningu með þeim sem minna máttu sín eða áttu um sárt að binda. Hún var jafnframt stolt kona og ákveðin og hafði skoðanir á öllum málum og lá ekki á þeim. Hún var vel að sér um menn og málefni og fylgdist vel með þjóðfélagsmálum og pólitík hér heima og erlendis. Maður kom ekki að tómum kofunum hjá Önnu þegar ræða þurfti hvaðeina. Minnisstætt er mér þegar við Anna sátum í eldhúsinu á Bakkavörinni og ræddum saman um heima og geima heilan eftirmiðdag. Naddý var þá bú- sett í Bandaríkjunum og Anna hafði hringt í mig til að heyra í mér hljóðið. Ur varð að ég skrapp yfir og ég hefði getað setið þarna og spjallað fram á rauða nótt. Ánna hafði mikinn húmor og sá oft spaugilegar hliðar á málunum og henni fannst gaman að rökræða. Hún var þeirrar gerðar að þrátt fyrir ákveðnar skoðanir gat hún hlustað á aðra hlið málanna og rætt önnur sjónarmið en sín. Hún var víðsýn, enda lífsreynd kona, og aldrei heyrði ég hana fella sleggju- dóma um menn eða málefni. Önnu var mjög umhugað um ís- lenska tungu og hafði oft orð á því hversu mikil afturför henni fannst hafa orðið í ritun og ræðu á opinber- um vettvangi. Henni fannst mikil- vægt að ungt fólk ræktaði með sér máltilfínningu en henni virtist oft lít- ill áhugi á því sérstaklega hjá ungu fólki. Að sama skapi fannst henni mikilvægt að ungt fólk þekkti rætur sínar og bæri virðingu fyrir arfleifð fyrri kynslóða. Alla tíð frá því ég kynntist Önnu fylgdist hún náið með mér og mínum og var mér styrkur þegar erfiðleikar steðjuðu að og samgladdist á góðum stundum. Þannig var Anna og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Hún háði erfiða baráttu við bana- mein sitt og naut umönnunar og ástúðar Rúriks sem vék ekki frá henni. Það lýsti henni vel að þegar hún vissi um sjúkdóm sinn þá kom ekkert annað til greina en að vinna bug á meininu og leita til þess allra leiða. Hugrekki og kraftur ein- kenndu Önnu í veikindunum og hún stóð aldrei ein. Sterk og góð fjöl- skylda stóð fast við bak hennar. Dóttir hennar var sem klettur við hlið hennar og ég veit hve mikils virði það var Önnu að fá að hafa Naddý sína hjá sér í þessu stríði sem nú er lokið. Það var einnig mikill styrkur fyrir Rúrik, sem nú horfir á eftir elskulegri eiginkonu sinni. Guð styrki ykkur öll í sorginni. Minning Önnu Sæbjörnsdóttur lifir í hugum okkar sem hana þekktum. Anna G. Gunnarsdóttir. Elsku Anna mín. Nú ertu farin og ég hvergi nærri þar sem ég þurfti endilega að vera í burtu. Lífið verður ekki það sem það var á eftir. En lítum á það sem áður var, þú varst svo sæt og svo góð. En svona er lífið, er það ekki skrítið? En það sem ég yildi segja, hvað er það sem veldur? Ég vissi að oft gerðir þú mefra en þú gast. Þar kom lítill sæt- ur maður líkt við sögu síðar en ekki fyrr. Og breytti öllu. Ég vildi bara segja þökk fyrir. Margrét Thors. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í... Þessar Ijóðlínur Hallgríms Péturs- sonar komu mér í hug þegar ég frétti andlát Önnu Sæbjömsdóttur. Kynni mín af henni og fjölskyldu hennar vora ekki löng, en þeim mun yndis- legri og áhrifarík íyrir báða aðila. Tilefni þessara góðu kynna voru þau að ég var beðin að koma til þeirra Önnu og Rúriks og biðja fyrir þeim á þessu döpra dögum, þegar sýnt var að sjúkdómurinn ógurlegi gæfi engin grið. Við báðum Jesú að koma með sinn undursamlega frið inn í líf þeirra, og það kom himneskur friður. Síðan ræddum við um dauðann, sem í eðli sínu er óvinur, en sá, sem á trúna, þarf ekki að hræðast af því að hann á von um eilíft líf. Við ræddum líka um það hvernig yrði að vera í eilífa lífinu hjá Jesú. Við megum trúa því að þar sé yndis- lega fallegt, engir sjúkdómar, sorg eða neyð í hvaða mynd sem er. En það sem best er af öllu er það að þar er Jesús Kristur sjálfur og fagnar hverju sínu barni, sem kemur heim í himininn, að loknum útlegðartíma, ef svo má að orði komast. Utlegðartíma Önnu er lokið, og nú hefur hún fengið að sjá heimalandið, sem hún spurði mig um. Ég bið Guð að gefa ættingjum styrk á þessari sorgarstundu. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir. Anna Sæbjörnsdóttir, eða Anna á Bakka, er látin eftir stutt og ströng veikindi. Þótt við vissum að hverju drægi vegna alvarleika sjúkdóms hennar sitjum við, sem vorum nágrannar Önnu og heimagangar á Bakka, hljóð eftir. Önnu og fólkinu hennar kynntumst við fyrir þremur áratugum, þegar við fluttum á Sel- tjamarnesið, sem þá var að mestu óbyggt, nokkurs konar sveit. Síðan hafa vegir fjölskyldna okkar legið saman. Við minnumst Önnu sem ein- staklega glæsilegrar konu. Grönn með sítt ljóst, liðað hár og andlit sem skein af dulúð og fegurð. Anna hafði yfir sér ævintýraljóma. Hún hafði ung að árum numið fata- hönnun í London. Vegna þessa og útgeislunar hennar fannst okkur stelpunum að Anna líktist helst fal- legum frægum kvikmyndastjömum. Þar sem Anna var snillingur með nál og tvinna hjálpaði hún Naddý og okkur stelpunum að sauma bæði grímubúninga og föt upp úr tísku- blöðum í gamla daga. Rúrik skemmti okkur þá með sögum og gríni. Við eigum margar góðar minningar frá þessum árum tengdar Önnu, Rúrik, Bjössa, Steina og Naddý, sem nú við fráfall Önnu leita á hugann. Önnu munum við minnast sem glæsilegrar konu, góðrar móður og skemmtilegr- ar manneskju. Elsku vinir, Naddý, Steini, Bjössi, Rúrik og aðrir ástvinir. Missir ykkar er mikill. Þó að á þessari stundu skilji lönd og höf okkur að era hugs- anir okkar hjá ykkur í dag. Við send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Ykkar vinir, Siv, Ingunn, Árni og Leifur. ANNA SÆBJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.