Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 11 1.2.1. Veiðiferðir I bréfum mínum til Björgvins Vil- mundarsonar og Sverris Hermanns- sonar 17. apríl s.l. óskaði ég sérstak- lega eftir að þeir tjáðu sig um ofan- greinda athugasemd í greinargerð Ríkisendurskoðunar um þriðjung veiðiferða á kostnað bankans. I svarbréfi sínu 26. apríl s.l. segii- Björgvin Vilmundarson það hafa tíðkast um áratuga skeið, að Lands- bankinn byði viðskiptamönnum og samstarfsaðilum í veiðiferðir og hafí það almennt ekki sætt ágreiningi innan yfirstjórnar bankans, þ.á m. bankaráðs, að slíkar ferðir ættu rétt á sér með tilliti til hagsmuna bank- ans. Akvarðanataka um hversu miklu fé væri veitt í þennan lið sér- staklega og tilefni hverju sinni hafí verið í höndum bankastjórnar. Hafi hver bankastjóranna um sig tekið ákvörðun frá ári til árs um þær veiði- ferðir, sem ástæða hafi verið talin til að starfsmenn og gestir á vegum bankans færu í. Ekki komi fram í greinargerð Ríkisendurskoðunar hvernig umræddur þriðjungur hafi skipst milli sín, Sverris Hermanns- sonar og annarra starfsmanna bank- ans eða hvaða forsendur hafi verið lagðar til grundvallar við þetta mat. Gerii- hann síðan nokkra grein fyiir þátttöku sinni í veiðiferðum á vegum bankans og öðrum afskiptum af þeim þau ár sem um ræðir. Þar er vikið að veiðum í Laxá í Aðaldal, Hrútafjarð- ará, Víðidalsá og Straumfjarðará og skýrt með almennum hætti hvaða til- gangi í þágu bankans ferðir þessar hafi átt að þjóna. Þátttakendur í ferðunum eru ekki nafngreindir í svarinu. Bréfi mínu til Sverris Hermanns- sonar svaraði fyrir hans hönd Asgeir Þór Arnason hrl. með bréfi sem dag- sett er 24. apríl s.l. Hann nefnir eins og Björgvin Vilmundarson, að ekki sé upplýst í greinargerð Ríkisendur- skoðunar, hversu stór hluti um- rædds þriðjaparts sé eignaður umbj. sínum. Kveðst liann því velja þann kost, að greina nákvæmlega frá öll- um veiðiferðum sem kostaðar hafi verið af Landsbanka Islands og um- bj. hans hafi verið þátttakandi í á greindu tímabili ásamt upplýsingum um boðsgesti. Síðan eru taldar upp veiðiferðir þessi ár í Vatnsdalsá, Hrútafjarðará og Víðidalsá og sögð deili á þátttakendum án þess þó að nefna nöfn þeirra. Það er einkenn- andi fyrir þessa upptalningu, að sömu mönnum virðist hafa verið boð- ið í sömu veiðiárnar ár eftir ár á svipuðum tíma. Telur lögmaðurinn í bréfínu öldungis augljóst, að í öllum tilvikum hafi verið á ferðinni aðilar, sem Landsbankanum hafi viðskipta sinna vegna verið nauðsynlegt að hafa góð samskipti við. Við mat á viðskiptahagsmunum bankans við val á boðsgestum sé m.a. nauðsyn- legt að hafa í huga starfsvenju í bankanum. Hafi Ríkisendurskoðun andstætt lagaskyldu litið framhjá henni í þessu tilviki. Svari sínu um þennan þátt málsins lýkur lögmaður- inn með því að mótmæla fyrir hönd umbj. síns harðlega „ávirðingum rík- isendurskoðanda og bankaráðs vegna viðskipta bankans við Bálk ehf‘. Þegar þessi svör eru skoðuð og jafnframt haft í huga að hér er um allháan kostnað að ræða, verður ekki hjá því komist að telja, að lítils hófs eða aðhalds hafi verið gætt við ákvarðanir bankastjóranna fyrrver- andi um þessi efni. Það virðist að einhverju ieyti mega draga þá álykt- un af svörunum, og þá fremur af svörum Sverris Hermannssonar, að sömu hóparnir hafi farið ár eftir ár í reglubundnar veiðiferðir í sömu árn- ar á kostnað bankans. Þetta þyrfti ekki endilega að vera athugavert ef um væri að ræða aðila sem bankinn hefði sýnilega og viðvarandi hags- muni af að eiga góð samskipti við í viðskiptum. Af svörunum verður ekki fyllilega ráðið, hvort um slíkt hefur verið að ræða. [Hér er fellt úr textanum vegna þagnarskylduákvæðis 43. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði.] Þrátt fyrir þessar athugasemdir tel ég allar líkur standa gegn því að bankinn geti nú endurkrafið banka- stjórana fyrrverandi um kostnað vegna þessara veiðiferða. Koma þar til þær almennu ástæður sem raktar voru í kafla 1.1. að framan. Ekki er ástæða til að efast um að svipaðir hættir muni hafa tíðkast um langan aldur í starfsemi bankans, eins og lögmaður Sverris Hermannssonar bendir á í svarbréfi sínu til mín. Mestu máli skiptir, að þetta tilefni sé notað til að breyta starfsháttum við bankann hvað þetta varðar í framtíð- inni. Bankastjórarnir fyrrverandi hafa í sjálfum sér axlað ábyi-gð á þessum þáttum ásamt öðrum sem mál þetta fjallar um með því að segja störfum sínum við bankann lausum. Er það til þess fallið að auðvelda nýja starfshætti á þessu sviði. Tel ég litlar líkur á að dómstólar myndu ef á reyndi fallast á endurkröfur bank- ans um þennan kostnað eins og öll- um atvikum málsins er háttað. Fallast má á það sem segir í grein- argerð Ríkisendurskoðunar, að ekki sé æskilegt, að bankinn eigi viðskipti um veiðileyfi við aðila sem tengist einum bankastjóranna með þeim hætti sem Bálkur ehf. tengist Sverri Hermannssyni. Þetta sérstaka atriði málsins gefur hins vegar ekki tilefni til endurkröfu á kostnaði við kaup á slíkum veiðileyfum. 1.2.2. Risnukostnaður Við Landsbanka íslands naut ekki á þeim tíma, sem hér um ræðir, skráðra reglna um kostnað við gestamóttöku og risnu. Svo sem nefnt var í upphafi bréfs þessa, sendi ég nokkrum opinberum stofnunum bréf, þar sem ég spurðist fyrir um, hvort slíkar reglur hefðu verið settar fyrir þær. Var bréf þetta sent fjár- málaráðherra, Alþingi, Seðlabanka íslands og Búnaðarbanka íslands hf. í svarbréfi fjármálaráðherra kem- ur fram að í ráðuneytinu gildi ekki sérstakar reglur fyrir það sjálft. Hins vegar hafi fjármálaráðherra sett „Reglur um risnuhald hjá ríkis- stofnunum" árið 1992, og hafi ráðu- neytið fylgt þeim, þ.e. skráð tilefni, hverjir njóti gestrisni og tryggt að ráðherra og/eða ráðuneytisstjóri áriti ávallt slíka reikninga. Fylgdi eintak reglna þessara bréfinu. Meg- inefni reglnanna er ákvæði um að ávallt skuli vera fullnægjandi tilefni til þess að risna sé veitt, sem og fjár- lagaheimild og skrifleg heimild yfir- manns stofnunar. Þá eru settar regl- ur um frágang risnureikninga. í svari Aiþingis kemur fram að ekki hafi verið settar sérstakar reglur um risnu fyrir Alþingi. Eigi að síður hafi reglur fjármálaráðuneytisins um risnu verið hafðar til hliðsjónar. I svarbréfi Seðlabanka Islands segir, að við bankann gildi sú regla, að öll gestamóttaka skuli vera háð fyrir- fram samþykki bankastjóra. Að öðru leyti hafi ekki verið skráðar reglur í bankanum um kostnað við gestamót- töku og risnu, heldur hafi veiið byggt á viðteknum venjum. Búnað- arbanki Islands hf. segir í bréfi sínu, að ekki hafi verið skriflegar reglur um kostnað við gestamóttöku og risnu í Búnaðarbanka Islands á með- an hann hafi verið ríkisviðskipta- banki. Af þessum svörum virðist mega ráða, að sá háttur sem vai- við Landsbanka íslands, þ.e.a.s. að ekki væri starfað eftir skráðum reglum á þessu sviði, hafi verið sá sami og á var hafður við sambærileg opinber fyrirtæki og stofnanir. Risna tengd Sverri Hermannssyni Svo sem fram kemur að ofan taldi Ríkisendurskoðun í greinargerð sinni, að Sverrir Hermannsson hefði ekki, þegar greinargerðin var samin, gert fullnægjandi grein fyrir risnu- útgjöldum að fjárhæð kr. 2.813.012,-. Af því hefði hann endurgreitt bank- anum kr. 853.950,- og stæðu þá eftir kr. 1.959.062,-. í bréfi sínu til mín segir lögmaður Sverris m.a., að umbj. sinn hafi við upphaf starfa sinna við bankann far- ið í smiðju til Björgvins Vilmundar- sonar um hvaðeina sem lotið hafi að reglum, venjum eða siðum í bankan- um. Hafi Björgvin m.a. upplýst að risna væri ótakmörkuð þegar banka- stjóri ætti í hlut, hvort sem væri í bankanum eða utan hans, á veitinga- stöðum eða í heimahúsum, án þess að geta sérstaklega gesta eða tilefn- is. Að þessari meðferð í framkvæmd hafi aldrei verið fundið við umbj. sinn þau tæpu 10 ár sem hann hafi starfað fyrir bankann, enda teldi hann sig hafa gætt hófs við nýtingu risnuheimilda. Þá hafi hann haft það fyrir sið á jólum að senda áfengi til helstu viðskiptamanna og annarra sem hann hafi helst þurft að leita til og styðjast við í störfum sínum sem bankastjóri. Þá væri þess að geta að mikill gestagangur væri á heimili umbj. síns, en sérstaklega hefði ver- ið tekið fram að honum væru þar heimilar veitingar hvers konar og greiddur yrði allur veislukostnaður sem nöfnum tjáði að nefna, en umbj. sinn hafi eingöngu notað þær heim- ildir til vínveitinga. Kveður hann umbj. sinn ennfremur vilja taka skýrt fram, að meðferð hans á áfengi og veitingum myndi hafa verið önnur ef hann hefði haft minnsta hugboð um heimildarleysi í því sambandi. Þá hafi töluvert af því áfengi, sem hann hafí séð um að útvega, gengið til þarfa annarra í bankanum. Það sem helst gæti verið athuga- vert við þessar skýringar, er að heimildir hafi verið til risnunnar án þess að geta sérstaklega gesta og til- efnis. Sýnist eðlilegt í öllum rekstri, þar sem menn fara með annarra fé, jafnvel í bankarekstiá, að getið sé til- efna risnu á fylgiskjölum eða á ann- an hátt, enda vandséð hvaða hags- munir tengist því að gera það ekki, ef um risnuútgjöld er að ræða á ann- að borð. A.m.k. er líklegt, að starfs- hættir af því tagi sem lýst er í bréfi lögmannsins, séu ekki til þess fallnir að stuðla að hófsemd við ákvarðanir um útgjöld þessi. Hins vegar er sjálfsagt ljóst að þetta hafi tíðkast við bankann um langan aldm- án mikilla athugasemda af hálfu þeirra aðila, sem annast hafa eftirlit með bókhaldi og reikningsskilum bank- ans. Með bréfi til bankastjórnarinn- ar 12. mars 1996 gerði endurskoð- andi bankans þó athugasemd um þessi atriði. Segir hann m.a. í bréf- inu, að almennt virðist skorta frekari skýringar við fylgiskjöl sem tengist gestamóttöku og risnu auk þess sem bankastjórnin var beðin að gefa skýringar á tilgreindum fylgiskjöl- um. Kemur fram í bréfí endurskoð- andans til viðskiptaráðherra dags. 15. apríl 1998, að þetta hafi verið sett fram við bankastjórnina í tilefni þess að reglugerð um frádráttarbæran kostnað hafi komið út í september 1994. Ekki verður séð að þessi at- hugasemd hafi breytt miklu um fyrri starfshætti. Þess má geta í þessu samhengi, að bankastjórarnir fengu á því tímabili sem hér um ræðir mánaðarlega greidda fasta fjárhæð vegna risnukostnaðar. Nam hún kr. 190.000,- allt árið 1993 en var komin í kr. 225.000,- árið 1996. Þurftu þeir enga grein að gera fyrir ráðstöfun þessa fjár. Lögmaðurinn fer þessu næst yfii’ alla þá reikninga sem hér koma við sögu, þ.m.t. þá reikninga sem Sverr- ir Hermannsson hafði endurgreitt bankanum, og gefur skýringar af hálfu umbj. síns. Skýringarnar lúta allar að því, að um hafi verið að ræða risnuútgjöld í þágu hagsmuna bank- ans. Útgjöldin eru að efni til öll þannig að þetta getur staðist. Tel ég ekki ástæðu, sbr. það sem fyrr var nefnt um starfsskyldur bankastjóra og það ákvörðunarvald sem þeim er fengið um þessi efni, að draga rétt- mæti þessara skýringa í efa. Við nokkra reikninga vegna áfengis- kaupa er aðeins tekið fram að um sé að ræða úttektir vegna annarra í bankanum. Ætla verður að í þessum skýringum felist ráðagerð um að aðrir en Sverrir sjálfur hafi staðið fyrir þeirri risnu, sem þarna ræðir um. Tel ég ekki vera ástæðu vegna þess verkefnis sem mér er ætlað, að elta frekar uppi skýringar á þessu. Niðurstaða mín í þessum þætti málsins er sú að ekki séu til staðar skilyrði, sem myndu duga að lögum til að endurkrefja Sverri Hermanns- son um þann kostnað sem hér um ræðir. Risna tengd Björgvini Vilmundarsyni Ríkisendurskoðun telur í greinar- gerð sinni, að ekki hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir risnuút- gjöldum að fjárhæð kr. 2.051.808,-, sem snerti Björgvin Vilmundarson. Kemur fram, að sökum veikinda hafi hann ekki haft tækifæri til að yfir- fara fylgiskjöl stofnunarinnar og koma á framfæri skýringum. í bréfi sínu til mín kveðst Björgvin ekki gera athugasemdir við það mat Ríkisendurskoðunar að skráning til- efna risnuútgjalda hverju sinni hafi verið ófullkomin. Hann kveðst sem bankastjóri hafa haft samskipti við íjölda viðskiptamanna, bæði formleg og óformleg. Um langan tíma hafi tíðkast, að bankinn byði veitingar í slíkum samskiptum, án sérstakrar formlegrar skráningar. Eins og færslu þessa kostnaðar hafi verið háttað sé erfitt og í sumum tilvikum nánast útilokað án mikillar vinnu að greina nú hvert einstakt tilefni og beinan kostnað vegna hvers og eins. Reikningarnir sem Ríkisendur- skoðun telur í þessum þætti málsins tilheyra Björgvini Vilmundarsyni samanstanda að mestu leyti af smá- um reikningum vegna áfengiskaupa og veitinga á veitingahúsum. Við vinnu mína að þessari samantekt hafði ég frumkvæði að því að Björg- vin Vilmundarson lýsti sig reiðubú- inn að leysa þennan þátt málsins með þeim hætti sem fram kemur í bréfi hans til mín dags. 21. maí 1998 svohljóðandi: „Með bréfi dags. 26. apríl sl. til yð- ar kom ég undirritaður á framfæri sjónarmiðum mínum vegna þeirra athugunarefna, í tengslum við starfs- lok mín hjá Landsbanka íslands, sem yður var falið að kanna og er vísað til þess sem þar kemur fram. í niðurlagi þess bréfs er þess getið að ég leggi áherslu á að reynt verði að Ijúka málum er mig varða í friði og með þeim hætti að báðir aðilar geti við unað. í samræmi við það skal eft- irfarandi komið á framfæri: Svo sem kunnugt er hef ég verið starfsmaður Landsbanka Islands eða í starfi tengdu bankanum alla mína starfsævi eða í um 38 ár. Þar af starfaði ég í um 34 ár sem aðstoðar- bankastjóri og bankastjóri við bank- ann. Allan þennan tíma hef ég átt árekstralaust og ánægjulegt sam- starf við fjölda manns sem setið hafa í bankaráði, verið starfsmenn bank- ans og viðskiptamenn hans enda hef ég leitast við það í störfum mínum að samskipti við þessa aðila færu fram með þeim hætti. Með vísan til þessa og ástæðna sem fram komu í uppsagnarbréfi mínu dags. 12. apríl sl. vil ég leggja mitt af mörkum til þess að unnt verði að ljúka í sátt álitaefnum er tengjast starfslokum mínum og án þess að það þurfi að dragast lengi enn, til tjóns bæði fyrir mig og Landsbanka íslands hf. I greinargerð Ríkisendurskoðunar frá í apríl sl. kemur fram það mat, að ekki hafi verið skýrður með full- nægjandi hætti risnukostnaður sem tengdur var mér að fjárhæð kr. 2.051.808,-. Eins og ski-áningu risnu- tilefna hefur verið háttað og vegna þess hversu langt er um liðið er ljóst að eifitt er nú og í sumum tilvikum ómögulegt að gera nákvæma grein fyrir því með hvaða hætti einstakir kostnaðarliðir tengjast tilteknum risnutilefnum. Vegna framangi-eindra atriða og megi það verða til samkomulags, er rétt að fram komi að ég er reiðubú- inn að leggja niðurstöðu Ríkisendur- skoðunar um þetta efni til grundvall- ar og að þeirri fjárhæð sem þar er tilgreind sem óútskýrð risnuútgjöld tengd mér verði jafnað á móti út- borguðum launum mínum á upp- sagnarfresti þar til fjárhæðinni hef- ur verið náð enda verði þar með lok- ið öllum ágreiningi aðila vegna starfsloka minna. Tekið skal fram að í þessu felst ekki viðurkenning á greiðsluskyldu minni eða viðurkenn- ing á réttmæti niðurstöðu Ríkisend- urskoðunar að neinu leyti, heldur er boð þetta einungis sett fram í þeim tilgangi að ljúka megi málum með þeim hætti sem rakinn er í upphafi bréfs þessa. Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan vanti frekari skýringar og um framhald málsins. Reykjavík, 21. maí 1998, Björgvin Vilmundarson (sign).“ Ég tek fram að ég tel þessa af- greiðslu á umræddri fjárhæð ásætt- anlega fyrir bankaráðið og bendi á að ekki hefur verið sannað, að kostn- aðurinn sé bankanum óviðkomandi. Ríkisendurskoðun taldi aðeins að hann hefði ekki verið nægilega skýrður. Ákveði bankaráðið að fall- ast á þessa afgreiðslu málsins verður hér að sjálfsögðu ekki um neina end- urkröfu að ræða. Risna tengd öðrum starfsmönnum bankans Hér telur Ríkisendurskoðun að ennþá sé óskýrð risna að fjárhæð kr. 499.740,-. Engin sönnun liggur fyrir í málinu um að þessi útgjöld hafi verið I þágu bankastjóranna fyrrverandi. Það er því enginn sjáanlegur grund- völlur fyrir endurkröfum á hendur þeim af þessu tilefni, sbr. þau al- mennu sjónarmið um skilyrði slíkra krafna, sem nefnd voru í kafla 1.1. að framan. Risnuútgjöld sem ekki höfðu verið samþykkt af neinum starfsmanni bankans Ríkisendurskoðun segir risnuút- gjöld að fjárhæð kr. 2.109.253,- falla undir þennan lið. I bréfum mínum til bankastjóranna þriggja óskaði ég sérstaklega eftir að þeir fjölluðu um þetta atriði málsins. Halldór Guð- bjarnason kveðst í svari sínu þessu viðvíkjandi hafa gert Ríkisendur- skoðun grein fyrir þeim upphæðum, sem fram komi undii- þessum lið og varði hann. Ríkisendurskoðun hafi fallist á skýringar hans. Lögmaður Sverris Hermannssonar kveður um- bj. sinn vísa því alfarið frá sér að hann eigi hér nokkurn hlut að máli. Björgvin Vilmundarson svarar þessu með því að vísa til þess, að skýr fyr- irmæli hafi verið frá bankastjóm til starfsmanna um að ekki mætti greiða reikninga og færa í bókhald bankans nema þeir hefðu verið sam- þykktir af aðila innan bankans sem hefði heimild til þess. Að öðru leyti vísar hann til þess sem fram kom í svari hans við risnuútgjöldum tengd- um honum. Til þess að endurkrafa á þessum kostnaði geti komið til at- hugunar þyrfti að sanna, að þetta fé hefði verið nýtt í þágu þess banka- stjóra sem til stæði að endurkrefja. Engin slík sönnun liggur fyrir í mál- inu og er því hér hið sama að segja og við næsta lið á undan. Enginn sýnilegur grundvöllur er fyrir end- urkröfum. 1.2.3. Ferðakostnaður vegna utanlandsferða 1997 Um þetta er fjallað í kafla III.5 á bls. 13-14 í greinargerð Ríkis- endur- skoðunar. Þar segir m.a. að ekki hafi gefist tími til að framkvæma heild- stæða athugun á ferðakostnaði bank- ans. Hins vegar hafi verið athugaður allur kostnaður bankans vegna nokkurra utanlandsferða banka- stjóra á árinu 1997. Athugasemdirn- ar, sem á eftir koma í greinargerð- inni varða almenn atriði, sem snerta utanlandsferðir. Þar eru hins vegar ekki nefndai' fjárhæðir ferðakostn- aðar. Athugun mín á málinu er því bundin við þessi almennu atriði. Athugasemdfr Ríkisendurskoðunar lúta í stuttu máli að því, að dæmi séu um utanlandsferðir bankastjóra með maka, sem ekki verði séð að tengist með nokkrum hætti erindreksti-i á vegum bankans, ófullnægjandi skýr- ingar séu gefnar á fylgiskjölum um tilefni utanlandsferða, risnukostnaður á ferðalögum bankastjóranna til út- landa sé talinn tortryggilegur og óljósar séu reglur um þátttöku bank- ans í ferðakostnaði maka. í bréfum mínum til fyrrverandi bankastjóranna þriggja var sérstak- lega óskað eftir að þeir tjáðu sig um þennan þátt í greinargerð Ríkisend- urskoðunar. Gerðu þeir það allir í svai'bréfum sínum. Lögmaður Sverris Hermannsson- ar segir í bréfi sínu, að umbj. sínum hafi, við upphaf starfa sinna í bank- anum árið 1988, verið kynnt þau starfskjör bankastjóra, að þeir gætu siglt utan tvisvar á ári með maka og greiddur yrði ferðakostnaður fyrfr bæði og auk þess hálfir dagpeningar fyrir maka. Ekki hafi umbj. hans krafið bankann um greiðslu risnu fyrir sig og konu sína en það hafi hann aftur á móti gert fyrir matar- boð ýmisleg vegna erlendra fjár- málasambanda og annarra gesta, enda hafí bankastjórar mátt gera öðrum slík boð að vild án allra út- skýringa. Nefnir hann síðan til sög- unnar bréf viðskiptaráðherra til Landsbanka Islands dags. 10. janúar 1992, sem ritað hafi verið í kjölfar samþykktar ríkisstjórnar 3. desem- ber 1991 er utanferðir ráðamanna ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.