Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
hafi verið í brennidepli. Ég aflaði
ljósrits af bréfi þessu. I því er greint
frá breytingum á reglum um dag-
peninga og ferðakostað, sem ríkis-
stjórnin hafi gert og þeim tilmælum
beint til bankans að hliðstæðai'
breytingar verði gerðar á reglum um
ferðakostnað bankastjóra og ann-
arra þein-a bankastarfsmanna sem
notið hafi þessara kjara. Ekki er að
fmna í bréfi þessu neina ráðagerð
um að embættismenn, ráðheiTar eða
aðrir, hafi heimild til utanferða á
kostnað ríkisins án þess að slíkar
ferðir séu famar í embættiserindum.
Halldór Guðbjamason segir að
annar kollega sinna hafi kynnt sér
starfslqör sín, þegar hann hafi hafið
störf í bankanum í ársbyrjun 1991.
Meðal þeirra hafi verið hlunnindi
vegna utanlandsferða, en þau hafi
tíðkast um langt skeið í bankanum.
Kveðst hann hafa gert ríkisendur-
skoðanda grein fyrir því í tveimur
bréfum (þ.e. við undirbúning grein-
argerðar þeirrar sem hér um ræðir),
að skv. starfskjörum sínum hafi
hann getað farið tvisvar á ári til út-
landa ásamt konu sinni án sérstakra
bankalegra tilefna.
I svari Björgvins Vilmundarsonar
segir um þetta atriði, að ekki sé um-
deilt, að um ferðakostnað banka-
stjóra Landsbanka Islands hafi gilt
sömu reglur og um ráðherra á því
tímabili sem hér um ræði. Almennt
hafi verið litið svo á, að þeir sem
færu í ferðir sem kostaðar hafi verið
af Landsbanka íslands kæmu í þeim
fram sem fulltrúar bankans. Tilefni
til ferðalaga hverju sinni hafi hins
vegar verið háð mati hvers banka-
stjóra um sig eða eftir atvikum ann-
arra starfsmanna eftir því sem heim-
ildir þeirra hafi náð til. A árum áður
eða allt fram til ársins 1993 hafi for-
maður bankaráðs staðfest ferða-
kostnaðarreikninga bankastjóra með
áritun sinni. Meðan það verklag hafi
verið við lýði, hafi engar athuga-
semdir verið gerðar við tilhögun
ferðalaga þessara aðila á vegum
bankans, hvorki um kostnað vegna
þeirra eða skráningu tilefna svo hon-
um væri kunnugt um. Ekki kemur
fram í þessu svari Björgvins Vil-
mundarsonar, hvort hann hafi kynnt
hinum bankastjórunum tveimur þau
kjör á utanferðum, sem þeir segja að
hafi verið kynnt þeim þegar þeir
hófu störf í bankanum.
Af þessum svörum virðist vera
ljóst, að bankastjórarnir fyrrverandi
hafi talið sér heimilt að fara tvisvar á
ári til útlanda með mökum sínum á
kostnað bankans, án þess að farið
væri í erindum bankans. Kostnað við
ferðir þessar telja þeir að bankinn
hafi átt að greiða eftir sömu reglum
og giltu, þegai- ráðherrar fóru í emb-
ættiserindum til útlanda og höfðu
maka sína með í för. Ekki er líklegt,
að starfskjör sem þessi tíðkist víða í
viðskiptaheiminum og líklega er
óhætt að fullyrða, að þau þekkist
ekki hjá opinberum aðilum. I reynd
virðast kjörin hafa falið það í sér að
bankastjóri hafi notið umtalsverðs
viðauka við regluleg laun sín þann
tíma sem hann dvaldist í orlofi er-
lendis, þar sem hann og makinn
skyldu fá greidda eina og hálfa dag-
peninga í viðbót við nær allan útlagð-
an ferðakostnað. Liggur nærri að
ætla, að yfirmanni sem kynnt eru
slík kjör við upphaf starfs, beri
skylda til að kanna með óyggjandi
hætti, hvernig stofnað hafi verið til
slíkra heimilda í upphafí í því skyni
að fá fullvissu um að allt væri með
felldu um þær. Þetta virðast þeir
Halldór Guðbjarnason og Sverrir
Hermannsson a.m.k. ekki hafa gert.
A hinn bóginn er þess að gæta, að
ekki hafa, við endurskoðun reikninga
bankans undanfarin ár, verið gerðar
sérstakar athugasemdir við ferða-
kostnaðinn, hvorki að efni til né með
því að biðja um frekari skýringar á
tilefnum hans. Sýnist ekki vera
ástæða til að véfengja hina fyrrver-
andi bankastjóra um að þessir hættir
muni hafa tíðkast við bankann fyrir
þein-a tíð eða þeir hafi a.m.k. verið í
góðri trú þar um. Er ekki á því vafi
að við athugun á því hvort bankinn
geti átt endurkröfur á hendur þeim
vegna kostnaðar við þessar hlunn-
indaferðir, skiptir það verulegu máli
ef svo hefur verið. Að öllu saman-
lögðu og með vísan til sjónarmiðanna
í kafla 1.1. að ofan tel ég líkur standa
gegn því að bankinn geti talist eiga
slíkar endurkröfur.
2. Er líklegt að hinir fyrrverandi
bankastjórar hafi bakað sér refsiá-
byrgð með háttsemi, sem tengist
einhverju þeirra málefna, sem um er
fjallað í greinargerð Ríkisendur-
skoðunar?
I svörunum við 1. lið að ofan er
komist að þeirri niðurstöðu, að
bankinn eigi ekki að réttum lögum
endurkröfur á hendur bankastjórun-
um fyrrverandi vegna fésýslu þeirra
við stjórn bankans í þeim atriðum,
sem greinargerð Ríkisendurskoðun-
ar fjallar um. Svo stendur á um
hluta þess kostnaðar sem hér um
ræðir, að tveir bankastjóranna hafa
þegar endurgreitt bankanum fjár-
hæðir, sem þar koma við sögu eða
boðist til að gera það. Þetta hefur
átt sér stað án þess að fylgt hafi við-
urkenning á að kostnaðurinn hafi
verið bankanum óviðkomandi. Ein-
stakir kostnaðarliðii' eru þannig, að
engan veginn er útilokað að um
risnukosnað geti hafa verið að ræða.
Það átti líka, svo sem áður sagði,
undir starfssvið bankastjóranna að
taka ákvarðanir um útgjöld af þessu
tagi, án þess að þeim væri jafnharð-
an gert að gera sérstaka grein fyrir
þeim. Þrátt fyrir endurgreiðslurnar
hvílir því full sönnunarbyrði um
heimildarleysi fyrir þessum kostn-
aði, á þeim sem slíku heimildarleysi
vill halda fram. Sú sönnun liggur
ekki fyrir. Það er því skoðun mín, að
ekki geti verið um refsiábyrgð að
ræða vegna þeirra málsatriða sem
hér um ræðir.
Athugasemdir í gi’einargerð Ríkis-
endurskoðunar um áfengiskaup af
veitingahúsum og umboðsaðilum
áfengis gefa ekki að mínum dómi til-
efni til aðgerða bankaráðsins gagn-
vart bankastjórunum fyn’verandi.
Sama er að segja um athugasemdir
stofnunarinnar vegna skráningar og
frágangs bókhaldsgagna, sem tengj-
ast risnukostnaði Landsbankans.
Hins vegar er ástæða til að kanna
nánar hvernig háttað kunni að vera
ábyrgð bankastjóranna fyiTverandi
á röngu svari til viðskiptaráðherra
við fyrirspurn, sem ráðherrann
þurfti að svara á Alþingi um laxveiði-
ferðir stjórnenda ríkisviðskiptabank-
anna og Seðlabanka. Er þá til athug-
unai', hvort þar geti komið til greina,
að brotið hafi verið gegn ákvæðum í
XVII. kafla almennra hegningarlaga
nr. 19/1940 um skjalafals og önnm'
brot, er varða sýnileg sönnunargögn.
I bréfi bankaráðsins til viðskipta-
ráðherra 15. apríl s.l. era gefnar
skýringar á þeim misfellum sem urðu
við svör bankastjómarinnar til ráð-
herrans. Verða þær ekki endurtekn-
ar hér. Óskaði ég eftir, í bréfum mín-
um til Björgvins Vilmundarsonar og
Halldórs Guðbjarnasonar, sem und-
ÚTÍtað höfðu svarbréfið 3. mars 1998,
að þeir tjáðu sig um þennan þátt
málsins og þá með tilliti til þeirra
skýringa, sem fram komu í bréfí
bankaráðsins til ráðherrans 15. apríl.
Eftir að SveiTÍr Hermannsson tók að
tjá sig opinberlega um hið ranga svar
til viðskiptaráðherrans óskaði ég eft-
ir í símtali við lögmann hans, að hann
tjáði sig einnig um þetta.
I svari sínu til mín segist Björgvin
Vilmundarson telja að í bréfinu 15.
apríl sé réttilega greint það sem
aflaga hafi farið í svari bankans frá
3. mai'S. Segir hann að upplýsingar
þær sem gefnar hafi verið í bréfinu
hafi verið gefnar í góðri trú í sam-
ræmi við þann skilning, sem banka-
stjóm hafi lagt í fyrirspumina og
þau gögn sem legið hafi fyrir úr bók-
haldi bankans.
Halldór Guðbjamason segir, að
umrætt svarbréf hafi verið tekið
saman af aðalbankastjóra, enda hafi
það verið á hans starfssviði. Vegna
gamallar hefðar um tvær undir-
skriftir undir bréf frá bankastjórn,
hafi hann undirritað bréfíð með aðal-
bankastjóranum, enda kveðst hann
hafa verið í góðri trú um réttmæti
upplýsinganna.
Lögmaður Sverris Hermannsson-
ar segir í bréfi sínu til mín, að umbj.
sínum hafi þótt fyrirspurnin sem
fram var borin á Alþingi óþingleg.
Hafi hann verið andvígur því, að
henni yrði svarað með hefðbundn-
um hætti. Vísar hann til ljósrita af
bréfum og uppkasti að svarbréfí
sem fylgdu hjálögð. Umbj. sinn hafi
gert tilraun til að „snúa málið af
sér“ með því að senda ráðuneytinu
svar um kostnað bankans vegna lax-
veiðiferða á árinu 1997 eingöngu.
Hafi hann fengið upplýsingar frá
reikningshaldara við bankann um
þennan kostnað, sem reikningshald-
arinn hafi talið að gæfi góða mynd
af árlegum kostnaði bankans vegna
veiðanna. Hafi umbj. sinn viljað láta
reyna á, hvort ráðuneytið myndi
sætta sig við svar, sem gæfi upp
kostnað vegna ársins 1997 ein-
göngu, en upplýst yrði um leið að
þetta væri allnákvæm vísbending
um árlegan kostnað. Hafi hann ekki
leitt hugann að því að þessi upphæð
væri eingöngu fyrir bankann „ber-
an“ en ekki dótturfyrirtæki, enda
hafi ekki flögrað að honum að verið
væri jafnframt að spyrja um hliðar-
fyrirtæki. Hafi umbj. sinn þannig
gengið útfrá að uppgefin fjárhæð
kr. 2.724.048,- væri nærri lagi miðað
við þær veiðiferðir á vegum bank-
ans sem honum hafi verið kunnugt
um. Þegar viðskiptaráðuneytið hafi
ekki viljað sætta sig við það svar,
sem þannig hafi verið gefið, hafi
umbj. sinn gert uppkast að nýju
svarbréfi, dags. 16. febrúar 1998,
sem aldrei hafi verið sent. Hafi aðr-
ir bankastjórar ekki sætt sig við
svar með þeim hætti. Af þessum
ástæðum hafi hann ekki viljað koma
nærri svarbréfinu 3. mars 1998.
Astæða þess hafi þannig ekki verið
að hann hafi gert sér grein fyrir því
að það bréf til ráðuneytisins „yrði
talið til hliðar við staðreyndir".
í þessu samhengi er rétt að geta
þess, að í viðtali við Sverri Her-
mannsson í Morgunblaðinu 15. apríl
1998 hafði m.a. verið haft eftii' hon-
um: „En það sem réð úrslitum um að
ég neitaði að skrifa undir svar bank-
ans til viðskiptaráðherra, var að ég
hafði fengið tölur uppgefnar um lax-
veiðar 1997 og þeim tölum bar ekki
saman við þá tölu sem komin var í
bréfið.“ Þessi skýring er bersýnilega
röng, því að í bréfinu til viðskipta-
ráðherra frá 22. janúar, sem Sverrir
Hennannsson hafði undirritað, hafði
kostnaðurinn 1997 verið talinn nema
kr. 2.724,048,-. í bréfinu 3. mars,
sem hann neitaði að undirrita, var
kostnaðurinn þetta sama ár talinn
hafa numið nær alveg sömu fjárhæð
eða kr. 2.724.714,-. Skeikar þar að-
eins kr. 666,-. Réttar upplýsingar um
fjárhæð þessa kostnaðar bankans
sjálfs þetta ár voru hins vegar kr.
5.225.708,- svo sem fram kemur í
greinargerð Ríkisendurskoðunar,
þannig að þarna munaði nær helm-
ingi eða u.þ.b. 2,5 milljónum króna.
Af framansögðu er ljóst, að hlutur
allra hinna þriggja fyrrverandi
bankastjóra að því er varðar svörin
til viðskiptai'áðherra er sambærileg-
ur. Allir höfðu þeir skrifað undir
svarbréf, sem reyndust vera með
sams konar upplýsingum að efni til
þó að annað tæki aðeins til eins árs
en hitt til fimm ára. Kemur þá til at-
hugunar, hvort í bréfum þessum hafi
verið veittar rangar upplýsingar
með þeim hætti að refsivert geti
talist skv. þeim ákvæðum refsilaga
sem gi-eind voru að ofan. í bréfi
bankaráðsins til viðskiptaráðherra
15. apríl 1998 eru skýrðar ástæðurn-
ar fyrir hinum röngu svörum banka-
stjóranna. Auk þess kemur fram í
bréfinu, að venjan sé sú í bankanum,
að öll veigameiri upplýsingagjöf til
opinberra aðila sé yfirfarin af ytri
eða innri endurskoðendum bankans,
áður en bankinn sendi hana frá sér. I
þessu tilviki virðist ekki hafa verið
talin þörf á slíki-i yfii-ferð. Séu það
ekki ásættanleg vinnubrögð.
Vissulega hljóta að vakna spurn-
ingar um, hvort bankastjórarnir
fyrrverandi kunni viljandi að hafa
sleppt því að láta yfirfara svör sín í
samræmi við það sem venjulegt og
eðlilegt hafi mátt telja, þar sem þá
hafi a.m.k. grunað að ekki væri allt
með felldu um svörin. Um þetta
verður aldrei fullyrt með vissu. Það
er skilyrði fyrir refsiábyrgð vegna
rangra upplýsinga, að þær hafi verið
gefnar gegn betri vitund, þ.e.a.s.
með ásetningi eins og það er nefnt í
refsifræðunum. Þegar á allt er litið
verður að teljast ólíklegt að slíkt geti
nokkurn tíma sannast í þessu máli.
Með vísan til alls þessa tel ég ólík-
legt að refsiábyrgð geti hér komið til
álita. í þessu samhengi bendi ég
einnig á, að í fréttum DV 14. maí s.l.
var frá því skýrt, að ríkissaksóknari
teldi ekkert tilefni hafa gefist til að
mæla fyrir um opinbera rannsókn í
„Landsbankamálinu“. Kom fram í
fréttinni, að embættið hefði komist
að þessari niðurstöðu, eftir að hafa
skoðað greinargerð Ríkisendurskoð-
unai’. Ríkissaksóknari ákveður,
hvort tilefni séu til að stofna til opin-
berrar rannsóknar í máli. Sé rétt eft-
ir honum haft í blaðafréttinni,
þannig að hann hafi beinlínis tekið
þá afstöðu sem þar greinir, er hér
því ekki um neitt frekar að þinga.
3. Njóta bankastjórarnir fyrrver-
andi réttar til launa á 8 mánaða upp-
sagnarfresti talið frá 1. maí 1998 í
samræmi við 6. gr. ráðningarsamn-
inga þeirra?
I 6. gr. ráðningarsamninga banka-
stjóranna þriggja frá 14. nóvember
1997 er kveðið á um uppsagnarfrest
og starfslok með þessum orðum:
„Bankastjóri er ráðinn með 8 mán-
aða gagnkvæmum uppsagnarfresti.
Að öðru leyti gilda ákvæði kjara-
samninga bankamanna um starfslok-
in.“ I erindisbréfum þeirra, sem dag-
sett eru sama dag, er í 1. gr. ákveðið
að ráðningartími sé frá 1. janúar
1998 með gagnkvæmum uppsagnar-
fresti samkvæmt ákvæðum í starfs-
kjarasamningi (með því orði er vafa-
laust átt við ráðningarsamning).
Ennfremur er sagt í 1. gr. erindis-
bréfsins, að kveða skuli nánar á um
ráðningarkjör í ráðningarsamningi
milli bankaráðs f.h. félagsins og
bankastjóra, umfram það sem í er-
indisbréfinu segi. Þá er í 8. gr. tekið
fram, að erindisbréfið sé sett skv. 21.
og 22. gr. samþykkta félagsins, sbr.
lög um viðskiptabanka og sparisjóði
nr. 113/1996, lög um hlutafélög nr.
2/1995, lög nr. 70/1996 um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins, svo og
reglugerðir og samþykktir banka-
ráðs. Hér vekur tilvísun til laga um
réttindi og skyldur starfsmanna rík-
isins (starfsmannalaga) sérstaka at-
hygli vegna þess, að þau lög hafa að
geyma reglur um tryggari réttar-
stöðu starfsmanna gagnvart upp-
sögnum og ráðningarslitum, heldur
en ætla verður að felist í almennum
reglum. Forstöðumenn ríkisstofnana
og ríkisfyrirtækja njóta réttarstöðu
embættismanna skv. 22. gr. starfs-
mannalaganna. Hafi tilvísun erindis-
bréfanna til starfsmannalaga ein-
hverja þýðingu um starfslok banka-
stjóranna yfirleitt, verður að ætla að
þeir hafi átt að njóta sömu réttar-
stöðu og forstöðumenn ríkisstofn-
ana. Þar með ættu hér við ákvæði
VI. kafla laganna, sem fjalla um
lausn embættismanna frá embætti,
en þar er réttarstaða þeirra sérstak-
lega tryggð. Tel ég nauðsynlegt að
hafa þetta í huga í því sem hér fer á
eftir, þó að engan veginn sé að öllu
leyti ljóst, hvaða þýðingu ofangreind
tilvísun til starfsmannalaganna hafi
fyrir réttarstöðu hinna fyrrverandi
bankastjóra Landsbanka Islands hf.
Augljóst er að bankastjórarnir
þrír sögðu störfum sínum lausum
vegna þeirrar óvægnu almennu um-
fjöllunar um málefni bankans sem
fram fór í landinu og átti rót sína að
rekja til þeirra málefna sem um er
fjallað í gi'einargerð Ríkisendur-
skoðunar. Kemur þetta raunar fram
með beinum og óbeinum hætti í upp-
sagnarbréfum þeirra. Eins og mál-
inu háttar er ekki á því vafi, að þeir
hefðu verið tilbúnii- að vinna upp-
sagnarfrestinn ef eftir því hefði verið
óskað. A fundi sínum 15. apríl 1998
samþykkti bankaráðið uppsagnirnai'
og ákvað jafnframt að starfslok
þein-a allra skyldu koma strax til
framkvæmda. Af þessu er ljóst, að
þeim ber öllum réttur til launa á
uppsagnai'frestinum, nema ef talið
yi'ði að á þessum tíma hafi verið upp-
fyllt skilyrði til að rifta ráðningai'-
samningum þeirra einhliða, þ.e.a.s.
víkja þeim fyrirvaralaust úr starfi.
Til þess að vinnuveitandi geti rift
ráðningarsamningi starfsmanns síns
einhliða verður hann að sýna fram á
verulegar vanefndir starfsmannsins
á skyldum sínum samkvæmt samn-
ingnum. Alveg er ljóst, að alvarlegur
trúnaðarbrestur hafði orðið milli
bankaráðsins og bankastjóranna,
einkum vegna svaranna sem þeir
höfðu gefið viðskiptaráðherra um
kostnaðinn við laxveiðiferðirnar í til-
efni fyrirspurnarinnar á Alþingi.
Höfðu þau m.a. leitt til þess, að ráð-
herrann hafði gefið Alþingi rangar
upplýsingar í svari sínu við fyrir-
spurninni. Svo sem rakið var að
framan höfðu vinnubrögðin við svör-
in varla verið forsvaranleg og leiddi
það til þess sem á eftir fór. Ekki er
vafi á að þetta hafði skaðað bankann.
Jafnfi'amt hafði komið á daginn að
bankastjóramir höfðu a.m.k. ekki
sýnt þá ráðdeild við ákvarðanir um
veiðiferðir á vegum bankans og
risnuútgjöld, sem ætlast mátti til af
þeim. Þá var einnig orðið ljóst að
þeir nýttu sér afar sérkennileg
ferðahlunnindi, sem þeii' töldu sig
hafa, án þess að vitað sé að þeir hafi
nokkurn tíma rætt um þau efnislega
við bankaráðið. Öllu þessu er lýst
hér að framan. Það er því varla vafi
á, að bankaráðinu var bæði rétt og
skylt vegna hagsmuna bankans að
gera ráðstafanir til að binda enda á
störf bankastjóranna þriggja. Þar
með er ekki sagt, að rifta hafi mátt
ráðningarsamningunum án fyrii'-
vara. Þegar hafa verið bornar fram
skýringar sem varða hin röngu svör,
sbr. bréf bankaráðsins til viðskipta-
ráðherra 15. apríl. Um önnur atriði
er nauðsynlegt að hafa í huga að
sambærilegir hættir höfðu nær ör-
ugglega verið viðhafðir við bankann
um langan tíma og þá vafalaust frá
því fyrir starfstíma þessara manna.
Það sem nú hafði gerst var e.t.v.
fyrst og fremst, að bankaráðinu
höfðu verið gefnar upplýsingar um
þessa starfshætti, auk þess sem þær
upplýsingar höfðu verið birtar í fjöl-
miðlum. Verður tæpast talið, eins og
hér stóð á, að um hafi verið að ræða
verulegar vanefndir á starfsskyldum
bankastjóra sem réttlætt hafi fyrir-
varalausan brottrekstur þeirra. Tel
ég því, að ekki hafi verið skilyrði til
að rifta ráðningarsamningunum án
fyrirvara.
IV.
Samkvæmt því sem rakið er hér
að framan, er það niðurstaða mín, að
ekki séu efni til að hafa uppi kröfur á
hendur bankastjórunum íýrrverandi
um endurgreiðslur á kostnaði, sem
að er vikið í greinargerð Ríkisendm’-
skoðunar. Geri ég þá ráð fyrir að
máli Björgvins Vilmundarsonar
verði lokið á þann hátt, sem getur í
bréfi hans til mín 21. maí s.l. og um
var fjallað í kafla 1.2.2. að framan. Þá
tel ég ekki að til greina geti komið
refsiábyrgð þein'a vegna háttsemi í
starfi sínu við bankann. Loks tel ég
þá eiga rétt á launum á uppsagnai'-
fresti.
Ef bankaráðið ákveður að leggja
þessar niðurstöður til grundvallar,
er ljóst að eftirmálum vegna starfs-
loka hinna þriggja fyrrverandi
bankastjóra er lokið af hálfu bank-
ans. Almennar röksemdir, sem varða
starfsemi Landsbanka Islands hf.,
mæla með því að ljúka málum með
þessum hætti. Þannig er ljóst, að í
hugsanlegum málaferlum gegn
bankastjórunum fyirverandi er viss
hætta á að þeir kunni í málsvörnum
sínum að telja sér nauðsynlegt að
nefna til sögunnar viðskiptamenn
bankans, sem skv. lögum eiga að
njóta þagnarskyldu um viðskipti sín.
Bankaráðinu ber að sjálfsögðu
skylda til að stofna ekki þessum
hagsmunum viðskiptamanna sinna í
hættu. Þá má það sjálfsagt teljast al-
mennt óæskilegt, fyrh' fyrirtæki á
borð við Landsbanka Islands hf., að
efna til málaferla við fyrrverandi
æðstu yfirmenn sína; menn sem
þrátt fyi’ir atburði síðustu vikna hafa
um langt árabil stjórnað starfsem-
inni án þess að tilefni hafi þótt til að
finna að störfum þeirra. Hafa þeir
raunar allir axlað þungbæra ábyrgð
á þeim atvikum, sem greinargerð
Ríkisendurskoðunar fjallar um, með
því að víkja úr störfum sínum. Þessi
atriði ætti bankaráðið auk annars að
hafa í huga, þegar það tekur ákvarð-
anir um þau málefni, sem um er fjall-
að í bréfi þessu.
Það skal að lokum nefnt, að lög-
maður Sverris Hermannssonar segir
í bréfi sínu til mín, að umbj. sinn
ætlist til að þær upplýsingar sem
hann veiti fari leynt og verði ekki op-
inberaðar. Vísar hann um þetta til
43. gr. laga um viðskiptabanka og
sparisjóði nr. 113/1996 og 5. gr. upp-
lýsingalaga nr. 50/1996. Ég tel rétt
að bankaráðið verði við þessu að því
er varðar svarbréf lögmannsins. Ég
tel hins vegar, að í þessu svarbréfi
mínu til bankaráðsins sé ekki að
finna upplýsingar, sem leynt verði að
fara vegna þagnarskylduákvæðis 43.
gi'. laga nr. 113/1996. Bankaráðinu
sé því heimilt að 604« það opinber-
lega ef það kýs.
Virðingarfyllst,
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.