Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Alvörulögga
Aealevsi oe lítilsvirðing gagnvart lögum, lögreglu og
STOPP, það verður ekki lengur leyft að nota kórinn sem fjarvistasönnun, skúrkarnir ykkar.
Landlæknisembættið gefur út rit um heilbrigði fslendinga
Góður árangur þakkaður
áratuga forvarnastarfí
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hef-
ur gefíð út ritið Health in Iceland,
þar sem heilbrigði íslensku þjóðar-
innar er lýst með samanburði við
aðrar Vestur-Evrópuþjóðir og þegar
á heildina er litið koma íslendingar
vel út úr þeim samanburði. Olafur
Ólafsson landlæknir segir þessa út-
komu árangur margra áratuga for-
varnastarfs og mikilvægt að Islend-
ingar haldi stöðu sinni og glutri ekki
niður forskotinu.
Áfengisneysla er minni hér en á
öðrum Norðurlöndum, nema í Nor-
egi, dauðsföll vegna lifrarsjúkdóma
eru afar fá, tóbaksneysla fer minnk-
andi, ungbamadauði er lægstur hér
á landi í allri Evrópu og lífslíkur
mestar, en neysla þunglyndislyfja
hér á landi hefur aukist mjög á síð-
ustu árum og er nú meiri hér en í
nokkru hinna Norðurlandanna.
Athygli vekur að hlutfall fóstur-
eyðinga hér á landi er með því
lægsta í Evrópu en ungar mæður
eru jafnframt fjölmennari hópur hér
á landi en meðal fiestra annan'a
þjóða sem Islendingar hafa borið sig
saman við. Á tímabilinu 1992-1996
voru tæp 6% íslenskra kvenna sem
eignuðust börn undir 20 ára aldri.
Aðeins í Bretlandi voru ungar mæð-
ur hlutfallslega fleiri, eða 8%, en ár-
ið 1979 voru mæður undir tvítugu
14% hér á landi.
Landlæknir ítrekar að þennan
ÞRJÚ fíkniefnamál hafa komið upp í
Eyjafirði undanfarna daga, tvö á
Akureyri og eitt á Dalvík. Þeir sem
tengjast málunum eru mjög ungir,
sá yngsti 14 ára.
I fyrradag hafði lögreglan afskipti
af 7 ungmennum á Akureyri sem við-
urkenndu hassneyslu, sá yngsti í
þeim hópi var 14 ára, einn 15 ára og
hinir 16 og 18 ára
Síðastliðinn þriðjudag kom upp
góða árangur megi þakka áratuga
forvarnastarfí margra aðila, svo sem
Hjartaverndar, Krabbameinsfélags-
ins og Náttúrulækningafélagsins.
Hann segir að ritið hafí verið tekið
saman vegna beiðna frá Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni, WHO, um
samanburð á helstu þáttum í heil-
brigðismálum sem stofnunin taki
gjarnan til athugunar.
mál á Akureyri þar sem fímm dreng-
ir 17 til 18 ára viðurkenndu
hassneyslu. Jafnframt voru 15 inn-
brot, sem framin hafa verið undan-
farið upplýst, en þau tengjast aðilum
í þessum fíkniefnamálum.
Um síðustu helgi kom upp fíkni-
efnamál ? Dalvík, tíu aðilar 16 til 22
ára tengdust málinu. Þeir viður-
kenndu hassneyslu og telst málið
upplýst.
Þrjú fíkniefnamál í Eyjafírði
Sumarhátíð að Laugalandi í Holtum
Útihátíð þar
sem þátttakend-
ur skapa sjálfír
Helga Margrét
Guðmundsdóttir
ólstöðuhópurinn
stendur íyrir sumar-
hátíð að Laugalandi í
Holtum 19.-21. júní næst-
komandi. Yfirskrift hátíðar-
innar er í hjartans einlægni
og er hún að sögn aðstand-
enda fyrir alla þá sem hafa
áhuga á því að bæta mann-
lífíð, rækta hið góða, bæta
tengslin við umhverfið, sína
nánustu og sig sjálfa.
Sumarhátíðin er fyrir ein-
staklinga og fjölskyldur,
með eða án barna, fyrir ung-
linga og eldri borgara.
Fjöldi þátttakenda er tak-
markaður en hátíðin er opin
öllum.
Tilgangur Sólstöðuhóps-
ins er að koma að stað
hreyfingu í átt að betra lífí.
„Sólstöðuhópinn langar í
hjartans einlægni að hvetja
til þess að við lifum saman í sátt,
sýnum hvert öðru virðingu
traust og ábyrgð. Á sumarhátíð-
inni viljum við hvetja fólk til þess
að rækta tilfinningar sínar með
sínum nánustu og huga að því
sem skiptir máli í leik, starfi,
fræðslu og við trúariðkun.
Sólstöðuhátíðin er haldin í
fjórða sinn að Laugalandi í Holt-
um. Markmiðið er að auka sam-
veru fjölskyldunnar sem sam-
kvæmt rannsóknum er góð for-
vöm þegar fíkniefni eru annars
vegar. Þarna skemmta allir sér
saman. Við viljum auka gildi
gleðinnar," segir Helga Margrét
Guðmundsdóttir kynningar- og
sölustjóri Sólstöðuhópsins.
- Hvar verður sumarhátíðin
haldin?
„Laugaland í Holtum er í um
það bil 80 kílómetra fjarlægð frá
Reykjavík og öll aðstaða þar með
miklum ágætum. Á staðnum er
fjöldi kennslustofa fyrir nám-
skeiðahald, stór íþróttasalur fyr-
ir sameiginlega dagskrá og
íþróttaiðkun, sundlaug, leikvöll-
ur fyrir yngstu börnin, fótbolta-
völlur, körfuboltavöllur og fleira.
Náttúrufegurð staðarins er mikil
og möguleiki til gönguferða í all-
ar áttir. Svefnpokapláss verður
ekki á staðnum en þeim sem ekki
geta gist í tjöldum er bent á
Hellu, Leirubakka, Austvaðsholt
eða bændagistingu í nágrenninu.
- Hvað verður á dagskrá há-
tíðarinnar?
„Hátíðin er byggð þannig upp
að boðið er upp á stutt
námskeið sem sniðin
eru að þörfum bæði
fullorðinna og bama.
Námskeiðin em blanda
af fræðslu, sköpun og
leik þar sem hvatt er til þess að
einstaklingamir taki virkan þátt, í
stað þess að vera þiggjendur.
Þessi hátíð er ólík öðmm útihátíð-
um að því leyti að fólk tekur sjálft
þátt í dagskránni í stað þess að
horfa bara á. Inni á milli er frjáls
tími þar sem hægt er að fara í
gönguferðir saman út í náttúr-
una, eða í sund, fótbolta og hvað-
eina. Á laugardagskvöld verður
kvöldvaka sem þátttakendur
skipuleggja sjálfír þar sem meðal
annars verður tmmbusláttur,
leikþættir, varðeldur og söngur.
Á fullorðinsnámskeiðunum er
meðal annars fjallað um óendan-
legan léttleika tilvemnnar,
► Helga Margrét Guðmunds-
dóttir fæddist í Reykjavík árið
1953. Hún var alin upp í Kefla-
vík og útskrifaðist með stúd-
entspróf frá Verslunarskóla Is-
lands árið 1974. Hún starfaði
lengi í tengslum við ferðamál,
1977-1985, í banka 1985-1990
með barneignum og var fram-
kvæmdastjóri Þroskahjálpar á
Suðurnesjum árið 1990-1996.
Hún er nú skólaritari í Holta-
skóla og hópstjóri forvarna-
verkefnisins Reykjanesbær á
réttu róli. Helga Margrét er
gift Theodóri Magnússyni
kerfísfræðingi og eiga þau
þrjár dætur.
sjálfsstyrkingu karla, lífsnautn
og drauma. Einnig verða kennd-
ar slökunaræfingar, námskeið
verður haldið um mannleg sam-
skipti, húmanisma, fjölskylduna í
breyttu samfélagi, mælsku og
förðun.
Leiðbeinendur era allir fag-
menn á sínu sviði og þar sem
fjöldi námskeiða er í boði er
mælst til þess að fólk velji nám-
skeiðin fyrirfram og önnur til
vara til þess að auðvelda skipu-
lagningu, en hægt er að velja
námskeið bæði laugardag og
sunnudag. Bamadagskráin er
skipulögð þannig að opnar verða
sjö ólíkar smiðjur þar sem böm-
in fá að spreyta sig í starfí og
leik, bæði innandyra og úti eftir
hentugleikum. Smiðjumar munu
starfa á sömu tímum
og námskeið fullorð-
inna.
Foreldrar mega
taka þátt í smiðjunni
eða vera til aðstoðar
og þeir þurfa að senda einhvem
til hjálpar með börnum yngri en
fjögurra ára. Að þessu sinni höf-
um við líka lagt sérstaka áherslu
á fjölbreytt námskeið fyrir ung-
linga, til dæmis hraðkennslu í að
koma fyrir sig orði, karate, list-
sköpun, trúðanámskeið, ævin-
týraförðun og dans.“
- Hvers vegna er talin þörf á
hátíð af þessu tagi?
„Með svona hátíð bjóðum við
fólki að líta upp frá amstri hvers-
dagsins úti í náttúmnni; að
rækta sinn innri mann þar sem
kynslóðir mætast og starfa og
leika saman í hjartans einlægni,
án vímuefna."
„Við viljum
auka gildi
gleðinnar“