Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 25 LISTIR KARLAKÓRINN Heimir. Karlakórinn Heimir á tónleikaferð KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði verður á tónleika- ferðalagi um Vestfírði um helgina. í dag föstudag heldur kórinn tónleika í Félagsheimilinu Bol- ungarvík og heQast þeir kl. 21. Laugardaginn 13. júní verða þeir með tvenna tónleika, þeir fyrri verða í Félagsheimilinu á Þing- eyri og hefjast kl. 16, þeir síðari í Isafjarðarkirkju kl. 21, það verða lokatónleikar ferðarinnar. Söngsfjóri Karlakórsins Heim- is er Stefán R. Gíslason, undir- leikarar Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöng, tvísöng og þrísöng með kórnum syngja Einar Hall- dórsson og Álftagerðisbræður, Gísji, Óskar, Pétur og Sigfús. Á efnisskránni verða lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Karlakórinn Heimir varð 70 ára hinn 27. desember sl. og hélt upp á það með afmælishófí í Félags- heimilinu Miðgarði. Aukasýn- ing á Ormstungu VEGNA fjölda áskorana verður ein aukasýning á Ormstungu - ástarsögu, næstkomandi laugar- dag kl. 17 í Skemmtihúsinu Laufásvegi 22. Sýningin er upphitun fyrir væntanlega leikferð á Heimssýn- inguna í Portúgal, en í ágúst- mánuði munu þau Gunnlaugur og Helga fagra halda til Tampere í Finnlandi og sýna leikinn þar ásamt táknmálstúlk- um. Miðasala er í gegnum Herra- fataverslun Kormáks og Skjald- ar, Skólavörðustíg 15. ATRIÐI úr Ormstungu - ástarsögu. Benedikt Erlingsson og Hall- dóra Geirharðsdóttir. I kastala Hitlersæskunnar KVIKMYIMPIR Háskólabíó VORVINDAR - KVIKMYNDAHÁTÍÐ HÁSKÓLANS OG REGNBOGANS VOMURINN „THE OGRE“ * * V4 Leikstjóri: Volker Schlöndorff. Handrit: Jean Claude Carriére og Schlöndorff. Kvikmyndatökustjóri: Bruno de Keyser. Tónlist: Michael Nyman. Aðalhlutverk: John Mal- kovich, Armin Muelier-Stahl, Gott- fried John, Marianne Sagebrecht, Volker Spengler. MIKIÐ hæfileikalið hvaðanæva úr Evrópu starfaði saman að gerð myndarinnar Vomurinn, sem frum- sýnd var í gærkvöldi á Vorvindum, kvikmyndahátíð Háskólabíós og Regnbogans. Myndin er samvinnu- verkefni Frakka, Þjóðverja og Breta og er á ensku með banda- ríska leikaranum John Malkovich í aðalhutverki. Hinn sögufrægi þýski leikstjóri Volker Schlöndorff er við stjórnvölinn og hinn sögu- frægi franski handritshöfundur, Jean Claude Carriére, skrifar með honum handritið en myndin er byggð á skáldsögu franska rithöf- undarins Michel Tournier frá átt- unda áratugnum, sem fjallar um nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Hér er því á ferðinni Evrópusam- bandsmynd eins og hún helst getur orðið. Niðurstaðan er svolítið brotakennt verk kannski ekki að ástæðulausu en áhrifamikið þegar best lætur. Sagt er í kynningu með mynd- inni að hún sé byggð upp eins og Grimmsævintýri og það er ekki fráleitt að hugsa sér hana á mörk- um ævintýris og veruleika, eins- konar dæmisögu úr seinni heims- styrjöldinni um ævintýrapersónu sem er of mótsagnakennd til þess að hægt sé að botna í henni full- komlega. Aðalpersónan, Abel, fékk trú á að hann gæti ráðið örlögum sínum þegar hann var drengur í frönskum kaþólikkaskóla. Hann óskaði þess að skólinn bi-ynni til kaldx-a kola þegar átti að refsa hon- um fyrir óknytti og voilá, skólinn brann. Þegar hann er fullorðinn maður gerist eitthvað svipað. Hann er einfari sem hefur dálæti á krökkum og þegar hann er settur í fangelsi ranglega sakaður um áreitni þarf hann bai-a að óska sér og honum vei’ður reddað. Það gengur eftir: Seinni heimsstyrjöld- in skellur á með það sama og kem- ur í veg fyrir að hann fari í fang- elsi. í stríðinu kemst hann sem auðsveipur stríðsfangi í kynni við Herman Göring og verður starfs- maður í herskóla fyrir Hitlersæsk- una; starf hans er að fara um ná- grannasveitirnar og ræna börnum fyrir Þriðja ríkið. Þó er enginn barnelskari. Malkovich leikur Abel og gerir það giska vel eins og annað sem hann tekur sér fyrir hendur. í túlk- un hans verður Abel nokkurs kon- ar einfeldningur og leiksoppur ör- laganna en líka Vomurinn óttalegi, óvætturin í ævintýrinu, sem tekur bömin og börnin hræðast. Engu að síður er hann besti vinur barnanna og vei’ndari í kastala Hitlersæsk- unnar. Hann hrífst af öllu því sem nasistamir gera og er hugsunar- laust verkfæx-i þeirra. Hann er alltaf hinn undirgefni. Vai’ það í skólanum og er það í stríðinu; að hans viti era engir óvinir til aðeins yfirherrar. Schlöndorff útbýr honum kvik- myndaheim þar sem allt getur gerst og er fullur af táknum ævin- týranna, kaldhæðni og jafnvel skopi; atriðið þegar Frakkar heyja stríð og eru handteknh- af Þýskui'- unum er óborganleg kómedía. Birt- an er köld og drungaleg og skóg- lendið ískyggilegt eins og vera ber í ævintýrunum og skrautlegt safn persóna kemur við sögu, ekki síst Herman Göring í furðulegum milli- kafla myndarinnar. En Abel er alltaf sama ráðgátan og neitar að kalla á samúð áhorfandans. Að lok- um eram við jafnnær um þennan undarlega mann, sem rænir börn- um og elskar. Arnaldur Indriðason í #,A m , , , , x, . s. v \ \. \ V \ \ \ V l i V V \ V \\ \ \ \ \ l; G/b&r- FyrirS ? 0034-1 ffefur þú fengið bjómiðann ? FJOLVARP Áskriftarsími 515 6100 é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.