Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 2
MORGUNB LAÐIÐ
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998__________________________
FRÉTTIR
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir kjörin formaður Prestafélagsins
Kjörin með 59
atkvæðum gegn 57
Morgunblaðið/Jim Smart
NÝR formaður Prestafélagsins er séra Helga Soffía Konráðsdóttir.
Henni á vinstri hönd er maður hennar, séra Toshiki Toma, prestur
innflytjenda, en til hægri handar henni er séra Birgir Asgeirsson,
prestur í Kaupmannahöfn.
SÉRA Helga Soffía Konráðsdótt-
ir, sóknarprestur í Háteigssókn,
var kjörin formaður Prestafélags
íslands á aðalfundi þess í gær.
Hlaut hún 59 atkvæði en séra Ulf-
ar Guðmundsson, prestur á Eyr-
arbakka og prófastur Ámespró-
fastsdæmis, hlaut 58 atkvæði.
Kona hefur ekki áður gegnt emb-
ætti formanns Prestafélagsins.
„Mér finnst fínt að munurinn
skuli ekki vera meiri, en með
þessu er ég ekki að segja að við
tvö höfum verið fulltrúar ein-
hverra arma innan félagsins. Og
mér fínnst líka gott að kona skuli
nú í fyrsta sinn hafa verið valin
formaður," sagði séra Helga
Soffía Konráðsdóttir eftir kjörið
á aðalfundinum í gær en konur
skipa nú meirihluta í aðalstjórn
Prestafélagsins. Séra Helga Soff-
ía tekur við af séra Geir Waage.
Séra Ulfar Guðmundsson sagði
er hann ávarpaði fundinn eftir að
úrslit lágu fyrir að samstaða væri
mikil meðal presta og trúlega
aldrei jafnmikil og nú.
Séra Helga Soffía kvaðst hafa
hugsað sig lengi um áður en hún
ákvað að fara í framboð: „Ymsir
höfðu frumkvæði að því að tala við
mig og ég hló nú bara í fyrstu og
hélt ég ætti enga möguleika. Ég
hef tjáð mig um ýmislegt í kirkj-
unni og það hafa verið erfiðir tím-
ar og ég hef ekkert legið á skoðun
minni.
Ég var lengi að velta því fyrir
mér að bjóða mig fram en ákvað
mig fyrir um það bil mánuði, en ég
var líka hikandi allt til dagsins í
dag. Þetta er ekkert afar þakklátt
starf. Maður leggur verk sín undir
dóm félagsmanna eins og formenn
hafa áður gert.“
Tveir aðrir hlutu atkvæði
f formannskjörinu hlutu tveir
aðrir prestar atkvæði: Séra Bald-
ur Vilhelmsson í Vatnsfirði tvö og
séra María Ágústsdóttir, prestur í
Háteigskirkju, eitt. Þrír atkvæða-
seðlar voru auðir. Stjórn Prestafé-
lagsins er þannig skipuð auk for-
mannsins nýja: Séra Gísli Gunn-
arsson, prestur í Glaumbæ í
Skagafirði, séra Guðlaug Helga
Ásgeirsdóttir, prestur aldraðra í
Reykjavík, séra Gunnar Sigur-
jónsson, prestur í Digranessókn,
og séra Halldóra Þorvarðardóttir,
prestur í Fellsmúla í Landsveit.
Varamenn voru kjörnir séra Sig-
urður Jónsson í Odda og séra
Gunnar Björnsson í Holti.
Meðal ályktana sem samþykkt-
ar voru á fundinum og beint til
kirkjustjórnarinnar voru að
ákveðið verði þegar prestsemb-
ætti er auglýst hvort almennar
kosningar skuli fara fram en ekki
að til þeirra komi hugsanlega eft-
ir að prestar hafa verið kosnir af
kjörmönnum. Einnig var sam-
þykkt ályktun um að héraðs-
prestar skuli ráðnir í öll prófasts-
dæmi.
Kaupfélagsstj óra-
skipti í Borgarnesi
Umferðarlagabrot
Samanburður á milli tímabílsins Breyt. á
1. janúar - 22. júní 1997 og 1998 1997 1998 milli ára
Of hraður akstur 1.307 3.103 137,4%
Rangstaða, ólögleg stöðvun eða lagning ökutækja 647 1.392 115,1%
Stöðvunarskyida ekki virt 238 883 271,0%
Ölvun við akstur 343 523 52,5%
Akstur gegn rauðu Ijósi 241 398 65,1%
Ökuskirteini ekki meðferðis 140 347 147,9%
Öryggisbelti ekki notað af ökumanni 192 326 69,8%
Ekið sviptur réttindum 96 153 59,4%
Dekkjabúnaður (akstur á nöglum utan leyfistíma) 57 137 140,4%
Einstefna, ekið gegn einstefnu 80 91 13,8%
Bráðabirðasvipting ökuréttinda 25 85 240,0%
Umferðarmerkingar, ekki ekið skv. Umferðarmekjum 48 70 45,8%
Of margir farþegar í ökutæki 26 68 161,5%
Akstur án réttinda 41 63 53,7%
Brot á reglum um ökurita/ hvíldartíma 20 39 95,0%
Afstunga, brot á skyldum við umferðaróhapp 43 37 -14,0%
Framúrakstur, brot á almennum reglum um það 7 23 228,6%
Öryggisbelti ekki notað af farþega 7 13 85,7%
Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt 2 10 400,0%
Akreinarnotkun, röng akreinanotkun og beygja 4 9 125,0%
Biðskylda ekki virt 3 9 200,0%
Ekið undir áhrifum lyfja 1 5 400,0%
Samtals 3.568 7.784 118,2%
118% fleiri kærur vegna
umferðarlagabrota
GUÐSTEINN Einarsson, kaupfé-
lagsstjóri á Blönduósi, hefur verið
ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Borgfirðinga í Borgarnesi frá 1.
ágúst nk. Fráfarandi kaupfélags-
stjóri, Þórir Páll Guðjónsson, sagði
upp störfum 1. mars sl. Hann gegnir
stöðunni þar til Guðsteinn tekur við.
Þorvaldur T. Jónsson, stjórnarfor-
maður Kaupfélags Borgfirðinga,
segir ljóst að mikil yfirferð verði yfir
reksturinn um leið og mannaskipti
verða. Á aðalfundi í apríl sl. var sam-
þykkt tillaga um að kanna hvort
skipta eigi um rekstrarform og reka
félagið sem hlutafélag. Stefnumótun-
arvinna hefur farið fram undanfarna
mánuði og reiknar Þorvaldur með að
hún fari á fullt strax eftir sumarfrí
og þá fáist niðurstaða í það hvemig
fyrirtækið eigi að líta út í framtíð-
inni.
Afkoma félagsins var slæm á síð-
asta ári, regluleg starfsemi var rekin
með 15 milljóna króna tapi og út-
koma dótturfélaga kaupfélagsins var
einnig slæm. „Þannig að við höfum í
mörg horn að líta með þetta,“ segir
Þorvaldur.
Guðsteinn Einarsson er 44 ára
gamall. Hann hefur verið kaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Húnvetninga
og framkvæmdastjóri Sölufélags
Austur-Húnvetninga sl. 10 ár.
KÆRUR vegna umferðarlaga-
brota í Reykjavík frá síðustu ára-
mótum fram til gærdagsins voru
118% fleiri en á sama tíma í
fyrra. Okumenn sem teknir
höfðu verið fyrir of hraðan akst-
ur 22. júní í fyrra voru 1.307 en
eru nú orðnir 3.103 og er það
aukning um rúmlega 137%. Þeim
sem teknir voru fyrir að virða
ekki stöðvunarskyldu hefur fjölg-
að úr 238 í 883, eða um 271%.
Karl Steinar Valsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn segir að meg-
inskýringin á aukningunni sé
sennilega sú að almennar vaktir
lögreglu hafi haft meiri afskipti
af umferðarmálum en áður.
Einnig hafí lögregluþjónar verið
meira á ferðinni á vegum í út-
jaðri borgarinnar en áður. Loks
nefnir hann að átaksverkefni lög-
reghiliða á Suðvesturlandi hafi
haft sitt að segja, en þau standa
yfir í eina viku í senn í hverjum
mánuði.
Sigurðarmálið
Angelsen
tjáir sig
ekki
PETER Angelsen, sjávanítvegsráð-
herra Noregs, vill ekki tjá sig um
dóminn í Sigurðarmálinu er felldur
var í síðustu viku í Bodp en segir að
farið verði ofan í saumana á honum i
ráðuneytinu. í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi sagði Angelsen að
það væri ekki sjávarútvegsráðuneyt-
isins að ákveða hvort honum yrði
áfrýjað, heldur dómsmálayfirvalda.
Málið hefur vakið litla athygli í
Noregi frá því að dómur féll og hafa
ráðamenn ekki viljað bregðast við
sýknudóminum. Starfandi yfirmaður
norsku strandgæslunnar, 0ystein
Wemberg, lýsti þó undrun yfir
dómnum í samtali við Aftenposten.
-----------------
Nýir eigendur
Hótel Húsa-
víkur
EIGNARHALDSFÉLAG í eigu
þriggja hjóna hefur keypt tæpan
52% hlut í Hótel Húsavík. Seljand-
inn er Páll Þór Jónsson núverandi
hótelstjóri og verður formlega
gengið frá eigendaskiptunum í dag.
Kaupverð fæst ekki gefið upp.
Að sögn Friðriks Sigurðssonar,
eins eigenda eignarhaldsfélagsins,
verða ekki gerðar neinar stórbreyt-
ingar á rekstri hótelsins við eig-
endaskiptin. Friðrik tekur við
starfi hótelstjóra á næstu dögum,
en Páll Þór veitir ráð fram á haust.
Forsetafruin
til lækninga
í Seattle
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi tilkynning frá
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta
íslands:
„í lok síðustu viku kom í ljós
við reglubundna rannsókn lækna
að hvítblæðið, sem eiginkona mín
Guðrún Katrín greindist með í
fyrra, hefur tekið sig upp á ný.
Samkvæmt sameiginlegu áliti
lækna hennar við Blóðfræðideild
Landspítalans og sérfræðinga í
beinmergsskiptum við Fred
Hutchinson-krabbameinsstofn-
unina í Seattle í Bandaríkjunum
hefur verið ákveðið að Guðrún
Katrín fari strax á morgun til
Seattle þar sem hún mun gangast
undir beinmergsflutning.
Sú meðferð er erfið og næstu
vikur og mánuðir verða því ör-
lagarík í glímu við sjúkdóminn.
Ég mun því fylgja Guðrúnu
Katrínu til Seattle og dvelja þar
að mestu eða öllu leyti út júlí-
mánuð eða lengur."
I
Gabriel Batistuta með
fyrstu þrennuna á HM / B4
; Sleppur Leiftur með sekt
I vegna mistaka?/B1