Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. „AÐ FELLA MERKI OG MÁLSTAÐ" AÞÝÐUBANDALAGIÐ efnir til sögulegs aukalands- fundar dagana 3. til 4. júlí nk. „Á þeim fundi getur ráð- ist,“ segir Hjörleifur Guttormsson í grein hér í blaðinu í fyrradag, „hvort Alþýðubandalagið lifir áfram sem sjálf- stætt þjóðmálaafl eða hverfur af sjónarsviðinu.“ Viðræðum milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags lýsir Hjörleifur Guttormsson m.a. svo: „Um mörg atriði var skýr ágreiningur, þar á meðal um nokkra grundvallarþætti efnahagsmála... Af ágreiningsefnum má nefna afstöðuna til Evrópusambandsins og EES, einkavæðingu, auðlinda- gjald, fjárfestingar í sjávarútvegi, orku-, landbúnaðar- og : byggðamál..." Hver verður svo niðurstaðan ef viðræður A-flokkanna • leiða til sameiginlegs framboðs? Hjörleifur Guttormsson svarar þeirri spurningu með þessum hætti: „Verði fallist á kröfu Álþýðuflokksins um sameiginlegt framboð í næstu kosningum jafngildir það því að flokkarnir sem að slíku framboði standa séu lagðir niður. Það verður þá aðeins formsatriði að ganga frá útförinni. Undirritaður er því al- gjörlega andvígur að fella merki og málstað Alþýðubanda- lagsins... Ég fæ ekki séð að milli Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags sé að finna þá snertifleti í þjóðmálum sem gerðu slíkt samlag trúverðugt, hvað þá endingargott.“ Það hlýtur að vekja athygli þegar þingmaður og fyrrver- andi ráðherra mælir með jafn afgerandi hætti gegn sam- eiginlegu framboði vinstri flokkanna í tilefni af boðuðum landsfundi Alþýðubandalagsins, þar sem „samemingarmál“ verða meginviðfangsefnið. Er Hjörleifur Guttormsson ein- angraður í Alþýðubandalaginu um þessar mundir? Eða fer hann fyrir skoðanahópi, sem ekki vill „fella merki og mál- stað Alþýðubandalagsins" og „leggja saman spilin á vett- vangi landsmála með stjórnmálaflokkum sem standa fyrir allt aðra stefnu en Alþýðubandalagið"? Það kemur í ljós á auka-landsfundi Alþýðubandalagsins en hins vegar sýnir grein þingmannsins og þau sjónarmið, sem hann lýsir, að það er við ramman reip að draga í sam- einingarmálum vinstri flokkanna. Það er þeim mun athygl- isverðara sem hugmyndafræðilegar deilur fjórða áratugar- ins standa ekki lengur í vegi fyrir sameiningu og kalda stríðið ekki heldur. KOSTUN í LISTUM MARGIR kunnustu og bestu listamenn okkar íslend- inga á þessari öld hafa átt líf sitt og list undir góðvild velmegandi manna og um leið á íslensk listasaga slíkum mönnum mikið að þakka. Þannig lagði til dæmis Ragnar Jónsson í Smára stóran skerf til vaxtar og viðgangs ís- lenskrar listar á líðandi öld og er raunar spurning hvort listasaga aldarinnar væri ekki stórum fábreytilegri ef stuðnings hans hefði ekki notið við. Framlag Ragnars myndi nú vera kallað kostun við listir, en eins og fram kom í fréttaskýringu um það efni í Lesbók Morgunblaðsins síð- astliðinn laugardag hefur samkeppnin um stuðning einka- fyrirtækja við listir, íþróttir og ýmsa félagsstarfsemi lík- lega aldrei verið meiri en einmitt nú. Eins og fram kom í fréttaskýringunni hefur íþrótta- hreyfingin sennilega náð hvað mestum árangri í öflun i styrkja frá einkafyrirtækjum en ýmislegt bendir til þess að það geti verið að breytast. Vitnað var í ræðu Sigurðar Gísla Pálmasonar, sem flutt var á fundi Verslunarráðs ís- lands, en þar kemur fram að menning og listir hafi þekið við hlutverki íþrótta sem helsta tómstundaiðja fólks. Á síð- ; asta áratug voru opnuð yfir 200 ný söfn í Japan og um 330 í Þýskalandi; sama þróun átti sér stað í Bandaríkjunum og ■ víðar. Á sama tíma dróst nýsmíði íþróttamannvirkja saman : um allan heim. Hið sama hefur verið að gerast hér á landi, að sögn Sigurðar Gísla, árlega er til dæmis aðsókn að lista- söfnunum í Reykjavík meiri en á allt Islandsmótið í knatt- spyrnu. Þessa staðreynd sagði Sigurður Gísli að íslenskt atvinnulíf gæti ekki hunsað: „Aukinn stuðningur atvinnu- lífsins við menningu og listir er því ekki aðeins samfélags- leg skylda þess, heldur einnig góður bíssness; þar sem fólkið er, þar eigum við líka að vera.“ Óhætt er að taka undir þessi orð Sigurðar Gísla Pálma- sonar en í Lesbókargreininni kemur fram að íslensk fyrir- tæki hafa ekki áttað sig fyllilega á kostum þess að kosta listviðburði. Það hefur þó færst í vöxt að fyrirtæki hugi að kostun listviðburða til að skapa sér jákvæða ímynd. Skattafrádráttur til fyrirtækja myndi hins vegar gera þennan kost enn fýsilegri. Fjölskrúðugt líf í Eyjum Vestmannaeyjar hafa löngum verið rómað- ar fyrir náttúrufegurð og fuglalíf. Nú bein- ist kastljósið að þeim vegna aðflutnings nýs íbúa, háhyrningsins Keiko. Víst er að straumur ferðamanna í eyjarnar mun aukast töluvert, þó enginn geti sagt um hve mikil aukningin verði. Ragnar Axels- son ljósmyndari og Ragna Sara Jónsdóttir blaðamaður komust að því að mannlíf eyjanna og náttúra þeirra hafa upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn sem munu koma til með að sækja Keiko heim. BURTSÉÐ frá stórbrotinni náttúru Vestmannaeyja eru hefðir og siðir Eyjamanna ekki síður áhugaverðir fyrir gest- komandi, en ýmsar óskráðar regl- ur og nýstárlegar í augum ann- arra lands- manna gilda í Eyjum. Til dæmis er lundi ekki veiddur á sunnudögum, sumrinu er skipt í „fyrir og eftir þjóð- hátíð“, og öfl- ugt hrekkja- ómafélag er starfrækt. Sagt er að þjóðaríþrótt Eyjamanna sé bjargsig og þótt Vest- mannaeyingar séu ekki þjóð í eiginlegum skilningi má segja að þeir líti á sig sem slíka, þeir hafa sín eigin þjóðareinkenni, þjóðar- íþrótt og þjóðhátíð. I Eyjum læra krakkar að spranga stuttu eftir að þeir eru færir um að standa á eigin fótum og síðar læra þau bjargsig og eggjatöku. Vinkonurnar Halldóra Björk og Margrét Rut Halldórs- dætur voru að spranga í klettun- um niðri við höfn. Þær eru tíu og ellefu ára og byijuðu að spranga þegar þær voru fjögurra ára. „Syllurnar heita Álfasteinn, Dvergasteinn, Barnasteinn, Al- menningur, Stígvél og Sylla. Við eigum eftir að æfa okkur aðeins meira og þá förum við kannski upp á Stígvél," sögðu þær, og bentu á syllu í sex til sjö metra hæð. Svo gripu þær kaðalinn, stukku fram af og svifu yfir á næstu klettabrún. Sjósókn hefur ætíð verið mikil í Vestmannaeyj- um og sumir eru ekki háir í loftinu þegar þeir hefja sókn á miðin. Aðrir láta seint af störfum og sækja á sjó út þótt þeir nái hátt í áttunda áratuginn. Aldrei unnið handtak í landi Jón í Sjólyst var að mála bátinn sinn, Hlýra, á hafn- arbakkanum þegar ljós- myndara og blaðamann bar að garði. Hlýri er nokkuð kominn til ára sinna, 65 ára, en í fínasta standi. Jón kvað hann vera orðinn nokkuð lúinn, en þó ekki eins lúinn og hann væri sjálfur. Hann hefði til dæmis margbeðið vélvirkjann um að flytja lensudæluna yfir í sig, og skildi ekki hvers vegna honum væri alltaf neitað. Jón hefur frá mörgu að segja. Hann hefur eytt meirihluta ævinn- ar á sjó og sækir þangað enn, enda lítið fyrir hann að gera í landi, að hans sögn. „Ég hef aldrei unnið handtak í landi, nema að plægja kálgarðinn hans pabba þegar ég ÞRÖNGT mega sáttir sitja. Langvíurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.