Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Lýðskóli Hópur nemenda nær hvorki fótfestu í framhaldsskólum né á vinnumarkaði eftir skólaskylduna.
Hvaða úrræði eru til handa þeim? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að þau glati voninni? Gunnar
Hersveinn skoðaði mat á starfi Lýðskólans, en hjálparhönd hans hefur komið mörgum á rétta braut í lífinu.
„Skólinn
bj argaði lífí
sonarmíns“
# Verðmætt starf unnið til að koma í
veg fyrir félagsleg vandamál
• Tenging verður milli sjálfsþekkingar
og kynningar á möguleikum
LÝÐSKÓLINN er nú á
þriðja ári en hann er
hugsaður sem möguleiki
fyrir nemendur á fram-
haldsskólaaldri. I hann hafa oft
leitað nemendur sem hafa horfíð á
brott úr framhaldsskólum og ekki
fundið sér stað á vinnumarkaðin-
um. Stjómendur skólans lýsa
markmiðum hans með eftirfarandi
orðum: „Lýðskólinn er staður sem
nýtist vel þegar nemendur vilja
taka sér frí frá hefðbundnu námi,
„fínna sjálf sig“ eða búa sig undir
frekara framhaldsnám og lífið.
Lýðskólanum má líkja við „bensín-
stöð“. Þar fær maður orku, kannar
stöðuna á kortinu, fær næringu og
lesefni. Eftir stoppið fer síðan
nemandinn aftur út á þjóðbrautina
og tekur virkan þátt í samfélaginu
sem frjáls, ábyrgður og skapandi
einstaklingur. Flestir fara í fram-
haldsskóla.“ (Skólaskýrsla vorið
1998.)
Á „einskismannslandi"
Nú hefur verið lagt mat á árang-
ur Lýðskólans en það hafa Gestur
Guðmundsson og Kristín Ólafs-
dóttir félagsfræðingar gert að
beiðni skólanefndar. Þau tóku við-
töl við 53 af 63 nemendum sem
voru í skólanum árin 1996 og 1997,
en meðalaldur hópsins var 18 ár.
Þau ræddu einnig við aðstandend-
ur sumra þeirra. Markmiðið var að
kanna hvernig nemendum vegnaði
áður en þeir fóru í skóla og eftir að
þeir luku honum. Komast að því
hvernig þeim leið í skólanum o.fl..
„Viðhorfið var almennt jákvætt
og margir tóku sterkt til orða. „Ég
veit að þetta eru stór orð en skól-
inn bjargaði lífi sonar míns,“ full-
yrti til dæmis ein móðirin," segir
Kristín Ólafsdóttir.
Hópur ungs fólks, a.m.k. í
Reykjavík, virðist vera áttavilltur
eftir að skólaskyldu lýkur og
hvorki njóta sín í skóla né vinnu.
„Brotthvarf nemenda úr fram-
haldsskólum er yfir 30% og fara
flestir í vinnu, en ekki allir,“ segir
Gestur. „Félagsmálastofnun,
foreldrar og vinir hafa bent þeim á
Lýðskólann er það er þeim alger-
lega frjálst val að fara í hann, og í
könnun okkar kom í ljós að það var
þeim mjög mikilvægt að fara að
eigin frumkvæði."
Lýðskólinn er ágætt úrræði
handa þeim sem eru á „einskis-
mannslandi“, sem þýðir að vera
16-18 ára, ekki í vinnu, ekki í skóla
og hafa ekki rétt á atvinnuleysis-
bótum. „Þetta getur leikið þau
grátt, því þau hafa tilhneigingu til
að festast í vonleysi og aðgerða-
leysi, og fylgifiskarnir eru gjarnan
fíkniefnavandi, afbrot og geðræn
vandamál," segir Kristín.
Sjálfstraustið vex
Lýðskólinn stendur í eina önn í
senn og er áhersla lögð á skapandi
starf og þess gætt að efla einstak-
lingana í stað þess að steypa þá
alla í sama mót. Þrátt íýrir áhrif
nemenda á skólastarfið hvílir það á
Morgunblaðið/Þorkell
„ÉG ER undrandi á að engin úrræði fundust í grunnskólanum handa þeim hópi sem þessir krakkar koma úr,“
segir Gestur, sem mat starf Lýðskólans ásamt Kristínu Olafsdóttur.
skýrum reglum sem allir fylgja og í
ljós kemur að flestir Ijúka náminu.
„Hjá langflestum nemendum má
greina afgerandi breytingar eftir
skólann," segir Gestur, „helmingur
þeirra fer í nám og virðist tolla vel
og fjórðungur festist í vinnu.“
„Skólavistin virðist gefa þeim
sjálfstraust og auðvelda þeim tjá-
skipti,“ segir Kristín og vitnar í
setningar frá þeim: „Einu skiptin
sem ég hef nennt að vakna í skóla,“
segir einn nemandi. „Ég opnaðist -
þorði aldrei að tala við neinn áður,
var svo feiminn," segir annar. „Ég
fékk trú á námi aftur,“ sagði sá
þriðji.
„Það er líkt og sjálfsþekking
þeirra vaxi,“ segir Gestur, „þetta
er hópur sem var utangátta í
grunnskóla og það er merkilegt að
hugsa til þess að enginn virtist
geta gert neitt fyrir þau á meðan
skólaskyldunni stóð. Enginn í
könnun okkar gat gefið grunnskól-
anum góða einkunn.“
I könnun Gests og Kristínar
kemur í ljós að margir uppgötva að
þeir þurfi ekki endilega að fara í
menntaskóla til að verða stúdentar
eins og tíðarandinn blæs þeim í
brjóst, en flest hafa þau áhugalaus
verið að eyða tímanum í það. Veran
í Lýðskólanum hefur á hinn bóginn
gert þeim kleift að uppgötva
áhugasvið sín og leita að rétta
náminu.
„Mér virðist sem það verði teng-
ing milli sjálfsþekkingar og kynn-
ingar á möguleikum í lífinu,“ segir
Gestur, „og einmitt það komi þeim
á rétta braut.“
Doðinn gagnvart lífinu
Nokkrir nemendur í Lýðskólan-
um hafa áður verið í neyslu. Hins
vegar virðast þeir finna eitthvert
haldreipi meðan á skóladvölinni
stendur og hafa sumir farið í með-
ferð eftir hana og náð tökum á
tilverunni.
Gestur og Kristín segja að fæstir
í þessum aldurshópi sem eru í því
tómarúmi að vera hvorki í námi né
vinnu séu í neyslu, fremur sé það
doði sem einkenni þau. „Þau hafa
ekki efni á neinu og nurla helst
saman fyrir sígarettum og vídeó-
spólu. Þau hafa beðið tjón á sjálfs-
traustinu og margir félagslegir
þættir hafa sett þau út af sporinu."
„Það vakti athygli okkar þegar
við vorum að reyna að hafa uppi á
þeim, að þau virtust fylgjast hvert
með öðru,“ segir Kristín, „þau
verða vinir í skólanum og styðja
hvert annað. Þrátt fyrir að vera
mikið á ferðinni halda þau
sambandi hvert við annað."
„Skólinn virðist hafa haft sterk
áhrif á þau,“ segir Gestur og vitnar
í einn nemanda: „Varð virkari,
kynntist sjálfum mér á nýjan leik
og lærði að bera ábyrgð á sjálfum
mér.“ „Ég var í rugli, en hef sjald-
an fílað mig eins vel,“ sagði annar
„Ég er undrandi á að engin úr-
ræði fundust í grunnskólanum
handa þeim hópi sem þessir krakk-
ar koma úr, því það virðist í raun
ekki þurfa að gera mikið fyrir þau
til að koma þeim á réttan kjöl,“
segir Gestur og bendir á að Lýð-
skólinn standi ekki nema 14 vikur í
senn.
„Nokkrir foreldrar drápu á að
skólinn mætti vera tvær annir og
sumir nemenda leggja það líka til,“
segir Kristín, „á seinni önninni
mætti þá dýpka námið og fylgja því
eftir sem gert er.“
Niðurstaða Gests og Kristínar er
að Lýðskólinn hafi náð verulegum
árangri og skipt sköpum í lífi stórs
hluta þátttakenda, „og eflt næstum
alla til ábyrgi-ar þátttöku í samfé-
laginu". Þau telja að skólinn hafi
bæði unnið þeim gagn sem átt hafa
erfitt og líka þeim sem einfaldlega
vora haldnir námsleiða. „Lýðskól-
inn vinnur verðmætt starf til að
koma í veg íyrir félagsleg vandamál
og ráðast gegn vanda einstaklinga
áður en hann verður óviðráðanleg-
ur,“ segja þau að lokum.
Tilraun til að móta líf sitt
FLJÓTLEGA eftir að skólastarfið hefst
ná nemendur undirtökum í skólanum og
fara að ráða stundaskránni. Skólinn er
ekki hluti af kerfinu og er ekki fyrir
kennarana. Hann er fyrir nemendur
sem rækta með sér ábyrgðartilfinningu,
efla sköpunargáfuna og brýna hugsun
sína.
Lýðskólinn er hugsjón á þriðja ári
undir lok 20. aldar og er í höndum
Odds Aíbertssonar skólastjóra, en
Reykjavíkurborg, Rauði krossinn, Nor-
ræna húsið og menntamálaráðuneytið
reka hann.
Slagorð lýðskólans er: Skóli er ekki
hús heldur fólk! og er rétt að því leyti
að starfsemin skiptir reglulega um
húsnæði, þótt það sé ekki stefna, og
verður í vetur í JL-húsinu við Hring-
braut. Markmið hans er fyrst og fremst
að bæta nemandann og að hjálpa
honum til að öðlast styrk til að glíma
við lífið.
Það er gert með því að leitast við að
hafa skólann sem skemmtilegt samfélag
og vettvang jákvæðrar reynslu. Nem-
endum er sýndur réttur sinn í þjóðfé-
laginu og líka skyldur og ábyrgð.
Útvíkkun tjáningar
Lýðskólinn hvílir á hugmyndum um
sköpunarmátt einstaklingsins, ábyrgð
hans og frelsi. Nemendur eru oft þeir
sem hafa ekki fundið sig í framhalds-
skólaheiminum m.a. vegna þess að þeir
hafa átt bágt með að beygja sig undir
skipulag hans og aðferðafræði. Margir
þeirra hafa þurft að leita til félagsmála-
stofnunar, aðrir hafa orðið leiðir á námi
og ekki farið heldur að vinna.
Oddur Albertsson segir að í lýðskólan-
um sé nemandinn virtur á eigin forsend-
um. „Allir eru einstakir, skapandi og í
eðli sínu fijálsar tilfinningaverur,“ segir
hann, „og eftir námið verður hugsunin
skarpari og tjáningin breiðari.“
Mannlegt samskiptakerfi er sérstaklega
til skoðunar 1 skólanum og m.a. námskeið
í listum eins og leiklist, dansi og tónlist.
Oddur segir að hann vilji að nemend-
ur uppgötvi nýjar hugmyndir um skóla,
skóla þar sem hlustað er á rödd einstak-
Morgunblaðið/Þorkell
lingsins. Margir nemendur lýðskólans
hafa lent undir í skólakerfínu sem að
hans mati leggur áherslu á próf, ein-
kunnir og einingar en ekki þroska.
„Þau eiga að fá á tilfinninguna í Lýð-
skólanum að þau geti ráðið einhverju um
örlög sín og verið með í því að skapa líf
sitt,“ segir hann og þau eiga eftir námið
að vera betur í stakk búin til að fara að
gera það sem þau langar til að gera.“
Lýðskólinn er 14 vikur í senn og kost-
ar önnin 15 þúsund krónur með efnis-
kostnaði. I haust er ráðgert að taka 35
nemendur í skólann en gera má ráð fyrir
að helmingi fleiri sæki um.
Undir lok annar fá þau aðstoð til að
velja sér nám í öðrum framhaldsskólum
hyggi þau á frekara nám.
Oddur segir að undir lokin sé líka farið
í lengri ferð og hafi nemendur farið í vor
til Danmerkur til að heimsækja aðra lýð-
skóla og kynnast nemendum. En þess má
geta að árlega koma útlenskir lýðskóla-
nemendur í heimsókn til fslands.
Dæmi um viðfangsefni í Lýðskólanum
eru: Samskipti og tjáning, hvað er menn-
ing?, trú, fordómar, ljölmiðlar, listir,
stjórnmál, stríð, námsferð og starfskynn-
ing. Margir fyrirlesarar eru kallaðir til
en fastir kennarar hafa umsjón með
náminu.