Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 45*' ! I 1 J I J | I I I I I I I J B I 1 1 + Ingibjörg Ólafs- dóttir fæddist á Snæfjöllum á Snæf- jallaströnd við fsa- fjarðardjúp 26. ápist 1914. Hún lést á Landakoti laugardaginn 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Péturs- son bóndi, f. 5. jan- úar 1875 á Dröng- um, d. 10. júlí 1929, og Sigríður Guðrún Samúelsdóttir, f. 12. nóvember 1893 í Skjaldarbjarnarvík, d. 5. nóv- ember 1976. Systkini Ingibjarg- ar eru Þórarinn, f. 23. maí 1912, d. 8. janúar 1995, Krist- jana Margrét, f. 17. júlí 1917, Jóhanna, f. 14. ágúst 1921, og Hallfríður, f. 7. september 1927. Ingibjörg eignaðist eina dótt- ur Sigrúnu Guðmundsdóttur, f. 23. september 1942. Faðir hennar er Guðmundur Jensson, f. 3. júlí 1917. Maki Sigrúnar er Það var í október 1962 að ég keypti mína fyrstu myndavél. Kaup- in bar brátt að, seljandinn var að fara til útlanda og sagði við mig: „Ég má ekki vera að því að kenna þér á vélina, en farðu bara í Gevafoto á Lækjartorgi og spurðu eftir Ingu. Kauptu af henni filmu og biddu hana að kenna þér á vélina.“ Þetta gerði ég samviskusamlega og þar með var ég kominn í hóp við- skiptavina Ingu í Gevafoto, sem var býsna stór á þeim árum. Inga tók við vélinni, horfði rannsakandi á hana, sagði svo og leit á mig: „Er þetta vélin hennar Helgu?“ Ég játti því. „Hvemig tímir hún að selja svona góða linsu?“ spurði hún þá og þótti mér það ekki slæm athuga- semd. Síðan hófst kennslustundin sem var svo hnitmiðuð og skýr að á nokkrum mínútum vissi ég allt um myndavélar, ljósop og hraða, korna- stærð á filmum og margt fleira og ekki bara það, þessari filmuísetn- ingu fýlgdu líka gruhdvallarupplýs- ingar um myndbyggingu, forgrunn, bakgrunn, skugga og allt það. Ég hóf mína myndatöku og lagði allt mitt traust á konuna á Lækjar- torgi. Ég komst fljótlega að því að að ef ég fór að ráðum hennar þá fór allt vel, en ef ég gerði eitthvað ann- að þá klúðraðist allt. Síðar komst ég að því að ég var ekki einn um þessa reynslu. Það voru margir áhugaljósmyndarar sem lögðu allt sitt traust á Ingu í Gevafoto á þessum árum. I kringum hana var hópur fólks sem ferðaðist saman og tók myndir af íslenskri náttúru. Margar sögur eru til af úrlausn- areftium Ingu. Eitt sinn kom til hennar maður með myndavélina sína og sagði: „Inga, stilltu fyrir mig myndavélina, það var verið að bjóða mér í ferð upp á Vatnajökul og ég þarf að taka góðar myndir í ferðinni." Slík var trú manna á snilli Ingu í Gevafoto. Arin liðu og þar kom að ég var að verða tengdasonur Ingibjargar. Þá ákvað hún að bjóða mér heim til sín og kynna mig fyrir fjölskyldu sinni. Eg átti að mæta með eitt filmuhólf af skyggnum því það átti að vera myndasýning og kaffi. Þegar í boðið var komið var ákveðið að ég sýndi mínar myndir fyrst. Þegar ég var að verða hálfnaður með mínar myndir heyrði ég Ingibjörgu segja: „Þær eru bara í fókus.“ Mér þótti mjög vænt um þá athugasemd. Þetta voru jú myndir teknar á vélina hennar Helgu. Þegar ég hafði klárað mitt filmuhólf þá hófst ógleymanleg myndasýning. Mynd- irnar hennar Ingu voru engu líkar. Þær voru stórkostlegar landslags- myndir þar sem fegurð íslenskrar náttúru var komið til skila á full- kominn hátt, með birtu og skuggum og fullkominni myndbyggingu og Böðvar Magnússon, f. 9. mars 1940. Börn þeirra eru Magnús, f. 17. októ- ber 1975, og Ingi- björg, f. 12. maí 1977. Ingibjörg ólst upp í föðurhúsum en fór ung að árum til Reykjavikur þar sem hún bjó ætíð siðan. Hún vann við verslunarstörf í fjöldamörg ár, m.a. í ljósmyndaverslun- inni Gevafoto, í Fótóhúsinu og einnig á Vá- tryggingarskrifstofu Sigfúsar Sighvatssonar. Hún ferðaðist vítt um landið hvort heldur var í óbyggðum eða með ströndum fram. A þessum ferðum tók hún fjölmargar ljósmyndir, sem birst hafa m.a. á dagatölum Kassagerðar Reykjavíkur hf. og f þýska tímaritinu Bild der Zeit. Utför Ingibjargar verður gerð frá Dómkirlqunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. smámótin voru engu lík. Mosaskófir á smásteinum, speglun í vatni, fros- ið strá og þar fram eftir götunum. Þegar ég var kominn í fjölskyld- una kynntist ég Gunnari. Inga og Gunni voru óaðskiljanlegir vinir og ferðafélagar og bæði frábærir Ijós- myndarar sem notuðu hverja stund til ferðalaga og myndatöku. Ég minnist ferðar sem við Sigrún fórum með þeim á Strandimar. Þar komst ég að ýmsum leyndarmálum varð- andi ljósmyndun. Tíminn sem í myndatökuna fór skipti engu máli, aðeins að hin fullkomna mynd kæmi með réttri birtu og myndbyggingu. Þar kynntist ég næmi Ingibjargar tíl ferðalaga úti í náttúrunni og þeirri virðingu sem hún bar fyrir náttúru- öflunum. Þetta var létt ferð um há- sumamóttina, en maður heyrði af mörgum svaðilförum Ingu og Gunna. Einu sinni var Ingibjörg að lýsa því þegar þau vom að vaða jök- ulá sem reyndist dýpri á vaðinu en hún hafði reiknað með, og er komið var sögu þar sem áin var orðin æði djúp og straumþung, þá spurði einn áheyrandi: „Hvers vegna snemð þið þá ekki við?“ Þá svaraði Ingibjörg með þungum rómi: „Maður snýr aldrei við í straumharðri á því þá missir maður fótanna." Inga og Gunni ferðuðust um allt ísland þvert og endilangt. Ég held að þau hafi gengið á alla jökla lands- ins og verið viðstödd flestar náttúm- hamfarir síðustu ára. Ingibjörg var fyrsta konan sem gisti í Surtsey. Þegar gaus í Skjólkvíum við Heklu þá var m.a. Agfa-umboðið með ljós- myndasamkeppni. Ingibjörgu hafði af tilviljun áskotnast Agfafilma, ann- ars notaði hún aldrei slíka filmu. Hún tók myndir af gosinu á þessa filmu og sendi eina mynd í keppnina. Það vom nokkrar viðurkenningar veittar og þar mætti hópur þekktra Ijósmyndara sem allir vom vel kunnir. Þegar búið var að veita nokkrar viðurkenningar og 1. og 2. sætið eftir þá heyrðist úr hópnum: „Enn situr Inga.“ í þessari Ijós- myndasamkeppni fékk Ingibjörg 1. verðlaun og birtist mynd hennar sem opnumynd í marshefti Bild der Zeit árið 1971. Ingibjörg safnaði ekki landinu bara saman á litskyggnum, hún safn- aði líka fágætum steinum alls staðar að af landinu og það var oft talað um að nestispokinn hennar Ingu þyngd- ist eftir því sem gengi á nestið. Tengdamóðir mín var með þeim alduglegustu og mest sjálfbjarga einstaklingum sem ég hef þekkt. Hún þurfti aldrei á hjálp að halda en var alltaf tilbúin að lyálpa öðr- um. Þess vegna var það ótrúlegt áfall þegar þessi duglega og fórn- fúsa kona varð á einni nóttu algjör- lega ósjálfbjarga og átti þá allt sitt undir öðrum komið. Hún eyddi ævi- MINNINGAR kvöldinu í umsjá starfsfólksins á deild K-2 á Landakoti. Eins og ég hef áður komið að þá vom þau Inga og Gunni óaðaskiljan- legir ferðafélagar. Gunnar fylgdi Ingibjörgu til ferðaloka og vom trygglyndi hans engin takmörk sett. Þessa tryggð gat hún endurgoldið þegar hún sagði: „Hann Gunni er bestur af öllurn." Við Sigrún viljum þakka Gunnari, hennar gömlu vinum og öllum ættingjum fyrir trygglyndi og hlýju þessi síðustu ár. Hjúkrunar- fólkinu á Landakoti, deild K-2, þökk- um við innilega frábæra hjúkran, vináttu og ógleymanlegt samstarf sem seint verður fullþakkað. Böðvar Magnússon. Elsku Inga mín, nú hefur tjaldið þitt verið tekið upp og þú ert farin. Gunnar gi-eiðir varfæmislega upp stráin eins og í ferðunum ykkar forðum og lífið heldur áfram. Skyldi það hafa verið, þegar þú sast ein yfir ánum inni í Hraundal, tíu ára gömul, að augu þín opnuðust fyrir óendanlegum blæbrigðum og fegurð náttúmnnar, sem þú síðar festir á filmu af svo miklu næmi. En hún gat Líka tekið á sig ótrú- legustu kynjamyndir, þegar húmaði að kveldi, þokan lagðist yfir dalinn og leiðin löng heim. En þú varst ekki hrædd, því afi hafði sagt við þig: „Inga mín, ef þú heldur að það sé eitthvað á eftir þér, þá mundu bara eitt, ekki taka til fótanna, snúðu þér heldur rólega við, og þá sérðu að það var ekkert að óttast, og þú getur treyst honum Kát.“ Hann rölti þétt við hlið þér og þú gazt lagt litla lófann þinn á bakið hans og allt var gott. Löngu seinna, þegar við Bryndís systir fóram í sveitina til ömmu á Vonarlandi, biðum við spenntar eft- ir því, að rútan kæmi að sunnan. Hún kom alltaf á þriðjudögum um leið og Djúpbáturinn. Það var rokið niður á Melgraseyri og náð í póstinn: „Og það er pakki!“ Til okkar frá Ingu frænku! Við fundum ávaxtalyktina gegnum pappann á leiðinni heim. „Hver veit, kannski eitthvert sæl- gæti líka?“ Við gengum snörpulegar í bæinn. „Amma! - það kom pakki!“ „Jæja,“ svaraði amma, „alltaf er hún Inga mín söm við sig, blessunin mín,“ og strauk hendinni hægt niður svunt- una. Svo jókst eftirvæntingin þar til hámarkinu var náð og pakkinn opn- aðist. Hann var fullur! Epli og app- elsínur og bananar og Mogginn og Þjóðviljinn og bréf til Sigrúnar frá mömmu og ílát undir aðalbláberin til að senda seinna suður, brýni handa Jens og fallegt efni fyrir ömmu, - og hvað var svo þarna und- ir? Jú, tvö Róló! Og Jens var kominn af bátnum, teymandi Skjónu með kermna í eft- irdragi og tóma brúsana, en ekki al- veg, það var skyr, rúgbrauð og glæ- nýr þorskur frá Jönu á Isafirði, sem Beggi hafði veitt á Verinu snemma um morguninn. Og Sigrún að fem- isbera fjárhúsin, komin í útmáluð- um skæruliðabúningnum í kaffið. Nú var veizla! - Amma skar app- elsínumar, öllu deilt jafnt! Fyrir henni vom allir jafnir; menn, dýr og náttúran, og svo var Guð og hann var góður. Þetta vom safaríkustu appelsínur, sem við Bryndís höfðum nokkm sinni bragðað! Amma geymdi annað Rólóið, hinu var skipt í tvennt og stungið ofan í vasa. Ut að rifja ber- fættar, stráin ekki lengur stingandi og svalandi í sólskinsbreiskjunni að stinga tánum í kaldan svörðinn. Tað- an ilmandi. Hvutti að snatta í kring. Dýrðin, dýrðin í lóunni og vellið í spóanum. Skjóna farin niður í móa. Djúpið spegill, fjaran svört, Sand- hóllinn, Armúlafjallið og opið haf. Eftir fjögur ár í fjötram málleysis og lömunar, elsku Inga mín, ertu loksins frjáls. Nú em fagnaðarfundir hjá ykkur ömmu, afa og Þórarni eins og forð- um, þegar þú, að loknu góðu dags- verki komst þreytt heim í hlaðið í Hraundal. Ég bið að heilsa. Þín Björk. INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG SIGFÚSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 14. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sævar Örn Kristbjörnsson, Erna Aradóttir, Sigurður Kristján Kristbjörnsson, Anna Þuríður Kristbjörnsdóttir, Bragi Skúlason, Steinar Kristvin Kristbjörnsson, Elín Anna Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, sonur og bróðir, KONRÁÐ RAGNAR BJARNASON fyrrv. framkvæmdastjóri, lést í Reykjavík 21. júní sl. Ragnhildur B. Konráðsdóttir, Kristin S. Konráðsdóttir, Konráð R. Konráðsson, Bjarni Konráðsson, Sigríður Bjarnadóttir. + Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓNÍNA HELGADÓTTiR frá Seljalandsseli, Hvammi, V-Eyjafjöllum, lést aðfaranótt 18. júní síðastliðinn. Magnús Sigurjónsson, Guðlaugur Friðþjófsson, Guðrún Árnadóttir, Helgi Friðþjófsson, Sigrún Adolfsdóttir, Knútur Halldórsson, Valgerður Ólafsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI EINARSSON múrarameistari, Stóragerði 12, Hvolsvelli, lést 20. júní á hjartadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Aðalbjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn, BERGUR HALLGRÍMSSON frá Fáskrúðsfirði, sfðast til heimilis í Gullsmára 9, Kópavogi, andaðist laugardaginn 20. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Bjarnadóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMANN A. AÐALSTEINSSON flugstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 15. Ingveidur Steindórsdóttir, Kristín H. Guðmannsdóttir, Ásgeir Karlsson, Aðalsteinn Guðmannsson, Hulda Ástþórsdóttir, Svava Guðmannsdóttir, Sigurður Stefánsson, Ragnar Guðmannsson og barnabörn. v V V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.