Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 41;
Háskóli fslands
Dagbók
Háskóla
>
Islands
ALLT áhugafólk er velkomið á fyr-
irlestra í boði Háskóla íslands. Dag-
bókin er uppfærð reglulega á heima-
síðu Háskólans: http:/Avww.hi.is
Miðvikudagurinn 24. j úní:
Frændafundur íslensk-færeysk
ráðstefna. Heimspekideild Háskóla
Islands og Fróðskaparsetur Fproya
standa fyrir ráðstefnu um íslensk
og færeysk málefni dagana 24. og
25. júní, þá þriðju í ráðstefnuröð-
inni, Frændafundi. Haldnir verða
tólf fyrirlestrar, þar af fjögur fyrir-
lestararpör, um hin ýmsu málefni
svo sem ungmennafélagshreyfíng-
una, sjálfsvitund þjóða í norðri,
rannsóknir á lífríki sjávar á norður-
slóðum og samband Færeyja og ís-
lands. Auk þess verður hringborðs-
fundur um sambúð dönsku, íslensku
og færeysku í löndunum tveimur.
Fyrirlestramir verða fluttir ýmist á
íslensku eða færeysku. Ráðstefnan
er haldin í Odda, stofu 101 og hefst
kl. 9. Hún er öllum opin og aðgang-
ur er ókeypis. Dagskrá. Kl. 9
Kristnitakan. Hjalti Hugason: Mat
og túlkun á kristnitökufrásögn Ara
fróða. Kári Jespersen: Kristindóm-
ur í 1000 ár. 11-12. Ungmennafé-
lagshreyfingin. John Dalsgarð:
Ungmannafelagsrprslan í Foroyum.
Páll Lýðsson: Ungmennafélögin á
Islandi: írá hinu smæsta til Lands-
sambandsins. 13.30-14.30 Staða
kynjanna. Ingólfur V. Gíslason:
Konur og launavinna, karlar og fjöl-
skylda. Elin Súsanna Jacobsen:
Kynjabýti á arbeiðsmarknaði og í
politikki í F0royum. 14.30-15.30.
Sjálfsvitund þjóða í norðri. Eyðun
Andreassen: Samleiki fyrir norðan?
Unnur Dís Skaptadóttir: „Sæmd er
hverri þjóð að eiga sægarpa enn“:
hafið og margþætt sjálfsvitund Is-
lendinga.
Fimmtudagurinn, 25. júní:
Frændafundur Islensk-færeysk
ráðstefna. Kl. 9.30-10.30. Hans Jac-
ob Debes: Soguliga sambandið mill-
um Fproyar og Island. Guðvarður
Már Gunnlaugsson: Færeyskar
málheimildir. Turið Sigurðardóttir:
Faroyski undirteksturinn - tema í
Barbaru hjá Jprgen-Frantz Jacob-
sen? 11.30-12.00 Jörundur Svavars-
son: Botndýrarannsóknir á norður-
slóðum: BIOFAR og BIOCICE.
13.30-15.30 Hrirígborðsfundur:
Sambúð dönsku, íslensku og fær-
eysku. Þátttakendur: Auður Hauks-
dóttir, Höskuldur Þráinsson, Jóhan
Hendrik W. Poulsen og Tórður Jó-
ansson. Stjórnandi: Kristján Arna-
son. Kl. 16. Almennar umræður um
ráðstefnuna og framtíð rannsóknar-
samvinnu heimspekideildar Há-
skóla íslands og Fróðskaparseturs
Foroya.
Föstudagurinn 26. júní:
Dr. Gordon Lathrop prófessor í
kennimannlegri guðfræði við
Lutheran Theological Seminary í
Fíladelfíu í Bandaríkjunum heldur
fyrirlestra um helgisiðafræði í boði
guðfræðideildar Háskólans og
Prestafélags íslands í tilefni af 80
ára afmæli Prestafélagsins. Fyrir-
lestrarnir verða haldnir í stofu V í
Aðalbyggingu milli kl. 10.15-12.00
og 13.15-15. Dr. Gordon Lathrop
er meðal þekktustu fræðimanna á
sínu sviði í heiminum í dag. Sjá
nánar auglýsingu í Morgunblaðinu
síðar.
Sýningar
Stofnun Árna Magnússonar,
Ámagarði við Suðurgötu: Handrita-
sýning „Þorlákstíðir og önnur Skál-
holtshandrit“ er opin daglega kl.
13-17 frá 1. júní til 31. ágúst 1998.
Unnt er að panta sýningu utan
reglulegs sýningartíma sé það gert
með dags fyrirvara.
Landsbókasafn Islands - Há-
skólabókasafn
* Trú og tónlist í íslenskum hand-
ritum fyrri alda. 30. maí til 31. ágúst
1998. Sýningin tengist Listahátíð og
verður opnuð með dagskrá um ís-
lenska kirkju- og trúartónlist.
* Haraldur Sigurðsson og korta-
fræðin. 4. maí til 30. ágúst 1998.
Sýning var opnuð á fæðingardegi
Haralds, en hann hefði þá orðið ní-
ræður.
Orðabankar og gagnasöfn
Öllum er heimill aðgangur að eft-
irtöldum orðabönkum og gagnsöfn-
um á vegum Háskóla Islands og
stofnana hans. Islensk málstöð.
Orðabanki. Hefur að geyma fjöl-
mörg orðasöfn í sérgreinum:
http://www.ismal.hi.is/ob/
Landsbókasafn íslands - Há-
skólabókasafn. Gegnir og Greinir.
http://www.bok.hi.is/gegnir.html
Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá:
http://www.lexis.hi.is/
Námskeið á vegum Endurmenntun-
arstofnunar Háskóla íslands vikuna
22.-27. júní:
25. og 26. júní kl. 9.00-17.00 og 27.
júní kl. 9.00-12.00. Erfðafræði.
Námskeiðið er ætlað framhalds-
skólakennurum. Kennarar: Dr. Guð-
mundur Eggertsson prófessor o.fl.
góó ráó
1. Þvoið andlit og háls vandlega
• Fjarlægir fitu, mýkir skeggið og auðveldar raksturinn.
2. Berið raksápu eðo rakgel á húðina
• Gerir skeggið rakt og mjúkt og auðveldar raksturinn.
3. Veljið réttu rakvélina
• Fyrir karlmenn með venjulega húð mælum við meðVBJC)
gulu eins blaða rakvélinni eða^fBJC) bláu tveggja blaða
rakvélinni til að ná sem bestum rakstri.
• Fyrir karlmenn með viðkvæma húð mælum við hins vegar
með Vbíc) grænu tveggja blaða rakvélinni.
4. Rakið í áttina sem skeggið vex
(ekki á móti skeggvextinum)
• Byrjið á kjálkum og höku, því næst kinnar og
í kringum munninn.
• Gefið skeggi á erfiðum stöðum lengri tíma til að mýkjast
undir raksápunni (rakgelinu).
5. Hreinsið rakvélina með vatni og látið hana þorna
• Ekki þurrka hana með handklæði eða bréfþurrku,
það getur skemmt bit blaðanna.
x
www.mbl l.is
RÆSTIVAGNAR
Urvalið er hjá okkur
Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
IBESTAl
Select comfort loft dýnan er góður kostur fyrir
alla, en ég mæli þó sérstaklega með þessari
dýnu fyrir fólk með verki frá stoðkerfi og fólki
sem hvílist ekki vel í svefni, því að loftdýnan
lágmarkar þrýsting á helstu þrýstisvæði líkamans
eins og axlir og nyaðmir en gefur jafnframt góðan
stuðning við hak. Góð dýna getur hjálpað til við
að hvílast vel í svefni en það er ein af undirstððum
gððrar heilsu
ÞÚ STILLIRINN ÞINN EIGINN STÍFLEIKA
MED LÍTILLIFJARSTÝRIN6U
Sigrún Baldursdóttir,
Sjúkraþjálfi
mikið
Z-brautir &
gluggatjöld hf
Faxafen 14
Sími 533 53 33
ekta náttúruaúmmí
áklæði í hæsta aæðaflokki