Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 35
rei unnið handtak í landi, nema að plægja kálgarðinn hans pabba þegar ég var ungur.“
HORFT á haf út. Langvíur á klettasyllu í Heimaey.
Morgunblaðið/RAX
á hvítu klcttasyllunum í Eyjum virtust hinar ánægðustu
með sambúðina.
GUÐJÓN Hjörleifsson bæjarstjóri Vestmannaeyja og
Johnsen þingmaður virtu fyrir sér Klettsvfkina.
Árni FÉLAGARNIR Jón í Sjólyst og Ágúst Óskarsson dyttuðu að
Hlýra, bátnum hans Jóns, á bryggjunni í Vestmannaeyjum.
þannig með suma menn að þeir afla
meira en aðrir. Og það er sama á
hvaða bát þeir eru, hvaða veiðar-
færi þeir eru með og hvaða áhöfn
þeir eru með, alltaf fyllast bátarnir
þeirra af fiski. Þessir menn eru ein-
faldlega fisknari en aðrir, þeir
skera sig úr í veiðiskap, samanber
Binna í Gröf sem er nú landsfrægur
aflakóngur. Jafnvel þegar hann fór
á lundaveiðar veiddi hann manna
mest, eða þegar enga veiði var að fá
fyllti hann alltaf bátinn sinn. Hann
var bara svo mikill veiðimaöur."
Öldungar á besta aldri
Jón segist hafa misst marga fé-
laga sína á sjó og telur sig einstak-
lega heppinn að vera enn á lífi eftir
öll þessi ár á sjónum; hann hafi oft
lent í stórsjó en alltaf sloppið. „Það
kom einu sinni fyrir mig að ég
strandaði hérna uppi á sandi í
Landeyjunum. Þá var maður ekki
með allan þennan tölvubúnað sem
nú er í bátunum og ekki annað að
treysta á en heilann og kompásinn.
Ég hafði misreiknað stefnuna og
var allt í einu lentur uppi á sandi.
Ég var með tvo peyja með mér og
bað þá um að segja ekki nokkrum
Iifandi manni frá þessu. Þegar ég
kom í land vissi þetta allur bærinn!'1
segir Jón og glottir. Hann segir að
halda þurfi ró sinni og hugsa skýrt
þegar eitthvað komi fyrir. Það sé
öruggasta aðferðin.
Hann hefur ekki sleppt úr ári á
sjó frá því um fermingu, þá reri
hann með föður sínum á sumrin.
Sextán ára var hann orðinn háseti á
fyrsta mótorbátnum og síðan skip-
stjóri. Hann er 78 ára og sækir á
miðin þegar honum hentar og fer
oftast einn. Þennan dag var hann í
landi, veðrið var ekki nógu gott fyr-
ir sjóinn og auk þess þurfti hann að
dytta að Hlýra. Báturinn þykir vel
farinn, enda hefur hann ávallt feng-
ið góða meðferð, bæði hjá Jóni og
fyrri eigendum.
Eftir að hafa kvatt Jón á bryggj-
unni sögðu kunnugir Eyjamenn
blaðamanni að Jón í Sjólyst málaði
alltaf bílinn sinn í sama lit og bát-
inn. Hvort það er satt eða logið skal
ekki dæmt um hér og nú, enda ekki
alltaf hægt að treysta á sannsögli
innfæddra sem virðast oft á tíðum
hafa gaman af að villa um fyrir auð-
trúa gestum, sem og hvorum öðr-
um. Hið öfluga hrekkjalómafélag
Vestmannaeyinga, sem líklega er
það öflugasta í landinu, rennir stoð-
um undir það.
ÞÆR Iialldóra Björk og Margrét Rut byrjuðu að spranga þegar þær voru fjögurra ára og
eru stundum að í þrjá til fjóra tíma á dag. „Þú mátt ekki sprikla með fótunum, þá snýstu í
hringi og lendir með bakið í veggnum," sögðu þær til útskýringar.
LEÓ Sveinsson og Hlynur Már ívarsson ætluðu
vestur fyrir eyjarnar að veiða þorsk.
var ungur. Og þó, annað hef ég gert
líka, og það er að stela eggjum og
veiða lunda," bætir hann við sposk-
ur á svip.
Hann fór fyrst í björgin 12 ára
þegar föðurbróður hans vantaði
peyja með sér. „Ég var svo léttur j
bandi þannig að það hentaði vel. í
fyrstu ferðinni sem ég fór, seig ég
niður um hundrað metra hátt bjarg
og þá var ég hræddur. En það var
bara þegar ég var að fara fram af
brúuinni, þegar ég var kominn nið-
ur í bjargið og farinn að spranga
hvarf hræðslan og hefur ekki gert
vart við sig síðan. Ég stundaði mik-
ið lundaveiðar þegar ég var ekki á
sjó og hafði tíma til. Hér áður fyrr
var farið í þriggja daga túra, tvo
túra í viku, og svo vorum við alltaf
heima á sunnudögum því maður
veiðir aldrei lunda á sunnudögum."
Jón sagði að farið hefði verið út í
eyjarnar á bátum, kostur tekinn
ineð og svo hamast allan daginn. I
dag eru hins vegar veiðihús í
nokkrum eyjanna. Þangað er farið
til veiða frá og með 1. júlí og lund-
inn veiddur fram í miðjan ágúst eða
þangað til hann kveður landið.
Sumir fisknari en aðrir
Jón hefur eytt mestum tíma sín-
um á sjó. „Á sjónum veiði ég aðal-
lega þorsk og ýsu. Áður veiddi ég á
línu en er hættur því, nú eru það
bara handfærin. Eða ég get nú
varla kallað það handfæri, þetta eru
tölvufæri," segir Jón og brosir.
Hann segist ekki vera sérstaklega
fiskinn, en fullyrti að sumir væru
fisknari en aðrir. „Það er bara