Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 31 SKÓLASTOFAN við aldamót. Myndlistarskólinn á Akureyri. Tímarit FRÁ frumu til fæðingar nefnist grein í Uppeldi. N ámsgögn framtíðar- innar TÆKNIN gerir sum tæki úrelt en öðrum er hún viðbót. Námsgögn eru nú á tímamótum vegna nýrra möguleika sem tölvutæknin hefur gefið og stendur Námsgagnastofn- un af því tilefni fyrir málþingi um þau. Hvað er framundan í námsefnis- gerð? spyr til dæmis Heimir Páls- son deildarstjóri Námsgagnastofn- unar, „námsgögn eru yfirleitt í tví- vídd en birtast nú í þrívídd og kall- ar það á önnur tæki og önnur tök en tíðkast hafa.“ Hann segir glímu nemenda fel- ast í því að halda frá sér upplýs- ingum og velja úr þeim, en hvaða aðferðir á að nota til að gera þeim það kleift? Á málþinginu munu m.a. Atli Harðarson framhalds- skólakennari og Jón Jónasson end- urmenntunarstjóri KHI takast á um spurninguna um hvernig búa eigi skólabörn undir óvissa fram- tíð. Á að nota tíma, orku og fé í tölvur og í tölvuvinnu eða að á að byggja upp kennslu sem stuðlar að öruggum skilningi nemenda? Heimir nefnir fleiri efni sem glíma þarf við. „Ef til vill þarf að breyta lestrarkennslunni. Vilja nemendur framtíðarinnar t.d. fremur skanna síðurnar en lesa og munu þeir skoða sfður í allskonar stökkum og hliðarhlaupum fremur en að lesa jafnt og þétt frá vinstri til hægri? Hvernig á að kenna þetta?“ Lestrar- og skriftarkennsla er í deiglunni. Þessar greinar má til dæmis kenna samtfmis á tölvu. Hugsanlega má einnig kenna skrift um leið og máltakan fer fram, eins og Russell Cohen í Kanada hefur sýnt fram á. Málþing Námsgagnastofnunar er tileinkað Ásgeiri Guðmundssyni sem var að láta af störfum sem forstjóri hennar. Þingið verður á Grand hóteli Reykjavík 1. júh' næstkomandi og stendur frá kl. 10 til 17. Málþingsstjórar eru Ingi- björg Ásgeirsdóttir og Ingvar Sig- urgeirsson. • ÚT ER komið 2. tbl. 1998 af tímaritinu Uppeldi. Meðal efnis eru eftirtaldar grein- ar: Kæra vinkona, viltu hætta að bögga mig! Strákar sér og stelpur sér - grein um kynjaskipta leik- skóla. Fæðingin getur verið sterk andleg og kynræn upplifun, seg- ir mannfræðingurinn Sheila Kitzinger m.a. í greininni Látum konuna sjálfa stjórna barnsfæð- ingunni. Fæðingarþunglyndi er erfitt og talsvert algengt vandamál, eins og fram kemur í viðtalsgreininni Bara hálfar manneskjur. Eru börn velkomin í veitinga- húsum á íslandi? í greininni Veitingahús í höfuðborginni eru veitingahús borin saman og þjónusta við barnafólk könnuð, og gefnar hugmyndir að betri þjónustu. Tónlistaruppeldi er rósagarð- ur, segir einn reyndasti kór- stjómandi landsins, Margrét Pálmadóttir, í viðtalsgreininni Tónlistaruppeldi á að vera íyrir alla. Islenskir foreldrar hafa sára- lítið val þegar kemur að skóla- göngu barnanna þeirra, eins og fram kemur í greininni Enn betri skóli. Auk þess eru í tímaritinu fjöl- margar fleiri greinar. balhi BALENO Sjálfskipting kostar 100.000 aukalega ALLIR SUZUKI BÍUR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sfmi 462 63 00. Egiisstaðir: Bíla- og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. ísafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG bflakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bflasala Suðurlands, Hrismýri 5, sfmi 482 37 00. Hvammstanga: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. SWIFT BALENO VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR,VITARA2,0L 2.179.000 KR. GLX 5d 1.020.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega GR. VITARA 2,5 LV6 2.589.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega lH§^. x- / * — —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.