Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 46
.46 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ingunn Baldurs- dóttir fæddist á Akureyri 27. októ- ber 1945. Hún lést af slysforum 15. júní síðastliðinn. Foreld- rar hennar voru Baldur Guðlaugs- son, endurskoðandi, f. 30.8. 1912, d. 24.6. 1952, og Anna Mar- grét Björnsdóttir, f. 23.7. 1916, d. 31.3. 1990. Systkini henn- ar eru Björn, Guð- laugur, Anna Pá- lína, búsett á Akur- eyri, og Agnes búsett í Hollandi. Eiginmaður Ingunnar er Gunnlaugur Matthías Jónsson, ketil- og plötusmiður, f. 12.11. 1940. Synir þeirra eru: 1) Jón Birgir, skrúðgarðatæknir, f. 6.7. 1964, búsettur í Danmörku, maki hans er Kolbrún Erna Magnúsdóttir, f. 12.5. 1968. Dætur þeirra eru Karen Lind og Hildur Björk. 2) Baldur, Elsku mamma, þú hefur kvatt þetta líf í skyndi og eftir stendur svo mikið tómarúm. Söknuður minn og allra sem þér kynntust er óbærilegur og nú á þessari stundu á maður erfitt með að ímynda sér að tíminn lækni öll sár. Eg fékk ekki einu sinni að kveðja þig en ég veit að þú varst svo ham- ingjusöm yfir að vera komin í sumar- frí. Þó svo að vinna þín á elliheimilinu væri erfið varstu alltaf tilbúin að létta undir hjá okkur Elvu og hafa strák- ana okkar hjá þér, því þá elskaðirðu útaf lífinu. Þú vildir allt fyrir alla gera og máttir ekkert aumt sjá. ég minnist <*þess alla tíð hve þú hafðir mikið að gera á hátíðisdögum því þá átti gamla fólkið í kringum þig hug þinn allan. Þú færðir því gjafir, eitthvað sem þú hafðir búið til og það gladdist svo mjög. Mamma, þú varst svo einstök hús- móðir og fallegra eða hátíðlegra gat það ekki orðið en þegar þú undirbjóst veislu. í hvert skipti sem ég kom heim í Beykilund um jól eða páska fylltist ég alltaf hugarró því öryggi þitt geisl- aði frá þér. Blómin, gróðurinn og nátt- úran skipuðu háan sess í lífí þínu og það brást ekki að við töluðum eitthvað um slíka hluti er við vorum saman. Allir er til þekktu dáðust að hand- bragði þínu og afköstum er kom að skrúðgarðatæknir, f. 5.5. 1969, búsett- ur á Akureyri, maki hans er Elva Dröfn Sigurðardóttir, f. 10.3. 1972. Synir þeirra eru Halldór Kristján og Kristó- fer Birkir. 3) Sæv- ar, nemi, f. 19.11. 1979, búsettur á Akureyri, unnusta hans er Kristín Dögg Jónsdóttir, f. 7.9. 1981. Ingunn lauk sjúkraliðaprófi árið 1975 og vann eftir það á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri og síðar við hjúkrun aldraðra. Ingunn tók þátt í félagsstörfum s.s. Félagi aðstandenda alz- heimerssjúkra á Akureyri og nágrenni. Einnig starfaði hún í Oddfello wreglunni. títför Ingunnar fer fram frá Akureyrarkirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hannyrðum og ófáir eiga eitthvað af verkum þínum. Mamma mín, þú skilaðir frábæru verki hér í þessu lífi og gafst því auk- ið gildi. Þess mun ég ávallt minnast og hafa að leiðarljósi það sem þú leit- aðist við að gera, að hjálpa öðrum og gefa af sér. Guð varðveiti þig. Elsku pabbi minn, sorg þín og missir er mikill en við stöndum sam- an eins og mamma hefði viljað og reynum að finna ljósið í sameiningu. Þinn, Baldur. Oft er það svo að ákveðnir atburð- ir í lífi manns gleymast aldrei - sama hve mörg æviárin verða. Einn slíkur atburður varð þegar foreldrum mínum fæddist dóttir í annað sinn á fyrsta vetrardag 1945. Eg man skýrt hve okkur bræðrunum 8 og 10 ára fannst hún falleg og öðruvísi en við hin systkinin - með kolsvart mikið hár og langar neglur. Eitthvað hefur eldri systurinni, þá 4 ára glókolli, fundist athyglin á sér minnka því hún segir: „Mamma, en finnst þér þá ekkert vænt um mig lengur?" Það var þó sannarlega ekki svo og áttu foreldrar okkar nóg ástríki fyrir okkur öll og er árin liðu kom ný litla systir þannig að Ingunn átti bæði stóru systur, sem allt vissi betur og litlu systur sem hægt var að lúskra á. Ég tel að við systkinin höfum tengst óvenju sterkum vináttubönd- um, sem ekki hafa minnkað með ár- unum. Það er því eins og hafa misst hluta af sjálfum sér þegar Guð hefur nú, svo skyndilega, kallað Ingunni til sín. I bemsku okkar voru börn oft send í sveit og var Ingunn engin undatekning frá því. Var hún á sumrin bæði hjá afa og ömmu í Olafsfirði og í sveit hjá góðu fólki í Kelduhverfi. Þar fékk hún gott vega- nesti á lífsbraut sinni. Ingunn byrj- aði snemma að vinna og þá strax að umönnun sjúkra, sem síðar varð svo snar þáttur í lífsstarfi hennar sem sjúkraliða. Ingunn vann alllengi í blómaversl- un og hafði mikið yndi af skreytinga- gerð, en við hana naut hugmyndaríki og listfengi hennar sín vel. Er ekki vafi á að þetta tímaskeið setti mark á lífsviðhorf hennar og bera heimili og garður þeirra hjóna glöggt vitni þar um. Ingunn naut við þetta dyggrar hjálpar Matta og voru þau hjónin samhent og glöð í garðinum sínum. Það var því ekki undarlegt að syn- irnir fengju „græna putta“ og man ég glöggt hve óvenjulegt og gaman var að sjá litla stráka rækta potta- blóm með mömmu og pabba, en tveir þeir eldri eru nú skrúðgarðatæknar. Ekki verður systur minnar minnst án þess að getið verði um heimilis- hald hennar að öðru leyti, svo sem eldamennsku og bakstur, en við þau störf var hún glöð og hamingjusöm og hafði ánægju af að veita vinum og gestum, sem ávallt voru margir í kring um hana. Glöðust var hún samt þegar bömin og barnabömin fóm södd frá hennar borði. Ef til vill lýsir það dugnaði hennar í bakstrinum best þegar hún tók að sér að baka 3 tertur fyrir erfi- drykkju móður okkar - en bakaði 13. Nú þegar Ingunn er komin til nýma heimkynna bið ég Guð að blessa hana og trúi því að hún hvísli að okkur syrgjendum þessum orðum óþekkts höfundar. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með táram, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég þakka Ingunni fyrir allt, allt, sem hún gaf okkur og bið Drottin að milda með kærleik sínum sorg Gunn- laugs Matthíasar og barna þeirra ásamt fjölskyldum. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Björn Baldursson. Tengdamóðir mín er látin, á besta aldri ertu tekin frá okkur. Síðustu daga hefur spurningin ,Af hverju?" verið stöðugt í huga mér. Þú varst svo gefandi og kraftmikil. Það vora ófá skiptin ef eitthvað stóð til að þú tókst verkið í þínar hendur og skilaðir því með glæsibrag. Ofá eru einnig handverk þín á heimili mínu þar sem þú sast aldrei auðum höndum. Ti-úmál voru þér hugleikin og voru aldraðir og sjúkir þér ofarlega i huga. Þú varst yndisleg amma drengjanna minna og ég mun leggja mig fram við að halda minningu þinni á lofti hjá þeim. Þú varst alltaf boðin og búin fyrir þá. Þeirra missir er mikill. Ég kveð þig með söknuði í huga. Guð varðveiti minningu þína. Elsku Matti, missir minn er mikill en þinn mestur. Ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni. Elva Dröfn Sigurðardóttir. „Gættu vináttunnar. Ekkert er feg- urra á jörðinni, engin huggun betri í jarðnesku lífi, vini geturðu ljáð hug þinn allan, og veitt honum fyllsta trúnað." Þvílík harmafrétt er mér barst 15. júní að Ingunn mín kæra vinkona væri öll. Ég hef dvalist í Reykjavík sl. 10 mánuði en var á leið heim til Akureyrar næsta dag. Við Ingunn kynntumst fyrir um 30 árum en mann hennar þekkti ég fyrir þar sem við vorum skólasystkin í 10 ár. Ing- unn var opin, glaðleg og sérlega tryggur vinur. Hvergi hef ég komið, þar sem myndarbragur var þvílíkur. Fyrstu árin bjuggum við í innbæn- um, með okkar fjölskyldum og mynduðust fijótt sterk tengsl milli barna og maka. Hafa þau tengsl aldrei rofnað. Seinna byggðum við okkur sitthvort húsið og fengum þá lóðir í sömu götu með fimm húsa millibili. Við drifum okkur báðar í sjúkraliðanám við F.S.A. og tókum þar til starfa að námi loknu. Einnig eignuðumst við okkar yngstu börn og átti ég dóttur mína á afmælisdag- inn hennar þann 27. október; kallaði hún mina oft uppbótardóttur sína, þar sem hennar börn voru drengir. Ég ólst upp með vangefna systur svo oft fannst mér mínar nánustu vin- konur vera mínar systur og var Ing- unn svo sannarlega ein af þeim. Oll- um viðburðum í þrjá áratugi deildum við og var öll samvera og samvinna sérlega góð, oft eins og við vægjum hvor aðra upp. Það voru skírnir, fermingar, afmæli, jarðarfarir, ferðalög, jól og fleira og fleira. Við tókum slátur, fóram saman í berja- mó, sultuðum, söftuðum, að ótöldu laufabrauðinu, sem var árlegur við- burður með fjölskyklum beggja, oft um 20 manns og mikil stemmning. Það væri of langt mál að telja upp allt sem við gerðum saman. Ingunn var mjög vinamörg enda með af- brigðum gott að sækja hana heim. Hún var dáð af öllum sem hana þekktu fyrir sína miklu hlýju og inni- leik. Ég á eftir að sakna hennar mik- ið. Oft, oft hef ég heyrt sjúklinga tala um þessa góðu stúlku, sem var mér svo góð er mér leið sem verst og samstarfsfólk bar henni einnig mjög gott orð, ljúf, lipur og hörkudugleg í starfi. Blóm og allur gróður óx og dafnaði í návist hennar og snillingur var í öllum skreytingum, ekki ástæðulaust að hennar tveir elstu synir era hámenntaðfr innan garð- yrkjunnar, aldir upp við að sá, planta og hlúa að gróðri, úti og inni. Síðast hitti ég hana 30. desember er ég dvaldi hér um jólin og stakk hún þá tveim útsaumuðum jólahjörtum í lófa minn og sagði: Þú átt þetta næstu jól. Ég vil að endingu votta hennar nánustu mína innilegustu samúð, Valda, Jóni Birgi, Baldri og Sævari, tengdadætrum hennar, barnabörn- um og systkinum. Mikill er missir þeirra allra. I biblíunni stendur: Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma, að deyja hef- ur sinn tíma, að gráta hefur sinn tíma, að hlæja hefur sinn tíma, að kveina hefur sinn tíma, að dansa hef- ur sinn tíma, að kasta steini hefur sinn tíma, að tína saman steina hefur sinn tíma, að elska hefur sinn tíma, að hata hefur sinn tíma, að faðmast hefur sinn tíma, að halda sér frá faðmlögum hefur sinn tíma. Allt sem Guð gjörir stendur að eilífu, við það er engu að bæta, og af því verður ekkert tekið. Kæra vinkona, við áttum einnig okkar tíma og hafðu þökk fyrir allt og allt. Far þú í friði til hins eilífa ljóss og friður Guðs varðveiti þig að eilífu. Þín vinkona Helen. INGUNN BALDURSDÓTTIR + Sigríður Björns- dóttir fæddist á Hvoli í Vesturhópi í V estur-Húnavatns- sýslu 25. ágúst 1906. Hún Iést á heimili sínu 5. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Björn Stefánsson, bóndi á Hvoli, fæddur 13. júní 1871, dáinn 26. júlí 1914, og kona hans Jónína Sigurð- ardóttir, fædd 30. ágúst 1866, dáin 1. maí 1949. Á Hvoli ólst Sigríður upp ásamt systur sinni Stefaníu, en Stefanía var eina systkini Sigríðar, sem komst til fullorðinsára. Árið 1937 giftist Sigríður Birni Gislasyni, bónda í Presthvammi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, f. 10. september 1901. Björn lést hinn 9. janúar 1946, eftir um níu . . ára hjúskap þeirra hjóna. Börn í dag verður lögð til hinstu hvílu á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjar- sýslu Sigríður Björnsdóttir, fyrrum húsfreyja og bóndi í Presthvammi í Aðaldal, en hún lést á heimili sínu, Aflagranda 40 í Reykjavík, hinn 5. /júní sl. Minningarathöfn um Sigríði Sigríðar og Björns í Presthvammi eru þrjú: Elstur er Björn, húsasmíðameistari í Garðabæ, kvæntur Helgu Valtýsdóttur. Þau eiga tvær dætur, Sigríði og Birnu. Þá er Friðgeir, dóm- sljóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, en eig- inkona hans er Mar- grét Guðlaugsdóttir. Þau eiga tvær dætur, Kristínu og Guð- laugu. Yngst er Helga, leiðbeinandi við Grunnskólann á Kópaskeri, en hennar maður er Jón Þór Þór- oddsson. Þau eiga tvö börn, Krist- ínu og Björn Þór. Sigríður giftist aftur árið 1952 Helga Sigurgeirssyni, en þau skildu árið 1962. títför Sigríðar fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. var haldin i Reykjavík sl. föstudag. Eftir að Sigríður hleypti heim- draganum dvaldi hún um hríð í Reykjavík, en hélt eftir það til Danmerkur, þar sem hún nam einn vetur á Den Kongelige Kunstar- bejdeskole. Að námi loknu vann hún á Rigshospitalet í Kaupmanna- höfn, en í Danmörku bjó hún sam- tals í þrjú ár. Eftir dvölina í Dan- mörku bjó Sigríður um skeið í Reykjavík og vann þá m.a. í versl- uninni París í Hafnarstræti. Var hún á þeim tíma kostgangari í Unuhúsi og átti þar samskipti við margt andans stórmennið, m.a. þá Halldór Laxness, Þórberg Þórðar- son, Stein Steinarr og Magnús A. Arnason. Var góð vinátta með Steini og Sigríði, og þegar Sigríður giftist orti Steinn til hennar kvæði, sem hann gaf henni í brúðargjöf og nefndi Brúðkaupskvæði (í gömlum stíl), og er það kvæði í ljóðasafni Steins. Reyndar lét Erlendur í Unuhúsi sitt ekki eftir liggja og orti einnig brúðkaupskvæði til Sig- ríðar. Árið 1937, þegar Sigríður var þrjátíu og eins árs, giftist hún Birni Gíslasyni, bónda í Presthvammi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu, og flutti í Presthvamm. Heimilið í Presthvammi hefur verið mann- margt á þessum árum, því að þar vora í heimili, auk Björns og Sigríð- ar og barna þeirra hjóna, foreldrar Bjöms þau Helga Helgadóttir og Gísli Sigurbjörnsson, sem áður bjuggu í Presthvammi. Þá fluttu í Presthvamm árið 1945 þær Jónína móðir Sigríðar og Stefanía systir hennar. Jónína lést í Presthvammi árið 1949, en Stefanía lést í Reykja- vík í hárri elli í ársbyrjun 1991. Björn, eiginmaður Sigríðar, lést hinn 9. janúar 1946, eftir um níu ára hjúskap þeirra hjóna. Það var fjarri skapgerð Sigríðar að ganga frá hálfnuðu verki, og í stað þess að leggja árar í bát eftir andlát manns síns hélt Sigríður áfram búskap í Presthvammi og bjó þar góðu búi allt til ársins 1962. Þá leigði hún jörðina og tók við rekstri útibús Kaupfélags Þingeyinga við Laxár- virkjun, sem hún rak um tveggja ára skeið. Þrátt fyrir miklar annir við búskap og heimilisrekstur tók Sigríður virkan þátt í félagslífi sinnar sveitar og var m.a. vel virk í starfi Kvenfélags Aðaldæla. Sigríður réðst í það stórvirki árið 1949, þá nýlega orðin ekkja, að reisa nýtt og myndarlegt íbúðarhús í Presthvammi, sem enn stendur og gegnir hlutverki sínu með sóma. Er það veglegur minnisvarði um kjark hennar, dugnað og áræði. Sigríður naut á þessum áram góðs stuðnings sveitunga sinna í Aðaldal, sem báru virðingu fyrir sterkri skapgerð hennar, áræði og óþrjótandi dugn- aði. Árið 1964 flutti Sigríður til Reykjavíkur. Þar bjó hún í Eskihlíð 31 ásamt sonum sínum sem voru við nám og áfram eftir að þeir stofnuðu heimili. Árið 1989 flutti hún að Aflagranda 40 þar sem hún bjó til hinstu stundar. I Reykjavík vann Sigríður hjá Mjólkursamsöl- unni á meðan starfskraftar leyfðu. Kynni mín af Sigríði í Prest- hvammi voru ekki löng, en leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar ég hóf vinnu á sama vinnustað og Friðgeir sonur hennar, en þá var Sigríður komin hátt á áttræðisald- ur. Höfðu fjölskyldur okkar þann siðinn um nokkurra ára skeið að koma saman á haustin í Eskihlíð 31 og taka slátur, en Sigríði þótti slæmt, ef verkkunnátta af því tagi skilaði sér ekki til komandi kyn- slóða. Var þá oft glatt á hjalla í eld- húsi Sigríðar við sláturgerðina því að hún kunni vel að gleðjast á góðri stundu. Sigríður í Presthvammi var vel lesin, fylgdist grannt með þjóðfé- lagsmálum og hafði á þeim ákveðn- ar skoðanir allt til hinstu stundar. Hún fékk í vöggugjöf góða greind og óbrigðult minni og ræktaði með sér víðsýni og umburðarlyndi gagn- vart öðru fólki. Eigi að síður hafði hún ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og tjáði þær hreint og beint. Hún var að jafnaði hæglát en ákveðin í framgöngu og yfirbragð hennar var á stundum alvöragefið. Þótt hún léti til sín taka af fullri einurð þegar tilefni var til sló ætíð undir gott og réttsýnt hjarta. Það var jafnan stutt í glettni og gaman- semi hjá Sigríði, og hún átti auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á hverju máli. Hún var raungóð og greiðvikin og vildi hvarvetna láta gott af sér leiða. I hennar návist var gott að vera. Aðstandendum Sigríðar Björns- dóttur frá Presthvammi sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þorgeir Örlygsson. SIGRIÐUR BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.