Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 AKUREYRI MORGUNB L AÐIÐ KEA hvetur bændur til meiri mjólkurframleiðslu Greiðir fullt verð fyrir umframmjólk STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hefur samþykkt að greiða bændum á félagssvæði Mjólkursamlags KEA fullt verð fyrir alla mjólk um- fram greiðslumark á yfirstandandi verðlagsári, sem lýkrn- 31. ágúst nk. Er þetta gert með það að markmiði að hvetja bændur á svæðinu til meiri framleiðslu. Mál þetta var áréttað á samráðs- fundi Mjólkursamlags KEA og bænda nýlega. KEA fór þessa sömu leið á síðasta verðlagsári og var mjólk umfram greiðslumark þá 102 þúsund lítrar á félagssvæðinu. Fyrir þetta magn fengu eyfirskir bændur greitt fullt afurðastöðva- verð, eða 30,50 krónur iýrir lítrann, meðan aðrir bændur urðu að sætta sig við mun lægri upphæð, eins og segir í fréttatilkynningu frá KEA. Vantar mjólk í 135 tonn af osti Afurðastöðvaverð er nú 32,41 króna á lítrann. Stjórn Samtaka af- urðastöðva í mjólkuriðnaði hefur beint því til mjólkursamlaga að þau greiði a.m.k. sem nemur 75% af af- urðastöðvaverði fyrir umframmjólk en stjórn KEA hefur ákveðið að stíga skrefið til fulls. Hólmgeir Karlsson, fram- kvæmdastjóri mjólkuriðnaðarsviðs KEA, segir mjög brýnt að eyfirskir bændur auki mjólkurframleiðslu sína og í raun sé of lítil mjólkur- framleiðsla bæði í Eyjafirði og á landinu öllu. „Mjólkursamlag KEA er aðalostabú landsins og til osta- gerðar þarf mikla mjólk. Við höfum þurft að ganga mjög á ostabirgðir okkar og þurfum nauðsynlega að bæta þar úr. Mér reiknast til að okkur vanti mjólk í um 135 tonn af osti, sem samsvarar 1,3 milljónum lítra af mjólk,“ sagði Hólmgeir og hann treystir því að eyfirskir bændur bregðist vel við og fram- leiði sem mest. Siðferðilegur stuðningur Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli og formaður Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar, sagði bændur ekki hafa mikla möguleika á að auka mjólkurframleiðsluna mikið. Hins vegar væri mjög jákvætt að KEA hygðist greiða fullt verð fyi’ir umframmjólkina og að í þeirri ákvörðun fælist viss siðferðilegur stuðningur. „Menn munu þó reyna að vanda sig og haga beit þannig að kýmar mjólki meira. Það er þó ekki hægt að breyta framleiðslunni mik- ið á nokkrum vikum,“ sagði Sigur- geir. Stjórn KEA leggur áherslu á að bændur á félagssvæðinu búi við kjör eins og þau gerast best á land- inu. I því skyni ákvað hún fyrir nokkru að greiða yfirverð á mjólk sem lögð var inn í Mjólkursamlag KEA á síðasta verðlagsári. Greiðsl- an nemur 1,08 kr. á lítra, eða sam- tals 21 milljón króna og greiðist hún í hlutfalli við verðmæti inn- lagðrar mjólkur hvers framleið- anda. Iðnaðarsafn opnað í Hekluhúsunum á Gleráreyrum Þverskurður af iðnaðar- sögu bæjarins í 60 ár Morgunblaðið/Bjöm Gíslason ÞESSAR ungu dömur voru að skoða gömul leikföng á Iðnaðarsafninu. Þar eru kynntar yfir 20 iðngreinar og ein vél eða fleiri frá hverri iðn- grein til sýnis. Safnið er opið alla daga frá kl. 14-18 nema mánudaga. IÐNAÐARSAFN var opnað í Hekluhúsunum á Gleráreyrum á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Safnið hefur vakið mikla at- hygli og fjöldi fólks kom í heim- sókn á opnunardegi þess. Jón Am- þórsson er aðal hvatamaðurinn að stofnun safnsins, en hann starfaði til fjölda ára hjá Gefjun og faðir hans starfaði þar alla tíð. „Starfsemin gengur út á að kynna sem flestar starfsgreinar sem verið hafa í iðnaði á Akureyri. Þama er komið upp safn með góð- um gripum í hverri grein, með lýs- ingu á því hvenær þessar vélar vom notaðar og til hvers og hvað fyrirtækin lifðu lengi eða dóu eða hvað þau vom marg endurnýjuð. Þetta er mjög góður þverskurður af því sem hér hefur verið að ger- ast sl. 60 ár og jafnvel lengur,“ Jón Amþórsson í samtali við Morgun- blaðið. Jón sagði tilganginn með safninu að upplýsa fólk um það hvernig bærinn byggðist upp og hvað það er sem hefur gert Akureyri að iðn- aðarbæ í hugum landsmanna. „Sumir vilja meina að iðnaðurinn fari minnkandi hér í bæ en ég segi á móti að fiskvinnsla sem ekki var talinn iðnaður, er orðinn bullandi iðnaður í dag með allri fullvinnsl- unni.“ Á safninu era margir góðir grip- ir og má þar nefna prjónavél úr Heklu, skreiðarpressu frá ÚA, dósalokunarvél frá Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar, fyrstu súkkulaðivélina úr Lindu og vélar frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn og Kaffibrennslu Akureyrar. Geflun gekk vel í 80 ár Elsti gripurinn á safninu er deig- skurðarvél frá Brauðgerð KEA. „Samskonar vél er enn í notkun í Brauðgerð Kr. Jónssonar og hún fylgdi fyrirtækinu þegar sú fjöl- skylda keypti það árið 1912. Til skamms tíma var ég elsti gripurinn í safninu." Jón sagði að hugmyndin að safn- inu sé frá árinu 1993 en sjálfur hafi hann mikinn áhuga á þessari sögu sem gamall starfsmaðui- Gefjunar. „Gefjun gekk vel í 80 ár en illa í ein- hver 5 ár og það man enginn neitt nema 5 árin. Þannig að það er reynt að róa aðeins á móti þeirri umræðu.“ Jón vinnur við safnið í sjálfboða- vinnu, Akureyrarbær greiðir 2/3 af húsaleigunni „og ég betla 1/3 hér og þar,“ sagði Jón sem er mjög bjartsýnn á framtíð safnsins. Opinn fyrirlestur Þriðjudagur 23. júní 1998 klukkan 20.30. Staður: Oddfellowhúsið við Sjafnarstíg. Bjarni Tryggvason geimfari. Bjarni segir frá ferð sinni með geimferjunni Discovery og sýnir myndir. Ath.: Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Aksjón Þriðjudagur 23. júní 20.30Þ-Sumar1andið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. 21.00ÞFundur er settur Fund- ur í bæjarstjórn Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján Þátttakendum í Kvennahlaupinu fækkaði milli ára Elsta konan áttræð HIÐ árlega Kvennahlaup var þreytt í 9. sinn sl. sunnudag. A Akureyri tóku um 1.200 konur á rás í blíðskaparveðri, eða heldur færri en þátt tóku í hlaupinu í fyrra en þá voru tæplega 1.600 konur skráðar til leiks. Elsta kon- an sem þátt tók að þessu sinni er fædd árið 1918 en sú yngsta er á fyrsta ári. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, sem hafði umsjón með hlaupinu á Akureyri, sagðist ekki hafa skýr- ingu á því að konum fækkaði á milli ára. Hún sagði sumar konur hafa sett fyrir sig að bolimir sem þátttakendur vom í vom svartir að þessu sinni og öðrum hafi þótt vegalengdirnar heldur stuttar. Aðalbjörg sagði nauðsynlegt að vanda vel til undirbúnings að ári og jafnvel að gera einhverjar breytingar á fyrirkomulaginu, þannig að fleiri konur tækju þátt í hlaupinu sem þá fer fram í 10. sinn. Þessar ungu dömur á mynd- inni voru að hita upp fyrir hlaup- ið á sunnudag á Ráðhústorginu á Akureyri. • • Olvaður ökumaður veldur árekstri LAUST eftir miðnætti aðfaranótt laugardags varð umferðarslys í um- dæmi lögreglunnar á Akureyri. Ölv- aður ökumaður ók á röngum vegar- helmingi og olli með því árekstri við bifreið sem kom á móti og er þetta í þriðja sinn á stuttum tíma slíkt ger- ist. Slys á fólki urðu minni en á horfð- ist en lögreglan telur þetta atvik Mikið um að vera í list- um á Akureyri Opnun Lista- sumars og setn- ing Þjóðlag-a- daga LISTASUMAR 98 hefst formlega á Akureyri í kvöld, þriðjudaginn 23. júní. Áthöfnin verður í Akureyrar- kirkju kl. 23.30 að lokinni Jóns- messugöngu um Ytri-Brekkuna á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Gangan er undir leiðsögn Áma Ólafssonar, skipulagsstjóra og Finns Birgissonar arkitekts og hefst kl. 21 frá Akureyrarkirkju og lýkur þar. Opnunarávarp Listasumars flytur Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri en að því loknu verður setning Þjóðlagadaga á Akurevri og tónleik- ar Bjöms Steinars Sólbergssonar orgelleikara, þar sem hann flytur þjóðlög og dansa. Á flötinni utan við Akureyrarkirkju verður síðan stig- inn Jónsmessunæturdans kl. 0.30. sýna svo ekki verður um villst að enn þarf að herða eftirlit með ölvun- arakstri. Alls vom 31 ökumaður kærður íýrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í síðustu viku og 3 öku- menn voru grunaðir um ölvun við akstur. Þá urðu sextán umferðaró- höpp í vikunni og þar af minni hátt- ar slys í þremur þeirra. Dagskrá og upplýsingamiðstöð Listasumars er á vegum Gilfélags- ins í Listagilinu í Kaupvangsstræti en Listasumri lýkur á afmælisdegi Akureyrar 29. ágúst. Á samfelldri dagski-á Listasumars eru yfir 120 liðir og búast má við einhverri við- bót þegar fram líður á sumarið. ---------------------- Fyrirlestur í Deiglunni Keiko og aðrir íslendingar NÍELS Einarsson, forstöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar heldur fyi-irlestur í Deiglunni í dag, þriðjudaginn 23. júní kl. 13.00. Fyrirlesturinn sem fram fer á ensku, ber yfirskriftina; „Keiko the whale an'd other Icelanders: Conservation, attitudes^ and controversies in Iceland.“ I tengsl- um við fyrirlesturinn verður síðan farið í hvalaskoðunarferð frá Hauganesi kl. 18.00. Nánari upplýs- ingar í síma 463-0900 og 8917985.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.