Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 25 ERLENT Möguleiki á þjóðaratkvæði í Israel um Vesturbakkann Jerúsalem. Reuters. ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA í ísrael um frekari brottflutning her- námsliðs frá landsvæðum á Vestur- bakkanum gæti orðið til þess að tefja fyrir því svo mánuðum skipti að Pa- lestínumönnum verði afhent meira land, svo sem kveðið er á um í samn- ingum. Þetta sögðu embættismenn og fréttaskýrendur í gær. Fulltrúar í dómsmálaráðuneyti Israels komu þá saman til fundar til þess að ræða lagalegar hliðar og framkvæmdaatriði slíkrar atkvæða- greiðslu, en í síðustu viku sagði Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra að til greina kæmi að efna til hennar. Israelar áttu, samkvæmt samningum, að afhenda Palestínu- mönnum meira land á Vesturbakkan- um á síðasta ári, en ekki hefur orðið af því. Borgarmörk Jerúsalem færð út ísraelsstjórn ákvað á sunnudag að fylgja eftir áætlun um að færa út borgarmörk Jerúsalem, og styrkja tengsl borgarinnar við landnáms- svæði gyðinga á Vesturbakkanum. Akvörðunin hefur vakið harkaleg mótmæli alls staðar, frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, Palestínu- mönnum, Evrópusambandinu og Eg- yptum. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, sagði að áætiunin fæli hvorki í sér breytingu á stöðu borg- arinnar né gengi hún gegn ákvæðum bráðabirgðasamkomulags Israela og Palestínumanna er kennt er við Ósló. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sagði áætlunina jafnast á við að „stríði sé lýst á hend- ur Palestínumönnum í Jerúsalem". Samkvæmt áætluninni mun borgin verða stækkuð í vestur, innan núver- andi landamæra Israels, og yflrum- dæmi borgarinnar mun fá stjórnun- arvald í nærliggjandi bæjum gyð- inga, þ.á m. nokkrum á Vesturbakk- anum. Netanyahu sagði markmiðið 1' allt sumar MÁLNINGARDAGAR Viðurkcmid vörumerki Innimáliiiiig: SKIN 10 4 Ltr. Verð frákr. 2.842.- PLÚS10 4 Ltr. Verð frá kr. 2.540.- Útimálning: STEINTEX 4 Ltr. Verð frá kr. 2.807.- 10 Ltr. Verð frá kr. 6.595.- Viðarvöm: KJÖRVARI 4 Ltr. Verð frá kr. 2.717.- Takið teikningar með. Við reiknum eínisþörllna Öll málningaráhöld á hagstæmi verði. Gæti tafíð frekara um mánuði afsal vera m.a. að styrkja stöðu gyðinga í borginni. Bandaríska utanríkisráðu- neytið sagði fyrir helgi að í hug- myndum Israela um að fylgja áætl- uninni fælist ögnin þar sem tilraunir Bandaríkjamanna til að þoka friðar- umleitunum af stað væru á við- kvæmu stigi. Evrópusambandið lýsti áhyggjum vegna „áætlana sem munu hafa áhrif á jafnvægi í búsetu á Jer- úsalemsvæðinu". Amr Moussa, utan- ríkisráðherra Egyptalands, sagði þetta „enn eina ögrun“ Israela við arabaheiminn og allan umheiminn. Israelar hertóku austurhluta Jer- úsalem í sexdagastríðinu 1967 og inn- limuðu hann síðan í ríkið, sem hluta af „eilífri höfuðborg" sinni. Innlimun austurhluta Jerúsalem í Israelsríki hefur ekki verið viðurkennd á al- þjóðavettvangi. Palestínumenn ætla Austur-Jerúsalem að verða höfuð- borg framtiðaiTÍkis síns. Erkat sagði áætlun ísraela ganga í berhögg við bráðabirgðasamninga sem kvæðu á um að staða borgarinnar skuli rædd í lokakafla samningaviðræðna sem á að ljúka á næsta ári. Netanyahu sagði á sunnudag að það væri fráleitt að túlka ákvarðanir stjórnvalda um áætlunina sem póli- tískar. „Þær eru það ekki, og ég held að það standi friðarumleitunum fyrir þrifum ef einhver lætur telja sér trú um slíka vitleysu." Sheikh Ahmed Yassin, stofnandi Hamas-samtaka múslíma, kom til Egyptalands í gær þar sem hann mun verða undir læknishendi. Hann var fluttur á sjúkrahús skammt frá flugvellinum í Kaíró, að því er örygg- issveitaliðar greindu frá. Ekki er vitað hversu lengi Yassin verður í Egyptalandi. Hann hefur dvalið í Súdan síðan 29. maí. Net- anyahu sagði í síðustu viku að Israel- ai' myndu ekki standa í vegi fyrir því að Yassin færi til Gaza, þar sem hann á heima, að loknu fjögurra mánaða ferðalagi um arabaríki. PRINCE POLO Ennþá stærra Prince Polo fyrir ákaflega hamingjusama íslendinga! Dreifing: ÁSBJÖRN ÓLAFSSON Sími: 588 7900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.