Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNB LAÐIÐ
Samherji GmbH eykur hlut sinn í Deutsche Fischfang Union
A nií 99% eignarhluta
íþýska fyrirtækinu
SAMHERJI GmbH í Þýskalandi,
dótturfélag Samherja hf., hefur
fest kaup á 49,5% hlut í þýska út-
gerðarfélaginu Deutsche Fisch-
fang Union KG (DFFU) í Cux-
haven í Þýskalandi af þýska fyrir-
tækinu THS Tiefkuhlhaus und
Service. Fyrir átti Samherji GmbH
jafnstóran hlut í DFFU og á því
99% í félaginu nú en Cuxhaven-
borg 1%. Þetta kemur fram í frétt
frá Samherja hf.
Samherji GmbH eignaðist 49,5%
hlut í DFFU í nóvember 1995 og
var þá þegar hafíst handa við að
endurskipuleggja rekstur þess. Sú
endurskipulagning hefur staðið yf-
ir síðan og hefur þegar skilað um-
talsverðum árangri.
Aflaheimildir í uppsjávarfíski
og bolfísktegundum
DFFU gerir út fjögur skip, þar
af þrjú eigin skip og eitt leiguskip.
Tvö af skipunum eru búin tækjum
til flakavinnslu á bolfisk, síld og
makríl. A liðnu ári veiddu skip fé-
lagsins 21.400 tonn en það sem af
er þessu ári hafa þau veitt um
Eigum á lager ýmsar
stærðir og gerðir af
góðum loftpressum
sem standa
fyrir sínu.
Mjög hagstætt verð.
ÞAÐ LIGGUR í LOFTINU
AVSHACfÆICI HF.
Garösenda 21, 108 Reykjavík,
sími 568 6925, fax 568 5311.
24.000 tonn. Þar af eru 14.500 tonn
af kolmunna en skip félagsins
stunduðu ekki slíkar veiðar á árinu
1997. Aflaheimildir DFFU eru í
uppsjávarfiski og bolfisktegundum;
í Norðursjó, við Noreg, Svalbarða,
Grænland, Færeyjar, Island og
Kanada.
Samherji GmbH á jafnframt
50% hlut í hlutafélaginu Schiff-
stechnik Anlage - und Maschinen-
bau - GmbH (S.A.M. GmbH) sem
stofnað var um rekstur vélaverk-
SAMÞYKKT var samhljóða á hlut-
hafafundi Islenskra aðalverktaka
hf. í gær að lækka hlutafé félagsins
um 800 milljónir króna eða úr 2.200
í 1.400 milljónir. Lækkunarfjár-
hæðinni verður ráðstafað til
greiðslu til hluthafa í samræmi við
hlutafjáreign þeirra í félaginu.
Bróðurpartur upphæðarinnar, 591
milljón, rennur til ríkisins og
Landsbankans en samtals eiga
þessir aðilar 71% hlut í Islenskum
aðalverktökum hf.
Fundinn sóttu hluthafar iyrir
76,5% hlutafjár í félaginu. Þar kom
fram að það væri mat stjómar og
sérfræðinga hennar að slík lækkun
væri eðlileg og muni treysta
grundvöll viðskipta með hlutabréf
félagsins á markaði.
Samkvæmt samþykktinni verð-
ur greiðsla til hluthafa innt af
hendi innan fimm mánaða án
vaxta og verðbóta gegn afhend-
ingu hlutabréfa þeirra í félaginu.
Fundurinn samþykkti jafnframt
að innkalla og ógilda áður útgefin
hlutabréf í félaginu. Ný hlutabréf
verða gefin út í þeirra stað eftir
lækkun hlutafjárins og þau að-
greind með sérstökum og skýrum
hætti frá eldri hlutabréfum.
Þá var samþykkt tillaga á fund-
inum um breytingu á samþykkt
aðalfundar um heimild stjómar til
kaupa á eigin hlutum vegna lækk-
unar hlutafjár. Var stjórn ís-
stæðis DFFU. Þar starfa um 60
manns en starfsemin felst í við-
gerðum og viðhaldi skipa og þjón-
ustu við matvælaiðnaðinn á svæð-
inu. Samherji á allt hlutafé í Sam-
herja GmbH.
Höfum fulla trú
á rekstri DFFU
„Meginástæðan fyrir þessum
kaupum er að við höfiim fulla trú á
rekstri DFFU til framtíðar. Rekst-
ur þess fellur vel að rekstri Sam-
lenskra aðalverktaka hf. veitt
heimild til að kaupa hluti í félag-
inu að nafnverði 140 milljónir
króna. Kaupverð hlutanna má
ekki vera lægra en nafnverð hluta
margfaldað með 1,5 og ekki hærra
en nafnverð hluta margfaldað
með 2,5.
Ríkið fær
bróðurpartinn
Ljóst er að stærstur hluti þess-
arar 800 milljóna króna útgreiðslu
eða 591 milljón króna mun renna
herja á íslandi, bæði hvað varðar
veiðar og markaðssetningu afurða
og styrkir því félagið í heild sinni,“
segir Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja. Hann segir að
samkomulag hafi náðst milli eig-
enda um að annar færi út. „Það má
segja að starfsemi DFFU henti
okkur betur en hinum eigandanum,
sem er söluíyrirtæki. Við sérhæf-
um okkur í veiðum og útgerð og
því má segja að reksturinn henti
okkur betur.“
beint til ríkisins og Landsbankans.
Ríkið á rúman helming hlutafjár og
Landsbankinn um 20% í gegnum
eignarhaldsfélagið Regin hf. 568
milljónir munu skila sér beint til
ríkisins og Landsbankans. Afgang-
urinn, 232 milljónir, skiptist á milli
annarra hluthafa Islenskra aðal-
verktaka, sem nú eru 490 talsins
eftir uppskiptingu Sameinaðra
verktaka. 10% þeirrar upphæðar
eða 23,2 milljónir króna munu
renna beint til ríkisins í formi
skatts á arðgreiðslur.
Farsíma-
laus svæði
í lestum
í Sviss
Ztirich. Reuters.
FARSÍMALAUS svæði verða
í járnbrautarlestum, sem eru í
förum milli stærstu borga
Sviss, vegna kvartana um fólk
sem rausi í farsíma í farþega-
klefum að sögn talsmanns rík-
isjárnbrautanna, SBB.
SBB segir að ferðamenn
kvarti yfir ónæði frá farsím-
um, en farsímar verði ekki
bannaðir með öllu, þar sem
þörf virðist vera fyrir þá.
Farsímar verða bannaðir í
einum klefa á fyrsta farrými
og einum á öðru farrými í öl-
um hraðlestum sem eru í för-
um milli Ziirich, Basel og
Genfar frá 27. september.
Milljón dala
fyrir bók
New York. Reuters.
BÓKAÚTGÁFAN Bantam
hefur komið á óvart með því
að bjóða rithöfundinum Alice
Blanchard 1,2 milljónir dollara
fyrir birtingarrétt á skáldsög-
unni Darkness Peering.
Darkness Peering er líkt við
Blood Work eftir Michael
Connelly og fjallar um lög-
reglumann, sem grunar son
sinn um að hafa myrt þroska-
hefta stúlku. Dóttir lögreglu-
mannsins kannar málið mörg-
um árum síðar.
Skoðanir um bókina eru
skiptar og ýmsir furða sig á
háu boði Bantams. Bókin hef-
ur vakið áhuga erlendra útgef-
enda og kvikmyndaframleið-
endur sýna henni áhuga.
Seagram vill
reka forstjóra
PolyGram
Los Angeles. Reuters.
SEAGRAM Co. Ltd., sem hef-
ur samþykkt að kaupa
Polygram NV fyrir 10,6 millj-
arða dollara, reynir að reka
forstjóra tónlistarfyrirtæksins,
Alain Levy, samkvæmt heim-
ildum í greininni.
Búizt hefur verið við brottfór
Levys síðan samkomulagið var
kunngert og hún mun auðvelda
skipun Dougs Morris, stjómar-
formanns Universal, músíkfyr-
irtækis Seagrams, í stöðu yfir-
manns tónlistarumsvifa hins
sameinaða fyrirtækis.
Samkvæmt heimildunum á
Seagram í viðræðum um
brottfór Levys, sem átti mik-
inn þátt í að tryggja Polygram
forystuhlutverk í tónlistar-
geiranum. Aðrar heimildir
hafa hermt að Levy og Morris
mundu eiga erfitt með að
vinna saman.
Gates á ekki
von á tjóni
Tókýó. Reuters.
BILL GATES hefur sagt
Japönum að málsókn banda-
ríska alríkisms gegn Microsoft
muni ekki hafa áhrif á starf-
semina.
Gates er í Japan til að
kynna nýjan Windows 98 hug-
búnað, sem verður settur á
markað í Bandaríkjunum 25.
júní og í Japan 25. júlí.
Hann sagði að einn helzti
kostur nýja kerfisins væri
samlögun netleitartækisins og
stýrikerfisins. Hann sagði að
sömu „meginreglur" mundu
gilda í þróun næstu útgáfu
Windows NT, sem kemur á
markað á næsta ári.
Vönduð ryðfrí húsaskilti
Sérhönnuð með eigin texta
PlPAR OG SALT
VESTURVOR
Klapparstíg 44. Sími 562 3614
Ríkistollstjóri opnar
heimasíðu á netinu
RÍKISTOLLSTJÓRI hefur opnað
vef á alnetinu. Slóðin er: www.toll-
ur.is. Á vefnun verður að finna
tollahandbækumar: lög og stjórn-
valdsreglur um tollamál, tollskrá
1998 og milliríkjasamningar um
tollamál. Jafnframt verða á heima-
síðunni leiðbeiningar fyrir inn- og
útflytjendur, miðlara og hugbún-
aðarhús, auk bæklinga og ýmsissa
annarra upplýsinga er snúa að
tollaframkvæmdinni.
rt
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf
%
ÓÐINjGpTV 4- S'MAR 5^1-1^40, S??-1700, FAX ^6?-O540
Herraíatabúð við Laugaveg
Höfum fengið í sölu vegna sérstakra aðstæðna herrafataverslun
við Laugaveg sem selur með þekkt og viðurkennd vörumerki.
Getur verið til afhendingar fljótlega.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 if=
Jón Guðmundsson, sölust.i, lögg. fasteigna- og skipas.
Lækkun á hlutafé Islenskra aðalverktaka hf. samþykkt
Ríkið og Landsbankinn
fá tæpar 600 milljónir
Morgunblaðið/RAX
FRÁ hluthafafundi íslenskra aðalverktaka lif. í gær, en þar var sam-
þykkt samhljóða að færa hlutafé félagsins niður unt 800 milljónir króna.