Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ofsarok í Moskvu Monica Lewinsky sögð reiðubúin til játningar Moskvu. Reuters. The Daily Telegraph. OFSAROK olli miklum skemmd- um í Moskvu aðfaranótt sunnu- dags og kostaði átta manns lífið. Veðurhamurinn stóð yfir í skamma stund, aðeins um tíu mínútur og kom borgarbúum, þar með töldum veðurfræðingum í opna skjöldu. Vindhraðinn fór upp í 110 km á klst. er mest var. Um 45.000 tré rifnuðu upp með rótum, þök fuku af um 300 húsum og skemmdir urðu m.a. í Kreml í veðrinu. Yfir 120 manns slösuðust, bflar og lausamunir skemmdust mikið og rafmagn fór víða af. Óvenju heitt hefur verið í Moskvu, um 35 gráður undanfar- inn hálfan mánuð. Júri Lúshkov, borgarsljóri Moskvu, réðst harkalega á veðurfræðinga, sem vöruðu ekki við fárviðrinu fyrr en of seint. Sagði hann sjón- varpsstöðina CNN spá betur veðrinu í Moskvu en rússneskir veðurfræðingar. Er þetta í annað sinn á þessu ári sem þeir fá á baukinn frá borgarsljóranum, sem vandaði veðurfræðingum ekki kveðjurnar í aprfl sl. er snjó kyngdi óvænt niður. Washington. Daily Telegraph, Reuters. MONICA Lewinsky mun vera reiðubúin til að bera vitni fyrir rannsóknarkviðdómi um að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna. Þetta var í gær haft eftir heimilda- mönnum sem tengjast samningavið- ræðum sem nýir lögfræðingar Lewinskys eiga nú í við Kenneth Starr saksóknara. Hins vegar virð- ist Lewinsky eftir sem áður ekki fá- anleg til að veita vitnisburð sem hægt sé að nota til að bendla hana eða Clinton við lögbrot. En það gæti komið forsetanum í klemmu ef Lewinsky viðurkennir opinberlega að hafa átt í kynferðis- legu sambandi við hann, því hann hefur lýst yfir: „Ég átti ekki í kyn- ferðislegu sambandi við þessa konu.“ Lewinsky er enn treg til að greina frá því við hvaða aðstæður hún skrifaði undir eiðsvama yflrlýs- ingu um að hún hafí aldrei átt í slíku sambandi við forsetann. Rannsókn Starrs beinist að því hvort Clinton og vinur hans, Vemon Jordan, hafi reynt að fá Lewinsky til að fremja meinsæri. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn til að semja um framburð hennar. En hann vill líka að hún játi sig seka um einhvers konar afbrot sem bendli hana við meint samsæri um yfirhylmingu. Starr vill játningu Heimildamenn segja mikið ganga á í samningaviðræðum lögmanna Lewinskys við Starr. Faðir hennar, Bemard, krefjist þess að hún gleymi hrifningunni á Clinton og komist þjá lagaflækjum með því að segja skilmerkilega frá því sem gerðist. í ljósi þess að vitnisburður Lewinskys gæti reynst forsetanum skeinuhættur hafa lögfræðingar hans tryggt sér aðstoð einka- leynilögregluskrifstofunnar Inves- tigative Group Intemational. Á skrifstofan að „rannsaka fortíð [Lewinskys] í þaula“, að því er Was- hington Post greinir frá. Rómantísk örvænting Fyrrverandi lögfræðingur Lewinskys gerði fimm tilraunir til að semja við Starr um að hún bæri vitni um samband við forsetann, en ekkert varð úr því. Nýir lögmenn hennar, Plato Cacheris og Jacob Stein, sem sagðir em öllum hnútum kunnugir í stjómkerfinu, gefa í skyn að ef Starr sé ekki tilbúinn til að semja geti þeir auðveldlega tryggt LeWinsky sýknudóm fyrir rétti, því kviðdómur sé ekki líklegur til að dæma unga konu seka fyrir að ljúga til um kynferðismál sín. Fréttatímaritið US News & World Report greindi frá því á sunnudag að tveggja klukkustunda segulbandsupptökur af samtölum Lewinskys við vinkonu hennar, Lindu Tripp, bendi til þess að Lewinsky sé óstyrk. Hún virðist „óöragg, afsakandi, viðkvæm, vælu- leg og bamaleg", og „full róman- tískrar örvæntingar"; virðist á barmi áfalls og „með áráttukennda þrá eftir því ómögulega". Samkvæmt frásögn US News & World Report benda upptökumar til þess, að Lewinsky hafi fengið að- stoð frá háum stöðum í Hvíta hús- inu við að finna vinnu eftir starfs- þjálfunardvöl sína þar á bæ, um tveimur mánuðum áður en henni var stefnt fyrir rannsóknardóminn í máli Paulu Jones gegn forsetanum. Þessar upplýsingar veikja til muna eina þungvægustu ásökunina á hendur Clinton í þessu máli, en hún er sú að Vemon Jordan hafi veitt Lewinsky fulltingi sitt í atvinnuleit- inni sem kaup kaups fyrir að hún lygi til um samband sitt við forset- ann er hún var kölluð sem vitni í Paulu Jones-rannsókninni. Reuters Breskir fjallgöngumenn á McKinley Fastir á fjallinu í fjóra daga BJARGA tókst í gær tveimur breskum fjallgöngumönnum sem komust ekki niður af McKinley- fjalli í Alaska með hugaðri aðgerð bandarískra þyrluflugmanna. Mennirnir höfðu verið strandaglóp- ar í um 5.800 metra hæð frá því á fimmtudag. McKinley-fjall er 6.194 metra hátt og lenti leiðangur sérþjálfaðra breskra hermanna í vandræðum vegna illviðris. Mennirnir tveir urðu viðskila við hópinn er þeir féllu nið- ur hættulegan gilskoming, sem kallast því kaldhæðnislega nafni ,Austurlandahraðlestin“ vegna þess hve margir asískir fjallgöngumenn hafa látið lífið þar. Slasaðist annar Bretanna í fall- inu, sneri sig m.a. á ökkla, en hinn slapp ómeiddur. Þeir vora hins veg- ar matarlausir og ekki með talstöð. Á sunnudagskvöld tókst að varpa matarbirgðum og talstöð til þeirra úr þyrlu er veðrið gekk niður. Þá hafðist uppi á fjórum félögum mannanna og náðust þeir um borð í þyrluna. Þeir höfðu lent í vandræð- um neðar í gilinu, einn var tvífót- brotinn og annar slasaður á höfði. Ennfremur tókst að bjarga banda- rískum göngumanni sem þjáðist af hæðaveiki. Með þyrlu sérútbúinni til flugs í mikilli hæð tókst svo í gærkvöldi að ná strandaglópunum tveimur niður af fjallinu. Slasaði maðurinn, Carl Bougard, var kalinn á báðum fótum en hinn, Martin Spooner, var heill heilsu eftir volkið, samkvæmt upp- lýsingum lækna á héraðssjúkrahús- inu í Anchorage, þangað sem farið var með mennina strax eftir björg- unina. Þýzk stjórnvöld kæra tóbaksauglýsingabann Bonn. Reuters. ÞYZK stjómvöld upplýstu í gær að þau áformuðu að höfða mál fyrir Evrópudómstólnum til að fá ákvörðun Evrópusambandsins (ESB) um að banna allar tóbaks- auglýsingar hnekkt. Talsmaður þýzka efnahagsmála- ráðuneytisins sagði að málsóknin yrði byggð á þeim rökum, að stefnumótun í heilbrigðismálum falli undir lögsögu aðildarríkjanna, en ekki yfirþjóðlegar stofnanir ESB. Talsmaðurinn bætti við að það væri skoðun þýzkra stjómvalda að auglýsingabannið bryti á tjáning- arfrelsinu og rétti fyrirtækja til að nota vöramerki sín að vild. I atkvæðagreiðslu um tóbaks- auglýsingabannið í ráðherraráði ESB í febrúar sl. náðist tilskilinn meirihluti fyrir setningu þess, þótt Þjóðverjar hefðu verið mótfallnir því. Bannið á að taka gildi í skref- um á næstu þremur áram, með ör- fáum undantekningum, svo sem Formúlu-1 kappakstrinum, en keppnisliðin fá lengri frest til að segja upp kostunarsamningum við tóbaksfyrirtækin, eða allt til ársins 2006. Ekki mótsögn Talsmaður þýzka heilbrigðis- ráðuneytsins vísaði því á bug að mótsögn fælist í hinni áformuðu málsókn gegn tóbaksauglýsinga- banninu og viðleitni ráðuneytisins til að hvetja framleiðendur áfengra drykkja til að auglýsa minna. „Hvað varðar tóbaksauglýsingar snýst málið um það, hvort ESB hafi lögsögu til að setja bann eða ekki,“ sagði talsmaður heilbrigðis- ráðuneytisins í Bonn. Hann bætti við að enn stæðu yfir viðræður ráðuneytisins við fulltrúa áfengis- iðnaðarins og sjónvarpsstöðva um sjálfskipaðar takmarkanir á áfeng- isauglýsingum. Viðskiptafulltrúi Bandarfkjastj órnar á fundi í Japan Segir að efnahagsað- gerðirnar dugi ekki Kuching, Tókýó. Reuters. CHARLENE Barshefsky, við- skiptafulltrúi Bandaríkjastjómar, sagði í gær að boðaðar efnahags- aðgerðir stjómarinnar í Japan væru skref í rétta átt en myndu ekki duga til að rétta efnahaginn við. Barshefsky sagði þetta á fundi með háttsettum embættismanni alþjóðaviðskipta- og iðnaðarráðu- neytis Japans í Tókýó í gær. Japanska stjórnin hefur ákveð- ið að verja 16 billjónum jena, um 8.000 milljörðum króna, til að örva efnahaginn, en Barshefsky sagði að það myndi ekki duga því gera þyrfti breytingar á fjármála- kerfinu og opna japönsku mark- aðina. Koichi Kato, framkvæmdastjóri Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem er við völd í Japan, sagði í gær að flokkurinn hygðist ákveða 8. júlí til hvaða aðgerða yrði gripið í því skyni að leysa vanda bank- anna sem hefur kynt undir fjár- málakreppunni í Japan. Kato sagði að m.a. væri gert ráð fyrir því að stofnaður yrði sérstakur banki sem ætti að hlaupa undir bagga með fyrirtækjum, sem hafa staðið í skilum, ef bankar þeirra yrðu gjaldþrota vegna uppstokk- unar á bankakerfinu. Gengi jensins lækkaði gagnvart dollarnum í gær eftir fund hátt- settra embættismanna frá sjö helstu iðnríkjum heims og ellefu Asíuríkjum í Tókýó á laugardag. í yfirlýsingu embættismannanna voru ekki boðaðar neinar aðgerðir til að styrkja jenið og aðeins var sagt að nauðsynlegt væri fyrir Japan, Asíu og eftiahag alls heims- ins að Japanir gerðu úrbætur á bankakerfinu, ykju neysluna heima fyrir til að tryggja hagvöxt og opnuðu markaði sína. Ekki allrameinabót Embættismennirnir fógnuðu að- gerðum seðlabanka Bandaríkj- anna og Japans til að styrkja jenið en hagfræðingar í Tókýó sögðu í gær að sterkt jen væri ekki allra- meinabót fyrir efnahag og gjald- miðla annarra Asíuríkja. Hagfræðingar spáðu því enn- fremur að það myndi taka mörg ár að stokka upp í japanska banka- kerfínu. „Til þess þurfa þeir að verja miklum peningum og taka erfiðar ákvarðanir. Fjármálastofn- anir gætu orðið gjaldþrota og fólk mun missa atvinnuna," sagði Brian Waterhouse, fjármálasérfræðing- ur verðbréfafyrirtækisins HSBC Securities.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.