Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
* *
Kvennahlaup ISI
Morgunblaðið/Halldór
TÆPLEGA sjö þúsund konur
töku þátt í Kvcnnalilaupinu í
Garðabæ.
Enn fjölg-
ar þátt-
takendum
LÍKT og undanfarin ár fjölgaði
enn þeim sem þátt tdku í Kvenna-
hlaupinu, en alls hlupu um 21.800
konur á 82 stöðum á Islandi og 12
stöðum erlendis. Er þetta fjölgun
um 900 konur frá því í fyrra og
segir Helga Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri hlaupsins, það
hafa komið þeim á óvart. „Hún var
mjög gleðileg þessi þátttaka og
mikil stemmning sem myndaðist."
I ár var hlutfallslega mest þátt-
taka á Bakkafirði, en þar hlupu
allar konur bæjarins auk gesta. í
heild þótti skipulagning hlaupsins
takast mjög vel og vera aðstand-
endum til sóma. Engin teljandi
óhöpp urðu og allar tímaáætlanir
stóðust. Á næsta ári verður hlaup-
ið í 10. sinn og verður minnst sér-
staklega á þau tímamót.
Mikil skipulagning
Að sögn Helgu hefur mikill tími
farið í skipulagningu og þarf þar
meðal annars að huga að hlaupa-
leiðum, forskráningu, kynningu,
öryggismálum, salernum, styrktar-
aðilum og fleiru. Þá þakkar hún
einnig þeim fjölmörgu sjálboðaiið-
um sem Iögðu hönd á plóginn, en
án þeirra væri hlaupið nær óger-
legt.
Þátttakendur voru á öllum aldri,
elstu konurnar á níræðisaldri og
þær yngstu í barnavögnum. Allir
þátttakendur f kvennahlaupinu
fengu verðlaunapening og bol.
Nákvæmar dýptarmæl-
ingar gerðar í Klettsvík
UM helgina voru gerðar nákvæmar
dýptarmælingar í Klettsvík þar sem
kvínni fyrir háhyrninginn Keiko
verður komið fyrir. Kom í Ijós að
dýpka þarf líklega um 1-2 metra að
meðaltali þar sem kvínni verður
komið fyrir, en ekki hefur verið
ákveðið í smáatriðum hvar hún verð-
ur né hvemig hún muni snúa. Sam-
kvæmt rannsóknunum er um sand-
botn að ræða og á að vera auðvelt að
dæla jarðefnunum í burtu.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, sagði að um helg-
ina hefðu farið fram nákvæmar dýpt-
armælingar í Klettsvík. komið hefði í
Ijós að um þægilegan sandbotn væri
að ræða sem auðvelt væri að dæla
burt og væri verið að semja við verk-
taka um verkið. Ekki væri Ijóst ná-
kvæmlega hversu mikið þyrfti að
dýpka. Það færi eftir því nákvæm-
lega hvar kvínni yrði komið fyrir.
Guðjón sagði að staðsetning kvíar-
innar í Klettsvík væri eins góð og
hún gæti verið. Staðsetningin væri
alvegg trygg. Alda kæmi hvergi að
henni nema þá hugsanlega í frákasti.
Aðspurður um reynsluna af fískeld-
iskvíum í Klettsvíkinni fyrir
nokkrum árum, en þær urðu fyrir
áfóllum, sagði Guðjón að þar væri
ólíku saman að jafna. Laxeldiskví-
amar hefðu verið staðsettar miklu
utar í Klettsvíkinni og verið annarr-
ar gerðar. Til dæmis hefði netið í
þeim verið svo þétt að það virkaði
eins og segl þegar þari settist á það.
Ýmsir möguleikar
Armann Höskuldsson, forstöðu-
maður Náttúrustofu Suðurlands,
sem gert hefur mælingar í tengslum
við staðsetningu kvíarinnEir, sagði að
ýmsir möguleikar væru á staðsetn-
ingu hennar og hvemig hún ætti að
snúa í Klettsvíkinni. Það myndi
skýrast þegar niðurstöður mælinga
lægju fyrir. Hann sagði að það sem
mestu máli skipti væri dýpið í víkinni
og hvemig botninn væri. Straums
gætti ekki þarna heldur einkum úti í
strengnum í höfninni sjálfri.
Ármann sagði aðspurður að þær
laxeldiskvíar sem þama hefðu verið
á árum áður hefðu verið miklu utar
og á allt öðmm stað en ráðgert væri
að setja niður kví Keikos. Þær kvíar
hefðu líka verið allt öðravísi en sú
sem ætti að setja niður nú, þar væri
ólíku saman að jafna, bæði hvað
snerti hönnun og efnið sem væri í
kvínni.
Armann sagði að gert væri ráð
fyrir að kvíin yrði um 70x40 metrar
og hún væri hönnuð fyrir miklu
meira álag en væri í Klettsvíkinni.
Hann teldi að menn þyrftu ekki að
hafa neinar áhyggjur af því að eitt-
hvað kæmi fyrir kvína. Aðalatriðið
væri að hún væri hönnuð fyrir þá
ölduhæð sem þarna væri. Það og
straumhraðinn þarna skipti mestu
máli og straumhraðinn væri ekki
mikill inni í Klettsvík, þótt hann væri
mikill í stokknum inn og út úr höfn-
inni. Gert væri ráð fyrir að kvíin yrði
staðsett fyrir innan klettanef sem
gengi úr Ysta-Kletti og þar væri
mun rólegra en úti á flóanum fyrir
utan.
„Aðalatriðið sem menn verða að
gera sér grein fyrir er að þetta er
allt annað en þessar sjókvíar sem
menn era með laxinn í. Þetta er
byggt úr allt öðram efnum. Svo eru
allar festingar við botninn mun full-
komnari," sagði Armann.
Hann sagði að kvíin sem slík kost-
aði yfir 100 milljónir króna.
Islensk málstöð um ð eða d með striki
Eigum
ekki að
þjóna
tækninni
„ÉG HELD að íslendingar hafi ekki
neinn sérstakan áhuga á því að útliti
þessa bókstafs verði breytt og ég
held að það þurfi að sýna okkur fram
á það með mjög góðum rökum ef
breyta á ð-inu. Við leikum okkur
ekki að því,“ segir Ari Páll Kristins-
son hjá Islenskri málstöð þegar hann
var inntur eftir áliti á því hvort ís-
lendingar ættu að verða við ósk Svía
sem era að útbúa nýjan tölvu-
hnappaborðsstaðal. Svíar vilja að Is-
lendingar styðji það að settur verði
nýr bókstafur inn í 9995-3 lykla-
borðsstaðalinn, stórt ð eða Ð, sem
væri annar bókstafur en stórt d með
striki en liti eins út. Sem stendur er
Þ ER eldra en ð í fslensku ritmáli og tiltölulega stutt er sfðan ð var end-
urlífgað. Meðfylgjandi mynd er af verkum Haraldar Jónssonar myndlist-
armanns, Fontur (Þ) 1996 og Fontur (Ð) 1996 sem unnin eru í tjörutex.
urlífgað í ritmálinu, um tvær aldir,
ísland - landið hlýja í
norðri með Ijósmyndum
Sigurgeirs Sigurjónssonar
er langmest selda bókin fyrir
erlenda ferðamenn.
Fróðlegur texti eftir Torfa H. Tulinius.
4>
FORLAGIÐ
Fæst á íslensku, ensku,
sænsku, norsku, dönsku,
ítölsku, spænsku og finnsku
Laugavegl 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Slmi 510 2!
ekki gerður greinarmunur á Ð-i sem
stóra ð-i og Ð-i sem stóra d-i með
striki í þessum staðli.
Ari segir að ljóslestrarvélar eigi
oft erfitt með að lesa íslenska ð-ið
með sveigða hálsinum og lesi það þá
oft sem ó eða o með einhverju öðra
ofan á. Ari vill frekar að vélunum
verði breytt en að ritmálinu verði
breytt. „Eg tel að þótt við stöndum
kannski frammi fyrir því að skil-
greina stafinn okkar líkari d-i með
striki, og ekki með svona sveigðan
háls, til að koma til móts við þennan
tæknilega annmarka við ljóslestur,
þá myndi ég nú frekar leggja áherslu
á að við ættum að láta tæknina þjóna
okkur en ekki öfugt,“ sagði Ari.
Breyttar lestrarkennslubækur
Útlitið á eðinu núna er hluti af ís-
lenskri ritmenningu og skiptir máli í
ritmenntun að mati Ara sem telur að
þetta gæti haft þau áhrif að breyta
þyrfti lestrarkennslubókum. „D með
striki er náttúrlega grannurinn á
bakvið ð en það er vont að glata sér-
kenninu og ég hef ekki látið sann-
færast ennþá um að rétt sé að sleppa
sveigjunni."
Að hans sögn nota Færeyingar
líka ð og stafurinn er notaður í al-
þjóðlegum hljóðritunarkerfum, eins
og má til dæmis sjá í hljóðritunum í
orðabókum þar sem ð-hljóð era út-
skýrð.
„Annars er kannski minni ástæða
til að vera viðkvæmur gagnvart ð-i
en til dæmis þ-i sem er eldra í ís-
lensku ritmáli og á þar samfellda
sögu. Það er tiltölulega stutt á ís-
lenskan mælikvarða síðan ð var end-
en ég vil þó ekki missa það. Ég held
að það sé krafa hverrar þjóðar að
það sé hægt að véllesa ritmálið. Ég
held til dæmis að Þjóðveijar yrðu
ekki hrifnir ef ess/zed (B) þeirra yrði
breytt út af einhverjum lestrar-
tæknierfiðleikum.
Saga
ð-sins
STAFURINN ð á rætur að rekja tU
enskrar skriftar. Hann var að minnsta
kosti bæði notaður í fomensku og forn-
saxnesku, en mun hafa borist hingað
frá Norðmönnum, sem tóku hann upp
fyrr en íslendingar. „Stafurinn ð var
notaður í inn- og bakstöðu í AM 655 IX
4to sem er líklega elsta norska handrit-
ið,“ segir Hreinn Benediktsson í ritinu
„Early Icelandic Script“.
Hér á landi fór ð-s að gæta á fyrri
hluta 13. aldar, segir Stefán Karlsson í
„Islenskri þjóðmenningu", kaflanum
„Tungan“. Upphaflega var það til að
leysa af hólmi þ en líka í stað d. Eftir
1400 ber örsjaldan við að ð sjáist í
skrift. Síðan sést ð fyrst á prenti í
Njáluútgáfu Ólavíusar 1772 en síðan
ekki að heitið gæti fyrr en í þeim ritum
sem Rasmus Rask réð stafsetningu á.
Margar bækur voru þó ð-lausar fram
yfir miðja 19. öld og ð varð varla al-
mennt í skrift hjá almenningi fyrr en
seint á 19. öld, eftir því sem Stefán
Karlsson segir í framangreindu riti.
Fundur forsætisráðherra Norðurlanda
Ræddu Schengen
og norræna vega-
bréfasamstarfíð
SCHE N GE N-vegabréfasamstarfið
og málefni Evrópusambandsins
vora meðal umræðuefna á fundi for-
sætisráðherra Norðurlanda, sem
haldinn var í Malmö í Svíþjóð í-gær,
og sagði Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra að norræna vegabréfa-
samstarfið væri lykilatriði varðandi
aðild að Schengen.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið að
á fundinum hefði verið farið yfir síð-
asta leiðtogafund ráðamanna Evr-
ópusambandsins, sem haldinn var í
Cardiff í Wales fyrir skömmu.
Einnig var rætt um undirbúning
íyrir næsta Norðurlandaráðsþing
og stöðu Schengen-vegabréfasam-
bandsins. Á blaðamannafundi eftir
fund forsætisráðherranna var Davíð
Oddsson spurður að því hvemig hið
norræna samstarf héldist um
Schengen. „I svari mínu kom fram
að samstaða skipti öllu máli því við
tækjum þátt í Schengen vegna nor-
ræna vegabréfasamstarfsins. Ef
ekki væri vilji til þess að halda þvi
værum við sennilega með eins
stefnu og Bretar hafa gagnvart
Schengen."
Viðræður um Schengen eru ekki
hafnar en Davíð sagði að í lok mán-
aðarins kæmi sennilega í ljós hvert
stefndi í því máli.
í gærkvöldi ræddu forsætisráð-
herrar Norðurlandanna um ástand-
ið í Rússlandi og afstöðu Rússa til
Eystrasaltslandanna.