Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um ríkj- andi kerfi „Nú á tímum er asi á lífinu. Það skilur siðferðið eftir í rykmekki. Tilgangsleysið hæfir hinu póstmóderníska ástandi, bæði orðum þess og hlutum. Eigi að síður spyrjum við spurninga um hvernig eigi að lifa þessu lífi og hvers vegna. Svörun- um hefur auðvitað verið skotið á frest, eins og alltaf. I þetta skipti virðist eittþó öruggt: Að lífið er stefnulaust rekald. “ Jean-Frangois Lyotard, 1993 Það er allt opið í báða enda. Við höfum texta en við þekkjum hvorki upphaf þeirra né endi. Við höfum endalausar túlkanir en enga merkingu, enga endanlega nið- urstöðu. Við höfðum útgangs- punkta og við áttum svör en (næst)síðasta frumsagan, (næst)síðasta stóra frásögnin (fr. grand réeit, e. grand narrative) brást með falli jám- tjaldsins. Við héldum jafnvel að þetta þýddi frelsi, frelsi frá sjálfskipuðum sannleika, frelsi frá drottnandi hugmyndakerf- um; við héldum VIÐHORF Eftir Þröst Helgason að við yrðum frelsinu fegin en við erum fangar frelsis- ins, fóst í miðju merkingarleys- inu, án viðmiða, án niðurstöðu. Frelsið leyfir ótakmarkaða gagnrýni og ótakmarkað ímynd- unarafl, en niðurstöðuna vantar. Eftir stendur gríðarmikið tóm sem við berjumst við að fylla í með endalausum textum, enda- lausri orðræðu, án upphafs, án endis, án innihalds, án svara; því okkur dreymir um að finna staðgengil hinna miklu frum- sagna sem við höfum svo lengi reitt okkur á, svo sem upplýs- inguna og marxismann, en hafa augljóslega brugðist. Öll tilvera okkar er mörkuð þessari flæð- andi, yfirgengilegu orðræðu, sjálfala, sjálfhverfri orðræðu. Það hefur aldrei verið talað jafn mikið í sögu mannkyns og einmitt nú. Og sjaldan hefur jafnfátt verið sagt. Það virðast allir hafa eitthvað að segja. Slagorð dagsins er: Skrifið ellegar hverfið. Ef þú hefur ekki komið út þá gufarðu upp, ef þú opinberar þig ekki ertu ekki til. Gullvæg þögnin hefur gjaldfallið svo um munar. I öllu þessu orðafári er grundvallarregla samskipta þverbrotin; skilaboð- in sjálf eru vanrækt, þau miða ekki lengur að því að svara spumingum heldur að þjóna sjálfum sér; það skiptir ekki lengur máli hvað er sagt heldur hvernig það er sagt og hvar, framsetningin og miðillinn em aðalatriðið. Pólitísk umræða er í skötulíki; aðeins er spurt spurn- inga sem svör em til við; öllum er sama um réttlæti og siðferði; pólitísk orðræða þarf ekki að svara slíkum spumingum með- an hún fullnægir fagurfræðileg- um þörfum okkar, hún þarf ekki að skírskota til skynsemi okkar og veraleika ef hún hrærir upp í tilfinningalífinu og vekur feg- urðarþrána. Við upplýsum ekki og gagnrýnum, við huggum og friðum. En okkur fer bráðum að leiðast þetta. Við bíðum þess að vera komið úr jafnvægi. Við bíð- um þess að eitthvað gerist. Við bíðum viðburðar. Við bíðum þess að einhver hugrakkur víki sér út af vegi hins „rétta“, „sanna“ og „viðurkennda“, þeim allt of beina vegi. Hin almenna og pólitíska umræða verður að komast upp úr farvegi fjölmiðl- anna. Eða: Fjölmiðlamir verða að yfirvinna sjálfa sig. Þeir verða að komast upp úr því djúpa fari sem þeir hafa mynd- að hægt og hægt í gegnum tíð- ina. Blaðamennska má ekki ganga út á að skrifa inn í hið leyfilega, hún verður að brjóta upp, brjóta af sér viðjar tungu- málsins, hið þrúgandi menning- arlega minni þess, hún verður að gagnrýna og skapa okkur raunverulegt frelsi, hún verður að lýsa því ástandi sem ríkir undanbragðalaust. Blaða- mennska verður að rífa niður ríkjandi kei-fi og hún verður að vera skapandi, hún verður að hugsa öðravísi; hún getur ekki talað í skjóli einhvers átoritets og heldur ekki í þágu þess; því átoritet er einungis spurning um samþykki valdhafanna, það er veitt með samningi, það byggir ekki á náttúralegri nauð- syn heldur túlkun, það byggir ekki á orðum heldur verður til í bilinu milli þeirra, það fyllir upp í eyðumar fyrir okkur hin svo við séum ekki graflandi út í það sem okkur kemur ekki við. En allt er þetta nokkram vand- kvæðum háð. Við (að minnsta kosti flest okkar) myndum vissulega vilja fara að orðum Kants og hugsa fyrir okkur sjálf, vera sjálfráð og skynsöm, við myndum vilja losa okkur úr viðjum þess ósjálfræðis sem við erum þrátt fyrir allt enn fóst í, við myndum vilja breyta sam- kvæmt því sem hyggjuvitið býð- ur okkur en ekki gera okkur ánægð með ákvarðanir annarra, ekki sætta okkur við valdboð. En hvemig getum við verið hugsandi, sjálfráða einstakling- ar ef maðurinn er ekki lengur upphafið heldur endastöðin, ef allt sem við hugsum og segjum er (ritskoðað) afsprengi menn- ingarlegrar gerjunnar í 2000 ár, ef framleiki er ekki til heldur aðeins endurtekning, ef sjálf okkar er horfið og rannið ofan í pípulagnir sögu og menningar þar sem orðræðan flæðir án af- láts? Þetta er sú klípa sem nú- tímamaðurinn verður að losa sig úr; maðurinn hugsar ekki, hann er hugsaður, eins og skáldið sagði. Maðurinn er ekki upp- hafsmaður þróunarinnar, hann er afsprengi hennar. Maðurinn er ekki lengur aðalpersónan í sköpunarverkinu. Óg í ljósi þessa vaknar brennandi spurn- ing: Hvers vegna ættum við að hafa rétt til tjáningarfrelsis ef við hefðum ekkert að segja nema það sem þegar hefur verið sagt? Þetta viðhorf er tileinkað minn- ingu franska heimspekingsins, Jean-Franjois Lyotard, sem Iést 21. apríl síðastliðinn úr hvítblæði en á undanförnum árum hef ég átt margar góðar stundir með bókum hans. Hvað skelfir Davíð? ÞAÐ HEFUR verið fróðlegt að fylgjast með háttalagi forsæt- isráðherra og for- manns Sjálfstæðis- flokksins nú í kjölfar sveitarstj órnarkosn- inganna. Hann hefur komið fram í fjölmiðl- um oftar en einu sinni og fárast yfir meintri hlutdrægni fjölmiðla í kosningabaráttunni um Reykjavík og dag- inn eftir að Reykjavík- urlistinn innsiglaði meirihlutann í borg- inni, kom hann fram og móðgaði borgar- stjóra með því að segja sigur henn- ar vera afsprengi auglýsingastofu! Ekki nóg með það, hann taldi meg- inástæðu sigursins vera almenna velferð í þjóðfélaginu, alls ekki að Reykvíkingum hugnaðist vel stjórn borgarinnar með Ingibjörgu Sól- rúnu við stjórnvölinn. Meiri fyrir- litningu á dómgreind kjósenda er vart hægt að hugsa sér. Það er greinilega eitthvað mikið sem hrjá- ir forsætisráðherra þessa dagana og þegar grannt er skoðað má geta sér til hvað það er sem skelfir Da- víð. Framsókn í kreppu Það er athyglisvert að í darrað- ardansi umræðu um Landsbanka- málið og ámóta mála að Framsókn- arflokkurinn virðist afar tengdur inn í pólitísk spillingarmál af ýmsu tagi. Þetta þarf kannski ekki að koma á óvart og á sér skýringar í eðli flokksins, uppbyggingu hans og ítökum í stjómkerfinu svo áratug- um skiptir. Flokkurinn hefur misst traust almennings og svo virðist sem það ætli að verða varanlegt. Hingað til hefur Framsóknarflokk- urinn verið fyrir marga valkostur hins hægfara og örugga afls sem treyst hefur mátt fyrir því að ekki hafi farið of langt til vinstri né hægri í pólitískri stefnumótun á landsvísu. Því hefur flokkurinn, þrátt fyrir afar lausbeislaða hug- myndafræði, náð að hafa áhrif í rík- isstjómum langt um- fram kjörfylgi. Nú virðist sem almenning- ur sé að átta sig á hvers eðlis Framsókn- arflokkurinn er og hvað hann stendur fyr- ir. Hann er orðinn að varðhundi kerfisins, fyrirkomulags sem gengið er sér til húðar og fólk vill ekki að verði við lýði þegar ný öld gengur í garð. Nýtt afl í ljósi þess sem sagt er hér að framan má Ijóst vera að veralegra breytinga er að vænta í hinu póli- tísku landslagi á Islandi. Sjálfstæð- isflokkurinn er fyrst og fremst málsvari eignafólks og sérhags- muna í íslensku stjórnmála- og at- vinnulífi. Hann er ekki brjóstvörn lýðræðis og frjálslyndis sem ein- kenndi málflutning marga af for- ystumönnum hans hér áður fyrr. Landsfundur Alþýðu- bandalagsins verður, að mati Guðnýjar Araddttur, mikilvæg- ur hlekkur í samein- ingarkeðju vinstri ----------------y----------- manna á Islandi. Hann er vanur því að geta stjórnað þvi sem hann hefur viljað og jafnvel stjórnað opinberri umræðu eins og hentað hefur í hvert sinn. Sem bet- ur fer er nútíma fjölmiðlaumræða á því plani að vælið í forsætisráð- herra um fréttaflutning RÚV af að- draganda borgarstjói'narkosninga hefur hitt hann sjálfan fyrst og fremst. En mikið skelfing var mál- flutningur forsætisráðherrans raunalegur. Það er margt sem bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn sé á tímamót- um. Hann hefur glatað valdastöðu sinni í höfuðvígi sínu, Reykjavík, í tvígang og sættir sig illa við það. Hann er leiðandi í ríkisstjórn sem leiðist inn í hvert spillingarfyrir- bærið á eftir öðra. Foimaður flokksins er að fara á taugum út af öllu þessu og á í hinum mestu erfið- leikum með að sýna liðsmönnum sínum með sannfærandi hætti hvernig verja eigi setu ýmissa ráð- herra samstarfsflokksins. Þegar við bætist að Framsóknar- flokkurinn er á því plani sem hann er, fer tiltrú almennings á ríkis- stjórninni þverrandi og kallað er á nýtt landslag í íslenskum stjórn- málum. Samfylking vinstri manna ógnar Sjálfstæðisflokknum Það sýndi sig á kosninganóttu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosn- ingum að með samstarfi félags- hyggjuflokkanna víðsvegar um landið er að myndast afl sem getur ógnað stöðu Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálaheiminum. Sundurlyndið á vinstri vængnum hefur óneitan- lega komið sér vel fyrir hægri öflin hér á landi sem hafa þrifist vel og sett allt of mikið mark á samfélag- ið. Það hefur enginn flokkur getað ógnað þessu ofurveldi Sjálfstæðis- flokksins hartnær alla öldina, því smáflokkastefnan á vinstri vængn- um hefur leitt af sér klofning á klofning ofan sem hefur ekki skilað sér í auknu fylgi þeirra eða þeim málstað sem þeir hafa staðið fyrir. Það er fyrir löngu kominn tími fyrir nýjar leiðir og aðra valkosti fyrir félagshyggjufólk í öllum flokk- um. Það þarf að gefa svigrúm fyrir nýtt afl sem taka mun forystu á vettvangi stjórnmálanna. Lands- fundur Alþýðubandalagsins sem haldinn verður dagana 3.-4. júní verður mikilvægur hlekkur í sam- einingarkeðju vinstri manna á Is- landi. Þar mun gefast tækifæri á að stilla strengina þannig að valda- stéttin í landinu fer að skjálfa, rétt eins og forsætisráðherrann virðist gera þessa dagana fyrir hennar hönd. Höfundur er félagi í Alþýðubanda- Iaginu í Kópavogi. Guðný Aradóttir „Maritime Reykjavík“ ÉG HEF haft svolít- ið gaman af því að lesa viðbrögð forustu- manna sjómanna við skrifum mínum um vandamál íslenskrar kaupskipaútgerðar. I þessum greinum hef ég lagt fram nokkuð róttækar tillögur til úrbóta og bent á ýmis tækifæri til sóknar í þessari atvinnugrein. Tillögur mínar era þó ekki róttækari en svo að þær eru byggðar nánast alfarið á þeim lausnum sem aðrar þjóðir hafa beitt til að stemma stigu við útflöggun. Þeir verkalýðsforingar, sem hafa sýnt þessu einhvern áhuga, hafa risið uppá afturlappirnar og hrópað svik og landráð, og verið tíðrætt um að baráttunni væri ekki lokið fyrir sitt fólk, og barist yrði til síðasta farmanns ef þess þyrfti með. Þeir hafa sagt mér að vera ekkert að skipta mér af þessu, því ef stjórn- völd felli niður skráningargjöldin, verði þetta allt í himnalagi og skip- in komi strax heim aftur. Þetta sögðu þeir líka fyrir átta árum og enn hefur ekkert gerst, enn er skip- um flaggað út frá Islandi og enn fækkar þeirra skjólstæðingum. Mig langar að benda foringjunum á að vel getur farið svo að þeir verði einmitt að berjast um síðasta far- manninn innan nokkura ára ef þeir breyta ekki einstrengingslegri af- stöðu sinni í þessu mikilvæga máli. Breyt- inga er þörf, það held ég að allir séu sam- mála um, fordæmin era fyrir hendi allt í kringum okkur, aðeins spurningin hversu langt menn eru sam- mála um að ganga. I mínum augum er þetta ekki lengur bar- átta um að ná nokkram íslenskum kaupskipum undir ís- lenskan fána aftur. Sú barátta tapaðist fyrir mörgum áram vegna afskiptaleysis stéttar- félaga og stjórnvalda. Og sem af- leiðing þá hefur þetta því miður skilið eftir sig alvarlegt kynslóðabil hjá íslenskum farmönnum, jafnt undir- sem yfiimönnum. Og það sem meira er, engin nýsköpun hef- ur orðið í atvinnugreininni á íslandi í áratugi. Ég hef hinsvegar aldrei litið á þetta mál sem baráttu, heldur sem gullið viðskiptalegt sóknartækifæri fyrir ísland sem er í stöðugri leit að nýsköpun í atvinnulífinu. Hér er borðliggjandi tækifæri fyrir smá- ríki að ná sér í sneið af umsýslu- og skráningargjöldum kaupskipaflota heimshafanna, ef rétt er á málum haldið. En ef þetta á að takast, verða menn að vera opnari fyrir nýjungum og breytingum sem fel- ast í því að brjóta upp gamalt og því miður handónýtt viðskiptaum- Hér er borðleggjandi tækifæri fyrir smá- ríki, segir Sigurður Sigurgeirsson, að ná sér í sneið af um- sýslu- og skráningar- gjöldum kaupskipa heimshafanna. hverfi fyrir kaupskiparekstur. Föstudaginn 18. september nk. verður haldinn í Reykjavík kaup- skipastefna sem hlotið hefur nafnið „Maritime Reykjavik". Til þessa fundar hefur verið boðið fulltrúum frá nokkrum vel þekktum siglinga- þjóðum. Erindi sem flutt verða munu m.a. fjalla um reynslu Norð- manna af aukaskráningunni NIS (Norwegian International Ship Register) á tíu ára afmæli skrán- ingarinnar. Fulltrúi Breta mun ræða áhrif, framlag og mikilvægi kaupskiparekstrar til breska ríkis- búskapsins. Auk þess munu flytja erindi fulltrúar tveggja stærstu siglingaþjóða heims, n.t. frá Ba- hamaeyjum og Kýpur. Fundurinn verður öllum opinn og er það von mín að stjórnmálamenn, forustu- menn farmanna, jafnt sem farmenn sjálfir sjái sér fært að mæta og leggja orð í belg. Höfundur er skipamiðlari í London. Sigurður Sigurgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.