Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 12

Morgunblaðið - 23.06.1998, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ATBURÐIR kalda stn'ðsins eru enn áhrifavaldar í stjórnmálum margra ríkja, ekki síst þeirra sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og áhrifasvæði þein’a í Austur-Evrópu, segir Christian Ostermann, stjórn- andi Kaldastríðssöguverkefnis Woodrow Wilson-stofnunarinnar. Ostermann er væntanlegur hingað til lands í tengslum við ráðstefnuna um Norðurlöndin og kalda stríðið, sem haldin verður á Grand Hóteli í Reykjavík 24. til 27. júní. Ostermann hefur bæði þýskan og bandarískan ríkisborgararétt, ólst upp í Þýskalandi en hefur starfað í Washington. Hann er þekktur fyrir rannsóknh’ sínar á sögu Austur- Þýskalands í kalda stríðinu og hefur um árabil verið í tengslum við Kaldastríðssöguverkefnið en tók við stjórn þess fyrr á þessu ári. „Meginmarkmið Woodrow Wil- son-stofnunarinnar er að tengja heim stjórnmála og ákvarðanatöku við heim fræðimanna," segir Oster- mann. „Kaldastríðssöguverkefnið var sett á fót 1992 eftir hrun komm- únismans og Sovétríkjanna. Síðan þá hefur það haft forystu í rann- sóknum á skjalasöfnum í ríkjum Austur-Evrópu og fyrrverandi Sov- étríkjunum. Starfsemin er einkum þrenns konar; við gefum út tímarit með þýðingum á skjölum úr þessum söfnum, skipuleggjum ráðstefnur þar sem saman koma fræðimenn úr austi-i og vestri og loks styrkjum við nokkra unga fræðimenn frá fyrr- verandi kommúnistaríkjum." Höfðu Kínveijar áhrif á innrás- ina í Ungveijaland 1956? Sem dæmi um hvað rannsóknir á vegum Kaldastríðssöguverkefnisins séu taldar mikilvægar nefnir hann að forseti Ungverjalands var gest- gjafí ráðstefnu sem haldin var á vegum miðstöðvarinnar þar í landi. „Við höfum mjög góðar heimildir um fundi sovéska stjórnmálaráðsins frá árinu 1956 og getum því séð ná- kvæmleg þankagang og ákvarðanir Khrústsjovs. Við sjáum að 30. októ- ber hafði hann ákveðið að beita ekki hernaðaríhlutun gegn uppreisninni í Ungverjalandi. Degi síðar skipti hann um skoðun og innrásin hófst. Eitt af því merkilegasta sem komist hefur verið að eftir rannsóknir í skjalasöfnum er að kínversk sendi- nefnd var stödd í Moskvu á þessum tíma og tók þátt í fundum stjórn- málaráðsins. Spurningin er hvort nærvera hennar hafi haft afgerandi áhrif á endanlega ákvörðun Khrúst- sjovs.“ Samstöðuleiðtogar og komm- únistar við sama borð Ostermann segii- að rannsóknir á atburðum áranna 1980-1981 í Pól- landi geti haft bein áhrif á stjórn- málabaráttuna, því arftakar þeirra stjórnmálaafla sem tókust á þá, verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu og kommúnistflokksins, séu enn þær öflugustu í landinu. „A ráðstefnu sem við héldum í Póllandi í nóvember síðastliðnum fengum við saman á fund fyrrverandi stjórn- málaleiðtoga og fræði- menn og lögðum íyrir þá skjöl úr rússneskum, austui’-þýskum, pólsk- um og bandarískum skjalasöfnum sem ný- lega hefur fengist að- gangur að. Þá sátu við sama borð meðal ann- ars Jaruzelski hershöfð- ingi, sem gegndi stöðu forsætisráðherra 1981 og lét lýsa yfír herlög- um, Kúlíkov, þáverandi yfírhershöfðingi Var- sjárbandalagsins, Brzezinski, öryggis- málaráðgjafa Carters Bandaríkja- forseta, Pipes, helsti sérfræðingur Reaganstjórnarinnar í málefnum Sovétríkjanna, og ýmsir af forystu- mönnum Samstöðu, meðal annars Mazowiecki, sem varð forsætisráð- herra eftir fall kommúnista. Sam- tals voru við borðið fimm fyrrver- andi forsætisráðherrar Póllands. Þeir voru í fyrsta sinn að hittast all- ir saman til að ræða atburði áranna 1980-81. Margir voru efíns um að slíkur fundur gæti heppnast, en að honum loknum voru allir þátttak- endur ánægðir með árangurinn.“ Stefnum að auknum skilningi milli fyrrverandi andstæðinga Ostermann leggur áherslu á að Kaldastríðssöguverkefnið fylgi ekki neinni stjómmálastefnu. „Við stefn- um að auknum skiln- ingi milli fyrrverandi andstæðinga úr kalda stríðinu og segja má að þróun í átt til lýðræðis sé eitt af markmiðum okkar, í þeim skilningi að við viljum opna skjalasöfn og skýra forsendur stjómmálaá- kvarðana. í þessum til- gangi vinnum við náið með Skjalasafni þj óðaröryggismála [National Security Archive], sem er óháð rannsóknarstofnun með aðsetur við Geor- ge Washingtonháskóla sem einbeitir sér að því að fá að- gang að skjölum um bandaríska ut- anríkisstefnu með hjálp upplýsinga- laga.“ Ostermann segist telja að aukin þekking á atburðum kalda stríðsins muni auðvelda þegnum gömlu kommúnistaríkjanna í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjanna að aðlagast nýjum aðstæðum. Kaldastríðssöguverkefni Wood- row Wilson-stofnunarinnar ein- skorðast ekki við Austur-Evrópu og Sovétríkin. Mikill áhugi beinist nú að Asíu. „Skjalasöfn í Austur-Evrópu og Rússlandi eru tiltölulega opin en staða mála í Asíu er mun erfiðari. Mikill hluti af starfsorku okkar nú fer því í það að opna skjalasöfn í Víetnam, Kína og öðmm Asíulönd- um.“ Sem dæmi um þessa áherslu nefnir Ostermann stóra ráðstefnu sem haldin var í Hong Kong í byrj- un árs 1996. „Þetta var í raun í fyrsta sinn sem ný kynslóð kín- verskra fræðimanna gat skipst á skoðunum við fremstu fræðimenn Evrópu og Bandaríkjanna á sviði kalda stríðsins í Asíu.“ Upphaf Kóreu- stríðsins skýrt Þær rannsóknir síðustu ára á sögu kalda stríðsins í Asíu sem einna mesta athygli hafa vakið varða Kóreustríðið. „í opinberri heimsókn Jeltsíns Rússlandsforseta til Kóreu tók hann með sér sem vin- áttuvott skjöl sem vörðuðu þessa sögu úr skjalasafni forsetaembætt- isins í Moskvu, sem enn er að mestu leyti lokað fræðimönnum. Nú höf- um við því einstakar heimildir um bréfaskifti Stalíns, Maós og Kim-Il Sungs fyrir upphaf Kóreustríðsins. Það sem fram kemur þar gengur að mörgu leyti á skjön við þá mynd sem margir kínverskir leiðtogar gera sér af upphafi Kóreustríðsins og þar í landi er málið stjórnmála- lega viðkvæmt. Skjölin sýna mjög skýrt að það voru Norður-Kóreu- menn sem réðust gegn Suður- Kóreumönnum." Ostermann telur að Island muni hljóta aukið vægi í rannsóknum á næstunni, sérstaklega vegna þess að hafið er stórt rannsóknarverk- efni sem beinir sjónum að lokum kalda stríðsins, þar sem Reykjavík- urfundur Reagans og Gorbatsjovs gegndi lykilhlutverld. „Vegna fund- arins hefur Reykjavík ákveðið tákn- rænt gildi í þessum rannsóknum. Onnur ástæða er lega landsins miðja vegu milli höfuðborga gömlu risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Það er mikilvægt að fundir okkar séu á stöðum þar sem er eins konar jafnvægi, en séu ekki allir haldnir í Moskvu eða Was- hington." Ráðstefnan um Norðurlöndin og kalda stríðið Yiljum tengja heim fræði- manna og stjórnmálamanna Christian Ostermann Ráðstefna um sögu norðurslóða Staða Islands óljós eftir lok kalda stríðsins Framfarir í tækni og vísindum urðu gífurlegar á tímum kalda stríðsins og áhrifa þeirra gætti víða. Björn Ingi Hrafnsson ræddi við dr. Skúla Sig- urðsson vísindasagnfræðing, sem hélt erindi um ----y ■■ "■ 1 -------------- þátt Islands í þessari tæknibyltingu á ráðstefnu um sögu norðurslóða á dögunum. STAÐA þjóða á norðurhveli jarðar gjörbreyttist í seinni heimsstyrjöld- inni og á fyrstu árunum eftir hana. Hernaðarumsvif stórveldanna í kalda stríðinu höfðu þar mikil áhrif, því bættar samgöngur og nútíma- tækni gerðu svæðið byggilegra en áður og gætti áhrifa þessa ekki síst á íslandi. Þetta kom fram í máli dr. Skúla Sigurðssonar vísindasagn- fræðings, sem dvelur við Max Planck-vísindasögustofnunina í Berlín, en hann hélt erindi á ráð- stefnunni sl. föstudag. Að sögn Skúla hefur hann lengi velt fyrir sér þeim gríðarlegu um- skiptum sem urðu í tækni og vísind- um í kjölfar seinni heimsstyrjaldar- innar. „Ég hef á undanfórnum árum unnið að sögu rafvæðingar á ís- landi,“ segir hann. „Þar velti ég því fyrir mér hvernig tækniþróun verð- ur hér á norðurhveli jarðar og hvaða áhrif hún hefur.“ Að sögn Skúla var seinni heims- styrjöldin mikill örlagavaldur í sögu íslensku þjóðarinnar. „í kjölfar hennar urðu svo mikil umskipti, að það er heillandi viðfangsefni út frá sagnfræðilegu sjónarhorni að velta því fyrir sér hvernig á að segja sögu norðurslóða, þar með talið Islands. A skömmum tíma varð Island, sem taldist vera á hjara veraldar, skyndilega að miðdepli átakasvæða í heiminum. Skipalestir fóru fyrir sunnan og norðan land í stríðinu og við tók umferð kjarnorkukafbáta í kalda stríðinu." Skúli segir að Bandaríkjamenn hafi gerbreytt afstöðu sinni til vís- indarannsókna í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það varð í raun algjör kollsteypa á skömmum tíma. Gífurlegur áhugi vaknaði á hvers kyns tækni, ekki síst á sviði hermála, og þetta hafði gífurleg áhrif á allar rannsóknir. Fjármagn til þeirra margfaldaðist og vísinda- menn urðu eftirsóttari en áður.“ Hið nýja hlutverk íslands hefði þó líklega fengið skjótan endi, að mati Skúla, ef ekki hefði komið til kalda stríðið og vígbúnaðarkapp- hlaup stórveldanna. „Island varð aldrei aftur á hjara veraldar, enda varði hin stöðuga stríðsógn í um hálfa öld. Hins vegar má velta fyrir SOVÉSKIR kjarnorkukafbátar þurftu að sigla annaðhvort vestan eða austan við landið á leið suður á bóginn á Atlantshafi. sér stöðu íslands í dag, nú þegar kalda stríðinu er loldð. Var hér að- eins um óvenjulegt ástand að ræða, eða hefur heimsmyndin tekið varan- legum stakkaskiptum?“ Þríþættur kjarnorkuvígbúnaður Tækniframfarir í vígbúnaði komu fram í ýmsum myndum. Kjamorku- vígbúnaður varð þríþættur; eld- flaugar, flugvélar og kafbátar komu þar við sögu og hér á íslandi kannski einna mest kafbátarnir, enda erfiðast fyrir óvininn að granda þeim. Mikilvægi íslands fólst ekki síst í því, að sovéskir kjamorkukafbátar þurftu að sigla annaðhvort vestan eða austan við landið á leið sinni suður á bóginn á Atlantshafi. Þess vegna var hér komið fyrir gríðarlöngum hlustun- arstreng, GIUK-hliðinu, neðansjáv- ar beggja vegna landsins. Með hjálp strengsins var auðveldara að fylgj- ast með ferðum kafbátanna og þannig varð Island lykilsvæði, auk þess sem ratsjárstöðvar voru reist- ar víða um land. Kjamorkan varð hálfgert tísku- fyrirbæri á áranum kringum 1960. Skúli segir að menn hafi ætlað kjarnorkunni að leysa margvíslegan vanda. „Sem barn las ég greinar í National Geographic um þetta og heillaðist mjög. Þar var greint frá ferðum kjarnorkukafbáta undir norðurskautið. Þarna komu fram framtíðarsýnir, sem síðan virðast hafa snúist upp í andhverfu sína, samanber alls kyns geislavirkan úr- gang sem kjarnorkan hefur haft í fór með sér. Þær hafa mótað mjög rannsóknir og framfarir á sviði vís- inda og tækni í heiminum. Kannski hefði þessi uppbygging aldrei átt sér stað ef vígbúnaðarkapphlaupið hefði ekki komið til sögunnar. Sem eftirstríðsárabarn hefur mig lengi fyst að skilja þessi miklu umskipti, sem þarna urðu í heiminum á undraskömmum tíma.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.