Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGA Tónlistarskóli Bolungarvíkur Laus er til umsóknar staöa skólastjóra Tónlist- arskóla Bolungarvíkur frá og með 1. ágúst 1998 aö telja. Væntanlegir umsækjendur sendi umsókn til bæjarstjórans í Bolungarvík, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, fyrir 15. júlí 1998, þarsem m.a. skal greint frá menntun og fyrri störfum. Upplýsingar um starfið, skólann og sveitarfé- lagið gefur undirritaður í síma 456 7113, á venjulegum skrifstofutíma. Bolungarvík 19. júní 1998, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri. Leikskólakennarar eða annað uppeldismenntað starfsfólk, óskast til starfa við leikskólann Álfastein í Glæsibæjar- hreppi. Um er að ræða 50% stöðu f.h. og 60% stöðu e.h. frá og með 11. ágúst 1998. Einnig vantar okkur í hlutastarf um miðjan október 1998. Leikskólinn er staðsettur rétt fyrir utan bæjarmörk Akureyrar í mjög skemmtilegu um- hverfi sem hefur upp á margt að bjóða. Glæsibæjarhreppur rekur leikskólann og í hon- um eru 22 börn á aldrinum 1-6 ára. ÁÁIfasteini starfa 5 manns, þar af eru 2 leikskólakennarar. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 461 2624. Blikksmiðir/ járnsmiðir eða laghentir menn óskast til starfa hjá Blikksmiðnum hf., Malarhöfða 8, Reykjavík. Boðið er upp á bjartan og notalegan vinnustað og fjölbreytt blikksmíðaverkefni. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við verk- stjóra í síma 577 2727. LANDSPITALINN ...í þágu mannúðar og vísinda... Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á ýmsar deildir Landspítala frá 1. júlí. Hjúkrun á Landspítala erfjölbreytt og gefur tilefni til þroska og þróunar í starfi. Laun sam- kvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrun- afræðinga og ríkisins. Upplýsingar veita hjúkr- unarframkvæmdastjórar í síma 560 1300. LÖGMENN HÖFÐABAKKA HÖFÐABAKKI 9-112 REYKJAVÍK ■ SlMI 5871211 - FAX 567 1270 ■ arnason@skima.is Löglærður fulltrúi Starf löglærðsfulltrúa hjá Lögmönnum, Höfða- bakka, er laust til umsóknar. Þeir sem áhuga hafa sendi skriflegar starfsumsóknir, ásamt afriti prófskírteina til skrifstofu okkarfyrir 28. júní nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Lögmenn Höfðabakka. Laus staða deildarstjóra tölvudeildar LÍN Staða deildarstjóra tölvudeildar Lánasjóðs íslenskra námsmanna erlaus til umsóknar. Gerð er krafa um staðgóða reynslu af rekstri tölvukerf- is. Þekking á starfsemi LÍN er æskileg. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Deildarstjórinn er ábyrgurfyrir rekstri tölvukerfis sjóðsins. Laun taka mið af samningum sem fjár- málaráðherra hefur gert f.h. ríkisstofnana. Nánari upplýsingar veitir Lárus Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Lánasjóður íslenskra námsmanna. (slenskir Aðalverktakar hf. Lava hf. Húsasmiðir óskast. Húsasmiðir vanir móta- uppslætti óskast til starfa strax. Upplýsingar veittar í síma 420 4200. , , Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Kennarar — námsráðgjafar Kennara vantar við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Kennslugreinar eru tónmennt og heimilisfræði. Ennfremur er laus 1/2 staða námsráðgjafa. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 555 1546. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs Hafnarfirði. Næturvinna um helgar Upplagt með skólanum Óskum eftir fólki til að annast gæslu við leigu- bílastæðið í miðbæ Reykjavíkur um helgarnæt- ur. Lipurð og samskiptahæfni nauðsynleg. Umsækjendur hafi samband í síma 568 5575 á milli kl. 15.00 og 17.00 í dag. Bakaranemi Getum tekið bakaranema á samning nú þegar. Ef þú ert duglegur og áhugasamur og átt auðvelt með að vakna spemma á morgnana, hafðu þá samband við Óttar Sveinsson, í síma 533 3000. Dagbók lögreglunnar Fjölmenni í miðbænum Innbrot - þjófnaðir HELGIN gekk að mestu vel fyrir sig. Fjölmennt var í miðbænum, einkum aðfaranótt laugardags. A fimmta hundrað mál voru færð til bókunar. Höfð voru afskipti af á fimmta tug einstaklinga vegna ölv- unar á almannafæri og fjögur inn- brot voru tilkynnt til lögreglu. Þá voru 11 ökumenn kærðir vegna ölvunar við akstur og 74 vegna hraðaksturs. Tvær stúlkur á 16. ári komu á miðborgarstöð lögreglu að morgni sunnudags og kærðu líkamsáras sem þær höfðu orðið fyrir af kyn- systrum sínum skömmu áður. Ein stúlka sem talin er hafa staðið að baki árásinni var handtekin skömmu síðar og síðan sótt af móður sinni. Málið sætir frekari rannsókn. Karlmaður var aðstoðaður við að komast á slysadeild að morgni sunnudags eftir að hann sagðist hafa fallið í götuna og fengið skurð á höfuðið. Síðar kom ábending fram um að erlendar konur hefðu veitt manninum þessa áverka vegna kynna þeirra á einum veit- ingastaðnum í miðbænum. Piltur á tvítugsaldri var handtek- inn er hann hafði verið staðinn að því að vinna tjón á ökutæki lögreglu sem var í miðbænum. Hafði piltur- inn krotað ýmis ókvæðisorð á bak- hlið bflsins. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöð og fékk að gista fangageymslur auk þess sem hann má vænta sektar og bótakröfu frá lögreglu fyrir athæfi sitt. Ölvuð kona var handtekin að morgni sunnudags eftir að hún hafði brotið rúðu í hreinsunartæki sem var að störfum í miðbænum. Konan var vistuð á lögreglustöð. Konu, sem þekkt er fyrir brota- starfsemi, fannst tímabært að fá sér nýjar buxur á föstudaginn og fór því í fataverslun. Þar náði hún í nýja flík og gekk á braut. Að venju gekk hún að veitingahúsi þar sem hún þekkir vel til og settist að drykkju. Er lögreglan kom á stað- inn hafði konan haft einhverja hugmynd um að laganna verðir myndu reyna á ná af henni tali og brá sér því úr buxunum og henti í rusladall inni á veitingahúsinu. Konan var handtekin og vistuð í fangageymslu. A laugardag var lögreglu til- kynnt innbrot í fyrirtæki í vestur- bænum. Þar hafði verið brotin upp hurð og stolið tölvu og tengibúnaði auk skrautmuna. Á sunnudag barst lögreglu til- kynning um þjófnað á hljómflutn- ingstækjum úr heimahúsi. Þar reyndust þrír gestir í síðbúinni veislu hafa notað tækifærið er hús- ráðandi gekk til hvflu. Karlmaður var handtekinn við innbrot í fyrir- tæki í Armúla aðfaranótt mánu- dags. Hann var færður í fanga- geymslu. Umferðarmál - árekstrar - umferðarslys Um klukkan sex á föstudag varð árekstur tveggja ökutækja á Vest- urlandsvegi við Þverholt. Annar ökumanna hlaut áverka á höfði og hendi og var fluttur á slysadeild. Nokkurt eignatjón varð. Þá var árekstur tveggja ökutækja á Háa- leitisbraut við Kringlumýrarbraut að kvöldi föstudags. Annar öku- manna hlaut minniháttar áverka og var fluttur á slysadeild til að- hlynningar. Tvö ökutæki lentu í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um hádegisbil á sunnudag. Báðir ökumenn voru fluttir á spítala vegna óhappsins. Hraðakstur Ökumaður var stöðvaður á Höfðabakka við Stekkjarbakka um miðjan dag á fóstudag eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 106 km hraða þar sem 50 er hámarks- hraði. Ökumaður var fluttur á lög- reglustöð, sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði og gert að greiða 30 þúsund króna sekt. Um klukkan þrjú að morgni laugardags var ökutæki stöðvað á Vesturlandsvegi við Leirvogsá eft- ir að hafa mælst á 145 km hraða. Ekki þarf að taka fram að það er talsvert yfir leyfðum hámarks- hraða. Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum í einn mánuð og gert að greiða 20 þúsund krón- ur í sekt til ríkissjóðs. Fíkniefnamál Piltur á tvítugsaldri var handtek- inn við lögreglustöðina við Hlemm- torg og fannst í fórum hans brúnn moli sem ætlað er að sé hass. Pilt- urinn var fluttur á lögreglustöðina. Unglingamál Sjö unglingar voru færðir í at- hvarfið þessa helgina og svo sóttir þangað af forráðamönnum. Á fostudagskvöld stöðvaði lögreglan unglingagleðskap í Gnoðarvogi sem haldinn hafði verið þegar for- eldrar fóru úr bænum. Mjög al- gengt er að lögreglan verði að leysa upp skemmtanir sem haldn- ar eru þegar þannig stendur á og oftast án vitneskju foreldra. Annað Karlmaður kom í sölutum í austurborginni og olli þar tals- verðu tjóni er hann braut af- greiðsluborð. Ekki liggur ljóst fyr- ir hver ástæða þessarar framkomu mannsins er. Karlmaður var handtekinn að morgni sunnudags eftir að lög- reglu hafði borist tilkynning um að hann hefði ítrekað hent sér fyrir ökutæki á Skothúsvegi við Sóleyj- argötu. Vegna ástands mannsins og athæfis reyndist nauðugur einn kostur að vista hann í fanga- geymslu lögreglu. Þá vom höfð afskipti af tveimur piltum sem sigldu á Tjöminni á gúmmíbát að morgni sunnudags. Piltunum var sleppt að loknu tiltali lögreglu en báturinn fluttur á lög- reglustöð. Jónsmessu- næturganga í Viðey FJÓRÐA kvöldganga sumarsins verður um norðurströnd Heima- eyjarinnar og yfir á Vestureyna. Jafnframt er þetta Jónsmessunæt- urganga, því nóttin byrjar kl. 18. Jónsmessan er kennd við Jóhannes skírara, sem hér á landi var nefnd- ur Jón, og hann var einn af dýr- lingum klaustursins í Viðey, segir í fréttatilkynningu. Farið verður með Viðeyjarferj- unni kl. 20.30 úr Sundahöfn. Geng- ið verður frá kirkjunni, austur fyrir gamla túngarðinn og meðfram hon- um yfír á norðurströndina. Hún verður gengin vestur í Eiðishóla, en síðan verður farið um Eiðið, yfir á Vestureyna austanverða. Við rústir Nautahúsanna er steinn með áletran frá 1821 sem hefur hlotið nafnið Ástarsteinninn. Á vel við að skoða hann þetta kvöld. Gangan tekur um tvo tíma. Gjald er ferjutollurinn, sem er kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir böm. Vakin skal athygli á því, að ferð- ir til eyjarinnar hefjast nú daglega kl. 13 og að grillskálinn er öllum opinn frá kl. 13.30-16.30. Ennfrem- ur skal minnt á ljósmyndasýning- una í skólahúsinu, reiðhjólaleigu, hestaleigu og veitingar í Viðeyjar- stofu. Þess er ekki síst að geta, að vestan í Sjónarhólnum era hestar í girðingu og þeirra á meðal er ný- fætt folald, lítill foli, sem hefur ver- ið nefndur Viðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.