Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Sumarið er
tíminn...
Bubbi Morthens verður með tónleikaröð á
Kaffi Reykjavík í sumar þar sem hann tek-
ur fyrir eina plötu úr safni sínu og spilar í
bland nýtt efni. Rakel Þorbergsdóttir hitti
Bubba í sumarblíðunni í miðbænum.
BUBBI sat í hjólabuxum og
með vasadiskó fyrir utan
Kaffí Reykjavík, sportlegur
Og afslappaður þegar
blaðamaður ónáðaði hann. Hann
leikur um þessar mundir í söng-
leiknum Carmen Negra en næst-
komandi mánudag heldur hann
fyrstu tónleikana í fyrirhugaðri röð
þar sem veglegu plötusafni hans
verða gerð skil auk þess sem nýtt
efni mun hljóma á Kaffi Reykjavík.
Bubbi hefur ferðast á hverju ári vítt
og breitt um landið með tónleika-
hald en í ár eni það höfuðborgarbú-
ar sem eiga þess kost að hlusta á
kappann.
- Hvaðan kemur hugmyndin að
tónleikaröðinni?
„Hugmyndin er sprottin út frá því
að í fyrsta sinn á mínum ferli er ég
bundinn hér í borginni í sumar
vegna vinnu minnar í Islensku óper-
unni. A þessum árstíma er ég venju-
lega að spila á tónleikum úti á landi
og hef gert það í 18 ár. Mér leiðist
rosalega að vinna bara þrisvar til
fjórum sinnum í viku og til að brjóta
upp þessi leiðindi datt mér í hug að
halda tónleika í Reykjavík og velja
fremur óhefðbundna daga til þess.
Mánudagar og miðvikudagar eru
ekki dagar sem kaffihúsin eru alla
jafna að bjóða upp á einhverja
skemmtun og vonandi brýtur það
upp mynstrið.
Hugmyndin er að spila á kassagít-
ar og fyrsta kvöldið ætla ég að spila
lög af plötunni Isbjarnarblús og
bjóða upp á nýtt efni og_ fikra mig
svo áfram þegar á líður. Eg ætla að
spila í einn og hálfan klukkutíma og
hafa þetta hreina og klára tónleika.
Fólk getur komið á hlustað á mig
spila, segja sögur og spjalla. Það
getur slappað af og dmkkið kaffi
eða eitthvað létt. Ég er ekki
pöbbaspilari og kann ekki þá list. Ég
hef alltaf haldið tónleika og ætla
ekki að breyta út frá þeirri hefð.
Þetta er mjög spennandi verkefni og
fróðlegt að vita hvort þetta er
hægt.“
- Er til einhver fyrirmynd að
svona tónleikaröð þar sem ein plata
er tekin fyrir í einu?
„Það hlýtur eiginlega að vera. Það
sem er skemmtilegt við þetta er að
ég verð bara með kassagítarinn og
þar af leiðandi verður þetta fremur
frábrugðið öðrum tónleikum. Ef það
á að líkja þessu framtaki við eitt-
hvað eða einhvern má segja að ég sé
afsprengi af gömlu trúbadúrunum
eins og Bob Dylan og Neil Young
sem eru deyjandi tegund tónlistar-
manna. Þetta er kannski líka nokk-
urs konar andsvar við rokkkeyrsl-
unni og þeim hörðu hlutum sem eru
í gangi núna. Ég hef tröllatrú á
þessu tónlistarformi, sögunni og ein-
faldleikanum."
- Pað verður þá meira en tónlist í
boði?
„Já, ég hef haft þann sið í gegnum
tíðina að segja jafnvel sögur og vera
með smá spjall meðfram tónlistinni.
Það fer eftir því hvað ég nenni _að
gera og hvernig stemmningin er. Ég
hef til dæmis mikið rætt um siðferði
íslenskra stjórnmálamanna. Svo hef
ég líka rætt um hluti sem eru al-
mennt ekki ræddir opinberlega, eins
og typpastærð karlmanna og hvað
þeir eru uppteknir af henni. Það er
mjög misjafnt hvernig fólk tekur
þessum umræðum mínum og ég hef
lent í því að fólk hefur gengið út af
tónleikum hjá mér.“
- Er það orðið eitthvað sérstakt
markmið hjá þér að tala til fólks á
tónleikum?
„Já, ég lít svo á að ég hafi tæki-
færi til að segja hluti sem að öllu
jöfnu er ekki talað um á opinberum
vettvangi. Einn maður með gítar
getur haldið athyglinni í ákveðinn
tíma en svo þarf að brjóta tónleik-
ana upp. Fólk er búið að missa at-
hyglina eftir tíu lög ef þau eru spiluð
í einum rykk. Ég þarf að vita
hvenær ég á að stoppa og hvíla fólk-
fimmtud. 25. júní uppselt lau. 27. júní kl. 23 fimmtudag 2. júli
föstudag 26. júnf uppselt laus sæti föstudag 3. júli
lau. 27. júní kl. 20 uppselt sunnudag 28. júní laugardag 4 júlí
laus sæti
Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega.
Miðasala simi 551 1475.
Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir fró kl. 10 virka daga og fró kl. 13 um helgar.
SÖNGLEIKIR, LEIKRIT
OG KABARETTAR
Ingveldur Ýr og Gerrit
Þri. 23/6 kl. 20.30.
Miðasalan opin 12—18.
Sími í miðasölu 530 30 30
LEIKSKÓLINN sýnir ÞÆTTI ÚR
SUMARGESTUM
e. Maxím Gorkí
FYRIRHUGAÐAR SYNINGAR:
23. júni
25. júní
26. júní...
27. júní...
28. júní..
30. júní...
1. julí.
2. júlí.
.3. sýning
4. sýning
...5. sýning
...6. sýning
...7. sýning
...8. sýning
...9. sýning
.10. sýning
Sýningar hefjast kl. 20:00
Sýnter í LEIKHÚSINU Ægisgötu 7.
Miðaverðkr. 500,-
Mi&pantanir í síma: 561-6677 & 898-0207
milli kl. 16-19.
LEIKSKÓLINN
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BUBBI Morthens verður með tónleikaröð á Kaffi Reykjavík í sumar.
ið með því að fara yfir í eitthvað
annað. Þetta er ákveðið form sem
mér finnst mjög skemmtilegt, þetta
er fyrst og fremst gaman.“
- Ertu með einhvern ákveðinn
markhóp í huga?
„Nei, ég held að allir ættu að geta
notið þess að koma á tónleikana. A
síðustu tónleikum mínum í Borgar-
leikhúsinu var allt frá unglingum
upp í miðaldra fólk. Elsta mann-
eskjan á tónleikum hjá mér var 87
ára, ég held hún hafi verið frá Hrís-
ey, og sú yngsta var fjögurra mán-
aða. Hún svaf reyndar allan tím-
ann.“
- Er grundvöllur fyrir þessu tón-
leikaformi í borginni?
„Við vitum ekkert hvað við erum
að fara út í en ég tel að þetta tónlist-
arform vanti. Það er nóg af helg-
arglaumi og það er mín skoðun að
fólk geti vel hugsað sér að fara út í
tvo tíma og átt notalega kvöldstund í
miðri viku. Það er hefð fyrir ball-
markaðnum yfir sumartímann en
tónleikar á sumrin eru mjög sjald-
gæfir.“
- Að hverju ertu að vinna núna?
„Ég hef verið að vinna upp úr
vikivakahandritum frá 15. öld til 17.
aldar sem mér fmnst vera óplægður
akur. Þau gefa mikla möguleika. Ég
hef einnig verið að vinna með þulu-
formið sem mér finnst vanmetið. Ég
hef reynt að draga þuluna inn í nú-
tímann og notað hana við að gera
lög um óregluveröldina og eitur-
lyfjanotkun.
Þessi form eru ómæld náma og
arfur okkjir og ættu að nýtast næstu
kynslóð. íslenskir rapparar ættu að
geta nýtt sér þessi form og sjá
hvernig hægt er að nota tungumálið.
Það er mikill misskilningur að ekki
sé hægt að syngja eða rappa á ís-
lensku. Mér finnst skipta miklu máli
að gefin sé út tónlist sem er ein-
göngu ætluð fyrir innlendan mark-
að. Ég held að einhver verði að
sinna þessu og það eru mörg ár síð-
an ég ákvað að þetta væri mín deild.
Stjórnvöld ættu að taka við sér og
hjálpa til við að varðveita tunguna
með því að styrkja tónlistarmenn
sem vilja flytja á íslensku. Dægur-
tónlistin er öflugasta og bein-
skeyttasta listformið sem til er í dag
og ein greiðasta leiðin að fólki.“
- Er sumarið besti tíminn ?
„Já, mér líður aldrei eins vel og á
sumrin enda er ég sumarbarn og á
afmæli í júní. Mér finnst sumarið á
íslandi vera ævintýri líkast. Ég hef
búið erlendis og sumarið annars
staðar í Skandinavíu er allt annars
eðlis. Sumrið er svo stutt hérna og
það er varla hægt að tala um að við
eigum vor. Það er hin síbreytilega
birta sem við höfum og íslenska
náttúran sem vaknar þennan stutta
tíma. Fuglarnir, bíflugurnar, sætu
stelpurnar og allir krakkarnir í
bænum. Jú, mér finnst sumarið vera
tíminn."
Skemmtileg þvæla
Georg konungur skógarins
(George of the Jungle)
G a in a n iii y n il
★ ★★
Framleiðsla: Lou Arkoff. Leiksljdrn:
Sam Weisman. Handrit: Dana Olsen
og Audrey Wells. Kvikmyndataka:
Thomas E. Ackerman. Tónlist: Marc
Shaiman. 91 mfn. Bandarísk. Sam-
myndbönd, júni' 1998. Leyfð öllum
aldurshópum.
URSULA Stanhope er á ferð í
frumskóginum að skoða apa þegar
stæltur ofurtöffari steypir sér niður
úr trjánum og
bjargar henni frá
hungruðu
mannætuljóni.
Hetjan heitir Ge-
orge, týndist í flug-
slysi einhverjum
árum áður og var
alinn upp meðal
apanna. Hann hef-
ur vaxið og dafnað
þegar hér er komið sögu og stjórnar
konungsríki sínu - því hann
er auðvitað konungur dýr-
anna - með mildi, visku og
styrk. Ursula og George
heillast að vonum hvort af
öðru en það stendur ill-
skeyttara ljón en George á
að venjast í veginum, móðir hinnar
heittelskuðu.
„George of the Jungle" er góðlát-
leg háðsádeila á Tarsanmyndir allra
tíma og unnin upp úr samnefndri
teiknimyndaseríu frá 1967. Myndin
er afkvæmi Disney fyrirtækisins og
sækir sætt og fallegt yfirborðið frá
ættinni. Frásögnin er í sjálfu sér
engin nýjung, en húmorinn er bráð-
skemmtilegur og greinilegt að
menn hafa ekkert verið að taka
sjálfum sér of alvarlega við gerð
hennar. Persónur eru ýktar og ein-
faldar. Þetta kemur ekki að sök
heldur rennur vel saman við söguna
sem öll fer fram í ævintýraheimi
þar sem raunveruleikinn skiptir
minstu. Tæknilega er myndin í
hæsta gæðaflokki, enda framleidd
af einum ríkasta risa Hollywood.
Ekkert er heldur að leiknum eða
leikstjórninni, þótt lítið mæði
reyndar á leikurunum í einföldum
hlutverkum sínum. Hetjurnar eru
fallegar og góðar en skúrkarnir Ijót-
ir, vondir og vitlausir. Að flestu leyti
er hér á ferðinni hefðbundin Dis-
neymynd, miðuð við alla fjölskyld-
una. Hún leynir þó nokkuð á sér og
áhorfendur verða að fylgjast vel
með til að taka eftir öllu sem fram
fer. Það mikilvægasta sem hún hef-
ur fram yfir flestar myndir sinnar
ættar er þó einfaldlega það að hún
er skemmtilegri og á köflum
sprenghlægileg. I stuttu máli, ör-
ugg skemmtun fyrir alla fjölskyld-
una.
Guðmundur Ásgeirsson
MYNDBÖND