Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 68
Atvinnutryggingar
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Rennsli Tungnaár 1950-1988 og 1997-1998
Vika þar til uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinga rennur út
Reynt að leita
neyðarsamninga
SÍÐUSTU daga hafa yflrstjórnir
Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykja-
víkur rætt neyðarviðbrögð vegna yf-
irvofandi uppsagna hjúkinnarfræð-
inga. Meðal hugmynda er að semja
um neyðarþjónustu hjúkrunarfræð-
inga sem sagt hafa upp. „Hjúkrunar-
fræðingar eru ábyrg stétt og hún
skilur ekki sjúklinga sína eftir. En
fólkið kemur þó ekki inn nema á eig-
in forsendum," sagði Bergdís Krist-
jánsdóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri lyflækningasviðs Landspítala.
Þá hefur þriggja manna nefnd
ráðuneytisstjóra fjái’málaráðuneytis
og heilbrigðisráðuneytis ásamt hag-
stofustjóra rætt síðustu daga hvaða
leiðir unnt er að fara til að komast
hjá uppsögnum hjúkrunarfræðinga.
Verið er að reikna út kostnað við
hugsanlega samninga og ýmsar
vangaveltur lagðai1 fyrir ráðamenn.
Forstjórar, hjúkrunarforstjórar
og fleiri aðilar úr yfirstjórn stóru
spítalanna hafa hist reglulega síð-
ustu daga og vikur til að undirbúa
neyðaráætlun vegna uppsagnanna.
Bergdís Kristjánsdóttir segir útilok-
að að veita eðlilega þjónustu með
þeim hjúkrunarfræðingum sem
verða í starfi eftir 1. júlí. „Það er
ekki fræðilegur möguleiki að ná
nokkurri starfsemi með því fólki sem
við höfum, þetta er miklu stærra mál
en svo. Við gætum rekið nokkrar
legudeildir en ekki rekið neina
bráðaþjónustu," segir Bergdís.
Nefnir hún sem dæmi að á blóðskil-
unardeild, bráðamóttöku, vökudeild,
gjörgæslu og fleiri deildum vinni
hjúkrunarfræðingar svo sérhæfð
störf að aðrir gangi ekki í þau.
„Við eigum ekki annarra kosta völ
en leita til þeirra sem sagt hafa upp.
Hér verður algjör neyð ef við fáum
ekki fólk inn á einhveijum samning-
um,“ segir Bergdís og segir þá verða
gerða með samþykki yfirvalda. „Ég
get ekki ímyndað mér að nokkuð
muni standa í vegi fyrir því. Annars
værum við hreinlega að stofna sjúk-
lingum okkar í bráða lífshættu."
Höfðað til
ráðamanna
Bergdís sagðist vona að ráðamenn
þjóðarinnar gerðu sér grein fyrir
hversu alvarleg staðan væri. „Ég ef-
ast ekki um að hjúkrunarfræðingar
muni koma inn á sérstökum samn-
ingum og á sínum forsendum en ég
veit þó ekki í hversu miklum mæfi
það verður."
Gestur Þorgeirsson, formaður
læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavíkur,
og Tryggvi Ásmundsson, formaður
læknaráðs Landspítalans, sendu í
gær frá sér yfírlýsingu þar sem lýst
er yfir ótta um að neyðarástand
muni skapast á sjúki'ahúsunum á
fyrsta degi eftir að uppsagnir hjúkr-
unarfræðinga taki gildi.
I dag á að kveða upp dóm í Fé-
lagsdómi í máli sem Félag íslenskra
náttúrufi-æðinga vísaði til dómsins
vegna úrskurðarsamnings sem gerð-
ur var í vor. Oddamaður úrskurðar-
nefndar Sjúkrahúss Reykjavíkur og
Ríkisspítalanna ákvað í lok maí að
fresta úrskurði um vinnustaðasamn-
ing hjúkrunarfræðinga þar til dóm-
urinn hefði úrskurðað í máli náttúru-
fræðinganna.
■ Óttast neyðarástand/11
Þýskaland
Samherji
GmbH eykur
hlut sinn
í DFFU
SAMHERJI GmbH í Þýskalandi,
dótturfélag Samherja hf., hefur
fest kaup á 49,5% hlut í þýska út-
gerðarfyrirtækinu Deutsche Fisch-
fang Union KG (DFFU) í Cux-
haven í Þýskalandi. Fyrir átti Sam-
herji GmbH jafnstóran hlut í
DFFU og á því 99% í félaginu nú.
DFFU gerir út fjögur skip, þar
af þrjú eigin skip og eitt leiguskip.
A liðnu ári veiddu skipin 21.400
tonn en það sem af er árinu hafa
þau veitt um 24.000 tonn. Afla-
heimildir DFFU era í uppsjávar-
físki og bolfisktegundum; í Norður-
sjó, við Noreg, Svalbarða, Græn-
land, Færeyjar, Island og Kanada.
Astæðu kaupanna segir forstjóri
Samheija, Þorsteinn Már Bald-
vinsson, vera þá að þeir hafí fulla
trú á fyrirtækinu og að rekstur
þess falli vel að rekstri Samherja á
Islandi, bæði hvað varðar veiðar og
markaðssetningu afurða. Samherji
á allt hlutafé í Samherja GmbH.
■ Á nú 99%/18
Tvísýnar horfur
_ ívatnsbúskap
Lands virkjunar
MINNKANDI líkur eru á að Lands-
virkjun takist að fylla miðlunarlón
sín í haust vegna þurrka undanfai-ið.
Vatnsrennsli í ám landsins er nú með
minnsta móti og t.d. er vatnsrennsli
Tungnaár, einnar megináa Lands-
virkjunar, eins og það hefur minnst
orðið undanfarna áratugi. Að sögn
Halldórs Jónatanssonar, forstjóra
Landsvirkjunar, gæti komið til
skerðingar á afgangsorku og
ótryggðri orku frá Landsvirkjun ef
ekki rætist úr.
■■ Halldór segir að ekki sé hægt að
'segja til um horfur með neinni vissu
en minnkandi líkur séu á að það tak-
ist að fylla miðlunarlón Landsvirkjun-
ar í haust. Slíkt sé þó ekki útilokað ef
jökulbráðnun og úrkoma verði mikil
það sem eftir lifír sumars en lónin
fóru að mestu á mis við öll vorflóðin
vegna lítilla snjóa á hálendinu í vor.
„Hér er hins vegar að sjálfsögðu
mikil óvissa á ferðinni og ekki hægt
að segja til um það með neinni vissu
fyrr en síðla sumars hvernig staða
lónanna verður í upphafi miðlunar-
tímabilsins og hvort og eftir atvikum
hve mikið þurfi að koma til skerðing-
ar á afgangsorku og ótryggðri orku
frá Landsvirkjun," segir Halldór.
Rennsli Tungnaár í lágmarki
Guðmundur Ingi Asmundsson,
verkfræðingur og deildarstjóri Kerf-
isdeildar Landsvirkjunar, tekur
dæmi um lítið vatnsmagn af rennsli
Tungnaár, eins og meðfylgjandi línu-
rit sýnir, en Tungnaá er ein megináa
Landsvii-kjunar, fer í gegnum Sig-
öldu, Hrauneyjar og Búrfell. A línu-
ritinu sést rennsli árinnar það sem af
er þessu ári í samanburði við viðmið-
unarárin 1950-1988. Það sem af er
Á áfanga-
stað
HÓPUR flóttamanna frá
Júgóslaviu kom til Blönduóss
á sunnudag. Tekið var á móti
hópnum í félagsheimili Blöndu-
óss og fjölskyldum afhentir lykl-
ar að loknu borðhaldi. Zeljiko
Popovic og sonur hans Bosko eru
hér í þann mund að ganga inn á
nýtt heimili sitt en dóttir hans
Nikolina og eiginkonan Radmila
fylgja í humátt á eftir. Morgun-
blaðið fylgdist með fyrsta kvöldi
þeirra á nýjum stað.
* ■ Hugsuðum okkur/6
árinu hefur rennsli árinnar verið í
meðallagi mikið en svo dettur það
niður í lágmark undanfamar vikur
og er nú orðið jafnlítið og það hefur
minnst orðið á viðmiðunartímabilinu.
Guðmundur Ingi segir ekki vitað
hvaða afleiðingar þetta eigi eftir að
hafa af neinni nákvæmni vegna þess
hve rennslið sé háð mörgum stærð-
um, en þegar líða taki á haustið komi
það betur í ljós. Hann bendir hins
vegar á að í sumar sé búist við meiri
jökulbráðnun en í meðalári vegna
þess að jökullinn bráðni hraðar en
snjórinn sem var lítill á hálendinu
auk þess sem rennsli getur farið upp
fyrir meðalrennsli á aðeins einni
viku með mikilli úi'komu. En þessar
sveiflur í náttúrunni sé erfitt að sjá
fyrir og því ógjörningur að spá um
framhaldið.
Framkvæmdastjórn Landsvirkj-
unar kemur saman í dag og stjórn
hennar á fóstudag og verður fjallað
um ástand vatnsbúskapar og við-
brögð við því á fundunum.
Rennsli í
Tungnaá frá
sept. 1997
er nú með
400
350 rúmmetrará
300
250
200
150
100
50
0
sek.
Morgunblaðið/Ásdís
Islenskir
aðalverktakar
Lækkun á
hlutafé
samþykkt
Á HLUTHAFAFUNDI ís-
lenskra aðalverktaka hf. í gær
var samþykkt samhljóða að
lækka hlutafé félagsins um 800
milljónir króna eða úr 2.200 í
1.400 milljónir.
Lækkunarfjárhæðinni verð-
ur ráðstafað í samræmi við
hlutafjáreign og ríkið og
Landsbankinn, sem samtals
eiga 71% hlut í félaginu, fá
bróðurpart upphæðarinnar,
alls 591 milljón króna. Afgang-
urinn, 232 milljónir, skiptist
milli annarra hluthafa en þeir
eru 490 talsins eftir uppskipt-
ingu Sameinaðra verktaka.
Á hluthafafundinum kom
fram að það væri mat stjórnar
og sérfræðinga hennar að slík
lækkun væri eðlileg og muni
treysta grundvöll viðskipta
með hlutabréf félagsins á
markaði.
■ Ríkið /18
Vildu skoða
nektardans
í Stjórnar-
ráðinu
LÖGREGLAN þurfti á fóstu-
dagskvöldið að hafa afskipti af
þremur ölvuðum útlendingum
sem leituðu ákaft inngöngu í
Stjórnarráðshúsið við Lækjar-
götu. Þegar lögreglu bar að
gáfu mennirnir þá skýringu að
Islendingar sem þeir hefðu
hitt hefðu sagt þeim að í hús-
inu væri nektardansstaður.
Lögregluþjónarnir skýrðu
fyrir útlendingunum að húsið
gegndi öðru og virðulegra
hlutverki, og vísuðu þeim
rétta leið að skemmtistað sem
bauð upp á umrædda þjón-
ustu.