Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Mikill munur á tekjum og eign- um aldraðra ÞEGAR talað er um mál eldri borgara er orðum oftast hagað þannig að ætla mætti að þeir sem þessum þjóðfélagshóp tilheyra, búi við svipuð kjör. I skýrslu um aðstæður aldraðra á Islandi kemur hinsvegar í ljós að geysimikill munur er á tekjum hjá eldri borgurum, og tekju- dreifíng er ójafnari í hópi lífeyrisþega en hjá þeim sem yngri eru. Þetta eru stað- reyndir sem að mestu hefur verið horft fram- hjá í íslenskri stjórnmálaumræðu, en hljóta að setja enn meira mark sitt á málflutning jafnaðarmanna á næstunni en verið hefur. Jafnaðar- stefnan á jafnt erindi við aldraða og við þá sem yngri eru. Lakari staða á mörgum sviðum Skömmu fyrir þinglok var dreift á Alþingi skýrslu forsætisráðheira um stöðu eldri borgara, og eru að- stæður þeirra bomar saman við hag aldraðra í 22 öðrum löndum innan Efnahags- og framfarastofn- unar Evrópu (OECD), þar á meðal í öllum grannlöndum okkar. Skýrsl- an, sem er viðamesta úttekt af þessu tagi sem hefur verið gerð hér á landi, var tekin saman að tilhlut- an Þingflokks jafnaðarmanna og var greinarhöfundur íyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar. I skýrslunni kemur fram að gífurlegur munur er á tekjum eldri borgara hérlendis. Þannig er munurinn fjórfaldur á milli tekjuhæsta hóps eldri borgara og hins tekjulægsta. Hluti akh'aðra hefur mjög háar atvinnutekjur, há- ar fjármagnstekjur og á miklar eignir. Það gildir hins vegar ein- ungis um lítinn hluta þeirra. Tekju- dreifing er ójafnari í hópi lífeyrisþega en hjá þeim sem yngri eru. Enda þótt mönn- um hafi ekki orðið tíð- rætt um þennan kjara- mun þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart að afkomumögu- leikar aldraðra skuh vera ærið misjafnir. Skýrt kemur fram í skýrslunni _að staða aldraðra á Islandi er lakari á mörgum svið- um miðað við önnur lönd. Staða fullorðinna kvenna er mikið áhyggjuefni. Þær vinna miklu meira hér og lengur en í nágrannalöndum og víst er að þær bera fæstar mikið úr býtum á íslenskum vinnumarkaði. Þessu verður að breyta. Stjórnvöld hafa brugðist Ef skoðuð er atvinnuþátttaka hjá fólki eldra en 65 ára vinna 44% karla á þessum aldri hérlendis en vegið meðaltal 22 annarra landa er 14%. Munurinn er enn meiri hjá konum 65 ára og eldri. Hér vinna 30% þeirra úti en í 22 samanburð- arlöndum er hlutfallið 6%. Þannig er augljóst að eldra fólk vinnur hér mun meira og lengur en í grann- ríkjum. Skattbyrði og skuldir ellilífeyris- þega hafa aukist síðustu fimm árin. Hér þarf að skoða betur á hverjum þessi þróun bitnar helst og hvort brögð séu að því að verið sé að gera tekjulágt en sjálfbjarga fólk að bónbjargarfólki í miklum mæli? Það vekur sérstaka athygli í skýrslunni hve biðlistar eftir stofn- anavist eru langir. Tæplega 700 manns bíða nú eftir plássi og þar af eru 400 manns í brýnni þörf. Það er augljóst að hér hafa stjórnvöld brugðist. ÁgÚSt Einarsson Fnimkvæði jafnaðarmanna Undanfarin misseri hefur um- ræða um stöðu aldraðra langoftast verið að frumkvæði jafnaðar- manna, t.d. með gerð umræddrar skýrslu, tillögum í skattamálum aldraðra, tillöguflutningi um úr- bætur í heilbrigðismálum þeirra og um beina aðild aldraðra að stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Það er skylda stjórnvalda að búa öldruðum þann sess í samfélaginu að þeir haldi fullri sjálfsvirðingu og þurfi ekki að hafa afkomuáhyggjur. Stefna ríkisstjómar Davíðs Odds- sonar hefur verið óhagstæð öldr- uðu fólki og þeim sem eru að kom- ast á eftirlaunaaldur. Við skulum huga vel að því að elli- og örorkulífeyrir sem hlutfall af landsframleiðslu er lægri hérlendis en í flestum löndum OECD. Opin- ber útgjöld til elli- og örorkulífeyr- isþega eru miklu lægri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Fullorðnar íslenskar konur vinna miklu lengur en fullorðnar konur í nágrannalönd- unum, Fæstar bera þær mikið úr býtum og telur Agúst Einarsson það áhyggjuefni. Eldri borgarar á íslandi eru engar afætur á þjóðfélaginu og hafa skilað drjúgu æviverki sem við öll búum að. En það ber að var- ast í stjómmálaumræðu að tala um eldri borgara sem einn samstæðan hóp. Staða þeirra er mjög misjöfn. Sumir eldri borgarar hafa það mjög gott efnalega en stór hluti þeirra dregur fram lífið á lægri tekjum og nýtur lakari velferðar- þjónustu heldur en jafnaldrar þeirra í öðmm löndum. Hægt er að meta þjóðfélag eftir því hvemig það býr að öldmðum. Mælt á þann mælikvarða er mörgu ábótavant í okkar samfélagi, Sam- anburðurinn við 22 aðrar þjóðir sýnir að hér er verk að vinna í anda j afnaðar stefnunnar. Höfundur er alþingismaður íÞing- flnkki jafnaðarmanna. Sjúkt heil- brig'ðiskerfi Heilbrigðisstofnanir og starfsfólk þeirra, þar á meðal hjúkranarfræð- ingar (98% konur) hafa um árabil sætt kúgun og valdníðslu af hendi stjórnvalda í formi nið- urskurðar í heilbrigðis- kerfinu og lágra launa og það þrátt fyrir að hagtölur hafi sýnt góð- æri og aukin umsvif í þjóðfélaginu sbr. ræðu forsætisráðherra 17. júní sl. Afleiðing ríkj- andi ástands er að hjúkranarfræðingar forða sér til annarra starfa hérlendis eða er- lendis. Álagið eykst á þá sem eftir verða. Friðhelgi heimila hjúkran- arfræðinga er rofin með eilífu kvabbi um aukavaktir sem ekki tekst að manna. Það er dýrt fyrir skattgreiðendur að missa fag- menntað fólk úr landi. Er þjóðin almennt orðin svo sið- blind að það skipti engu máli hvert peningar skattgreiðenda renna? Menn verða að fara að átta sig á því að það er komin fram á sjónar- sviðið ný kynslóð kvenna, kvenna með ný viðhorf og meiri kröfur í takt við nýja tíma. Þetta er ungt fólk með mikla menntun og kröfur um viðhaldsmenntun vegna hinnar öra þróunar í hjúkranar- og lækna- vísindum. Stjórnvöld verða að skilja að þessum konum verður ekki boðið uppá þau kjör, sem mín kynslóð hefir sætt sig við. Kynslóð- ir hinna nægjusömu og lítillátu er á undanhaldi. Danir hafa áttað sig á þessu samkvæmt frétt sem birtist í Morgunblaðinu hinn 20. apríl síð- astliðinn. Þar segir að danska blað- ið Jyllandsposten hafi gert könnun er sýni að fyrirsjáanlegur skortur á hjúkranarfræðingum og kennurum verði á næstu 5 áram. Danir hafa bragðist við og ákveðið að hækka laun þessara starfstétta og hafa ákveðið að bjóða hjúki’unarfræð- ingum og kennurum hærri laun, farið í eins konar launastríð við fyrirtækþí einka- geiranum. Á sama tíma erum við að flæma þetta fagfólk í önnur störf eða jafn- vel úr landi. Áður en kom til uppsagna hjúkranarfræðinga 1. apríl sl. voru um það bil 4CM5 stöðugildi hjúkranarfræðinga ósetin af leyfðum stöðugildum á geð- deildum Landspítal- ans, sem sagt neyðar- ástand. Leyfð stöðu- gildi era samtals 128. Nú hafa 25 hjúkranarfræðingar sagt upp starfi og hætta 1. júlí. Hver maður / Eg vil gott heilbrigðis- kerfí, segír Hrönn Jónsdóttir, sem stend- ur undir nafni. með heilbrigða hugsun getur spáð í hvert framhaldið verður. Aukið streituálag á skjólstæð- inga og starfsfólk. Aukið ofbeldi. Veit hinn almenni borgari að sam- kvæmt rannsókn sem gerð var af FIH og Sókn á síðasta ári er meira ofbeldi gagnvart starfsfólki á sjúkrahúsum en gegn lögreglu. Þrátt fyrir mikla baráttu nýtur þetta starfsfólk engra trygginga eða áhættuþóknunar sem er lyg- inni líkast. Starfsfólk og heilbrigð- isstéttir má berja og bíta á þeirra eigin kostnað. Eins hafa rannsókn- ir sýnt, að heilsufar meðal hjúkrun- arfræðinga er lakara en meðal kvenna almennt. Vaktavinna og stöðugur þrýstingur um aukavakt- ir er heilsuspillandi og veldur rösk- un á einka- og fjölskyldulífi. Þess vegna era þeir peningar er fyrir slíka vinnu fást sannkallaðir blóð- Hrönn Jónsdóttir Flestir vilja sameig- inlegt framboð ÞESSA dagana fer fram mikil umræða innan Alþýðubandalagsins (ABL) um réttmæti þess að ganga til sameinlegs framboðs með öðram félagshyggjuöflum í næstu þing- kosningum. Skoðanir innan flokks- ins virðast vera mjög skiptar um málið, að minnsta kosti ef tekið er mið af magni umræðunnar. Á mið- stjórnarfundi flokksins nú á dögun- um komu fram nokkur skrifleg álit um málið. Ég stóð ásamt fimmtíu og tveimur öðram flokksmönnum að áliti sem hvatti til og rökstuddi sam- eiginlegt framboð. Úr þessum hópi voru fímm fulltrúar úr fram- kvæmdastjórn flokksins og um þrjátíu miðstjórnarmenn auk fjölda flokksmanna úr verkalýðshreyfing- unni. Auk þess kom fram samhljóða ályktun frá stjórn Verðandi, sam- taka ungs Alþýðubandalagsfólks og óháðra, sem studdi sameiginlegt framboð. Úr hinni áttinni vora lögð fram persónuleg bréf frá Ögmundi Jónassyni og Steingrími Sigfússyni þar sem þeir lýsa miklum efasemd- um gagnvart sameiginlegu fram- boði. Einnig var lagt fram sérálit Hjörleifs Guttormssonar úr einum málefnahópnum. Ennfremur voru lagðar fram hugleiðingar frá sex „ungliðum“ úr flokknum sem ég vil hvorki túlka með né á móti. Hvað segir þetta okkur? Sé tekið mið af fjölda orða eða síðna á mið- stjórnarfundinum gætu menn ályktað sem svo að veruleg andstaða sé gegn sameiginlegu framboði. Séu þeir tald- ir sem standa að þess- um ályktunum er niður- staðan auðvitað þveröf- ug. Einstaklingamir 52 hafa auðvitað mun víð- ari og almennari skírskotun til flokks- manna en persónuleg sérálit, jafnvel þótt ein- hvejir fleiri standi að þeim. Hver er styrkur þessara hópa innan flokksins? Það hafa aldrei farið fram at- kvæðagreiðslur um sameiginlegt framboð innan ABL, frekar en svo mörg önnur mál. Á landsfundi flokksins sl. vetur var fjallað um til- lögur um sameiginlegt framboð. Stór hópur ungs fólks, forystu- manna úr verkalýðshreyfingunni og fleiri, lagði þar fram tillögu sem hvatti eindregið til sameiginlegs framboðs. Ég er sannfærður um að fýrir þessari tillögu var mikill meirihluti á fund- inum, en um hana var ekki kosið. Við alþýðu- bandalagsmenn stönd- um jú saman. Tillög- unni var breytt til þess að ná samkomulagi og nú er hún túlkuð á mis- munandi hátt eftir því sem mönnum hentar. Styrkleikahlutföllin fengu ekki að koma í ljós á landsfundinum og málið var sett í farveg og ákvörðun frestað til aukalandsfundar. Eftir á að hyggja var þetta auðvitað ekki svo slæmt vegna þess að nú hefur málið verið rætt í þaula innan flokksins og ein- ungis á eftir að taka ákvörðun. Er mikill meirihluti innan ABL fyrir samfylkingu? Ég er sannfærður um að það er mikill meirhluti innan flokksins fyr- ir sameiginlegu framboði vinstri- manna. Þeir sem eru á þessari skoð- un hafa hins vegar ekki eins hátt og dreifa ekki eins miklum pappír og andstæðingarnir. Rökin fyrir sam- eiginlegu framboði eru skýr og ljós og ágreiningur milli þessara flokka Ari Skúlason er ekki eins mikill og af er látið. St- arfið í málefnahópum flokkanna gekk vel, en auðvitað varð það fyrir miklum töfum vegna sveitarstjóm- arkosninga og seinkunar á þinglok- um. Ég hlakka mikið til þess að fá einu sinni skýrar línur innan flokks- ins um spurningu eins og þessa. Málamiðlanir sem allir túlka út og suður ganga ekki til lengdar. Þær geta orðið til þess að minnihluti sem hefur hátt getur gíslað stóran meiri- hluta. Hvort það er þannig um þetta mál á eftir að koma í ljós. Þau öfl innan flokksins sem segjast vera rót- tækust, segir Ari Skúlason, styðja í raun þá gífurlegu eignatil- færslu sem orðið hefur hér á landi í gegnum kvótakerfið. Starfíð í málefnahópunum Fyrir miðstjórnarfundi ABL lágu niðurstöður þriggja málefnahópa. Fyrir flokkinn störfuðu í þessum hópum níu fulltrúar. Átta þeirra stóðu að sameiginlegum álitum. Að- eins einn, Hjörleifur Guttormsson, skilaði séráliti. Ég sat reyndar í sama hópi og Hjörleifur og á erfitt með að sjá í hverju ágreiningur hans við okkur hin felst. Hjörleifur hefur það mikla sérstöðu í íslenskri pólitík að hann lýsti nokkrum sinnum yfir andstöðu við afstöðu sem full sátt hafði orðið um á landsfundi ABL í vetur. Hjörleifur er því oft jafn mik- ið á móti því sem ÁBL vill og það sem sameiginlegt framboð kann að vilja. Það að átta af níu fulltrúum flokksins í þessu starfi skuli hafa getað náð sátt um málefnagrundvöll ætti að sýna hvert leiðin liggur. Sérstaða Alþýðubandalagsins I sumum greinargerðanna sem lagðar vora íyrir miðstjórnarfund flokksins á dögunum var gert mikið úr sérstöðu ABL. ABL er jú róttæk- ur vinstriflokkur með róttæka vinstristefnu. I þessu ljósi er einkar athyglisvert að enginn þessara aðila minnist á sjávarútvegsmál, ekki held- ur Steingn'mur Sigfússon, formaður Sjávarútvegsnefndar Alþingis. Þetta er athyglisvert, en kemur reyndar ekki á óvart. Margir flokks- menn hafa þannig spurt sig hvað áherslur þessara manna í sjávarút- vegsmálum hafí með róttæka vinstristefnu að gera. Raunveruleg- ur vilji flokksmanna í þessu máli hefur að mínu áliti aldrei fengið að koma fram. Þau öfl innan flokksins sem gjarnan segjast vera róttækust styðja í raun þá gífurlegu eignatil- færslu sem orðið hefur hér á landi í gegnum kvótakerfíð. Þegar beðið er um skýrar línur í pólitík þarf líka að fá skýrari línur í þessum málaflokki. Það tel ég að verði mun auðveldara í stórum jafnaðarmannaflokki en í litlum flokki eins og Alþýðubanda- laginu þar sem stefna meirihlutans hefur því miður ekki alltaf náð að koma fram. Höfundur situr í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.