Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ATBURÐIR kalda stn'ðsins eru enn áhrifavaldar í stjórnmálum margra ríkja, ekki síst þeirra sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og áhrifasvæði þein’a í Austur-Evrópu, segir Christian Ostermann, stjórn- andi Kaldastríðssöguverkefnis Woodrow Wilson-stofnunarinnar. Ostermann er væntanlegur hingað til lands í tengslum við ráðstefnuna um Norðurlöndin og kalda stríðið, sem haldin verður á Grand Hóteli í Reykjavík 24. til 27. júní. Ostermann hefur bæði þýskan og bandarískan ríkisborgararétt, ólst upp í Þýskalandi en hefur starfað í Washington. Hann er þekktur fyrir rannsóknh’ sínar á sögu Austur- Þýskalands í kalda stríðinu og hefur um árabil verið í tengslum við Kaldastríðssöguverkefnið en tók við stjórn þess fyrr á þessu ári. „Meginmarkmið Woodrow Wil- son-stofnunarinnar er að tengja heim stjórnmála og ákvarðanatöku við heim fræðimanna," segir Oster- mann. „Kaldastríðssöguverkefnið var sett á fót 1992 eftir hrun komm- únismans og Sovétríkjanna. Síðan þá hefur það haft forystu í rann- sóknum á skjalasöfnum í ríkjum Austur-Evrópu og fyrrverandi Sov- étríkjunum. Starfsemin er einkum þrenns konar; við gefum út tímarit með þýðingum á skjölum úr þessum söfnum, skipuleggjum ráðstefnur þar sem saman koma fræðimenn úr austi-i og vestri og loks styrkjum við nokkra unga fræðimenn frá fyrr- verandi kommúnistaríkjum." Höfðu Kínveijar áhrif á innrás- ina í Ungveijaland 1956? Sem dæmi um hvað rannsóknir á vegum Kaldastríðssöguverkefnisins séu taldar mikilvægar nefnir hann að forseti Ungverjalands var gest- gjafí ráðstefnu sem haldin var á vegum miðstöðvarinnar þar í landi. „Við höfum mjög góðar heimildir um fundi sovéska stjórnmálaráðsins frá árinu 1956 og getum því séð ná- kvæmleg þankagang og ákvarðanir Khrústsjovs. Við sjáum að 30. októ- ber hafði hann ákveðið að beita ekki hernaðaríhlutun gegn uppreisninni í Ungverjalandi. Degi síðar skipti hann um skoðun og innrásin hófst. Eitt af því merkilegasta sem komist hefur verið að eftir rannsóknir í skjalasöfnum er að kínversk sendi- nefnd var stödd í Moskvu á þessum tíma og tók þátt í fundum stjórn- málaráðsins. Spurningin er hvort nærvera hennar hafi haft afgerandi áhrif á endanlega ákvörðun Khrúst- sjovs.“ Samstöðuleiðtogar og komm- únistar við sama borð Ostermann segii- að rannsóknir á atburðum áranna 1980-1981 í Pól- landi geti haft bein áhrif á stjórn- málabaráttuna, því arftakar þeirra stjórnmálaafla sem tókust á þá, verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu og kommúnistflokksins, séu enn þær öflugustu í landinu. „A ráðstefnu sem við héldum í Póllandi í nóvember síðastliðnum fengum við saman á fund fyrrverandi stjórn- málaleiðtoga og fræði- menn og lögðum íyrir þá skjöl úr rússneskum, austui’-þýskum, pólsk- um og bandarískum skjalasöfnum sem ný- lega hefur fengist að- gangur að. Þá sátu við sama borð meðal ann- ars Jaruzelski hershöfð- ingi, sem gegndi stöðu forsætisráðherra 1981 og lét lýsa yfír herlög- um, Kúlíkov, þáverandi yfírhershöfðingi Var- sjárbandalagsins, Brzezinski, öryggis- málaráðgjafa Carters Bandaríkja- forseta, Pipes, helsti sérfræðingur Reaganstjórnarinnar í málefnum Sovétríkjanna, og ýmsir af forystu- mönnum Samstöðu, meðal annars Mazowiecki, sem varð forsætisráð- herra eftir fall kommúnista. Sam- tals voru við borðið fimm fyrrver- andi forsætisráðherrar Póllands. Þeir voru í fyrsta sinn að hittast all- ir saman til að ræða atburði áranna 1980-81. Margir voru efíns um að slíkur fundur gæti heppnast, en að honum loknum voru allir þátttak- endur ánægðir með árangurinn.“ Stefnum að auknum skilningi milli fyrrverandi andstæðinga Ostermann leggur áherslu á að Kaldastríðssöguverkefnið fylgi ekki neinni stjómmálastefnu. „Við stefn- um að auknum skiln- ingi milli fyrrverandi andstæðinga úr kalda stríðinu og segja má að þróun í átt til lýðræðis sé eitt af markmiðum okkar, í þeim skilningi að við viljum opna skjalasöfn og skýra forsendur stjómmálaá- kvarðana. í þessum til- gangi vinnum við náið með Skjalasafni þj óðaröryggismála [National Security Archive], sem er óháð rannsóknarstofnun með aðsetur við Geor- ge Washingtonháskóla sem einbeitir sér að því að fá að- gang að skjölum um bandaríska ut- anríkisstefnu með hjálp upplýsinga- laga.“ Ostermann segist telja að aukin þekking á atburðum kalda stríðsins muni auðvelda þegnum gömlu kommúnistaríkjanna í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjanna að aðlagast nýjum aðstæðum. Kaldastríðssöguverkefni Wood- row Wilson-stofnunarinnar ein- skorðast ekki við Austur-Evrópu og Sovétríkin. Mikill áhugi beinist nú að Asíu. „Skjalasöfn í Austur-Evrópu og Rússlandi eru tiltölulega opin en staða mála í Asíu er mun erfiðari. Mikill hluti af starfsorku okkar nú fer því í það að opna skjalasöfn í Víetnam, Kína og öðmm Asíulönd- um.“ Sem dæmi um þessa áherslu nefnir Ostermann stóra ráðstefnu sem haldin var í Hong Kong í byrj- un árs 1996. „Þetta var í raun í fyrsta sinn sem ný kynslóð kín- verskra fræðimanna gat skipst á skoðunum við fremstu fræðimenn Evrópu og Bandaríkjanna á sviði kalda stríðsins í Asíu.“ Upphaf Kóreu- stríðsins skýrt Þær rannsóknir síðustu ára á sögu kalda stríðsins í Asíu sem einna mesta athygli hafa vakið varða Kóreustríðið. „í opinberri heimsókn Jeltsíns Rússlandsforseta til Kóreu tók hann með sér sem vin- áttuvott skjöl sem vörðuðu þessa sögu úr skjalasafni forsetaembætt- isins í Moskvu, sem enn er að mestu leyti lokað fræðimönnum. Nú höf- um við því einstakar heimildir um bréfaskifti Stalíns, Maós og Kim-Il Sungs fyrir upphaf Kóreustríðsins. Það sem fram kemur þar gengur að mörgu leyti á skjön við þá mynd sem margir kínverskir leiðtogar gera sér af upphafi Kóreustríðsins og þar í landi er málið stjórnmála- lega viðkvæmt. Skjölin sýna mjög skýrt að það voru Norður-Kóreu- menn sem réðust gegn Suður- Kóreumönnum." Ostermann telur að Island muni hljóta aukið vægi í rannsóknum á næstunni, sérstaklega vegna þess að hafið er stórt rannsóknarverk- efni sem beinir sjónum að lokum kalda stríðsins, þar sem Reykjavík- urfundur Reagans og Gorbatsjovs gegndi lykilhlutverld. „Vegna fund- arins hefur Reykjavík ákveðið tákn- rænt gildi í þessum rannsóknum. Onnur ástæða er lega landsins miðja vegu milli höfuðborga gömlu risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Það er mikilvægt að fundir okkar séu á stöðum þar sem er eins konar jafnvægi, en séu ekki allir haldnir í Moskvu eða Was- hington." Ráðstefnan um Norðurlöndin og kalda stríðið Yiljum tengja heim fræði- manna og stjórnmálamanna Christian Ostermann Ráðstefna um sögu norðurslóða Staða Islands óljós eftir lok kalda stríðsins Framfarir í tækni og vísindum urðu gífurlegar á tímum kalda stríðsins og áhrifa þeirra gætti víða. Björn Ingi Hrafnsson ræddi við dr. Skúla Sig- urðsson vísindasagnfræðing, sem hélt erindi um ----y ■■ "■ 1 -------------- þátt Islands í þessari tæknibyltingu á ráðstefnu um sögu norðurslóða á dögunum. STAÐA þjóða á norðurhveli jarðar gjörbreyttist í seinni heimsstyrjöld- inni og á fyrstu árunum eftir hana. Hernaðarumsvif stórveldanna í kalda stríðinu höfðu þar mikil áhrif, því bættar samgöngur og nútíma- tækni gerðu svæðið byggilegra en áður og gætti áhrifa þessa ekki síst á íslandi. Þetta kom fram í máli dr. Skúla Sigurðssonar vísindasagn- fræðings, sem dvelur við Max Planck-vísindasögustofnunina í Berlín, en hann hélt erindi á ráð- stefnunni sl. föstudag. Að sögn Skúla hefur hann lengi velt fyrir sér þeim gríðarlegu um- skiptum sem urðu í tækni og vísind- um í kjölfar seinni heimsstyrjaldar- innar. „Ég hef á undanfórnum árum unnið að sögu rafvæðingar á ís- landi,“ segir hann. „Þar velti ég því fyrir mér hvernig tækniþróun verð- ur hér á norðurhveli jarðar og hvaða áhrif hún hefur.“ Að sögn Skúla var seinni heims- styrjöldin mikill örlagavaldur í sögu íslensku þjóðarinnar. „í kjölfar hennar urðu svo mikil umskipti, að það er heillandi viðfangsefni út frá sagnfræðilegu sjónarhorni að velta því fyrir sér hvernig á að segja sögu norðurslóða, þar með talið Islands. A skömmum tíma varð Island, sem taldist vera á hjara veraldar, skyndilega að miðdepli átakasvæða í heiminum. Skipalestir fóru fyrir sunnan og norðan land í stríðinu og við tók umferð kjarnorkukafbáta í kalda stríðinu." Skúli segir að Bandaríkjamenn hafi gerbreytt afstöðu sinni til vís- indarannsókna í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það varð í raun algjör kollsteypa á skömmum tíma. Gífurlegur áhugi vaknaði á hvers kyns tækni, ekki síst á sviði hermála, og þetta hafði gífurleg áhrif á allar rannsóknir. Fjármagn til þeirra margfaldaðist og vísinda- menn urðu eftirsóttari en áður.“ Hið nýja hlutverk íslands hefði þó líklega fengið skjótan endi, að mati Skúla, ef ekki hefði komið til kalda stríðið og vígbúnaðarkapp- hlaup stórveldanna. „Island varð aldrei aftur á hjara veraldar, enda varði hin stöðuga stríðsógn í um hálfa öld. Hins vegar má velta fyrir SOVÉSKIR kjarnorkukafbátar þurftu að sigla annaðhvort vestan eða austan við landið á leið suður á bóginn á Atlantshafi. sér stöðu íslands í dag, nú þegar kalda stríðinu er loldð. Var hér að- eins um óvenjulegt ástand að ræða, eða hefur heimsmyndin tekið varan- legum stakkaskiptum?“ Þríþættur kjarnorkuvígbúnaður Tækniframfarir í vígbúnaði komu fram í ýmsum myndum. Kjamorku- vígbúnaður varð þríþættur; eld- flaugar, flugvélar og kafbátar komu þar við sögu og hér á íslandi kannski einna mest kafbátarnir, enda erfiðast fyrir óvininn að granda þeim. Mikilvægi íslands fólst ekki síst í því, að sovéskir kjamorkukafbátar þurftu að sigla annaðhvort vestan eða austan við landið á leið sinni suður á bóginn á Atlantshafi. Þess vegna var hér komið fyrir gríðarlöngum hlustun- arstreng, GIUK-hliðinu, neðansjáv- ar beggja vegna landsins. Með hjálp strengsins var auðveldara að fylgj- ast með ferðum kafbátanna og þannig varð Island lykilsvæði, auk þess sem ratsjárstöðvar voru reist- ar víða um land. Kjamorkan varð hálfgert tísku- fyrirbæri á áranum kringum 1960. Skúli segir að menn hafi ætlað kjarnorkunni að leysa margvíslegan vanda. „Sem barn las ég greinar í National Geographic um þetta og heillaðist mjög. Þar var greint frá ferðum kjarnorkukafbáta undir norðurskautið. Þarna komu fram framtíðarsýnir, sem síðan virðast hafa snúist upp í andhverfu sína, samanber alls kyns geislavirkan úr- gang sem kjarnorkan hefur haft í fór með sér. Þær hafa mótað mjög rannsóknir og framfarir á sviði vís- inda og tækni í heiminum. Kannski hefði þessi uppbygging aldrei átt sér stað ef vígbúnaðarkapphlaupið hefði ekki komið til sögunnar. Sem eftirstríðsárabarn hefur mig lengi fyst að skilja þessi miklu umskipti, sem þarna urðu í heiminum á undraskömmum tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.