Morgunblaðið - 23.06.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 23.06.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1998 25 ERLENT Möguleiki á þjóðaratkvæði í Israel um Vesturbakkann Jerúsalem. Reuters. ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA í ísrael um frekari brottflutning her- námsliðs frá landsvæðum á Vestur- bakkanum gæti orðið til þess að tefja fyrir því svo mánuðum skipti að Pa- lestínumönnum verði afhent meira land, svo sem kveðið er á um í samn- ingum. Þetta sögðu embættismenn og fréttaskýrendur í gær. Fulltrúar í dómsmálaráðuneyti Israels komu þá saman til fundar til þess að ræða lagalegar hliðar og framkvæmdaatriði slíkrar atkvæða- greiðslu, en í síðustu viku sagði Benjamin Netanyahu forsætisráð- herra að til greina kæmi að efna til hennar. Israelar áttu, samkvæmt samningum, að afhenda Palestínu- mönnum meira land á Vesturbakkan- um á síðasta ári, en ekki hefur orðið af því. Borgarmörk Jerúsalem færð út ísraelsstjórn ákvað á sunnudag að fylgja eftir áætlun um að færa út borgarmörk Jerúsalem, og styrkja tengsl borgarinnar við landnáms- svæði gyðinga á Vesturbakkanum. Akvörðunin hefur vakið harkaleg mótmæli alls staðar, frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, Palestínu- mönnum, Evrópusambandinu og Eg- yptum. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Israels, sagði að áætiunin fæli hvorki í sér breytingu á stöðu borg- arinnar né gengi hún gegn ákvæðum bráðabirgðasamkomulags Israela og Palestínumanna er kennt er við Ósló. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sagði áætlunina jafnast á við að „stríði sé lýst á hend- ur Palestínumönnum í Jerúsalem". Samkvæmt áætluninni mun borgin verða stækkuð í vestur, innan núver- andi landamæra Israels, og yflrum- dæmi borgarinnar mun fá stjórnun- arvald í nærliggjandi bæjum gyð- inga, þ.á m. nokkrum á Vesturbakk- anum. Netanyahu sagði markmiðið 1' allt sumar MÁLNINGARDAGAR Viðurkcmid vörumerki Innimáliiiiig: SKIN 10 4 Ltr. Verð frákr. 2.842.- PLÚS10 4 Ltr. Verð frá kr. 2.540.- Útimálning: STEINTEX 4 Ltr. Verð frá kr. 2.807.- 10 Ltr. Verð frá kr. 6.595.- Viðarvöm: KJÖRVARI 4 Ltr. Verð frá kr. 2.717.- Takið teikningar með. Við reiknum eínisþörllna Öll málningaráhöld á hagstæmi verði. Gæti tafíð frekara um mánuði afsal vera m.a. að styrkja stöðu gyðinga í borginni. Bandaríska utanríkisráðu- neytið sagði fyrir helgi að í hug- myndum Israela um að fylgja áætl- uninni fælist ögnin þar sem tilraunir Bandaríkjamanna til að þoka friðar- umleitunum af stað væru á við- kvæmu stigi. Evrópusambandið lýsti áhyggjum vegna „áætlana sem munu hafa áhrif á jafnvægi í búsetu á Jer- úsalemsvæðinu". Amr Moussa, utan- ríkisráðherra Egyptalands, sagði þetta „enn eina ögrun“ Israela við arabaheiminn og allan umheiminn. Israelar hertóku austurhluta Jer- úsalem í sexdagastríðinu 1967 og inn- limuðu hann síðan í ríkið, sem hluta af „eilífri höfuðborg" sinni. Innlimun austurhluta Jerúsalem í Israelsríki hefur ekki verið viðurkennd á al- þjóðavettvangi. Palestínumenn ætla Austur-Jerúsalem að verða höfuð- borg framtiðaiTÍkis síns. Erkat sagði áætlun ísraela ganga í berhögg við bráðabirgðasamninga sem kvæðu á um að staða borgarinnar skuli rædd í lokakafla samningaviðræðna sem á að ljúka á næsta ári. Netanyahu sagði á sunnudag að það væri fráleitt að túlka ákvarðanir stjórnvalda um áætlunina sem póli- tískar. „Þær eru það ekki, og ég held að það standi friðarumleitunum fyrir þrifum ef einhver lætur telja sér trú um slíka vitleysu." Sheikh Ahmed Yassin, stofnandi Hamas-samtaka múslíma, kom til Egyptalands í gær þar sem hann mun verða undir læknishendi. Hann var fluttur á sjúkrahús skammt frá flugvellinum í Kaíró, að því er örygg- issveitaliðar greindu frá. Ekki er vitað hversu lengi Yassin verður í Egyptalandi. Hann hefur dvalið í Súdan síðan 29. maí. Net- anyahu sagði í síðustu viku að Israel- ai' myndu ekki standa í vegi fyrir því að Yassin færi til Gaza, þar sem hann á heima, að loknu fjögurra mánaða ferðalagi um arabaríki. PRINCE POLO Ennþá stærra Prince Polo fyrir ákaflega hamingjusama íslendinga! Dreifing: ÁSBJÖRN ÓLAFSSON Sími: 588 7900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.