Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 5
FRÉTTIR
Gömul hús fá ný hlutverk á Djúpavogi
Menningarmið-
stöð í Löngubúð
Eftir endurbætur er Langabúð, elsta húsið á
Djúpavogi, komin í hlutverk menningarmið-
stöðvar. Hildur Gróa Gunnarsdóttir skoðaði húsið
og fræddist um frekari áform um endurbyggingu
gamalla húsa á Djúpavogi.
FÁNINN dreginn að húni við Löngnbúð sem sómir sér vel í nýju hlutverki sem
menningarmiðstöð.
LANGABÚÐ er elsta hús á Djúpavogi og
jafnframt eitt elsta verslunarhús landsins og
hefur m.a. gegnt hlutverki vörugeymslu og
sláturhúss. Hún var opnuð í fyrrasumar eftir
miklar endurbætur sem menningarmiðstöð
Djúpavogshrepps. Langabúð var byggð í nú-
verandi mynd um 1850 og var þá reist á
grunni eldra húss, en elstu bitamir í húsinu
eru taldir vera frá 1742.
Tekið var til við endurbygginguna 1985.
Verkið var kostnaðarsamt og segir Olafur
Ragnarsson sveitarstjóri kostnaðinn við end-
urbygginguna um 60 milljónir, sveitarfélagið
hafi greitt 31 milljón og styrkir hafí fengist
frá ýmsum aðilum t.d. menntamálaráðuneyti,
Húsfriðunarsjóði, Þjóðhátíðarsjóði og Alþingi.
Starfsmenn Minjaverndar og Húsfriðunar-
nefndar ríkisins hafi svo haldið utan um end-
urbæturnar.
Hótel verður Ráðhús
Að sögn Ólafs er markvisst stefnt að því
að halda gömlum húsum á Djúpavogi við og
gefa þeim nýtt hlutverk. Þegar hafí verið
hafist handa við endurreisn Geysis, sem er
hús frá því um aldamót. „Það var byggt sem
hótel og þar var verslun um tíma en húsið
hefur verið í niðurníðslu undanfarið. Ég tel
þessi gömlu hús tilheyra sögu staðarins og
nú er stefnt að því að Geysir verði ráðhús
hreppsins strax á næsta ári,“ segir Ólafur og
bætir við að fleira sé í deiglunni. „I gamla
verslunarstjórahúsinu er t.d. verið að koma
upp safnaðstöðu fyrir skólann, bóka-, dýra-
og steinasafni.“
Safn Ríkarðs Jónssonar
í Löngubúð er nú safn Ríkarðs Jónssonar
myndhöggvara og myndskera, en hann er af
þessum slóðum. Erfingjar Ríkarðs ánöfnuðu
Djúpavogshreppi öll listaverk hans og áhöld
sem voru á vinnustofu hans á Grundarstíg 15
í Reykjavík. í safninu eru m.a. brjóstmyndir
og lágmyndir af samtíðarmönnum Ríkarðs
og ýmsir útskurðarmunir, þeirra þekktastur
er líklega sveinsstykki Ríkarðs, sem er út-
skorin spegilumgjörð úr mahóní. Um út-
skurðinn verður fátt annað sagt en sjón er
sögu ríkari.
Veggir safnsins í Löngubúð eru blámálaðir
í sama lit og vinnustofa Ríkarðs var og í einu
horninu hefur verið komið upp vinnuborði
hans og verkfærum svo helst lítur út fyrir að
listamaðurinn hafi rétt brugðið sér frá.
Morgunblaðið/RAX
VINNUSTOFA listamannsins Rfkarðs
Jónssonar.
Veggjakrot frá 19. öld
A lofti Löngubúðar er haldið til haga ýms-
um forvitnilegum munum. Þar má m.a. sjá
gömul útvarpstæki, gamlar myndavélar,
gamla búðarkassa, allskyns áhöld og gamla
kvikmyndasýningavél. Ólafur segir sýninga-
vélina hafa gengið fram undir 1970 uppi í
Neista, samkomuhúsi Ungmennafélagsins og
ýmislegt af gamla dótinu sé í lagi. Því til sönn-
unar kveikir hann á einu útvarpstækinu, en á
því næst færeysk útvarpsstöð við rétt skilyrði.
A timbrinu uppi á lofti má sjá nöfn og ártöl
verslunarmanna og fleiri Djúpavogsbúa í ár-
anna rás, allt frá 19. öld. Á loftinu er líka göm-
ul kista sem geymdi sykur, kaffi, rúsínur og
fleira í langri verslunarsögu Djúpavogs. Ólaf-
ur segir ætlunina að skrá munina á loftinu og
koma þar upp skipulagðri sýningu.
Minjar og handverk
I Löngubúð er einnig minningarstofa Ey-
steins Jónssonar sem var þingmaður austur-
landskjördæmis og ráðherra um árabil. Af-
komendur Eysteins gáfu Djúpavogshreppi
muni sem tilheyrðu skrifstofu Eysteins sem
hann hafði á heimili sínu allan sinn starfsferil.
Skrifstofa Eysteins er endursköpuð með
mununum í Ráðherrastofu Löngubúðar.
I húsinu er líka handverkssala og kaffihús.
Kvennasmiðjan, hópur kvenna á Djúpavogi,
sér um daglegan rekstur Löngubúðar. Frá
þeim kemur einnig mikið af handverkinu sem
til sölu er, lopapeysur og minjagripir úr ull og
gæru.
TOFRAR
THAILANDS
á besta árstíma, 1-4 vikur á verði lægra en
Kanaríeyjar, byggt á lægstu fargjöldum
bestu flugfélaga og hótelsamningum
Heimsklúbbsins, 4-5 stjörnu.
Forkynning og sala vetrarferða
Ársal Hótel Sögu fimmtud. 16. júlí kl. 20.30
Kvikmynd frá heillandi stöðum, undraverðu Thailandi:
Bangkok, mesta gleðiborg Austurlanda og
ódýrasta verslunarborg heimsins,
t.d. fatnaður, listmunir, gjafir
Pattaya, gestrisni og golfparadís
Chiang Mai, draumfögur, dulúðug og full af list
Phuket, perlan í Andaman-hafi, fegurð,
strandlíf, skemmtun.
Hittið Miss NUI, fulltrúa og fararstjóra Heimsklúbbsins í Thailandi,
íslandsvininn, sérstakan gest kvöldsins, kominn
beint frá Thailandi að hitta vini og kunningja og
kynna hið fagra „Brosandi land“ sitt.
Ókeypis aðgangur,
ferðaupplýsingar,
bæklingar og
happdrættismiði
fylgir.
FERÐASKRIFSTOFAN
PRÍMA”
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564
Netfang: prima@heimsklubbur.is Heimasíða: http//www.heimsklubbur.is
EINSTAKT TÆKIFÆRI AÐ KYNNAST ÞVI BESTA
ATH. TAKMARKAÐ SÆTARÝMI í ÁRSAL
IAILANDI