Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 8

Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 8
8 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ERNIR OG EITUR . 1 (<5-rtu !\/Q SVONA, slepptu raér, ófétið þitt, þetta er nú pólitísk ákvörðun. Gatnamót Hringbrautar og Öldugötu í Hafnarfírði Ibúar kvarta yfir hárri árekstratíðni FIMMTÁN íbúar sem búa í grennd við gatnamót Hringbrautur og Öldugötu í Hafnarfirði hafa sent frá sér erindi til bæjaryfirvalda þar sem bent er á að þar hafi orðið tíu umferðarslys á tæpum tveimur ár- um. Þeir spyrja hvort ekki sé kom- inn tími til aðgerða til að bæta úr ástandinu. Samkvæmt því sem fram kemur í erindi íbúanna varð síðast um- ferðarslys á gatnamótunum síð- astliðinn miðvikudag. Þá var kona flutt á slysadeild með höfuðá- verka, tveir bílar skemmdust verulega og tjón varð á umferðar- skilti og garði húss sem stendur við gatnamótin. Kristinn Óskar Magnússon, bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði, segir að fyrir nokkrum árum hafi Öldugötu verið breytt í einstefnu- götu vegna harðra árekstra sem þar höfðu orðið. „Við lásum út úr skýrslum að árekstramir hefðu oftast orðið þannig að menn komu upp Öldugötuna og inn á Hring- brautina. Nú hljóta menn að vera að koma niður Öldugötuna úr hinni áttinni þegar árekstramir verða. Það kemur mér á óvart að vandamálið sé enn til staðar og ég hef ekki fengið upplýsingar um það áður. Við fylgdumst sérstak- lega með gatnamótunum um skeið eftir breytinguna og okkur sýndist þá að mjög hefði dregið úr árekstrum." Erfítt að gera breytingar Kristinn segir að samkvæmt of- angreindum upplýsingum frá íbú- unum sé árekstratíðnin mjög há miðað við þá umferð sem sé um þessi gatnamót. „Þetta era mjög þröng gatnamót og útsýni slæmt og það er erfitt að breyta nokkra. Morgunblaðið/Björgvin Ibsen Helgason TÍUNDI áreksturinn á tæpum tveimur árum varð við gatnamót Oldu- götu og Hringbrautar í Hafnarfirði sfðastliðinn miðvikudag. Fyrir tæpum tíu áram var reynt að Kristinn segist ætla að kynna setja eyjar þarna en það hafði eng- sér aðstæður og athuga hvað hægt in áhrif.“ verði að gera til úrbóta. Lýkur verklegu lögfræðinámi á íslandi Hjartahlýja er meira virði en hlýtt loftslag Jochen Kattoll UNGUR Þjóðverji, Jochen Kattoll, er að ljúka verklegri þjálfun fyrir embættispróf í lögfræði á íslandi með sex vikna starfi hjá A&P lög- mönnum í Borgartúni. Jochen kom fyrst til Is- lands árið 1995, á vængjum ástarinnar að eigin sögn. Að starfinu loknu mun hann fara í sumarbústað og ferðast um landið með tengdafólki sínu. - Hvers vegna komstu hingað í verklegt nám ? „Ástæðurnar era tvær. Eg lauk laganámi árið 1996 og að því búnu er krafist tveggja ára starfsnáms hjá þýska ríkinu til þess að ljúka embættisprófi. Ríkið borgar mér laun og því þarf ég að stunda vinnu hjá ýmsum stofnunum dómskerfisins. Hægt er að stunda hluta verknámsins erlendis og því er ég hér í tíma- bundnu starfi hjá lögfræðifyrir- tæki. Mig langaði til þess að ferð- ast eftir að hafa verið í Þýska- landi í rúmt eitt og hálft ár, auk þess er unnusta mín íslensk og ég hef komið hingað nokkram sinnum áður í fríum.“ - Hvemig hefur þér líkað starfið? Eru Islendingar ólíkir Þjóðverjum í vinnu? „Það er munur á þjóðunum, en jákvæður munur að mínu mati. Ég hef starfað á Italíu, þar sem mér líkar afar vel við bæði land og þjóð, en það sem ég saknaði þar var skipuleg og árangursrík vinnubrögð sem ég þekki að heiman. Ég myndi segja að Is- lendingar væra mitt á milli. Af- staða Islendinga er að sumu leyti mannlegri en Þjóðverja, sem verða brjálaðir ef maður kemur einni mínútu of seint. Þeir leggja meiri áherslu á góð samskipti við vinnufélagana og þess háttar hluti en stundvísi. Aginn er minni, sem mér líkar mjög vel, og árangurinn af starfinu er sá sami þegar upp er staðið. Þá er til- ganginum náð.“ - Hvemig hefur þér líkað dvölin? „Ég hef fengið tækifæri til þess að heimsækja ýmsar stofn- anir hérlendis, þar sem mér hef- ur verið sýnd mikil gestrisni. Ég hef skoðað Hæstarétt, þar sem ég naut leiðsagnar Hjartar Torfasonar sem leiddi mig í allan sannleik um starfsemina. Einnig hef ég farið í dómsmálaráðuneyt- ið og utanríldsráðuneytið þar sem Helgi Ágústsson sendiherra fræddi mig um samskipti Þýska- lands og Islands. Þá hef ég skoð- að Verslunarráð íslands, sem var mjög áhugavert, þýska sendiráð- ið, Háskólann og fleiri staði. Mér hefur alls staðar verið mjög vel tekið og heimsóknin því verið mjög ánægjuleg. Evrópu- samtök ungra laga- nema, The European Law Students’ Associ- ation, hafa líka tekið vel á móti mér, boðið mér á fundi og í skoðunarferðir um landið. Sem er mjög fallega gert. Ég hef komist að því að hjartahlýja er meira virði en hlýtt loftslag!" - Hvaða málefni brenna helst á Þjóðverjum um þessar mundir? „Það er einkum tvennt, í fýrsta lagi mildð atvinnuleysi. Éjöldi Þjóðverja kvíðir framtíðinni af þeim sökum. Starfsumhverfið er að breytast og fyrirséð að ekki ► Jochen Kattoll fæddist í Weingarten í grennd við Stutt- gart í Þýskalandi hinn 8. maí árið 1969. Faðir hans, sem er verkfræðingur, fæddist í austur- hluta Prússlands, þar sem nú er Pólland, árið 1941, en flúði til suðurhluta Þýskalands árið 1944 með móður sinni. Móðir Jochens, sem er grunnskóla- kennari, fæddist í Stuttgart árið 1941. Hann lauk prófi frá Eber- hard-Ludwigs-Gymnasium árið 1989 og hafði þá lagt stund á nám í latínu í níu ár og ensku og frönsku í fimm ár. Frá 1986- 1988 starfaði hann á hrossabúi í grennd við Bordeaux í Frakk- landi og frá 1989-1991 á spítala fyrir fötluð börn í stað þess að gegna herþjónustu. Jochen nam síðan lögfræði við Heidelberg- háskóla og útskrifaðist árið 1996. Hann lagði ennfremur stund á ftölsku og starfaði af og til í Mílanó, Napólí og Róm á ftalíu frá 1991-1994, meðal ann- ars í tengslum við tfskuiðnað- inn. Einnig nam hann lögfræði við Kaþólska háskólann í Milanó. Frá 1996-1998 hefur hann hlotið verklega þjálfun í Þýskalandi fyrir embættispróf, meðal annars A&P lögmönnum í Reykjavík. Sambýliskona Jochens er Guðrún Rós Jóns- dóttir sem starfar hjá Hewlett- Packard í Þýskalandi. Þau eru búsett í Stuttgart. verði þörf á jafn mörgum starfs- kröftum og áður. Þjóðverjar virð- ast vera dálítið seinir til þess að bregðast við þessum nýja vera- leika, til dæmis í samanburði við Dani eða Hollendinga. Þjóðfé- lagsleg vandamál era mikil um þessar mundir og við því að búast að breytingar verði á stjóm landsins í september vegna óánægju almennings. Annað sem Þjóðverjar ræða mikið er Evr- ópusamstarf og samrani. Þýska- land hefur verið í far- arbroddi hvað þá þró- un varðar hingað til en í framtíðinni má búast við mildlli óvissu sök- um efhahagslegra örð- ugleika. Fólk óttast afleiðingar þess að evran taki við hinu sterka þýska marki.“ - Varstu miður þín þegar Þjóð- verjar töpuðu fyrir Króötum? „Ég tók það nærri mér en fannst úrslitin sanngjörn um leið. Þýska liðið spilaði ekki vel í heimsmeistarakeppninni og átti því ekki skilið að komast í úrslit. Nú er mikið um það rætt að fá yngri leikmenn í liðið og gera á því breytingar." íslendingar mannlegri en Þjóðverjar í vinnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.