Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 11

Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 11 Teikning / Andrés Andrésson til að fylgjast með og spoma við af- brotum. Margar grunnhugmyndir okkar eru ættaðar frá Breturium en sömu hugmyndirnar hafa verið not- aðar í Ástralíu, New York, Boston og víðar. Einn þátturinn er að unnið er mun vandlegar úr þeim upplýsing- um sem lögreglan fær, stjómun er betur skipulögð og ábyrgð stjóm- enda á svæðinu - þá er ég með Kent í huga - er meiri en áður. Nýja stefnan byggist meira á framkvæði og því að finna leiðir til að fyrir- byggj3 afbrot og glæpi. Menn fara að spyrja sig hvert stefni á þeirra svæði, hvers konar brotamenn séu algengastir og hvað sé hægt að gera til að stöðva þá. Ég nefni sem dæmi um það sem við eram að hugsa um að fíkniefna- heimurinn hér er að breytast mjög þessi árin. Fyrir nokkram áratug- um þurftum við að fást við menn sem vora í einhverri hassneyslu. Neytendahópurinn hefur breyst og ný efni eins og e-pillan hafa bæst við. Jafnframt er þáttur sölumann- anna breyttur og miklu meiri pen- ingar eru í þessu en áður. Þetta er alþjóðleg þróun, fíkniefnaviðskipti era nú talin vera þriðji umfangs- mesti atvinnuvegur í heiminum, mælt í dolluram. Öðravísi fólk stundar þess vegna fíkniefnasölu núna, sérhæfing er orðin meiri.“ - Hvað viltu segja um notkun myndbandsvéla á almannafæri til að draga úr glæpum? Þið ætlið að fara að koma upp slíkum vélum í miðbænum og farið er að nota þær til að góma fólk sem fer yfir á rauðu ljósi. Er hætta á að þið farið að hnýsast um of í einkalíf saklausra borgara sem fyrir tilviijun eru á ferli þar sem vélamar eru? Verður hvergi skjól? „Bretar nota mikið myndbands- vélar og geta nú spomað við afbrot- um sem þeir réðu ekkert orðið við vegna tíðni þeira, ég á þá við bíl- þjófnaði og innbrot í bíla. Lögreglan í Reykjavík verður auðvitað að fýlgjast með því sem er að gerast og þama er einfaldlega um að ræða tækni sem eykur öryggið. Væntingar fólks til okkar era miklar. Við getum ekki verið alls staðar og nú fáum við tækifæri til að fylgjast með svæðum sem okkur skortir upplýsingar um. Sé ráðist á mann á gangi er atburðurinn a.m.k. til á myndbandi. Sé ráðist á mann á gangi er at- burðurinn a.m.k. til á myndbandi. Um ábyrgðina sem við höfum og hugsanlega misnotkun get ég sagt að myndbandið er eingöngu notað ef efni þess tengist broti. Upptakan er aðeins geymd í þágu rannsóknar, að öðra leyti er þetta ekkert annað en öryggisventill. Menn velta fyrir sér hve mikils við metum annars vegar öryggi borgaranna almennt og hins vegar réttindi þeirra til einkalífs, til að láta ekki fylgjast með sér. Er nægi- leg ástæða til þess í miðborginni að setja upp myndavélar? Avinningurinn af vél- unum er ótvíræður en best væri auðvitað að þurfa ekki að fylgjast með neinum. Það má kannski segja að besti árangurinn væri að ekki yrði þörf fyrir lögreglumenn! Lagaramminn um notkun vél- anna er settur af dómsmálaráðu- neytinu og við verðum að treysta því að hann sé nægilega traustur.“ Jákvæðar fréttir ekki söluvara Karl er spurður hvort hann telji að ímynd lögreglunnar sé nógu góð meðal almennings. „Það er ekki auðvelt að átta sig á þessu núna, lögreglan hefur undan- farna mánuði fengið mjög neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum vegna hremminga sem dunið hafa yfir, einkum fíkniefnamálanna. Þetta er oft erfitt, Við veltum því fyrir okkur hve mikið lögreglan eigi að svara fyrir sig, hve mikið hún geti og megi í þeim efnum. Við eram að taka upp harðari stefnu núna og eram staðráðin í að fylgja henni vel eftir. Það getur ver- ið að menn séu sem stendur ósáttir við eitthvað sem við eram að gera. En þegar fólk sér árangur af starf- inu ætti hagur okkar að vænkast. Sé t.d. farið betur eftir umferðar- reglunum eykst öryggi íbúanna í borginni. En þetta gerist ekki í einni svipan og enn síður fær al- menningur það strax á tilfinninguna að eitthvað hafi skánað." - Hvernig gengur yfirleitt að koma jákvæðum fréttum af lög- reglumálum á framfæri í fjölmiðl- um? „Það er miklu erfiðara en að fá þá til að segja frá slysum og öðram ótíðindum. Yfirleitt vilja þeir ekki greina frá „góðu málunum“, þetta þykir ekki vera fréttaefni, en fjöl- miðlarnir era svolítið misjafnir að þessu leyti. Frásögn af því að ráðist hafi verið á mann í miðbænum er miklu söluvænlegri. Fjölmiðlun hefur gjörbreyst á undanförnum áram og fréttamatið um leið. Ég kannaði þróunina í tíðni líkamsmeiðinga í eitt ár, 1993, og bar saman við umfjöllun helstu fjöl- miðla. Þeir vora með stanslausar frásagnir af líkamsárásum í mið- bænum eða annars staðar í Reykja- vík. Tölulegar upplýsingar sýndu hins vegar að miðað við skráðan íbúafjölda var tíðnin meiri á lands- byggðinni en í Reykja- vík og enn meiri varð munurinn ef eingöngu vora teknar fyrir alvar- legar árásir, beinbrot og þess hátt- ar. Ég rakst á hinn bóginn varla á eina einustu frétt um líkamsárásir úti á landi og ég hef enga ástæðu til að halda að þessi munur á umfjöllun hafi breyst síðustu árin. Þetta sýnir í hnotskum hvemig athygli fjölmiðla og áherslur þeirra stýra að veralegu leyti skoðunum almennings á málum af þessu tagi; allir frétta af ofbeldinu í Reykjavík en ekki af meiðingunum á hinum stöðunum. Það er rétt að tíðni tilefnislausra líkamsárása á saklaust fólk hefur eitthvað hækkað en í langflestum tilfellum þekkjast málsaðilar. Fyrr- nefndu málin era aðeins örlítið brot af heildinni." - En fyrir skömmu áttu lög- reglumenn fótum sínum fjör að launa í miðbænum, æst ungmenni snerust gegn þeim af offorsi. Var þetta uppgjöf af hálfu lögreglunn- ar? „Ég held nú að það sem þarna gerðist hafi verið töluvert oftúlkað. Almennt vil ég segja að lögreglu- maður sem stendur frammi fyrir ákveðnu verkefni vegur það og met- ur hverju sinni hvenær hann eigi að láta til sín taka. Hann beitir skyn- semi sinni og dómgreind, vegur og metur afbrotið og aðstæður. Hann veit að ákveðnir einstaklingar era að leita að tækifæri til að lenda í slag við lögregluna. Þeir mega ekki stýra atburðarásinni þegar fámenn- ur hópur lögreglumanna er að reyna að sinna starfi sínu innan um þúsundir manna.“ - Er það rétt að ofstopamenn fari saman á veitingahús, velji sér þar fómarlamb og sitji síðan fyrir því á afviknum stað eftir að búið er að loka, berji bláókunnugt fólk ein- göngu til að fá útrás fyrir ofbeldis- hneigðina? „Það er rétt að þetta hefur gerst en um er að ræða algerar undan- tekningar frá reglunni. Eins og ég sagði, þetta era nær alltaf kunn- ingjar sem lendir saman. Ekki má gleyma því að ofbeldi á heimilum er stór hluti vandans og sem betur fer hefur athygli manna beinst meira síðustu árin að því. Dómsmálaráðherra lét nefnd rann- saka þetta mál og skýrsla var lögð fram á Alþingi í fyrra um heimilisof- beldi. Þrjár aðrar nefndir hafa síðan skilað ráðherra áliti um heimilisof- beldi nýlega þar sem farið er ofan í hugsanlegar aðgerðir lögreglu, fjallað um réttarkerfið, heilbrigðis- stofnanir og félagslegar stofnanir sem láta sig þetta varða.“ Best að afbrotaferill sé kæfður I fæðingu Karl segir að brýnt sé að liðs- menn lögreglunnar geti bragðist hratt og öragglega við þegar af- brotaferill er að hefjast hjá ung- menni eða bami. í þessu efni sé gildi hverfastöðvanna mikilvægt, þar sé betur hægt að fylgjast með einstaklingum og reyna að snúa við þróuninni. „Hann má ekki fá að mótast í töluverðan tíma og verða fastur í at- burðarás sem erfitt er að stöðva. Þetta er grundvallaratriði. Oft er um að ræða 14 eða 15 ára ungling sem hægt er að hafa áhrif á með réttum aðferðum. Það er miklu erfiðara ef hann hefur fengið að þróa þetta fram yfir tvítugt, þá er það ekkert annað en fangelsisvist sem tekur við. Hann er ekld reiðu- búinn að bæta ráð sitt, þekkir varla annað líf en afbrotin, er orðinn sí- brotamaður. Við getum þannig hægt á fjölgun brotamanna en auðvitað era til dæmi um menn sem virðist ekki vera hægt að fá til að bæta ráð sitt. Ákveðið hlutfall þessa hóps er þannig, þetta er viðurkennd stað- reynd meðal margra í afbrotafræð- unum. Sumir vilja ekki heyra minnst á svona óþægilegar staðreyndir en við getum ekki breytt framferði allra sem brjóta af sér.“ Utivistar- reglur eru grundvall- aratriði KARL Steinar Valsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn telur að regl- ur sem takmarka útivistartíma barna og unglinga á kvöldin og aukin virðing fyrir þeim séu grunnurinn að því að hægt verði að bæta ástandið í miðbænum. Hann er minntur á að þingmað- ur hafi sagt að á heimili hennar sé ekki farið eftir þessum regl- um. Karl segist vera algerlega ósamþykkur þessari afstöðu. „Við fylgjum núna stíft eftir reglunum um útivistartíma og ef við sjáum grunsamlega unga krakka á kvöldin eða nóttunni í bænum látum við þá framvísa persónuskilríkjum. Reynist þau of ung eða ekki með skilríki er einfaldlega farið með þau heim. Gildi þess að fylgja fast eftir þessum reglum hefur að mínu mati aukist jafnframt því sem ýmislegt varasamt börnum í samfélaginu hefur færst í auk- ana. Ég nefni fíkniefnaneyslu og greiðari aðgang að efnunum. Margir segja að þessar reglur séu úreltar og fáir fari eftir þeim. Ég er mjög andvígur þess- um rökum. Hvaða vit er í því að 13 eða 14 ára barn sé niðri í miðbæ á nótt- unni, jafnvel dauðadrukkið? Finnst einhverjum þetta bara eðlilegt? Foreldrar verða að taka sjálfir á þessum þætti, fyrst og fremst eru það heimilin sem verða að halda uppi þessum aga. Lögreglan hefur ásamt sam- tökunum ísland án eiturlyfja og Heimili og skóli sótt um öfiugan styrk sem nota á í haust til að út- skýra vandlega fyrir foreldrum hvers vegna reglurnar um úti- yistartíma séu svona mikilvægar. Ég held að það væri mjög þarft verkefni, margir átta sig ekki á þessu, skilja ekki hugsunina að baki reglunum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.