Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 12

Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 12
12 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Umd band loftl E! | FTIR að hafa tekið sér tvö ár til þess að grann- skoða væntanlegt banda- llag British Airways (BA) og American Airways (AA) gaf Evrópusambandið loks út tilkynn- ingu um niðurstöðu síðastliðinn miðvikudag. Flugfélögunum er heimilt að tvímenna á Atlantshafs- markaðnum en með skilyrðum. Fyrst og fremst verða þau að lýsa sig reiðubúin til þess að láta keppi- nautum sínum í té allt að 267 komuleyfi vikulega á tveim flug- völlum við London, Heathrow og Gatwick. „Framkvæmdastjóminni þykir sýnt að samkomulag BA og AA geti hindrað samkeppni, en slíkt brýtur í bága við 85. grein sátt- mála Evrópusambandsins," sagði í yfirlýsingu frá framkvæmda- stjóminni. Þetta þótti framámönnum flug- félaganna harkalegur kostur. Ro- bert Ayling, framkvæmdastjóri BA, sagði að „sum þeirra skilyrða sem Evrópusambandið (ESB) set- ur eru of ströng og bitna á flugfé- laginu og Bretlandi". Hann sagði að ef félögin yrðu að láta af hendi þessi leyfi myndi slíkt þýða að störf glötuðust og BA gæti ekki skapað önnur í staðinn. Engar bætur Skilyrði ESB hljóða upp á að BA/AA láti keppinautum sínum eftir komuleyfi ef og um leið og farið verður fram á það. Samband- ið segir að félögunum verði ekki greiddar neinar bætur fyrir leyfi sem þau verði af með þéssum hætti, og tók fram að BA mætti ekki selja bandarískum flugfélög- um komuleyfin. Ekki er þó víst að félögin beri með öllu skarðan hlut frá borði, því samkvæmt samningi sem hol- lenska ríkisflugfélagið KLM gerði nýlega við British Airways er hvert komuleyfi á flugvelli við London metið á þrjár milljónir Bandaríkjadollara, eða sem svarar 216 miiljónum íslenskra króna. Stjömubandalagið En bandalag BA og AA er ekki eina flugfélagabandalagið sem ESB setti skilyrði á miðvikudag. Svokaliað Stjörnubandalag, sam- starf SAS, Lufthansa, bandaríska flugfélagsins United Airlines, Air Canada, tælenska félagsins Thai og hins brasilíska Varig, verður einnig leyft einungis að uppfylltum skiiyrðum. Meðal annars skal bandalagið afsala sér ríflega 100 komuleyfum í Frankfurt og Kaupmannahöfn, og fækka ferðum á leiðunum .Frank- furt-Washington og Frank- furt-Chicago. Ástæða þess að Evrópusam- bandið setur þessi skilyrði er ótt- inn við að bandalög flugfélaga skipti öllum markaðnum með sér og geri smærri félögum þar með ókleift að taka þátt í sanngjamri samkeppni. Smáfuglarnir hafa enda látið í sér heyra um þessi bandalög, og hefur Virgin Atlantic, sem er í eigu Richards Bransons, haldið uppi skipulegri gagnrýni á bandalag BA og AA. Virgin heldur því fram að skil- . na BRrnSH AIRWAVS »i*»**i i *****•»*< Versta samkrull sem hugsast gat og skapar einokun á flugi yfír Atlantshafið - eða bandalag sem bætir samkeppnisaðstöðu og kemur á endanum neytendum til góða með því að leiða til verðlækkana? Það eru deild- ar meiningar um væntanlegt bandalag Brit- ish Airways og American Airlines, og segja fréttaskýrendur að fátt annað í flugbrans- anum hafí orðið að öðru eins þrætuepli. BANDALOG FLUGFÉLAGANNA 901 flugvél ■ ■■■ 112,5 > IT I milljónir 1.161.000 tonn American British Airlines Airways Skýringar 561 flugvél • • ■ • ■ ■■■ 65,6 * ■ * 1 milljónir 1.271.000 tonn KLM Northwest FLUGFLOTI ftÍÍ FARÞEGAR (milljónir) FRAKT (f tonnum) 560 flugvélar • • • • ffff 113,9 ' * 1 1 milljónir 830.000 tonn Austrian Delta Sabena Swissair ffff 1.355 flugvélar 172,9 milljónir 2.641.000 tonn Farþegafjöldi og fraktflutningar 1996, innanlandsflug meðtalið AirCanada Lufthansa SAS Varig Heimild: IATA og The Aerospace Intemational Directory ol Wortd Airlines yrðin séu ekki nægilega ströng. „Þetta einokunarbandalag kemur viðskiptavinum á engan hátt til góða, og veitir flugfélögunum tveim, sem eru að líkinum þau öfl- ugustu í heimi, yfirráð yfir 60% markaðarins fyrir flug yfir Atl- antshafið," sagði í yfirlýsingu frá Virgin á miðvikudaginn. Seott Yohe, yfiraðstoðarforstjóri hjá Delta Air Lines í Bandaríkjun- um, sagði að afstaða ESB, eins og hún liti út nú, myndi gera BA/AA kleift að „drekkja keppinautum sínum á Heathrow". Meðal þeirra stærstu BA og AA eru á meðal stærstu flugfélaga í heimi, og í nýlegri út- tekt Flight International kemur meðal annars fram að á síðasta ári var AA það flugfélag i heiminum sem skilaði mestum hagnaði, og BA var í fjórða sæti á þeim lista. Af öðrum bandalagsfélögum á list- anum má nefna United og Luft- hansa, sem eru númer tvö og átta; og Delta og Northwest eru númer þrjú og sex. Samkvæmt lista Flight var AA í þriðja sæti er varðar farþegafjölda á síðasta ári, flutti alls 81,083 millj- ónir farþega, og BA var í tíunda sæti með 34,184 milljónir. Banda- ríska félagið Delta var í fyrsta sæti, flutti alls rúmlega 103,2 millj- ónir farþega. David Barrett, flugmálasér- fræðingur við Gemini-ráðgjafar- fyrirtækið, tjáði Reuters-sjónvarp- inu að ákvörðun ESB væri „næsta stóra skrefið í átt til þess að rekst- ur flugfélaga verði að öllu leyti á hnattrænum grundvelli“. Barrett segir að með þessu móti verði settar reglur „til þess að viðhalda sam- keppni í heimi sem hef- ur hingað til ekki lotið reglum og smærri flug- félög vemduð gegn því að verða ofurliði borin af þessum bandalög- um“. Sífellt færri um hituna Þrátt fyrir að stjómarstofnanir hafi áhyggjur af þeim áhrifum sem bandalög flugfélaga geti haft á samkeppnisaðstæður virðist fátt ætla að halda aftur af bandalags- myndunum. Flugfélög gera hvað þau geta til að draga úr kostnaði og stækka markaðssvið sín, því sí- fellt færri reglur virðast gilda á þessum markaði. „Það verða sífellt fæm og færri um hituna,“ sagði Alistair Gunn, samgöngumálasérfræðingur hjá franska bankanum Credit Lyonna- is, við Reuters í síðustu viku. „Mér þykir líklegt að í heiminum öllum verði á endanum þrjú eða fjögur Komuleyfið á þrjár milljónir dollara risaveldi." Gunn kveðst halda að markaðurinn muni skiptast í tvö svið, annars vegar verði stóm risa- flugfélögin og hins vegar smærri félög sem hreiðri um sig á þrengri vettvangi. Stærsta bandalagið er nú Stjömubandalagið, sem nefnt er hér að framan. Bandaríska flugfé- lagið Northwest og hollenska KLM urðu fyrst til að slá saman í Atlantshafsflugi; Delta er í sam- starfi við belgíska félagið Sabena, Swissair og Austrian Airlines. Of mörg félög? Samtök evrópskra flugfélaga, sem ríkisflugfélögin eiga aðild að, hafa bent á að í flugrekstri sé enn mun meiri skipting en í öðrum hnattrænum viðskiptageirum. „Það eru einfaldlega of mörg flug- félög hvert í sínu lagi að fást við sitt, hvert í sínum heimshluta," sagði David Henderson, upplýs- ingafulltrúi samtakanna, við Reuters. Takmarkanir á eignarhlutum og aðrir pólitískir þættir torvelda beina sameiningu félaga og þess vegna hafa bandalagsmyndanir orðið vinsæl leið til að stækka markaði og njóta hagkvæmni stærðarinnar. Sérfræðingar telja líklegt að tengsl félaga vestan hafs og austan muni halda áfram að þróast. „Ég held að það hljóti að verða,“ sagði Henderson, „en ég veit ekki nákvæmlega hvemig það verður.“ Fulltrúi samtakanna sagði að stjómendur þeirra teldu nauðsynlegt að ýta undir endur- skipulagningu flugrekstrarins til þess að tryggja að að minnsta kosti sum evrópsku félaganna stækki og færi út kvíarnar í álf- unni. Hann nefndi að nokkur flug- félög, svo sem TAP í Portúgal og Olympic í Grikklandi, væm enn án sterkra tengsla við stór bandalög. Þau félög sem enn væm utan bandalaga þyrftu þó að tengjast bandalögum sem þegar væm til, en ekki stofna ný. „Það em núna fjögur eða fimm bandalög, og þau verða líklega ekki fleiri," sagði fulltrúinn. Henderson benti á, að fá banda- rísk félög væm á lausu. „Ég held að almennt sé litið svo á, að til að stofna heimsbandalag þurfi maður að hafa sterkt bandarískt félag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.