Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 13

Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 13 með.“ Hann segir að vel stæð bandarísk félög séu ekki mörg, og þau séu flest lofuð. Farþegum til hagsbóta? Karel Van Miert, sem fer með samkeppnismál í framkvæmda- stjórn ESB, tilkynnti um skilyrðin fyrir bandalagsmynduninni á mið- vikudag. Hann lét í ijósi þær áhyggjur að stór bandalög kynnu að sölsa undir sig allan markaðinn og úthýsa hinum smærri. Þess vegna væri bandalagamyndun ekki neytendum tii hagsbóta, þegai' allt kæmi til alls. Eins og vænta mátti var Henderson þessu algerlega ósammála. „Við mótmælum eindregið öllum htigmyndum um að [bandalögin] komi illa við neytendur," sagði hann. En Richard Branson, eigandi Virgin, er ekki aldeilis á því. Hann hefur kallað bandalag BA og AA „hreint helvíti" og haldið því fram að afleiðingarnar verði hærri far- gjöld og verri þjónusta. Bretar jákvæðir Forráðamenn BA tóku sem fyrr segir dræmt í skilyrði ESB. Þeir kváðust þó geta unað þeim ef þau mættu verða til þess að bandalagið við AA gæti orið að veruleika. En áður en að því kemur þurfa bresk stjórnvöld að leggja blessun sína yfir samninginn, og það verður væntanlega með haustinu. Á miðvikudag tilkynnti breska viðskiptaráðuneytið að Bretar hygðust veita samþykki yjð banda- laginu, og myndu setja skilyrði sem yrðu að mestu samhljóma skilyrðum ESB. En áður en Bret- ar samþykkja nokkuð þurfa þeir að ná samkomulagi við bandarísk stjómvöld um frelsi í flugi. Þá er bandalagið einnig háð samþykki bandaríska samgöngu- ráðuneytisins, sem hefúr sagt að slíkt samþykki verði ekki veitt íyrr en nýtt samkomulag við Breta um aukið frelsi í flugi verði undirritað. Ferðum fækki Van Miert sagði að BA yrði ekki látið komast upp með að sitja á komuleyfunum. Samkeppnisaðilar yrðu að geta fengið þau afhent um leið og þeir færu fram á það. Talan 267 væri byggð á tölum frá árinu 1996, en hún yrði end- urskoðuð þegar tölur síðasta árs lægju iyrir. Auk þess að láta komuleyfin af hendi verðm- BA/AA einnig að gefa eftir aðstöðu á flugvelli til þess að leyfin geti nýst. ESB setur fleiri skilyrði, meðal annars verði BA/AA að fækka flugferðum sínum, fari keppinaut- ar fram á það, á leiðunum London-Dallas, London-Miami og London-Chicago, en umferð á hverri leið nemur 120 þúsund far- þegum á ári eða fleiri og BA/AA fljúga yfir 12 ferðir á viku. Þá segir einnig í niðurstöðu ESB að ef keppinautur hyggist veita nýja þjónustu eða bæta þá sem fyrir er en geti ekki fengið nauðsynleg komuleyfi verði BA/AA að láta honum í té leyfi á flugvelli við London. Framkvæmdastjórn ESB tók fram að niðurstöðumar væru ekki endanlegar, og hægt væri að gera athugasemdir við þær næsta mán- uðinn, áður en lokaniðurstaða fengist. • Byggt á Reuters, Flight International, BBC og Associated Press. „Hreint hel- víti“ segir Branson ÓdaS 20-70% afsláttnr Ungbarnafatnaður. Aðeins góð vörumerki. FI ONi CLA1R6 SÉRVERSLUN MEÐ BARNAVÖRUR Síöumúla 22*108 Reykjavík • Sími 581 2244 • Fax 581 2238 Lítil flugfélög talin eiga auðveldara um vik FLUGLEIÐIR eru ekki beinn þátttakandi í bandalögum stóru félaganna. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri stjórnunar- og stefnumótunarsviðs félagsins, segir það eiga samstarf við SAS, sem er aðili að Stjöraubandalag- inu, fyrst og fremst í Evr- ópuflugi. Einar segist telja að áhrif bandalaganna á Flugleiðir verði fyrst og fremst almenn. „Verð á flugmiðum í alþjóðaflugi hefur verið lækkandi mörg undanfarin ár, og bandalögin eru viðleitni flugfélaganna til þess að halda áfram þeirri þróun. Stækka reksturinn til að ná niður ein- ingakostnaði, það er að segja kostnaðinum við að fljúga hverj- um farþega einn kílómetra." Einar kveðst ekki sjá neitt í þeirri þróun, sem orðið hafi í flugrekstri undanfarin ár, er bendi til þess að bandalögin muni hafa þau áhrif að fækka þeim sem eru uin hituna og þannig leiða til hækkunar á verði. „Þessi banda- lagaþróun hefur ver- ið viðvarandi núna í nokkur ár. Ef við lít- um til dæmis á slag- inn á Norður-Atlants- hafínu í vetur, þá hefur hann verið al- veg óvenju harður. Bandalögin munu beijast harkalega sín í milli og verða stærri og sterkari til þess.“ „Við höfum byggt upp okkar eigin Norður-Atlants- hafsflug með nýjum hætti, og flugið yfír hafið er fullnýting á flugvélum sem við erum með í flugi til og frá íslandi," segir Einar. Að jafnaði sé um það bil helmingur farþeg- anna, sem Flugleiðir fljúgi með, á leið yfír hafíð, hinir á leið til eða frá íslandi. Einar segir að Flugleiðir einbeiti sér að því að reyna að lækka einingar- kostnaðinn vegna þess að þar á bæ líti menn svo á að verð muni enn fara lækk- andi. „Það sem menn hafa rætt um er að sennilega muni flug- félög af millistærð erfíðast uppdráttar. Flugfélög af þeirri stærð sem Flugleiðir eru, sem er mjög lítið flugfélag á alþjóðavett- vangi, muni eiga auðveldara um vik að fínna sér smugu á mark- aðnum, þau þurfa tiltölulega litl- ar smugur.“ Einar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.