Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HM l' KNATTSPYRNU
Urslitaleikur heimsmeistarakeppninnar í kvöld
Orrustan
um París
Um allan heim er beðið með eftirvæntingu eftir
sjálfum úrslitaleiknum á HM í knattspyrnu, sem
fram fer í kvöld. Frakkar, gestgjafarnir, taka þá
á móti heimsmeisturum Brasilíu í leik, sem snýst
ekki síst um hvort hafi betur, sambasóknir Bras-
ilíu eða öguð varnarlína Frakka. Björn Ingi
Hrafnsson kynnti sér líklega uppstillingu liðanna.
Reuters
DUNGA, fyrirliði Brasilíumanna, stjórnar leik liðsins á
miðjunni, hraða og hvenær á að blása til sóknar.
Urslitaleiksins í kvöld er beðið með
mikilli eftirvæntingu. Aldrei áður
hafa gestgjafamir á HM og ríkjandi
meistarar ást við um heimsmeistara-
titilinn og sparkfræðinga greinir á um
hvort þjálfarar liðanna bjóði upp á
sóknar- eða vamarleik í kvöld.
Forvitnilegt er að velta fyiir sér
uppstillingu liðanna. Leikbönn,
meiðsli og annað hefur sett strik í
reikninginn og því er ekki úr vegi að
bera liðin saman út frá vöm, miðju og
sókn.
Varnir liðanna: Frakkar
með vinninginn
■ Frakkland: Þjálfarinn Aime
Jacquet mun líklega halda sig við
vamarleikinn, sem liðið hefur byggt
á hingað til í keppninni. Fjórir vam-
armenn - tveir bakverðir og tveir
miðverðir - hafa reynst Frökkum af-
ar vel til þessa og liðið hefur fengið
fá mörk á sig. Engu breytir þótt
Laurent Blanc sé í leikbanni, Franck
Leboeuf, leikmaður Chelsea, mun
taka sæti hans.
Eflaust mun fjarvera Blancs
veikja liðið eitthvað, enda hafa hann
og Marcel Desaiily leikið stórkost-
lega í miðvarðarstöðunum tveimur.
Innkoma Leboeufs er þó athyglis-
verð í ljósi þess, að hann mun leika
ásamt Desailly í vöm Chelsea á
næstu leiktíð. Þótt Leboeuf sé ekki
jafn skapandi og Blanc er hann þó
marksældnn og afar skotfastur.
Jafnvel má búast við, að þeir Desa-
illy muni skiptast á að sækja upp
völlinn. Það er grátlegt fyrir Blance
að eina rauða spjaldið sem hann hef-
ur fengið á glæsilegum keppnisferli,
hafi kostað hann úrslitaleik í HM.
I stöðu vinstri bakvarðar leikur
Bixente Lizarazu, afar sókndjarfur
leikmaður. og geysilega fljótur. Fé-
laga hans í hægri bakverðinum, Lili-
an Thuram, þarf vart að kynna eftir
stórkostlega frammistöðu í undanúr-
slitunum gegn Króatíu, þar sem hann
gerði m.a. tvö glæsimörk. Báðir þess-
ir leikmenn em nánast þindarlausir
og alltaf á ferðinni. Sú staðreynd, að
þeir hafa báðir skorað mörk í keppn-
inni, spillir heldur ekki fyrir.
Markvörðurinn Fabien Barthez
hefur átt mjög góða leiki í keppninni
og staða hans er traust, þrátt fyrir
harða gagnrýni franskra fjölmiðla
fyrir HM.
■ Brasilía: Ef hægt er að tala um
veikleika í liðinu, má kannski benda
á miðvarðaparið. Junior Baiano og
Aldair hafa ekki sama sjálfstraust
og hreyfanleika og hinir frönsku
starfsbræður þeirra.
Hin hefðbundna liðsuppstilling
Mario Zagallos þjálfara, 4-4-2, treyst-
ir mjög á frammistöðu bakvarðanna.
Þar era nú heldur engir aukvisar á
ferð; Roberto Carlos og Cafu era
báðir geysilega fljótir og sókndjarfir
og jafngilda eiginlega útherjum ofan
á bakvarðastöður sínar. Sókndirfska
þeirra er augljós kostur, en hún er
einnig stærsti ókostur þeirra og get>
ur skilið eftir stór göt í vöminni, eins
og sást bæði gegn Norðmönnum og
Hollendingum.
Um markvörðinn Claudio Taffarel
er ekki margt að segja. Hann hefur
stundum verið talinn veikasti hlekkur
liðsins, en á HM að þessu sinni hefur
hann leikið óaðfínnanlega.
Miðlínan: Snillingar
í öllum stöðum
■ Frakkland: Hér snýst nálega allt
um snillinginn Zinediue Zidane.
Hann lék geysilega vel gegn Króöt-
um og fjarvera hans í tveimur leikj-
um vegna leikbanns sýndi vel, að
franska liðið getur vart án hans ver-
ið. Samvinna hans og Emmanuels
Petits hefur verið aðdáunarverð og
raunar er talað um Petit sem eina
stærstu uppgötvun keppninnar.
Fyrirliðinn Didier Deschamps er
ómissandi hlekkur í miðvallarskipu-
lagi Frakka og stutt spil þeirra Zida-
nes er mikið augnakonfekt. Þá bind-
ur hann vörn og sókn vel saman og
gefur aldrei tommu eftir í návígjum.
Miklu máli mun skipta hvor nær
undirtökunum á miðjunni,
Deschamps eða Dunga í liði Brasilíu-
manna.
■ Brasilía: Fyrirliðinn Dunga ræður
hreinlega hraðanum í liðinu og undir
honum er komið úr hvaða átt er sótt
hverju sinni. Næstum öllu í leik
heimsmeistaranna er stjórnað af
þessum snjalla leikstjómanda og
þótt hraði hans sé ekki jafn mikill og
áður, vegur hann það upp með hár-
nákvæmum sendingum og mikilli út-
sjónarsemi.
Með Dunga á miðjunni leika
nokkrir afskaplega frambærilegir
knattspyrnumenn. Nýstirnið Cesar
Sampaio hefur leikið eins og engill
hingað til í keppninni og gert þrjú
glæsimörk. Ekki má heldur gleyma
Rivaldo og Leonardo auk þess sem
Roberto Carlos er ávallt viðbúinn á
vinstri vængnum.
Brasilíumenn geta haft mikla yfir-
burði í leikjum sínum, nái þeir al-
mennilegum tökum á miðjunni. Þó
hættir liðinu nokkuð til að bakka
óþarflega mikið, hafí það náð forystu
og hleypa þannig andstæðingnum
aftur inn í leikinn. Þetta henti t.d. í
fyrsta leik liðsins gegn Skotlandi.
Leonardo hefur leikið vel í keppn-
inni og hraður leikstíll hans vegur
ágætlega upp á móti þeim hæga sem
Dunga beitir.
Sóknarlínan: Allir
dansa samba
■Frakkland: Af þeim tólf mörkum,
sem Frakkar hafa gert í keppninni
til þessa, hafa aðeins fimm komið frá
sóknarmönnum liðsins. Uppstilling
Aime Jaquets - venjulega 4-3-3 eða
4-4-2 - gæfi tilefni til að halda annað,
en sannleikurinn er sá, að framheij-
ar liðsins „týnast" oft löngum stund-
um og ógna ekki sem skyldi.
Miðvallarleikmaðurinn Youri
Djorkaeff hefur verið framliggjandi
í flestum leikjunum, án þess þó að
skora mörk. Hið sama gildir um
þann mikla markaskorara Stephane
Guivarch, sem oft virðist einangrað-
ur og jafnvel einmana í framlínunni.
Þjálfarinn Jacquet hefur reynt
alla þá sóknarmenn, sem hann hefur
í liði sínu. Bernard Diomede,
Christophe Dugan-y, Thierry
Henry, Robert Pires, David
Trezeguet og Guivarch hafa allir
fengið tækifæri, en af ýmsum ástæð-
um hefur dæmið ekki gengið upp.
Dugarry meiddist eftir að hafa loks
slegið í gegn með tveimur góðum
mörkum, en Henry hefur náð sér
einna best á strik - hefur gert þrjú
mörk í keppninni og ávallt tekið ein-
hvem þátt í leik liðsins.
■ Brasilía: Þótt framlínan hafi eitt-
hvað verið að plaga Frakkana, gildir
ekki hið sama um sambakóngana frá
Brasilíu. Þar vaxa framherjar nánast
á trjánum og fjölmargir orðlagðir
markahrókar komust ekki einu sinni
með liðinu á HM, t.d. Giovanni Elber
hjá Bayern Múnehen.
Engum dylst þó, að galdramaður-
inn Ronaldo ber af í sókn Brassanna
sem gull af eiri. Sóknarleikur liðsins
nýtur hraða hans og leikni og býður
síðan upp á fleiri valmöguleika en
flest önnur lið gæti dreymt um.
Þannig gerist oft að Ronaldo leikur á
einn eða tvo vamarmenn og gefur
síðan á nærstadda félaga, sem sök-
um mai-kagræðgi eru oft fleiri en
einn og fleiri en tveir. Bebeto á auð-
vitað að vera í framlínunni, rétt eins
og Ronaldo, en oftsinnis gerist það,
að Rivaldo, Leonardo og jafnvel Car-
los séu einnig staddir í framlínunni.
Ahersla varnarmanna á að stöðva
Ronaldo í aðgerðum sínum skapar
síðan aukið pláss fyrir félaga hans og
sé Brasilía í sóknarhug er ekki von á
góðu. Ekki er þó laust við að það
hvarfli að manni, að Romario myndi
hafa skerpt sóknarlínuna enn frekar.
I kvöld má búast við enn skarpari
sóknarleik en venjulega, ef marka má
spár sérfræðinga. Fjarvera Blancs
gerir það að verkum, að búist er við
stöðugri pressu brasilísku framherj-
anna og þeir ættu svo sem að geta
staðið undir því. Ronaldo (4 mörk),
Bebeto (3) og Rivaldo (3) eru allir
reiðbúnir til oirustu og á bak við þá
leynist Sampaio, sem einnig hefur
gert þijú mörk. Aukinheldur á Za-
galli einn ás til uppi í erminni. Ungur
drengur að nafni Denilson hefur
stundum verið að koma inn á hjá
Brössunum, en þess má geta að hann
er einmitt dýrasti leikmaður í heimi!
Sannkölluð veisla
Fleiri horfa á úrslitaleikinn á HM
en nokkurn annan íþróttaviðburð í
sjónvai-pi. Raunar era vandfundnir
þeir viðburðir sem fanga athygli
fleiri áhorfenda um heim allan, og
gildir þá einu hvaða tungu menn tala
og hverja trú menn iðka. Úrslitin á
HM era einfaldlega toppurinn á til-
verunni fyrir gríðarstóran hluta
mannkyns og óteljandi era þau augu,
sem fylgjast munu með viðureign
snillinganna í kvöld.
I leikslok er viðbúið að við taki til-
heyrandi tilfinningaleg viðbrögð, allt
eftir því sem við á og hvaða liði við-
komandi hefur heillast af. Auðvitað
mun sitt sýnast hverjum í uppgjör-
inu eftir stóra leikinn og viðbúið er
að frammistaða dómarans, sem er
fjögurra barna faðir frá Marokkó,
verði tekin til nákvæmrar rannsókn-
ar. Svo ekki sé minnst á frammi-
stöðu einstakra leikmanna og aðferð-
ir þjálfaranna. Svo mikið er í húfi, að
öll venjuleg lögmál um knattspyrnu-
leiki þurfa að víkja þegar leikur
kvöldsins er til umræðu. Eða eins og
einhver sagði; „Knattspyrna er bara
leikur.“ - Betra ef satt væri.
r r
Utsalan hefst á morgun • Utsalan hefst á morgun