Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 21

Morgunblaðið - 12.07.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 21 því þar með vaeri þeim unnt að rækta menningararf sinn þótt þeir væru ekki lengur læsir á íslensku. Enska heildarútgáfan væri geysi- mikilvægt metnaðarmál Vestur-ís- lendingum því þeim hefði oft reynst erfitt að hreykja sér af upp- rana sínum, eins og títt er um þjóðarbrot þar vestra, því sögurn- ar hefðu ekki fyi-r verið aðgengi- legar í vönduðum þýðingum. Lögðu þeir mikla áherslu á að stuðlað væri að því að bækurnar kæmust sem víðast í bókasöfn og skóla. Jóhann segir að við þennan mikla áhuga hafi hann farið að velta fyrir sér með ------- hvaða hætti væri Sögulegt tækifæri til best að koma sög- að koma sögunum á unum á framfæri framfæri. þar vestra. Við þær ________________ vangaveltur hafi kviknað sú hugmynd hvort ekki væri ráð fyrir Island í tilefni þús- und ára afmælis landafundanna í Vesturheimi að gefa Vestur-ís- lendingum þúsund sett af íslend- ingasögunum sem síðan yrði dreift í bókasöfn, skóla, elliheimili og til félagasamtaka og stofnana þar sem Vestur-íslendingar væra bú- settir. Ekki síst hafi það verið hugsunin að sýna Vestur-íslend- ingum þakklætisvott íyrir þá miklu vinsemd sem þeir hefðu jafnan sýnt gamla ættlandinu, svo sem á fyrri hluta aldarinnar þegar arfundur og þar komu fram fulltrú- ar átta stofnfélaga sem hver um sig lagði fram ígildi þrjátíu eintaka til átaksins, en það era Akm’eyrar- bær, Búnaðarbanki íslands, Flug- leiðir, Húsavíkurbær, Islenskir að- alverktakar, Kaupfélag Þingey- inga, Landsvirkjun og Seðlabanki íslands. Fulltrúi íslensku þjóðarinnar mun afhenda þjóðargjöfina síðar á þessu ári. Vestur-íslendingar hafa skipað tvær nefndir, aðra sem annast móttöku á gjöfinni og sér um að dreifa bókunum, hina sem á að sjá til þess að gjöfin fái verðuga umfjöllun í fjölmiðlum á hverjum ------------ stað. Vestur-íslend- ingum er umhugað um að gert verði sem mest úr Igjöf- ___ inni og tækifærið notað til að kynna þjóðarbrotið í Vestur- íslenska heimi. Hverju eintaki þjóðargjaf- arinnar fylgir skrautritað slcjal með nöfnum allra gefenda og fjölda eintaka og verður gjafabréf- ið hengt upp í þeim stofnunum sem fá bækur að gjöf. Gjafaein- tökin verða ennfremur merkt þjóðargjöfinni sérstaklega. Það er áreiðanlegt að Leifur heppni mun vekja geysimikla forvitni í Banda- ríkjunum í sambandi við árþús- undaskiptin. Það býður uppá ein- stakt tækifæri til að koma Islend- ingasögunum á framfæri og það VÍKINGAR á skipi sínu. Mun vera sömu gerðar og það skip sem Bjarna Herjólfsson hrakti á til Ameríku. Málverk úr kirkjuþaki. (tír bókinni Handan við sjóndeildarhring, útg. Örn & Örlygur, 1974.) Vestur-íslendingar styrktu mynd- arlega ýmis framfaramál í atvinnu- lífi og menningarmálum til að skjóta stoðum undir sjálfstæði Is- lands. Hugmyndin var sem sagt annars vegar að endurgjalda Vest- ur-íslendingum foma og nýja vin- semd og hins vegar að tryggja að sögurnar væra sýnilegar í helstu mennta- og lærdómsstofnunum vestra þegar árþúsundaskiptin verða og kastljósið beinist óhjá- kvæmilega að Leifi Eiríkssyni og þeim skráðu heimildum sem geyma frásagnirnar um Vínland hið góða. Eftir að hugmyndin kviknaði var leitað til Landafundanefndar, Þjóð- ræknisfélags íslendinga og emb- ættis forseta íslands um að veita þessu framtaki liðsinni. Jóhann kannaði síðan landið meðal fyrir- tækja og sveitarfélaga og reyndist víða mikill áhugi fyrir að leggja fé til slíkrar þjóðargjafar til Vestur- íslendinga. Var ákveðið að forseti íslands skyldi vera verndari verk- efnisins og söfnunin skyldi fara fram með þeim hætti að leita til sveitarfélaga, fyrirtækja, félaga- samtaka og einstaklinga og bjóða þeim þátttöku í þjóðargjöfinni með því að leggja fram ígildi eins eða fleiri eintaka af safninu The Comp- lete Sagas of Icelanders. Bækur til þjóðargjafarinnar eru undanþegn- ar virðisaukaskatti, en verð hvers eintaks er 35.000 krónur. Fyrir fá- um vikum var svo haldinn kynning- tækifæri megum við ekki láta renna okkur úr greipum. Hér er ekki um háar fjárhæðir að tefla. Sjálf þjóðargjöfin nemur aðeins um 35 milljónum króna. Er full ástæða fyrir stjórnvöld að gaum- gæfa hvort e.t.v. væri ráð að jafna þjóðargjöfina með framlagi úr rík- issjóði og þjóðargjöfin næmi þá tvö þúsund eintökum - og í kjöl- farið fylgdi síðan vel skipulögð herferð til kynningar á menning- ararfi okkar í skólum og bókasöfn- um vestanhafs. Nú þegar hafa safnast ígildi 460 eintaka af þeim 1.000 sem er tak- markið. Mikið ríður á að fyrirtæki og sveitarfélög bregðist vel við söfnuninni í sumar. Vissulega er mikil ásókn í styrktarfé frá stór- um fyrirtækjum og ekki nema eðlilegt að þar sé stundum komið að luktum dyrum; fyrirtækin eru einfaldlega ekki alltaf aflögufær. En hér er um svo einstakt tilefni og tækifæri að ræða að stjórnend- ur fyrirtækja hljóta að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa af- svar. Þegar þeir fá næði til að kynna sér málavexti munu þeir áreiðanlega hiklaust leggja sitt af mörkum í þessu þjóðarátaki til að sýna Vestur-íslendingum verðug- an og tímabæran sóma um leið og reynt er í fyrsta sinn með raun- hæfum hætti að skapa menning- ararfi Islendinga langþráða fót- festu í hinum enskumælandi heimi. Sumarbrids 1998 BRIDS IJiiisjón Arnór G. Ragnarsson ÞRIÐJUDAGINN 7. júlí var spilaður 12 para Howell-tvímenningur. Efstir urðu þessir spilarar (meðalskor var 165): Eðvaró Hallgrímsson - Þórður Sigfússon 196 Dúa Ólafsdóttir - Kristinn Þórisson 181 Jón Viðar Jónmundsson - Baldur Bjartmarss.175 Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson 174 Miðvikudaginn 8. júlí var einnig Howell og urðu þessi pör efst (meðal- skor var 84): Guðmundur Baldursson - Steinberg Ríkarðss.101 Esther Jakobsdóttir - Gylfi Baldursson 99 Erla Sigurjónsdóttir - Guðni Ingvarsson 96 Dúa Ólafsdóttir - Friðrik Jónsson 85 Fimmtudagskvöldið 9. júlí mættu 34 pör til leiks, spilaðar voru 14 um- ferðir í Mitchell með 2 spilum í um- ferð. Efstu pör: NS Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson 466 Eðvarð Hallgtímsson - Valdimar Sveinsson 399 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 395 Aðalbjöm Benediktss. - Jóhannes Guðmannss. 389 Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðars. 385 AV Guðjón Bragason - Ólafur Steinason 509 Hjálmar S. Pálsson - Friðjón Þórhallsson 429 Garðar Jónsson - Þorleifur Þórarinsson 415 Guðmundur Baldursson - Sævin Bjamason 397 Amór Ragnarsson - Karl Hermannsson 389 Spilað er öll kvöld nema laugardags- kvöld og hefst spilamennskan kl. 19.00. Spilastaður er að venju Þönglabakki 1 í Mjódd, húsnæði Bridgesambands ís- lands. Útsláttarsveitakeppni er spiluð að loknum tvímenningi á föstudags- kvöldum og hefst hún um kl. 23.00. Hægt er að mæta í hana eingöngu, en þá er betra að vera búinn að skrá sig símleiðis (S. 5879360). Allir eru hvattir til að mæta, hjálpað er til við að mynda pör og sveitir úr stökum spilurum. GSP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.