Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_______H0gni Hoydal er 32 ára ráðherra í nýrri landstjórn Færeyja og hefur sjálfstjórnarmál og________
undirbúning færeysks fullveldis á sinni könnu. Hann var áður fréttamaður við færeyska sjónvarpið og
vakti athygli fyrir vaska framgöngu í fréttum af bankamálinu svokallaða. Hanna Katrín Friðriksen
og Ragnhildur Sverrisdóttir hittu H0gna að máli í Þórshöfn og ræddu við hann um framtíðarsýn
Færeyinga, sem líta til íslands sem fyrirmyndar í fullveldismálum.
Morgunblaðið/Bára
„FYRST þurfa Færeyingar að ná stjórnmálalegu sjálfstæði og þá fylgir efnahagslegt sjálfstæði í kjölfarið," segir Hflgni Hoydal, ráðherra sjálfsljórnarmála í Færeyjum.
RÁÐHERRANN er, eins og nafnið
gefur til kynna, frá Hoydal, litlum
dal inn af bænum Hoyvík, örstutt
frá Þórshöfn. Hann er í sambúð og
á þrjú börn. Um tíma var hann
kennaralærlingur í Færeyjum,
vann við fiskvinnslu og stundaði
sjóinn eins og svo margir landar
hans, en hélt síðan til Danmerkur
og nam sögu og almannatengsl.
Þegar hann sneri heim varð hann
fréttamaður við færeyska sjón-
varpið. Svo vinsæll varð Hflgni af
störfum sínum að í kosningunum
30. apríl sl. fékk hann meira fylgi
en nokkur einstaklingur getur stát-
að af hingað til. Þegar ný land-
stjórn var sett á laggimar urðu
ráðherraembættin átta talsins.
Fólkaflokkurinn fékk embætti lög-
manns í sinn hlut, auk sjávarút-
vegsmála og samgöngumála og
Sjálfstýriflokkurinn fékk félags- og
heilbrigðismál, auk olíumála.
Flokkur Hpgna Hoydal, Þjóðveld-
isflokkurinn, fékk fjármál og
menntamál í sinn hlut, auk emb-
ættis ráðherra sjálfstjórnar- og
fullveldismála, en Hpgni gegnir
einnig embætti samstarfsráðherra
Norðurlandanna og fer með dóms-
málin. Síðar, að fengnu fullveldi,
mun þetta ráðherraembætti að lík-
indum verða embætti utanríkisráð-
herra.
Meirihluti vill sjálfstæði
Dönsku heimastjómarlögin vora
sett fyrir hálfri öld, árið 1948. Úr-
slit kosninganna í Færeyjum í vor
mörkuðu tímamót, því þá náðu þeir
flokkar sem vilja sjálfstæði eyjanna
meirihluta á Lögþinginu, 18 af 32
þingmönnum. Flokkarnir sátu að
vísu einnig að völdum 1962-1966,
en þá var ekki, eins og nú, kveðið á
um það í stjórnarsáttmála þeirra að
unnið skyldi að fullveldi. Hpgni
Hoydal hefur fengið það hlutverk
að móta hvernig Færeyingar muni
öðlast aukið sjálfstæði.
„Við lítum fyrst og fremst til ís-
lands og sambandslaganna sem
gerð vora fyrir 80 árum, árið
1918,“ segir hann. „Við viljum
gjarnan gera slíkan sáttmála við
Danmörku um sjálfstæði Færeyja
og semja um leið um samvinnu á
sviði heilbrigðismála og utanríkis-
mála, þar til við erum í stakk búnir
til að sinna þessum verkefnum
sjálfir. Fyrsta skrefið var hins veg-
ar að semja um niðurstöðu í banka-
málinu og það tókst okkur um
miðjan júnímánuð. Um leið og sú
niðurstaða fékkst lýstu Danir því
yfir að þeir væra reiðubúnir til við-
ræðna við Færeyinga um sjálf-
stæði, þegar færeyska landstjórnin
færi fram á slíkt. Við viljum undir-
búa okkur vel og ég mun samræma
þá vinnu sem við þurfum að inna af
hendi til að sjá hverju þarf að
breyta, hvað það kostar, hvernig
við getum dregið úr fjárframlögum
Dana til Færeyja og hvernig við
ætlum að byggja upp atvinnuveg-
ina svo þeir standi undir sér. Við
ætlum að skipa stjórnarskrárnefnd
og önnur nefnd þarf að semja drög
að sáttmálanum við Dani.“
Þegar Lögþing Færeyja kemur
saman að lokinni Olafsvöku, í lok
júlí, verður fyrsta verkefni þess að
ræða sjálfstæðismálin. „Núna eru
þrír flokkar við völd, sem vilja fullt
sjálfstæði Færeyja, en Sambands-
flokkurinn og Jafnaðarflokkurinn
hafa hingað til ekki léð máls á því.
Jafnaðarflokkurinn hefur hins veg-
ar breytt verulega um stefnu á síð-
ustu tíu árum og við höfum trú á
að við getum náð góðri samstöðu á
þingi um sjálfstæðisviðræður við
Dani. Það tel ég afar mikilvægt,
því við viljum efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um væntanlegan
sambandssamning, líkt og gert var
á íslandi. Við ætlum einnig að efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja
stjórnarskrá Færeyja og miðum
við að það verði í síðasta lagi árið
2000 og þá verður sambandssamn-
ingurinn þegar að liggja fyrir.
Þetta er vissulega stuttur tími, en
við höfum fyrirmyndina, sem er Is-
land. Og fyrst Danir hafa lýst því
yfir að þeir séu reiðubúnir til við-
ræðna er ekki eftir neinu að bíða.“
Hflgni segir að sú yfirlýsing
Dana, að þeir séu reiðubúnir til
viðræðna við Færeyinga þegar
óskað verður eftir, sé forsenda
sjálfstæðis. „Ég held að Færeying-
ar myndu aldrei slíta tengslin við
Dani í óþökk þeirra,“ segir hann.
„Við erum ekki í stakk búnir til að
standa á eigin fótum án undirbún-
ings. Ef aðeins er litið til þjóðern-
iskenndar Færeyinga, þá leikur
enginn vafi á að allir, jafnt sam-
bandssinnar sem aðrir, vilja varð-
veita færeyska menningu og
standa á eigin fótum að því leyti.
Sambandsmenn hafa þó haldið því
fram, að tengslin við Dani séu eina
tryggingin fyrir því, að hér sé vel-
ferðarþjóðfélag. Astæðan fyrir því
að sjálfstæðissinnar náðu meiri-
hluta í síðustu kosningum er hins
vegar áreiðanlega sú að efnahag-
skreppan hér upp úr 1990 var
skólabókardæmi um að sambandið
við Dani var engin trygging fyrir
efnahagslegum stöðugleika og ör-