Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VEGASAL TIÐ
VARÐ AÐ
BARNA-
SMIÐJUNNI
VEKKBTLXIVINNULtF
Á SUNNUDEGI
► Hjónin Elín Ágústsdóttir og Hrafn Ingimundarson hafa rek-
ið Barnasmiðjuna í 12 ár. Elín var áður leikskólakenn-
ari, en Hrafn er vélfræðingur og starfaði sem sölumað-
ur hjá Héðni. Þau eru bæði 41 árs gömul. Elín og Hrafn
eiga tvö börn, Inga Boga sem er fjórtán ára
og vinnumaður á Hnjóti í Orlygshöfn í sumar og
Jenný Ruth, sem er nítján ára og hefur nám í
vélaverkfræði við Háskóla íslands næsta haust.
eftir Rognhildi Sverrisdóttur
s
ARIÐ 1986 starfaði Elín
sem leikskólakennari á
leikskólanum á Marbakka
í Kópavogi. Hún var ósátt
við vegasölt á leikskólum og taldi
þau hina verstu slysagildru. Það
varð því úr að Hrafn smíðaði vega-
salt fyrir Marbakkaleikskólann í
bílskúmum við blokkaríbúðina
þeirra. Þeim fannst tilvalið að
reyna að drýgja aðeins tekjumar
með leiktækjasmíði, en áður en
varði höfðu þau svo mikið að gera
við aukavinnuna að þau sögðu bæði
upp störfum sínum og hafa unnið
við Bamasmiðjuna síðan. Fyrsta
vegasaltið reyndist því grunnur að
góðu fyrirtæki.
„Sumum fannst það sérkennilegt
starf að smíða leiktæki," segir
Hrafn. „I starfi mínu sem sölumað-
ur hjá Héðni þjónustaði ég smiðj-
urnar, sem skiptu við fyrirtækið og
ég sá að margt af þeirra vinnu gæti
nýst vel við aðra smíði, eins og til
dæmis leiktækjasmíðina. Ég naut
því góðs af þeirri reynslu þegar
kom að því að útfæra leiktækin."
Elín og Hrafn höfðu upp á er-
lendum framleiðendum, til að fá
upplýsingar um staðla við gerð
leiktækja og fleira í þeim dúr.
Fyrst skiptu þau við þýskt fyrir-
tæki, en á síðustu árum hafa þau
átt í samstarfí við danska fyrirtæk-
ið Kompan og flytja einnig inn leik-
tæki frá því fyrirtæki. Innflutning-
ur á leiktækjum er þó aðeins um
5% á móti því sem Bamasmiðjan
framleiðir sjálf. Leiktækin eru
framleidd undir heitinu Krumma-
gull.
Leikföngin vantaði líka
Leikskólana skorti ekki aðeins
góð leiktæki, að mati Elínar og
Hrafns, því leikfongum var ábóta-
vant. „Sem leikskólakennari vissi
ég að það vantaði tilfinnanlega góð
leikfóng í leikskólana. Verslunin
Völuskrín hætti um það leyti sem
við byrjuðum rekstur Bamasmiðj-
unnar, svo það myndaðist pláss
fyrir okkur á markaðnum og við
ákváðum að hefja innflutning á
leikföngum."
Þau hittu líka á hárréttan tíma
með leiktækjasmíðina, því á afmæl-
isári Reykjavíkur, 1986, var ákveð-
ið að leggja fé í að bæta verulega
leiktæki í borginni og um leið voru
gerðar meiri kröfur til tækjanna en
áður. „Á þessum tíma var allt í einu
farið að horfa meira til notenda
tækjanna en kaupenda þeirra. Slys
eru dýr og fólk hugsar meira um
þroskamöguleika, sem tækin bjóða
upp á og leikgildi þeirra.“
Þau segja að breytingin hafí
haldist í hendur við utanlandsferðir
bamafólks. „Fólk var farið að ferð-
ast mildð með bömin, á tjaldstæði
um alla Evrópu og á skipulögð
sumarhúsasvæði. Þar kynntust
krakkamir leiktækjum, sem þeim
líkaði vel við og foreldramir fóm
að spyrja eftir shkum tækjum
hér.“
Bflskúrinn var leiktækjasmiðjan
og nú var íbúðin þeirra lögð undir
leikfóngin. „Við fengum hópa frá
greiningarstöðvum og leikskólum
til að skoða og kaupa og þá var
hjónaherbergið lagerinn og borð-
stofuborðið sýningarpallur. Þetta
gekk svona um hríð, en þegar ein-
hver ætlaði að kaupa borð sem við
höfðum fengið í brúðkaupsgjöf sá-
um við að við þurftum að stækka
við okkur.“
Nýtt húsnæði fannst við Kárs-
nesbraut í Kópavogi, en forsenda
kaupanna var að Reykjavíkurborg
pantaði 20 vegasölt frá Bama-
smiðjunni. „Við höfðum átt í erfið-
leikum með að koma vöra okkar á
framfæri og það endaði með að við
pöntuðum viðtal við Davíð Odds-
son, sem þá var borgarstjóri. Hann
byrjaði á að benda okkur á bygg-
ingarsvæði í Grafarvogi, sem væri
kjörið fyrir starfsemi af þessu tagi,
en okkur fannst tillagan fáránleg,
enda ekkert á þeim buxunum að
byggja nýtt yfír okkur. Davíð sendi
hins vegar mann til að líta á fram-
leiðsluna hjá okkur og niðurstaðan
varð sú að panta tuttugu vegasölt."
Hrafn hafði smíðað leiktæki á
kvöldin og um helgar og Elín, sem
var í hálfu starfi sem leikskóla-
kennari, sá um aðdrætti til fyrir-
tækisins. Vorið 1987 sagði Hrafn
upp starfí sínu hjá Héðni og Ehn
sagði upp leikskólakennarastöð-
unni um haustið.
Byggðu á flötinni
hans Davíðs
Það leið ekki á löngu þar til 400
fermetra húsnæði Bamasmiðjunn-
ar í Kópavogi varð of htið. Fjöl-
breytnin í framleiðslunni jókst sí-
fellt. Aður var Hrafn einn að smíða
vegasölt, en nú voru þrír menn í
fóstu starfí hjá honum og Ehnu og
smíðuðu rennibrautir, rólur, kast-
ala, klifurgrindur, sandkassa og
ýmis önnur leiktæld. fbúðina höfðu
þau selt og lánað fyrirtækinu and-
virðið, en sjálf leigðu þau húsnæði.
„Svo fóram við að svipast um eftir
húsnæði fyrir fjölskylduna, sóttum
um lóð fýrir einbýlishús í Grafar-
vogi og óskuðum í íeiðinni eftir iðn-
aðarlóð hérna á flötinni sem Davíð
hafði bent okkur á. Við létum svo
til skarar skríða og byggðum héma
á Gylfaflöt árið 1993. Einbýhshúsið
byrjuðum við hins vegar ekki að
byggja fyrr en fyrir tæpum tveim-
ur áram.“
Húsnæði Bamasmiðjunnar að
Gylfaflöt 7 er um eitt þúsund fer-
metrar. Þar er góð aðstaða til leik-
tækjasmíðanna, lagerinn hefur
fengið gott pláss og nú er rekin
verslun í hluta hússins.
Eftirspurnin eftir Kramma-
gulls-leiktækjunum hefur aukist
Morgunblaðið/Jim Smart
ELÍN Ágústsdóttir og Hrafn Ingimundarson, eigendur Barnasmiðjunnar.
„Við höfum alltaf fylgst vel með tækj-
unum, hvernig þau eru nýtt og hvernig
þau endast. Leiktæki þurfa að vera
nógu sterk til að þola fullorðna, þótt
þau séu ætluð börnum. Við hlustum
vel á alla gagnrýni og bregðumst fljótt
við ef einhver gerir athugasemd við
tækin okkar.“
með hverju árinu. „Við höfum
alltaf fylgst vel með tækjunum,
hvemig þau eru nýtt og hvernig
þau endast. Leiktæki þurfa að
vera nógu sterk til að þola full-
orðna, þótt þau séu ætluð börnum.
Við hlustum vel á alla gagnrýni og
bregðumst fljótt við ef einhver
gerir athugasemd við tækin okk-
ar. Á sama hátt spyrjum við kaup-
endur til hvers þeir ætli að nota
tækin, sem þeir kaupa hér. Ef
börn allt niður í eins árs aldur eru
á leikskólanum, þá er ekki hægt
að selja þangað rennibraut fyrir
þriggja ára og eldri, eða jafnvel
fimm ára og eldri. Við drögum
okkur frekar út úr viðskiptum af
þessu tagi en að leggja nafn okkar
við eitthvað, sem gæti reynst
slysagildra."
Ehn og Hrafn segja mikinn mis-
skilning ríkjandi hjá fólki um
hvaða tæki uppfylli staðla og hvers
vegna. „Þetta er ekki bara spum-
ing um bil í handriðum, heldur
efnainnihald málningarinnar og
fúavamarinnar, frágang á öllum
samskeytum og svo mætti lengi
telja. Sölumenn hika ekki við að
segja fólki að hin og þessi tæki
uppfylli staðla, en fólk á ekki að
þurfa að treysta sölumönnum í
bhndni. Við viljum geta bent fólki á
að við höfum fengið vottun, svo það
geti verið öraggt um að vinnu-
brögðin hér séu eins og við segjum
þau vera.“
Vilja fá vottun
á leiktækin
Nú vinna eigendur Barnasmiðj-
unnar að því að fyrirtækið verði
hæft til vottunar. „Við kaupum
allt efni beint frá framleiðendum,
enda þurfum við að geta sýnt
fram á uppruna þess ef vottun á
að fást. Hér á landi eru leikföng
vottuð, en enginn sinnir hins veg-
ar vottun leiktækja. Finnur Ing-
ólfsson iðnaðarráðherra hefur
viljað styðja við bakið á okkur í
þeirri viðleitni okkar að fá vottun.
Núna eigum við samstarf við
dönsku tæknistofnunina og stefn-
um að því að fá vottun þaðan, sem
gerir leiktækin okkar hæf til út-
flutnings. Hins vegar hljótum við
að miða við íslenskan markað. Ef
ekki era í gildi ákveðnir staðlar
geta aðrir boðið vöru á lægra
verði en við, án þess að það komi
skýrt fram að varan er alls ekki
sambærileg að gæðum. Reykja-
víkurborg hefur að vísu boðið út
samkvæmt stöðlum, svo við stönd-
um ágætlega að vigi í útboðum á
vegum borgarinnar."
Ehn og Hrafn era ákveðin í að
Bamasmiðjan fái innlenda vottun,
eða aðstoð við að fá erlenda vottun.