Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 29
JltargmiMjifrUÞ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDl
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
ISLAND er fallegt land en
líka hættulegt. Fegurð þess á
það til að blekkja fólk. Þeirri til-
finningu að ferðast um óbyggðir
landsins í björtu veðri og steikj-
andi sól verður ekki lýst með
nokkrum orðum. Þetta á jafnvel
enn frekar við um jöklaferðir.
Mörgum finnst áreiðanlega að
ekki verði lengra komizt, þegar
farið er um jöklana, himinninn
er blár og stórfenglegt útsýni til
allra átta. Þessi veröld hefur
ekki opnast almenningi og er-
lendum ferðamönnum að ráði
fyrr en á síðustu tveimur ára-
tugum. Fram að þeim tíma var
það fámennur hópur Islendinga,
sem ferðaðist um miðhálendið
og önnur óbyggðasvæði en
sennilega fleiri útlendingar. Það
er töluvert afrek að hafa opnað
þennan hluta landsins fyrir Is-
lendingum sem útlendingum
bæði vetur og sumar. Þar hafa
margir komið við sögu en ekki
sízt þeir, sem hafa haft for-
göngu um að prófa nýja tækni í
ferðum um þessar slóðir og þróa
hana.
Það eru hins vegar aðrar
hliðar á þessum ferðum og þess-
ari fegurð eins og hópur Norð-
manna og íslendinga kynntist á
Vatnajökli fyrir nokkrum dög-
um. Landið er hættulegt. Þessi
atburður á Vatnajökli er ekki
fyrsta dæmið um það. Því miður
hafa mörg hörmuleg slys orðið í
óbyggðaferðum á Islandi. Mikið
hefur verið skrifað um örlög
Reynistaðabræðra. Á síðustu
öld týndu fjórir menn lífi fyrir
norðan Mýrdalsjökul. En jafn-
vel þeir, sem ferðast með nú-
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
tímahætti og þeirri tækni, sem
fylgir, eru ekki óhultir. Það kom
í ljós í hörmulegu slysi fyrir all-
mörgum árum, þegar nokkrir
japanskir ferðamenn létu lífið,
þegar þeir voru að fara yfir á í
nágrenni Nýjadals. Enginn sem
kemur að þeirri á snemma að
morgni mundi láta sér detta í
hug, að hún gæti verið hættuleg
yfírferðar.
Hópurinn, sem lenti í erfið-
leikum á Vatnajökli, er annar
hópur ferðamanna á örfáum ár-
um, sem fyrir slíku verður. Hið
fyrra atvik var átakanlegt. I
þeim hópi var fólk, sem hefur
enn ekki beðið þess bætur. Það
er óskapleg ábyrgð á því fólki,
sem hefur forystu um slíkar
ferðir. Öllum getur skjátlast.
En afleiðingarnar geta orðið
hörmulegar í tilvikum sem þess-
um. Ekki sízt vegna hins fyrri
atburðar verður að gera kröfu
til ítrustu varkárni.
Rök talsmanna Jöklaferða
fyrir því að fara af stað eru ekki
sannfærandi. I samtali við
Morgunblaðið í fyrradag segir
framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins: „Veðrið var ekkert verra en
við bjuggumst við og þegar við
lögðum upp var veðrið ekki
slæmt. Það var þó nokkuð kald-
ara í veðri en við bjuggumst við
en við vissum af 5 til 6 stiga
strekkingi. Það var ekki veður-
hæðin, sem olli óhöppunum.
Hún hafði áhrif á hvernig fór en
var ekki orsökin. Við höfum
margsinnis farið þessa leið yfir
jökulinn í svipuðu veðri og ekk-
ert hefur komið uppá. Við höf-
um langa reynslu af þessum
ferðum, höfum verið að síðan
1985 og oftsinnis í veðri sem
slíku.“
Hópstjóri Norðmannanna
lýsir ferðinni hins vegar á þenn-
an veg: „Við stoppuðum ítrekað
frá því við fórum úr Kverkfjöll-
um til að halda hópinn vegna
þess hve skyggnið var hræði-
lega slæmt. Eftir um eins og
hálfs tíma keyrslu var ákveðið
að ekkert vit væri í að halda
áfram og við snerum við.“
Er nú ekki ástæða til að
menn staldri aðeins við áður en
enn alvarlegri atburðir verða?
Það er áreiðanlega rétt hjá
framkvæmdastjóra Jöklaferða,
að nauðsynlegt er að bæta fjar-
skiptasamband á þessum slóð-
um, en hvorki fjarskiptatæki né
annar tæknibúnaður verður til
bjargar í vitlausu veðri á Is-
lándi.
I samtölum Morgunblaðs-
ins í gær við nokkra forystu-
menn í ferðamálum kemur fram,
að þeir eru sammála um nauð-
syn þess að setja ákveðnar regl-
ur, sem ferðaþjónustuaðilar
verða að fara eftir bæði að því
er varðar þekkingu og menntun
leiðsögumanna og einnig um
önnur skilyrði sem þarf að upp-
fylla í sambandi við ferðir sem
þessar. Það fór betur en á
horfðist á Vatnajökli, en það er
ástæða til að líta á þann atburð
sem ákveðna viðvörun um það
að við þurfum að búa betur um
hnútana.
VERÐBÓLGAN
ÓTT verðbólgan á Islandi
hafi ekki numið nema 2,1% á
tólf mánuðum frá maí á síðasta
ári til maí á þessu ári er hún
samt hærri en í flestum ná-
grannalöndum okkar. Það eru
einungis þrjú lönd í Evrópu með
meiri verðbólgu en við. Meðaltal
verðbólgu á þessu tímabili í
ESB-löndum er 1,6% og meðal-
tal í EES-löndum það sama.
Meðaltal verðbólgu í helztu við-
skiptalöndum okkar er 1,5%.
Þótt verðbólgan sé svona
lítil á okkar mælikvarða sýna
þessar tölur að við þurfum að
gera enn betur. Nú hafa menn
áhyggjur af að verðbólgan muni
aukast en ekki minnka. Það
verður horft til ríkisstjórnarinn-
ar um nauðsynlegar ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir það.
ORYGGII FERÐUM
UM LANDIÐ
ÉG MINNTIST
áður á grein Jónasar,
Náttúruvísindin, og
tel ástæðu til að vitna
hér í niðurlag hennar
enda er það harla
upplýsandi um ást
hans á raunvísindum og sýnir í
hnotskurn skáldlega afstöðu hans
til þeirra. Þau sjónarmið sem hér
eru sett fram voru Jónasi Hall-
grímssyni inngróin og ofarlega í
huga alla tíð eins og augljóst má
vera af verkum hans, bréfum og
athugasemdum. Þessi afstaða
skáldsins varð svo rótlæg næring
öðrum skáldum og ólíkum síðar
meir eins og við sjáum víða í ljóð-
um Steingríms Thorsteinssonar og
ekki sízt verkum Einars Bene-
diktssonar sem talar um, að must-
eri guðs séu hjörtun sem trúa, en
Jónas hafði sagt í Kveðju og þökk
íslendinga til Alberts Thorvald-
sens, II:
Ungir og aldnir,
andvirki frá
gangið að skoða
í guðs musteri!
Um tengsl þessa erindis við Ein-
ar mætti skrifa sérstaka ritgerð,
ekki sízt vegna þess að musterin
eiga sér forsendur í ólíkum trúar-
legum uppsprettum skáldanna þótt
lindin sé úr sömu æð.
Þótt Einar segi í Hnattasundi
að stjömuhröp séu „guðdómlegt
flugeldaskraut vorum heimi“ og
beri sköpunrverkinu þannig vitni á
sinn hátt, afgreiðir hann „marmar-
ans höll“ sem „moldarhrúgu". Það
hefði verið andstætt
hugmyndum Jónasar
um handbragð for-
sjónarinnar á öllum
hlutum, ekki sízt ef
listamaður á borð við
Thorvaldsen ber
henni vitni I marmaraverkum sín-
um. Trú Jónasar á alföður, eins og
hann kemst að orði, er honum svo í
blóð borin að hann gerir engan
greinarmun á því sem ber honum
vitni, hvort sem það er marmari
eða moldarhrúga; eða sandkorn.
Guðs musteri Jónasar er vitn-
isburður um hugarveröld guðs í list
Thorvaldsens en musteri Einars er
maðurinn sjálfur eins og hann er af
guði gerður, þrá hans og lotning;
en umfram allt smæð hans og öfug-
sýn. Musteri Jónasar ber forsjón-
inni vitni eins og önnur sköpun.
Thorvaldsen er þannig tæki eða
vitnisburður um andleg tengsl við
guðdóminn en hjarta trúaðs manns
í kvæði Einars vitnisburður um
skammvinna ævi og óviss örlög.
Jónas er alla tíð óralangt frá
slíkri efahyggju. Og listin er af
guðlegum eldi eins og náttúran
sjálf. Sá eldur á upptök í hugarver-
öld guðs en ekki musteri mannsins,
þótt hann beri forsjóninni, eða
himnahöfundi, ekki sízt vitni, svo
að notað sé orð úr Kveðju. Jónas
yrkir Kveðjuna haustið 1838, en
kvæðið til Páls Gaimards honum til
heiðurs fyrir samsæti uppúr miðj-
um janúar 1839. Upphafserindi
kvæðisins til Páls Gaimards yrkir
skáldið með 7. erindi Kveðjunnar í
huga:
Þú stóðst á tindi Heklu hám
og horfðir yfir landið fríða
þar sem um grænar grundir líða
skínandi ár að ægi blám...
En í Kveðjunni hafði Jónas sagt:
0! að þú mættir
augum leiða
landið loftháva
og ljósbeltaða
þar sem um grænar
grundir líða
eldur ísbláar
að ægi fram.
Síðan kemur - og engin tilvilj-
un:
Þar er Heklufjall
og Hofsjökull...
Kvæðið um Pál Gaimard á
Heklutindi er einskonar framhald
af íslandi, ef grannt er skoðað. Þar
er sælureiturinn á sínum stað,
hjarðir á beit, fagur fjalladalur,
fiskisæld; en Snorrabúð stekkur.
ísland Alþingi svipt með hrellda
brá. Silfurþráðurinn þó óslitinn frá
íslandi og Gunnarshólma en hið
helga fjall vizkunnar stendur enn
og ævinlega og vísar veginn; guð-
leg sköpun og hlífir hólmanum,
þrátt fyrir allt. Loki bundinn eins
og í Gunnarshólma. Vísindin glæða
vonina og vefja land og lýð far-
sældum eins og í Islandi.
Þannig fléttast efni allra þess-
ara stórkvæða skáldsins saman í
syrpuna um guðdómseldinn og
ættjörðina; yfirbragðsmikla hugar-
veröld úr andlegum gosstöðvum
þessa einstæða ættjarðarskálds.
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKU RBRÉF
Laugardagur 11. júlí
Nokkrar umræð-
ur hafa farið fram
hér á landi um
stækkun Atlants-
hafsbandalagsins til
austurs. Minna hef-
ur farið iyrir um-
ræðum um hlutverk
Islands í hinu nýja NATO; hvernig Island
geti lagt sitt af mörkum til sameiginlegs
öryggis Vesturlanda og þar með tryggt
eigið öryggi og varnir.
NATO hefur gjörbreytzt á þeim tæpa
áratug, sem liðinn er frá falli Berlínar-
múrsins. Öryggishugtakið hefur tekið
miklum breytingum vegna breytinganna í
alþjóðamálum. Meginhlutverk NATO er
ekki lengur að verjast árás úr austri, held-
ur að fást við margvíslegar hættur, sem
taka á sig ýmsar myndir. Bandalagið legg-
ur nú áherzlu á varðveizlu friðar og stöð-
ugleika í Evrópu og á nærsvæðum álfunn-
ar á breiðum grundvelli. Þetta felur í sér
að bandalagið þarf að vera í stakk búið til
að stilla til friðar í staðbundnum deilum,
t.d. þjóðernisátökum, gæta friðar eftir
gerð friðarsamninga, koma til bjargar ef
neyðarástand skapast og veita ríkisstjórn-
um, einkum og sér í lagi í fyrrverandi
kommúnistaríkjum í Austur-Evrópu, ráð-
gjöf og aðstoð við að laga herafla sinn og
varnarstefnu að lýðræðislegu stjórnkerfi.
Atlantshafsbandalagið er nú þegar
byrjað að sinna þessu nýja hlutverki sínu.
Það má sjá í Bosníu, þar sem NATO
stjórnar fjölþjóðlegu friðargæzluliði. Það
má sjá á friðarsamstarfi NATO, þar sem
meðal annars eru haldnar sameiginlegar
her- og björgunaræfingar. Atlantshafs-
bandalagið býr sig nú jafnframt leynt og
ljóst undh- þann möguleika að það þurfi að
stilla til friðar í Kosovo. Þá stendur NATO
íyrir margvíslegum námskeiðum, m.a. á
vegum friðarsamstarfsins, fyrir jafnt her-
menn sem borgaralega embættismenn frá
Austur-Evrópuríkjum og veitir bæði
bandalagið og einstök aðildarríki þess
þessum nýju bandamönnum margvíslega
aðstoð og ráðgjöf.
Með þessum breytingum á hinu al-
þjóðlega umhverfi og á starfsemi Atlants-
hafsbandalagsins hefur dregið úr hernað-
arlegu mikilvægi íslands sem útvarðar
NATO í Atlantshafi. ísland var, legu sinnar
vegna, ómissandi hlekkur í vörnum NATO
á meðan bandalagið einbeitti sér að því að
verjast hugsanlegri árás frá Sovétríkjun-
um. Þetta veitti Islandi sterkari stöðu inn-
an bandalagsins en fjölmenni þjóðarinnar
pg stærð landsins hefðu ella gefið tilefni til.
íslendingar þurftu ekki að sýna mikið
firumkvæði til að halda þessari stöðu; land-
ið hefur ekki yfir neinum her að ráða og
framlag okkar til sameiginlegra varna
NATO var einkum að leggja til aðstöðu hér
fyrir varaarstöð Bandaríkjanna. Banda-
menn okkar í NATO vildu ekki gera neitt,
sem yrði tO þess að sú aðstaða væri í
hættu. Þess vegna styrkti líka NATO-að-
ildin stöðu Islands á öðrum alþjóðlegum
vettvangi; íslenzk stjórnvöld gátu oftast átt
stuðning annarra NATO-ríkja vísan. Nú er
þetta breytt; sjónir NATO beinast í aukn-
um mæli austur og suður á bóginn og
Norður-Atlantshafið ber æ sjaldnar á
góma í höfuðstöðvunum í Brussel. Ef
snurða hlypi á þráðinn í lýðræðisþróuninni
í Rússlandi kynni þetta að breytast aftur til
fyrri vegar, en þess óska auðvitað fæstir.
Breytt ör-
yg’gishug-
tak - ný
sóknarfæri
ÞÓTTLOKKALDA
stríðsins kunni
þannig að hafa dreg-
ið úr hernaðarlegu
mikUvægi Islands og
þeim áhrifum innan
NATO, sem af því
leiddu, fela breytingarnar á starfsemi
NATO einnig í sér sóknarfæri fyrir Island
innan bandalagsins. Með breyttu öryggis-
hugtaki NATO er í mun minna mæli ein-
blínt á hemaðarþáttinn en áður var. Borg-
aralegar stofnanir gegna nú stærra hlut-
verki en áður. Það á við um verkefni á borð
við friðargæzlu, leitar-, hjálpai'- og björg-
unarstörf, eflingu lýðræðis og vemd mann-
réttinda, sem nú eru á dagskrá Atlants-
hafsbandalagsins. Styi'kur íslands á öðrum
sviðum en því hernaðarlega getur nýtzt í
þessum störfum.
Island hefur nú þegar tekið þátt í nýj-
um verkefnum Atlantshafsbandalagsins
með því að senda lögreglumenn og heil-
brigðisstarfsfólk tU liðs við friðargæzlu-
sveitir NATO í Bosníu. Þá áttu íslenzk
stjómvöld frumkvæði að því að hér á landi
var fyrir ári haldin sameiginleg almanna-
varnaæfing aðildarríkja Friðarsamstarfs
NATO, Samvörður ‘97. Þetta var fyrsta al-
mannavarnaæfingin á vegum Friðarsam-
starfsins og jafnframt fyrsta marghliða
friðarsamstai’fsæfingin, sem Rússland tók
þátt í.
Þessi tvö verkefni kunna að vera vísir
að því sem koma skal. Island hefur á að
skipa þrautþjálfuðum læknum, hjúkrunar-
fólki, björgunarfólki, verkfræðingum og
lögi'eglumönnum, sem tekið geta þátt í
margvíslegum aðgerðum Atlantshafs-
bandalagsins.
Á fleiri sviðum getur íslenzk sérþekk-
ing nýtzt í þágu nýira verkefna bandalags-
ins. I þessari viku var t.d. haldinn í Vín
fundur yfirmanna herja Vestur-Evrópu-
sambandsins, sem kallað hefur verið Evr-
ópustoð NATO, um það hvernig aðildarríki
VES geti hrint í framkvæmd banni Sa-
meinuðu þjóðanna við notkun jarð-
sprengna með hreinsun jarðsprengju-
svæða og stuðningi við fórnarlömb þessara
drápstækja. Eitt af umfjöllunarefnum
hershöfðingjanna var hvernig koma mætti
á samstarfi milli heraflans og borgaralegra
stofnana í þessum efnum. Það liggur beint
við að álykta að hér sé á ferð gott tækifæri
fyrir ísland, sem á aukaaðild að Vestur-
Evrópusambandinu, að leggja sitt af
mörkum. Islendingar búa yfir sérþekkingu
á smíði gervilima, sem nýtast meðal ann-
ars fórnarlömbum jarðsprengna og hafa
gefið góða raun í Bosníu. Þar hefur fyrir-
tækið Össur hf., í samvinnu við íslenzk
stjórnvöld, „komið fótunum undir“ fjölda
ungs fólks, sem misst hafði fætur er það
steig á sprengju.
Jafnframt hefur verið bent á að vegna
langrar lýðræðishefðar hér á landi geti Is-
lendingar lagt sitt af mörkum við fræðslu
um uppbyggingu lýðræðislegra stofnana í
fyrrverandi einræðisríkjum Austur-Evr-
ópu. Eitt af vandamálunum, sem lýðræðis-
legar ríkissstjórnir í þessum löndum
standa frammi fyrir, er að mótun varnar-
stefnu hefur verið nánast eingöngu í hönd-
um hersins sjálfs. Aðhald lýðræðislegra
stofnana og borgaralegra embættismanna
að heraflanum hefur víða verið af skornum
skammti. Bent hefur verið á að á íslandi sé
borgaraleg ábyrgð á mótun varnarstefnu
einkar skýr, þar sem landið hefur sjálft
engum herafla á að skipa. Reynsla íslend-
inga á þessu sviði geti því nýtzt Austur-
Evrópuríkjunum.
■■■■■■■■■■ HÉR ERU AÐ-
Áhrif fslands T3. neft!d nolf“'
, . dæmi um hugsanlegt
Styrkt framlag íslands til
nýrra verkefna Atl-
antshafsbandalagsins; án efa eru fleiri
tækifæri fyi'ir Islendinga að láta að sér
kveða í hinu nýja NATO. Sum þessi verk-
efni gætu orðið á vettvangi Vestur-Evr-
ópusambandsins, einkum ef þau era þess
eðlis að Bandaríkin sjá sér ekki fært að
taka þátt í þeim. Jafnframt eru Norður-
löndin nú að efla samvinnu sína í öryggis-
málum og stefnt er að því að koma á föst-
um norrænum friðargæzlusveitum, sem
tekið gætu þátt í verkefnum á vegum
NATO. Það gæti orðið íslandi í hag að
taka aukinn þátt í þessu norræna öryggis-
málasamstaríi. Við höfum langa og góða
reynslu af samstarfi við hin norrænu ríkin
innan margvíslegra alþjóðastofnana og
það hefur ævinlega stuðlað að því að
styrkja stöðu og áhrif íslands vegna sam-
takamáttar ríkjanna fimm.
Með framkvæði og útsjónarsemi í
þessum efnum getur Island vegið upp á
móti þeim missi áhrifa, sem óhjákvæmi-
lega fylgir því að landfræðileg staða lands-
ins skiptir minna máli en áður. Þótt fram-
lag íslands verði ævinlega smátt í sniðum
vegna fámennis þjóðarinnar taka banda-
menn okkar viljann fyrir verkið og era lík-
legri til að gefa sjónarmiðum íslands gaum
en ef ísland skoraðist undan þátttöku í
starfsemi Atlantshafsbandalagsins. Hins
vegar útheimtir sókn á þessu sviði að öll-
um líkindum breytingar á skipulagi ýmissa
mála hér innanlands. Sá háttur, sem hing-
að til hefur verið hafður á, að auglýsa eftir
sjálfboðaliðum til að taka þátt í t.d. friðar-
gæzluverkefnum, hefur í för með sér að
yiðbragðsflýtirinn er ekki sem skyldi. Eigi
ísland að geta tekið þátt í friðargæzlu-
sveitum, sem ákveðið væri með skömmum
fyrirvara að færa til svæðis á borð við t.d.
Kosovo, er nauðsynlegt að einhver stofnun
hafi samræmingarhlutverk með höndum,
haldi skrá yfir fólk og búnað, sem hægt er
að útvega í skyndi, beri ábyrgð gagnvart
erlendum samstarfsaðilum og veiti þeim
upplýsingar. Að þessu verður að hyggja
fyrr en síðar.
Varnarsam-
starfíð við
Bandaríkin
MEGINVERKEFN-
ið í vamarmálum Is-
lands verður eftir
sem áður að tryggja
varnir landsins í
samstarfi við
Bandaríkin. Það markmið verður hins veg-
ar ekki skilið frá virkri þátttöku í starfi
NATO. Af hálfu bandarískra stjórnvalda
er litið svo á að framkvæði íslands á þeim
vettvangi stuðli að því, ásamt öðra, að
tryggja áframhaldandi vera bandarísks
varnarliðs hér á landi. Þetta er í samræmi
við þá stefnu Bandaríkjamanna, sem lengi
hefur verið við lýði, að bandamenn þeirra í
Evrópu beri sinn réttláta skerf af ábyrgð-
inni á vörnum og öryggi álfunnar. Vegna
þeirrar breytingar á stöðu Islands, sem
áður er getið, treysta Bandaríkin sér nú
fremur en áður til að gera kröfu um slíkt
til íslendinga, líkt og annarra þjóða Vest-
ur-Evrópu.
Bandaríkin hafa þannig tekið eftir
þátttöku íslands í friðargæzlustarfinu í
Bosníu og hún hefur verið nefnd sérstak-
lega í viðræðum bandarískra og íslenzkra
stjórnvalda sem dæmi um frábært framlag
Islands til verkefna NATO. Sama á við um
Samvörð ‘97; í Washington var tekið eftir
frumkvæði Islands, einkum og sér í lagi
vegna þess að Rússar sýndu æfingunni
mikinn áhuga og tóku þátt í henni með
fjölmennu liði og miklum tækjabúnaði.
Bandaríkjamenn hafa verið þess hvetjandi
að ísland haldi áfram á sömu braut og taki
þátt í eins mörgum verkefnum NATO og
mögulegt er.
Fleiri þættir koma auðvitað við sögu í
varnarsamstarfi íslands og Bandaríkj-
anna. Á sama tíma og ágreiningur hér inn-
anlands um veru bandarísks varnarliðs á
Keflavíkurflugvelli er nánast úr sögunni
hefur Bandaríkjaher viljað draga úr við-
búnaði sinum hér, bæði vegna breyttra að-
stæðna í alþjóðamálum og vegna síaukins
þrýstings frá Bandaríkjaþingi og varnar-
málaráðuneytinu um sparnað í rekstri
varnarstöðvarinnar, rétt eins og annarra
stöðva Bandaríkjahers, innan lands og ut-
an. Nú þegar hefur flugherinn dregið mjög
saman starfsemi sína hér en íslenzk
stjórnvöld hafa lagt áherzlu á að lág-
marksloftvarnir verði tryggðar með
áframhaldandi vera orrustuflugvéla í varn-
arstöðinni. Með samkomulagi Islands og
Bandaríkjanna um framkvæmd varnar-
samnings ríkjanna, sem gert var 1994, var
F-15 orrastuþotum á Keflavíkurflugvelli
fækkað niður í fjórar, en þær vora um 18
er flest var. Þotunum fylgja eldsneytisvél-
ar og þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins,
sem bjargað hefur fjölda íslenzkra manns-
lífa. I öðru samkomulagi, sem gert var
1996 og gildir til ársins 2001, var ákveðið
að viðhalda þessum vamarviðbúnaði en ís-
Morgunblaðið/RAX
Á SIGLINGU INN REYKJAVÍKURHÖFN
lenzk stjómvöld urðu að fallast á að af-
nema einkarétt tveggja verktakaíyrir-
tækja á öllum framkvæmdum í varnar-
stöðinni og jafnframt var ákveðið að leita
annarra leiða til að lækka kostnað við
rekstur stöðvarinnar.
Nokkur árangur hefur náðst varð-
andi lækkun kostnaðar, en þó er ljóst að
Bandaríkjamenn telja ekki nóg að gert.
Þeir telja til dæmis að nú, þegar borgara-
legt flug er orðið meirihluti flugumferðar
um Keflavíkurflugvöll, eigi Islendingar að
taka aukinn þátt í rekstri sjálfs flugvall-
arins. Það verður að teljast sjálfsögð og
eðlileg krafa. Þeir telja jafnframt óviðun-
andi að þurfa að greiða hátt í helmingi
hærra verð fyrir vatn til húshitunar en
sveitarfélögin í nágrenni varnarstöðvar-
innar. I því máli era íslenzk stjórnvöld í
erfiðri stöðu, því að Hitaveita Suðurnesja
er sjálfstætt fyrirtæki, sem ekki tekur við
fyrirmælum frá stjórnvöldum. Hins vegar
er ljóst að þessi mál og fleiri sem snúa að
rekstrarkostnaði varnarstöðvarinnar
verða tekin upp af hálfu Bandaríkjanna í
þeim viðræðum um endurnýjun sam-
komulagsins frá 1996, sem eiga að hefjast
árið 2000.
Ekki er ástæða til að búast við að í
þeim viðræðum verði sá möguleiki ræddur
af hálfu Bandaríkjanna að varnarstöðin
verði aflögð. Keflavíkurstöðin gegnir
áfram mikilvægu hernaðarlegu hlutverki
við að fýlgjast með ferðum rússneskra kaf-
báta, sem enn sigla um norðanvert Atl-
antshaf þótt þeir séu færri en á meðan
Sovétríkin vora og hétu. Bandaríkjafloti
vill því áfram hafa hér Orion-kafbátaleitar-
flugvélar og það, sem þeim fylgir. Dregið
hefur úr mikilvægi Keflavíkurflugvallar
sem millilendingarflugvallar vegna loft-
flutninga til Evrópu, vegna þess að tækn-
inni hefur fleygt fram og flugvélar eru
langfleygari en áður. Þó var eftir því tekið
í Washington í febrúar síðastliðnum er
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðhema
lýsti því yfir að tekið yrði jákvætt í beiðni
um að nota Keflavíkurflugvöll til millilend-
inga, kæmi til hernaðaraðgerða gegn írak.
Því má ætla að það notagildi Keflavíkur-
stöðvaiinnar sé enn nokkurs virði í augum
B andaríkj amanna.
Hins vegar er sú afstaða flughersins
óbreytt, að orrustuþotur hans gegni frem-
ur pólitísku en hernaðarlegu hlutverki á
íslandi. Flugherinn hefur a.m.k. frá árinu
1993 talið óþarft að hafa hér orrastuflug-
vélar og álitið að hættan á loftárás á Island
sé svo fjarlæg að komi til þess að hún verði
fyrir hendi á ný gefist nægur fyrirvari til
að senda hingað orrustuflugvélar í tæka
tíð. Áður fyrr var hlutverk flughersins hér
einkum í því fólgið að stugga við sovézkum
flugvélum, sem komu í íslenzka lofthelgi
tugum og jafnvel hundraðum saman á ári
hverju. Island var fýrir vikið talið ómetan-
legt æfingasvæði fýrir orrustuflugmenn-
ina. Nú sjást rússnesku „birnirnir" ekki
lengur og flugherinn telur orrustuflug-
mennina hafa of lítið að gera á meðan þeii’
era staðsettir á Islandi, jafnvel þótt mögu-
leikar þeirra til æfinga yfir hálendinu hafi
verið auknir. Flugherinn telur að finna
megi mannskap og tækjum verðugri verk-
efni annars staðai; til dæmis við eftirlits-
störf í Bosníu eða Irak.
Búast má við að í þeim viðræðum, sem
fara munu fram eftir eitt og hálft til tvö ár
um nýtt samkomulag um framkvæmd
varnarsamningsins, muni Bandaríkjamenn
annars vegar þrýsta á um aukinn sparnað
og kostnaðarþátttöku íslendinga í varnar-
stöðinni og hins vegar um aðgerðir, sem
væra til þess fallnar að sætta flugherinn
betur við hlutskipti sitt á íslandi, til dæmis
aukna möguleika á æfingum yfir íslenzku
land- og hafsvæði. Slíkt getur orðið við-
kvæmt mál hér innanlands vegna áhrifa
hávaðamengunar á t.d. ferðamennsku og
landbúnað.
í því endurmati á vamarþörfum og
varnar- og öryggismálastefnu Islands, sem
nú fer fram í utanríkisráðuneytinu, þarf
meðal annars að leggja mat á það hversu
mikið íslenzk stjórnvöld vilja leggja á sig
til að halda ori'ustuflugvélunum á Kefla-
víkui'flugvelli. Sömuleiðis þurfa íslenzk
stjómvöld að gera það upp við sig í eitt
skipti fyrir öll hvort þau vilja að vera varn-
arliðsins hér eigi eingöngu að þjóna örygg-
ishagsmunum eða hvort Bandaríkin eigi að
halda uppi atvinnu á Suðurnesjum og nið-
urgreiða rekstur alþjóðaflugvallar lands-
ins. Niðurstaða í því máli ætti að auðvelda
samningaviðræður. Virk þátttaka íslands í
varnar- og öryggismálasamstarfi vest-
rænna þjóða er sömuleiðis til þess fallin,
eins og áður hafa verið færð að rök, að þar
náist niðurstaða, sem er í þágu öryggis-
hagsmuna íslands.
„Meginverkefnið í
varnarmálum Islands
verður eftir sem áður
að tryggja varnir
landsins í samstarfí
við Bandaríkin. Það
markmið verður hins
vegar ekki skilið frá
virkri þátttöku í
starfí NATO. Af
hálfu bandarískra
stjórnvalda er litið
svo á að frumkvæði
Islands á þeim vett-
vangi stuðli að því,
ásamt öðru, að
tryggja áframhald-
andi veru bandarísks
varnarliðs hér á
landi.“