Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Á vaxtarskeiði 6. og 7. áratugarins virtist svo sem hagvöxtur væri náttúrulögmál, en nú gera menn sér grein
fyrir að hægt er að örva hann eða hindra eins og annan vöxt, segir Sigrun Davíðsdóttir, er hlustaði á umræður
hagfræðinga, stjórnmálamanna og fésýslumanna á ráðstefnu SNS í Stokkhólmi.
Kemur hag-
vöxtur af
sjálfu sér?
AÐ er nauðsynlegt að hafa
áhuga á hagvexti, því öðru
vísi verður munur ríkra og
fátækra landa ekki jafnað-
ur,“ segir Jeffrey Sachs, prófessor
í hagfræði við Harvard, í umræð-
um á afmælisráðstefnu Studieför-
bundet Naringsliv og Samhálle,
SNS, þar sem umræðuefnið var
skilyrði hagvaxtar. „Það var ekki
erfitt að fínna efnið,“ sagði Hans
Tson Söderström framkvæmda-
stjóri SNS við setningu ráðstefn-
unnar. „Á sjötta og sjöunda ára-
tugnum óx þjóðarframleiðsla að
- jafnaði um fjögur prósent á ári, en
á áttunda áratugnum dróst hún allt
í einu saman um tvö prósent á ári.
Ástæðan var ekki bara olíukreppan
og hrun Bretton Woods kerfisins.
Smám saman hefur okkur skilist að
vaxtarárin voru undantekning en
ekki regla og að vöxtur kemur ekki
af sjálfu sér.“ Þorvaldur Gylfason
prófessor við Háskóla Islands var
einn af skipuleggjendum og þátt-
takendum í ráðstefnunni. Hann
hikar ekki við að segja að það sé að
miklu leyti val einstakra landa að
* vaxa eða vaxa ekki.
Hvað vitum við um hagvöxt?
„Þegar Sachs talar hlustar heim-
urinn,“ sagði Þorvaldur Gylfason
prófessor í hagfræði við Háskóla
Islands er hann kynnti Sachs, en
Þorvaldur stjómaði umræðum á
ráðstefnunni. Hér vísaði Þorvaldur
til þess að Sachs er ekki aðeins
prófessor í hagfræði, heldur einnig
efnahagsráðgjafi ríkisstjórna um
allan heim. Það kom í hlut Sachs að
leggja linurnar fyrir umræður ráð-
stefnunnar og hnýta þær saman í
lokin.
Sachs varpaði í byrjun fram
þeim spurningum hvaðan vöxtur-
inn kæmi og af hverju einstök lönd
yxu mismunandi hratt. Að hans
mati stendur heimurinn frammi
fyrir þremur viðfangsefnum. Það
fyrsta snýst um vöxt, því svo mörg
lönd eru enn sárafátæk. Þjóðar-
framleiðsla á íbúa í iðnríkjum
heims er tuttuguföld framleiðslan á
hvern íbúa í fátæku löndunum. Því
væri nauðsynlegt að leggja áherslu
á vöxt. Ríku löndin standa frammi
fyrir því viðfangsefni að viðhalda
ríkidæmi sínu og gæta að félags-
legu jafnræði. Þriðja viðfangsefnið
er um sjálfbæran vöxt. Heimurinn
er á þröskuldi mestu notkunar líf-
ríkisins fram að þessu. Veðurfars-
breytingar eru nýr en jafnframt
vaxandi vandi, eins og eldar og flóð
af völdum E1 Ni~no eru dæmi um.
Hagvöxtur: Nútíma fyrirbæri
með ójafna dreifingu
Með þetta í huga er ekki úr vegi
að spyrja hvað vitað sé um hag-
vöxt. I fyrsta lagi er áhugavert að
hafa í huga að í sögulegu samhengi
er hagvöxtur okkar tíma nýtt fyr-
irbæri, sem aðeins verður rakið
um 200 ár aftur í tímann. Hag-
sögufræðingar giska á að hagvöxt-
ur á árunum 1500-1800 hafi verið
um 0,1 prósent á ári og því vart
mælanlegur. Breytingar í átt til
nútíma vaxtar hófust hægt og síg-
andi með iðnbyltingunni í lok 18.
aldar. En hagvöxtur iðnríkjanna
einkennist einnig af mjög ójafnri
dreifingu.
Annað atriðið varðandi hagvöxt
er að ferli hans er flókið. Áður fyrr
var aðaláherslan lögð á auðsöfnun,
en með tímanum hefur skilningur
vaxið á að auðsöfnun kemur fyrir
lítið ef auðnum er ekki dreift um
samfélagið. I takt við fyrri skilning
var hagvöxtur lengi vel reiknaður
út án tillits til dreifingar, sem
reyndist vera grundvallar mis-
skilningur. í Sovétríkjunum var
vaxtarhugtakið skilgreint sem auð-
söfnun og enginn skilningur á
dreifíngu auðsins.
Þriðja atriðið varðandi hagvöxt
er að verkaskipting eins og Adam
Smith (1723-1790), faðir nútíma
hagfræði, talaði um og sú sérhæf-
ing sem henni fylgir er mikilvæg til
skilnings á hagvexti, því þetta ferli
eykur afköst. Ávöxtur þessa ferlis
eru nýjungar, sem um leið er
fjórða lykilatriðið varðandi hag-
vöxt. Að mati Sachs átti skortur á
nýjungum og nýtingu þeirra stóran
þátt í hruni Sovétríkjanna. Og í
þróunarlöndum, sem vaxa hratt
vegna auðsöfnunar en fóstra ekki
nýjungar er hætta á að vöxturinn
sé óstöðugur.
Fimmta atriðið til skilnings á
hagvexti er hlutverk og skilvirkni
fjármálakerfis og dómskerfis, sem
til dæmis vaxtarlönd Asíu hafa átt
erfitt með að ná tökum á. Sachs
undirstrikar þó að það sé ekki
einkavandi þessara landa, því
löndin hafi flutt inn kerfi iðnríkj-
anna. Hlutverk háskóla og vísinda
skiptir miklu máli og þar hafa
Bandaríkin að mati Sachs mikinn
styrk í harðri samkeppni ríkis- og
einkaháskóla, auk þess sem ríkið
V elfer ðarríkið:
A vegamótum
eða villig'ötum?
Upprunalegar forsendur velferðarkerfísins
mótuðust á tímum stöðugs hagvaxtar, en
kerfíð hefur nú mótað væntingarnar og
breytt gildum og hegðan. Spurningin er
hvernig eigi að bregðast við því.
„RAUNVERULEGIR óvinir vel-
ferðarkerfisins eru þeir, sem segja
að því þurfi ekki að breyta," segir
hinn virti sænski hagfræðingur
Assar Lindbeck. „Forsenda bresku
stjórnarinnar í endurskipulagi
breska velferðarkerfisins eru eig-
inhagsmunir einstaklinga í stað
samkenndar," segir Frank Field
félagsmálaráðherra Breta. En eru
þetta ekki bara frasar? var spurt.
„Við þurfúm líka frasana," stundi
Bertrand Collomb franskur fram-
kvæmdastjóri og áhrifamaður í
frönsku viðskiptalífi. „I mínu
heimalandi má ekki einu sinni tala
um að fólk kunni á kerfið og með-
an ekki er hægt að tala um vand-
ann er heldur ekki hægt að leysa
hann.“
Þetta eru nokkur þeirra sjónar-
miða um velferðarríkið, sem komu
fram á afmælisráðstefnu Studi-
J eförbundet Naringsliv och Sam-
halle, SNS í Stokkhólmi nýlega.
Velferðarríkið spratt upp úr aUt
öðrum aðstæðum en rílqa núorðið.
Við tilkomu þess var hagvöxtur
stöðugur við 3-4 prósent, atvinnu-
leysi lítið, fjölskyldumynstrið
byggðist á einni fyrirvinnu og
vinnumynstrið var að fólk fór að
vinna á unga aldri og vann ævina
út. Nú er hagvöxtur sveiflukennd-
ur, atvinnuleysi vandamál, fjöl-
skyldumynstrið einkennist af
tveimur fyrirvinnum eða einstæðu
' foreldri og fólk vinnur hlutastörf,
tekur sér orlof eða er lausráðið.
Eins má merkja að tilvist vel-
ferðarríkisins með tilheyrandi bót-
um og þjónustu hafi breytt hegðun
fólks. Því má álykta sem svo að
nauðsynlegt sé að aðlaga velferð-
arríkið ríkjandi aðstæðum og eins
- að koma því svo fyrir að velferðar-
ríkið hvefji en ekki lefji til afkasta.
En margvíslegir hagsmunir stang-
ast á og víst má telja að baráttan
um velferðina verði helsta póli-
tíska baráttumál næstu ára í gam-
algrónu velferðarríkjunum.
Skattahækkun um 50-150 prósent
til að viðhalda núverandi eftir-
launaskuldbindingum
Assar Lindbeck bendir á að
tvö grundvallaratriði hafí breyst
frá því velferðarríkið var í deigl-
unni fyrir um hálfri öld. I fyrsta
lagi hefur aldursdreifing þjóðfé-
lagsins breyst og nú blasa við stór-
ir árgangar gamalmenna og litlir
árgangar ungmenna og vinnu-
færra. I öðru lagi eru miklu fleiri
atvinnulausir nú en áður. Það má
nefna til dæmis að hver vinnandi
Svíi hefur á sínu framfæri 1,1 sem
ekki vinnur.
Aldursdreifing og eftirlaun
krefjast ekki aðeins lausnar, held-
ur þarf að fá stjómmálamenn til
að hugsa lengra en fram yfir
næstu kosningar bendir Gerhard
Rupprecht framkvæmdastjóri
þýska tryggingafélagsins Allianz
á. Hér þarf að hugsa hálfa öld
fram í túnann eða svo, sem er
miklu lengra tímabil en stjóm-
málamenn sýsla venjulega með,
svo mikilvægt er að ná víðtækri
samstöðu um aðgerðir. Einmitt
Þjóðveijar hafa orðið illa fyrir
barðinu á ójafnri aldursdreifmgu.
„I Þýskalandi snýst allt um að vera
undir Maastricht-viðmiðuninni um
3 prósenta halla á fjárlögum mið-
að við þjóðarframleiðslu, en með
fyrirsjáanlegri aldursdreifingu og
eftirlaunaskuldbindingum stefna
Þjóðveijar í 50-150 prósenta
halla," spáir Rupprecht.
Kynslóðavandinn er ekki sér-
þýskur vandi. Rupprecht bendir á
að skattar þyrftu að hækka um 50
prósent í Bandarílgunum til að
komandi kynslóðir geti haldið nú-
verandi eftirlaunastigi, um 100
prósent í Þýskalandi og 150 pró-
sent í Japan.
Aldursdreifing og eftirlaun er
vandi, sem alls staðar er verið að
vinna í en fátt er um snjallar
lausnir. Núverandi kerfi byggist í
grófum dráttum á að þeir sem
vinna greiði um leið eftirlaun fyrir
þá, sem náð hafa eftirlaunaaldri.
Hið æskilega þykir hins vegar að
vinnandi fólk spari sjálft upp fyrir
elliárin, en umskiptin frá einu
kerfi í annað og eins hvaða form
eigi að finna spamaðnum er um-
deilt.
Velferðarkerfið grafið
undan gömlu gildunum
Áhrif velferðarríkisins hafa ver-
ið margslungin. Fylgifiskur þess
er stór opinber geiri, sem að mati
Lindbecks hefúr hindrað þróun
einkageirans á sviði heilbrigðis- og
menntamála. En velferðarkerfið
hefúr einnig leitt tíl félagslegs
stöðugleika, sem hefúr átt sinn
þátt f hagvexti iðnríkjanna.
„Velferðarkerfið var ekki hugs-
að sem efnahagslegt fyrirbæri,
heldur til að jafna aðstöðu fólks.
Því meira sem það hefur þróast
því meira hefur það breytt þjóðfé-
laginu og meðal annars ýtt undir
ábyrgðarleysi," segir Yves Cannac
framkvæmdastjóri fransks stjóm-
unarfyrirtækis. Velferðarkerfið
hefur með áranum breytt hegðun-
armynstri fólks og um Ieið félags-
legum gildum.
„Aðlögun hegðunar að kerfinu
hefur gengið hægt, því gömlu gild-
in voi-u seiglíf og áhrifin hafa því
komið seint í ljós,“ segir Lindbeck.
Þegar það þótti ekki lengur smán
að vinna ekki tóku þeir framtaks-
sömu til við að gera út á kerfið og
sleppa við að vinna. „Hinn félags-
legi skaði, sem velferðarkerfið
hefur orsakað líkist ferli umhverf-
isskaða sökum mengunar. Það
gengur svo hægt í byijun að breyt-
ingamar em ósýnilegar framan
af, en þegar áhrifanna tekur að
gæta svo við blasir þá er ekki
hægt að snúa ferlinu við.“
Við þessari uppflosnun gömlu
gildanna vill Field bregðast með
því að útbreiða ný gildi í stað
þeirra gömlu. „Við lifum á túnum
eftir kristnina og það þarf ný gildi
í stað hennar. Ný gildi, sem við
þurfúm að koma okkur saman um
og útbreiða í gegnum skólakerf-
ið.“ Breska stjómin leitar nú þess-
ara nýju gilda og sama gerir
norska stjómin.
Þáttur í eftirlaunavandanum á
rætur að rekja til viðhorfsbreyt-
inga er velferðarkerfið hefur or-
sakað. Frank Field bendir á þá
gmndvallaimótsögn að um leið og
langlífi hafi aukist hafi eftirlauna-
aldur lækkað. Þetta sé greinilega
ein af hliðarverkunum velferðar-
kerfisins, sem hafi haft hvetjandi
áhrif á fólk að láta snemma af
störfum og þessari þróun verði að
snúa við. A Italíu er meðaleftir-
launaaldur 51,2 ár og í Svíþjóð
58,9 ár.
Stefnan á lágan eftirlaunaaldur
hefur reyndar einnig verið styrkt í