Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 SKOÐUN TÍÐARANDI OG TILFINNIN GATEN GSL ÁTTUNDI og níundi áratugurinn sköpuðu nýja möguleika - en líka umrót. Langþráð frelsi ungs fólks sem ‘68-kynslóðin áorkaði ásamt lausn frá höftum og bindandi tengslum skapaði neikvæðar for- sendur gagnvart tilfinningalegum skuldbindingum. Þetta varð fljót- lega ógnun við náin tengsl hjóna og uppeldisskilyrði bama. Óþarflega háar skilnaðartölur og ráðvilltir unglingar urðu teikn um þetta. Kröfur í hjónabandi og foreldra- hlutverki stönguðust fljótlega á við hugmyndir um frelsi og rétt til að þroska sig og njóta lífsins. Bandarískir félagsfræðingar hafa skrifað um hvemig fólk upp- lifði höft hjónabandsins, „Ties that bind“, og fjölskyldutengsl eins og stjúptengsl eða foreldratengsl sem íþyngjandi, „Ties that stress“. Einnig var skrifað um „The hurried child“-fyrirbærið, þ.e. að „flýta“ bemskunni svo foreldramir losnuðu sem fyrst við bömin af höndum sér. Ungböm sem fengu ekki frið í vöggunni urðu ofvirk á unga aldri. Þau höfðu e.t.v. hvorki fengið frið á fæðingardeild, á brjósti, í vöggunni eða yfirleitt á heimili. Dubbuð upp í fullorðinsföt á fyrstu vikunum, rifin upp á vetr- armorgnum út í hinn harða heim; jafnvel komið fyrir undir vegg eða úti í homi í fyrirlestrasal í háskóla. Matar-, svefn- og tímavenjur þeirra skyldu lagaðar að þörfum önnun kafinna foreldra. Sum fengu merkimiðann „ofvirk", önnur „mis- þroska", enn önnur mislæs, seinvit- ur eða ofvitur, innhverf eða út- hverf, allt eftir því hvemig traflun- in kom fullorðnum íyrir sjónir. Lyfjagjöf var beitt til að dempa ótímabæra virkni eða aðra trufl- andi hegðun bama, útrásarmynst- ur unglinga og kvíða fullorðinna. Sjálfselsku-kynslóðin Á níunda áratugnum fengu hug- myndir um skjótfengna hamingju enn meiri byr undir vængina og sjálfselskukynslóðin svokallaða, „me-generation“, gekk fyrir skyndilausnum hvort sem var á eðlilegum mannlegum viðfangsefn- um eða vandamálum. Markmiðið var að fá allt fyrir ekkert. „Flýti- og skiptilífsstíll" foreldranna skildi ungmenni eftir með brotakennda sjálfsmynd og ótta við náin tengsl. Holur hljómur í tilfinningatjáningu og tengslamyndun skerti hæfileika SlDAU 1972 FLOTMÚR IHNI OG ÚTI - GERUM TILBOfl ■■ Sl steinprýöi STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 Uppsetningabúðin Hvcrfisgötu 74, sími 552 5270. þeirra til að upplifa dýpri nánd. Tilfinn- ingaleg einsemd, ótti við höfnun og að missa eða verða yfirgefinn var bætt upp með yfir- borðskenndum sam- skiptum, ýktu neyslu- mynstri eða ávana- kenndri ofvirkni og fíkn á ýmsum sviðum; vinnu-, matar-, drykkju-, kynlífs-, trú- ar-, tækjafíkn o.s.frv. Galdralausnir fengust í vasabókarformi þeg- ar í óefni var komið. Órar um „árur og gár- ur“ (New Age) fengu sterkan hljómgrann. Tíðarandinn krafðist lausna á hraðbergi og æ einfaldari svara við sífellt flóknari spumingum. Þróað- ar voru nýjar meðferðarleiðir fyrir fólk sem ekki hafði tíma til að vera óhamingjusamt né var tilbúið að verja tíma til að skapa sér rneiri hamingju. Gert var grín að sál- könnunarkenningunni, undirstöðu meðferðar sem byggist á þraut- seigju og þolinmæði, oft í áram fremur en klukkustundum. Á bið- stofum þeirra sem meðferðina veittu sat fólk með djúpstæðan til- vistarkvíða, fælnieinkenni, skert veraleikamat, ýkt vamarmynstur og var tilbúið að borga hátt verð fyrir skammtímameðferð („brief therapy"), einstímameðferð („single session ther- apy“) eða dáleiðslu. Meðferðartilboð sem gáfu fyririieit um bætta líðan og árangur án erfiðis eða sársauka - og umfram allt án dýpri tengslamyndun- ar - höfðuðu meira til hins sérmiðaða (nars- issistíska) persónu- leika en tengslavinna sem byggðist á lang- tímatrausti og endur- mótun sjálfsins. Frá nútíma- til samtímagilda Þessi sérmiðaði per- sónuleiki, sem breyttar samfélags- aðstæður og gildi hraða og eigin- hagsmuna fæddu af sér, einkennist af því að vera ekki sjálfur aflögu- fær, hvorki sem maki né foreldri. Tómið sem aldrei var fyllt í bernsku orsakar að hann leitar í örvæntingu og árangurslaust eftir fullnægingu þarfa sinna frá annarri manneskju, eða einhverju öðra en sjálfum sér. Hans eigin „tankur" hefur aldrei verið fylltur. Hann á því erfitt með að gefa af því sem hann á ekki til og hann kann ekki að taka við. Djúpstæð og mannleg þrá eftir að gefa og þiggja í nánum samskiptum veldur stöð- ugum vonbrigðum, sem birtast síð- an oft í hroka og höfnun. Hann lærir að það er farsælast að taka Ungt fólk virðist opið fyrir að leiðrétta þá stefnu sem foreldra- kynslóðin markaði, seg- ir Sigrún Júliusdóttir, stefnu sem krafðist lausna á hraðbergi og æ einfaldari svara við sífellt flóknari spurningum. ekki áhættu og hann nýtur sín smám saman best í skammtíma- tengslum - án skuldbindinga. Það sem ekki næst í fyrsta hjónabandi er reynt að bæta upp í næsta í von um að grasið sé grænna hinum megin. Nú í lok tíunda áratugarins er tekið að bóla á nýjum (post- modem) gildum og nýrri sýn. Nán- ara samstarf kynjanna á vinnu- markaði og inni á heimilum virðist þegar hafa áhrif í hjónabandi og bamauppeldi. Samkvæmt nýrri menntasteftiu er aukin áhersla á mannvemd og lífsleikni samhliða árangurs- og afkastasjónarmiðum. Ungt fólk virðist opið fyrir að leið- rétta þá stefnu sem foreldrakyn- slóðin markaði. Ný skilyrði hafa skapast fyrir MAÐUR OG KONA Djúp og varanleg tengsl eru forsenda hamingju og velgengni. Myndin er af málverki Kristínar Jónsdóttur, Maður og kona, og er í eigu Kristínar Thors. Sigrún Júlíusdóttir hjónabands- og fjölskyldufræðslu. Áhersla á gæði frekar en magn, vöndun frekar en vanrækslu, hvet- ur ungt fólk til að fresta bameign- um og vanda sig svo þegar til fjölg- unar kemur. Gæðastjómun og gagnrýnið sjálfsmat á við á vinnu- markaði jafnt sem á heimili. Ruslneysla, skyndihættir og vanvirða við gnmdvallarþarfir manneskjunnar kunna að vera á undanhaldi gagnvart gæðakröfum og mannvemd á sama hátt og um- hverfisspjöll víkja fyrir umhverfis- vemd. Þeir sem leita ráðgjafar spyrja um menntun og fæmi þeirra sem veita hana. Þeir forðast að fara í geitarhús að leita ullar og leita til fagfólks sem hefur viðeig- andi menntun og upplýst viðhorf. Traust hjónaband - hamingja bams og ungmennis Djúp og varanleg tengsl eru for- senda hamingju og velgengni. Grannurinn að þeim er lagður þeg- ar samstilltir foreldrar taka nýfætt bam sitt í fangið og geta gefið sér tíma, fullnægt þörfum þess og látið sínar eigin víkja um sinn. Ef þau sjálf eiga að geta skapað baminu hinn nauðsynlega vermireit til að þroskast í þurfa þau að eiga sinn eigin sjóð og bakhjarl hvort í öðra. Oft era miklar væntingar til hjónabands og jafnvel kröfur um að fá þar fullnægt framþörfum jafnt sem duttlungum. En hjóna- band er ekki innheimtustofnun og byggist ekki á kröfugerð eða gam- aldags hugmyndum um (lagalegan) rétt. Þroskað hjónaband samtím- ans veitir fyrst og fremst skjól og viðurkenningu. Maki sem er ein- lægur „spegill" uppörvar og leið- réttir. Hann stuðlar að raunhæfu sjálfsmati og öryggi hjá makanum. Það skapar veganesti út á við og tilfinningalega fullnægju inn á við. Þannig þróast innstæða fyrir gagn- kvæmni og trausti til að geta skipst á að vera lítill og þiggja eða vera sterkur og gefa, eftir þörfum. Þegar sérstakir erfiðleikar steðja að kemur maki e.t.v. ekki í stað meðferðaraðila, en hjónasambandið getur haft sambærileg áhrif ef báð- ir eru aflögufærir og búnir hæfi- leika til að veita tilfinningalega um- hyggju og stuðning. Ef slíkt parsamband stefnir í kreppu er oft- ast samstaða um að leita aðstoðar hjá fagaðila. Hans hlutverk er að hjálpa parinu til að endurskilgreina vandann, leysa krafta úr læðingi og vinna sig upp á næsta þroskaþrep. I íslensku samfélagi era að skap- ast fjölskylduvænni viðhorf á vinnumarkaði og jákvæðari mót- tökuskilyrði meðal almennings. Það er því brennandi barnavernd- armál, og reyndar lífsnauðsyn, að efla fjölskyldufræðslu, aðstoð við bamafjölskyldur og skapa foreldr- um skilyrði til hlúa að hjónabandi sínu í þágu eigin hamingju og bama sinna. Á þeim sem vinna að rannsóknum á fjölskyldusamskipt- um, sinna menntun fagfólks og meðferðarmálum hvílir sú kvöð að miðla reynslu sinni og hafa áhrif til þess að svo megi verða. Heimildir: Elkind D. (1988). The Hurried Child: Growing up Too Fast Too Soon. Addi- son-Wesley. Elkind D. (1994). Ties That Stress. The New Family Imbalance. London: Harvard University Press. Giddens A. (1991). Modemity and Self- Identity. Cambridge: Polity Press. Giddens A. (1993). The Transformation of Intimacy. Sexuality, Love / Erot- icisni in Modem Societies. Cambridge: Polity Press. Lasch CH. (1979). The Culture of Narcissism NY: WW Norton & Co. Sigrell B. (1994). Narcissism. Ett Psykodynamiskt Perspektiv. Natur & Kultur. Sigrún Júlíusdóttir (1994). „Fjölskyldan - „eitt eilífðar smáblóm". í Fjölskyld- an: Uppspretta lífsgilda. Reykjavík: Félagsmálráuneytið. Bls. 185-199. Solomon M.F. (1989). Narcissism and Intimacy. Love and Marriage in an Age of Confusion. NY: WW Norton & Co. Höfundur er félagsráðgjafi og dósent við félagsvfsindadeild Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.