Morgunblaðið - 12.07.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 35
allt er þetta ágætis fólk. Fyrstu
kynni mín af þeim hjónum, Gunnari
og Gígí, voru þegar þau höfðu sett
á stofn fyrirtæki um framleiðslu
matvara. Þau voru full bjartsýni,
glaðlynd og iðin, ekki vantaði fyrir-
hyggjuna og metnaðinn í að standa
sig við framleiðslu vandaðrar vöru,
enda þróaðist fjTÍrtækið vel og
fékk það orð að framleiðsla þess
væri það besta sem gerðist á mark-
aðinum.
Þrátt fyrir annir sínar við fyrir-
tækið gáfii þau hjónin sér tíma til
að ferðast og hvílast, og eftir að ég
eignaðist fjölskyldu fórum við oft
saman í ferðalög til ýmissa lands-
hluta. Þetta voru ávallt skemmti-
legar ferðir og var fjölskylda mín
ávallt þakklát fyrir þær skemmti-
legu stundir, er við áttum saman.
En, „Vantar nú í vinahóp, völt er
lífsins glíma, þann er yndi og unað
skóp oss fyrir skemmstum tima“
(M. Joc). Ég minnist Gunnars, sem
heilsteypts, myndarlegs manns,
sem var bráðgreindur, fróðleiksfús,
reglusamur og fullur af fyrir-
hyggju. Hann hafði yndi af að miðla
af þekkingu sinni og reyna að hafa
jákvæð áhrif á umhverfi sitt, án
þess að vera ýtinn eða vilja þvinga
eitthvað fram. Hann var sannur
vinur, ekki aðeins vina sinna, held-
ur einnig starfólks síns og annarra,
sem voru móttækilegir miðlun hans
á þekkingu og ráðleggingum. Vin-
ur! „Elja þín og vilji vakti undrun,
allra vildir þú óskir fylla“ (M. Joc).
Gunnar aflaði sér góðrar mennt-
unar, sótti bændaskóla og síðar
Landbúnaðarháskóla í Bandaríkj-
unum og notaði svo þekkingu sína í
að framleiða vörur úr efnum land-
búnaðarins og auk þess var hann
jarðeigandi. Því má segja, að
„Fækkun er einn úr flokki bænda,
góður, gætinn og göfuglyndur. Þótt
skyggi sorg á sætið auða, ljós er
þar yfir, sem látinn hvílir" (M. Joc).
„Mitt höfuð ég beygi og hljóður
styn, því hlaustu að deyja minn
besti vin?“ „Ég þekki gildi vinátt-
unnar. Hver Hver vildi lifa án
hennar? Hún er ágæt í meðbyr,
ómetanleg í mótbyr.“ (Jos.von
Görres).
Allra jarðlíf varir skammt, okkur
bíður allra að hverfa, en áfram lífið
heldur samt, eða eins og spámaður-
inn kemst að orði „því að hvað er
það að deyja annað en standa nak-
inn í blænum og hverfa inn í sól-
skinið?" (K.G.). Að lokum færi ég
eiginkonu hans o‘g dætrum, mínar
innilegustu samúðarkveðjur, þakka
þeim um leið hinar ánægjulegu
stundir er við áttum sameiginlegar
með Gunnari. Blessuð sé minning
hans.
Magnús Sigurðsson.
Það er stutt á milli gleði og sorg-
ar. Fyrir tveimur vikum hittumst
við fjölskyldan og vinir á Heiðarbæ
í tilefni af afmælinu hennar ömmu.
Á Heiðarbæ höfðu þau hjónin
Gunnar og Gígí komið sér notalega
fyrir í sveitasælunni og tóku þar á
móti gestum af sinni alkunnu hlýju
og gestrisni. Aðeins tveimur vikum
seinna berast þau sorglegu tíðindi
að Gunnar sé látinn.
Upp í hugann koma minningar
frá æskuárunum þegar við bjugg-
um á Háaleitisbrautinni í sömu
blokk og Gunnar og Gígí. Þangað
var alltaf gott að koma og ósjaldan
lá leiðin til þeirra upp á fjórðu hæð-
ina. Má með sanni segja að hjá
þeim hafi verið mitt annað heimili.
Ogleymanleg er ferðin sem ég
fór með þeim hjónum vestur á
Snæfjallaströnd þegar ég var barn.
Að sigla yfir Djúpið frá Isaftrði og
dvelja þar í nokkra daga fjarri
mannabyggðum var mikið ævintýri
fyrir mig, borgarbamið. Mörgum
árum seinna fórum við aftur saman
vestur og nú að Tindum á Skarðs-
strönd. Það var alltaf gaman að
koma á þennan fallega stað, veiða í
ánni og njóta einstakrar gestrisni
þeirra hjóna. Gunnar undi sér sér-
lega vel í sveitinni og var greinilegt
að sveitalífið átti vel við hann.
Gunnar var mjög víðlesinn og
fróður maður. Hann átti mjög auð-
velt með að miðla þekkingu sinni og
til hans var alltaf gott að leita enda
var hann einstaklega hjálpsamur
og alltaf tilbúinn að aðstoða aðra.
Elsku Gígí, Helen, Nancy og fjöl-
skyldur, guð blessi ykkur og styrki
á þessum erfiðu tímum.
Matthías Waage.
Elsku pabbi, sárt finnst okkur að
kveðja þig. Þú sem reyndist okkur
systmm svo vel og kenndir okkur
svo margt. Leiddir okkur út í lífið
með jákvætt viðhorf til annarra. Að
líta jafnt á alla menn og bera virð-
ingu fyrir öðram.
Minnisstæð er þessi setning sem
þú sagðir svo oft: „Aðgát skal höfð í
nærvera sálar." Til að undirstrika
tillitssemi við aðra menn og konur.
Elsku allrabesti pabbi, hér er lít-
ið ljóð til þín frá okkur.
Og tíminn hvarf
Eins og tár, sem fellur
A hvíta hönd.
Með sorg og söknuð í hjarta
kveðjum við þig, en þar sem ferð
þinni er heitið á annað svið lifir
kærleikurinn til þín og minningin
um þig að eilífu, amen.
Nancy og Helen
Gunnarsdætur.
Þegar ég minnist Gunnars Jóns-
sonar koma margar myndir upp í
hugann. í gamla daga var ég oft
gestkomandi hjá vinafólki foreldra
minna í gamla Sanítashúsinu við
Lindargötu. Fyrir 10 ára dreng var
það hús heill ævintýraheimur. Ekki
bara vegna þess að gosdrykkja-
verksmiðja var starfrækt þar og að
undantekningarlaust fengi maður
alla vega eina Pepsí þegar maður
kom í heimsókn, heldur var húsið
líkara völundarhúsi. Stórar lyftur
og alls konar ranghalar þar sem
eitthvað merkilegt var að gerast.
Það var í þessu húsi sem ég man
fyrst eftir Gunnari en hann var
maðurinn hennar Gígíar. I mínum
augum var hann alveg ofboðslega
merkilegur maður. Alltaf að hræra
í pottum og svo sat han stundum
við stóra trekt og lét sósu leka í
glerflöskur sem hann kom með frá
Ameríku en þaðan var hann líka
nýkominn. Já, hann var meira að
segja búinn að vera svo lengi í Am-
eríku að hann keyrði upp Banka-
strætið á bíl eins og mátti víst áður
en hann fór þangað. Hann var sko
algjör prófessor þessi en hann var
líka svolítið skemmtilegur og alltaf
til í að spjalla við lítinn mann og
spyrja og hlusta og líka að svala
forvitni ungs manns á sinn vin-
gjarnlega hátt.
Þama var Gunnar að leggja
grann að fyrirtæki sínu og næsta
mynd er líka tengd því en 3-4 árum
yngri í tíma. Þá hafði framleiðslan
aukist nokkuð og 13 ára fékk ég
mína fyrstu sumarvinnu hjá Gunn-
ars majónes sf. Starfið fólst í að út-
vega pappakassa fyrir framleiðslu-
vörana, líma miða á dósir og vera
aðstoðarmaður við útkeyrslu. Út-
keyrslan var mikið tilhlökkunarefni.
Gunnar hafði þann háttinn á að
leigja sendiferðábíl tvisvar í viku og
aka vöranni út eftir ákveðinni rútu.
í þessum ferðum var mikið spjallað
um alla heima og geima. í mínum
verkahring var að sjá um að skipta
um gír þegar það átti við. Þama
lærði ég að keyra bíl allavega erfði
ég aksturslag Gunnars. Það upp-
götvaði ég löngu seinna þegar ég ók
á eftir einhverjum bíl og mér til
mikillar furðu var aksturslagið al-
veg eins og hjá mér. Þegar ég gáði
betur þá var bílstjórinn enginn ann-
ar en Gunnar Jónsson.
Samskipti Gunnars við kaup-
menn í þessum söluferðum vora at-
hyglisverð. Ef kaupmaðurinn vildi
kaupa 12 dósir seldi Gunnar honum
8. Fyrir mér ungum og áköfum
sölumanni var þetta alveg óskiljan-
leg sölumennska. En Gunnar lagði
áherslu á að allir kaupmennirnir í
hverfinu fengju sinn skammt. Það
brást sjaldnast að næst þegar við
komum var kaupmaðurinn rétt ný-
búinn að selja síðustu dósina.
Þannig stjórnaði Gunnar ferskleika
vörunnar. Neytendurnir vora
ánægðir með gæðin og með hægum
og öraggum skrefum stækkaði
Gunnars majónes sf. og úr varð öfl-
ugt og vinsælt matvælafyrirtæki
sem neytendur kunna að meta að
verðleikum.
I hugskoti mínu era myndirnar
sem tengjast Gunnari svo ótal
margar sem verðugt og gaman
væri að segja frá enda var maður-
inn ekki bara vinnuveitandi minn,
heldur líka velgjörðarmaður og vin-
ur.
Af hans fundi fór maður alltaf
bjartsýnni og fróðari en áður.
Hvort sem talað var um sögu og
gengna kappa Islandssögunnar,
hlutabréfaviðskipti á Wall Street
eða stjómmál dagsins í dag miðlaði
hann þekkingu sinni þannig að
áreynslulaust var að skilja og
nema.
Gunnar notaði sókratíska aðferð
í rökræðum. Hann byrjaði alltaf á
að spyrja og síðan að benda á önn-
ur rök og leiðir til að komast að ár-
angursríkari niðurstöðu. Hann var
laus við predikunarstílinn og aldrei
lét hann eins og hann einn vissi.
Stórbrotinn, traustur og afkasta-
mikill maður er kvaddur. Hann
grundvallaði ævistarf sitt á hóg-
værð og heiðarleika og uppskar
ríkulega virðingu og ást vina og
fjölskyldu. Guð blessi minningu
Gunnars Jónssonar.
Sigurður Haraldsson.
Genginn er glæsilegur maður,
Gunnar Jónsson móðurbróðir
minn. Móðir mín Guðrún Finnborg,
var elst fjögurra systkina og var
Gunnar næstelstur, en aðeins var
rúmt á á milli þeirra. Gunnar erfði
virðuleikann, hátíðlega framkomu
og hið beina bak frá föður sínum,
en gamansemina, kankvísina og
ekki síst brúnu augun og dökku
húðina frá móður sinni.
Bæði móðir mín og Gunnar
sýndu snemma að þau höfðu mik-
inn metnað og stolt til að bera og
stefndu ung til náms erlendis. Móð-
ir mín fór til Svíþjóðar í framhalds-
nám sem hjúkranarfræðingur til að
nema geðhjúkrun og svæfingar-
hjúkran og starfaði þar í nokkur ár.
Gunnar fór vestur um haf til að
nema búfræði og hagfræði því hug-
ur hans stefndi til matvælafram-
leiðslu. Hans fyrirmyndir í lífinu
vora frændur hans, Hans Krist-
jánsson, einn af stofnendum Sjó-
klæðagerðarinnar og Jón í sælgæt-
isgerðinni Víkingi.
Það era mínar sælustu
bemskuminningar þegar ég dvaldi
hjá afa og ömmu á Túngötu 3 á Isa-
firði, eða á eyðibýli þeirra Sandeyri
á Snæfjallaströnd, en þar var
Gunnar ætíð ekki langt undan.
Hann þreyttist aldrei á að fræða
okkur frændsystkini sín og upplýsa
um hin ýmsu mál og mótaði okkur
því meir en margan granar í upp-
vextinum. Stríðni hans og hæðni í
okkar garð þjónaði fyrst og fremst
þeim tilgangi að herða okkur fyrir
lífið. Þegar ég hugsa um Gunnar sé
ég hann fyrir mér, standandi tein-
réttan baðandi út handleggjunum
til að leggja áherslu á orð sín.
Móðir mín og Gunnar voru ákaf-
lega ólík systkini bæði í útliti og
skoðunum. Þau þreyttust aldrei á
að rökræða barnauppeldi, stjórn-
mál, trúmál og ýmis önnur hugðar-
efni. Þótt oft skildi himinn og haf
sjónarmið þeirra að, bára þau ótak-
markaða virðingu fyrir skoðunum
hvort annars eins og upplýstu og
skynsömu fólki sæmir.
Stóra hamingjan í lífi Gunnars
var yndisleg eiginkona hans, Sig-
ríður Waage, sem hann kynntist
vestanhafs og stóð alltaf eins og
klettur við hlið hans í lífi og starfi.
Ég þakka allar þær ánægjulegu
stundir sem ég átti með Gunnari og
þann áhuga og virðingu sem hann
sýndi manni mínum og börnum,
menntun minni og störfum. Guð
veri með ykkur Gígí, Helen, Nancy,
Valdimar og barnabörn.
Guðrún Jónsdóttir
enskukennari.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
KARL HALLDÓR ÁGÚSTSSON
fv. framkvæmdastjóri Baader,
Hrísmóa 10,
Garðabæ,
áður Miðvangi 63,
Hafnarfirði,
sem lést aðfaranótt 4. júlí, verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, þriðjudaginn 14. júlí kl. 13.30.
Guðrún M. Guðmundsdóttir,
Nína S. Karlsdóttir, Gylfi Ingvarsson,
Jóhanna M. Karlsdóttir, Pálmi Ólafsson,
Guðmundur Á. Karlsson,
Arnar Karlsson, Anna S. Arnardóttir,
barnabörn og systkini.
t
Faðir minn og afi okkar,
HÖRÐUR SIGURÐSSON,
fyrrverandi starfsmaður hjá
Vita og hafnamálastofnun,
Háaleitisbraut 101,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 13. júlí kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir sem
vildu minnast hans eru beðnir að láta Flug-
björgunarsveitina í Reykjavík njóta þess.
Sigurður Harðarson,
Hörður Markús Sigurðsson,
Gunnar Ingi Sigurðsson,
Margrét Jóna Sigurðardóttir,
Kristín Sunna Sigurðardóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
BERNÓDUS Ö.G. FINNBOGASON,
Laugarnestanga 60,
síðast til heimilis
á Hrafnistu Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánu-
daginn 13. júlí kl. 13.30.
Kristín Helgadóttir,
Grétar Bernódusson, Guðrún Eyjólfsdóttir,
Kristín Benný Grétarsdóttir, Davfð Héðinsson,
Óskar Eyjólfur Grétarsson,
Grétar Atli Davíðsson,
Gunnar Atli Davíðsson.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR HANSSONAR
fyrrverandi vörubifreiðastjóra,
Skúlagötu 40.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7-b
Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, og Heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins, fyrir einstaklega góða umönnun.
Einnig sendum við Vörubílstjórafélaginu Þrótti, okkar bestu þakkir.
Elsa D. Helgadóttir,
Halla Guðmundsdóttir, Gunnlaugur H. Gíslason,
Hans B. Guðmundsson, Steinunn Njálsdóttir,
Friðjón Guðmundsson, Karen Emilsdóttir,
Snorri Guðmundsson, Lilja Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Við þökkum innilega fyrir hlýhug og samúð sem okkur hefur verið sýnd
vegna fráfalls
SIGURBJÖRNS ÞORBJÖRNSSONAR
fyrrverandi ríkisskattstjóra,
Skúlagötu 40A,
Reykjavfk.
Betty H. Þorbjörnsson,
Björn Þór Sigurbjörnsson,
Kolbrún Anna Björnsdóttir,
Kári Freyr Björnsson,
Kolbeinn Ingi Björnsson,
Markús Sigurbjörnsson,
Steinunn Guðrún Markúsdóttir,
Ingunn Elísabet Markúsdóttir,
Þorsteinn Markússon,
Ragnheiður Gestsdóttir,
Viðar Bragi Þorsteinsson,
Kjartan Yngvi Björnsson,
Þórdis Ylfa Viðarsdóttir,
Björg Thorarensen,
Elías Elíasson,
Sigurbjörn Markússon,
Bergljót Sunna Elíasdóttir.