Morgunblaðið - 12.07.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
‘J
1
í
1
:
1
I
i
i
«
i
I
J
i
«
d
I
i
:
I
MINNINGAR
+ Hörður Sigurðs-
son fæddist á
Vöglum í Fnjóskadal
2. mars 1912. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 29. júní
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður Pét-
ursson og Margrét
Magnúsddttir. Hörð-
ur á einn bróður,
Kristján Sigurðsson.
Hörður var tví-
kvæntur. Fyrri kona
hans var Sofft'a Jóns-
dóttir frá Ásum í Húnavatns-
Gartiall maður er farinn héðan.
Mig langar til að minnast hans þótt
kynni mín við hann næðu ekki yfir
mörg ár, eða frá því að sonur hans
Sigurður kynnti mig fyrir honum.
Minningarnar streyma fram og ótal
spumingar koma upp í hugann, svo
gaman var að spjalla við hann. Hann
sagði vel frá gömlum tíma og hlustaði
líka vel á viðmælendur sína ef hann
gæti bætt við sig einhverjum fróðleik
eða reynslu.
Hörður var fastur fyrir og skipu-
lagður. Hann sá um sig sjálfur og bjó
í eigin húsnæði þar til að hann fór á
sjúkrahús um miðjan júní og átti ekki
afturkvæmt. I huganum var hann á
leið heim, fannst sjálfsagt að hann
næði sér á stuttum tíma eins og áður.
Hann hafði fengið væg hjartaköst
þrisvar sinnum síðastliðið hálft ár.
Ég sá Hörð fyrst í brúðkaupi Mar-
grétar sonardóttur hans og fór strax
vel á með okkur. Margrét var með
þvílíkt fallegt hálsmen og þegar ég
sýslu. Þau eignuðust
einn son, Sigurð raf-
eindavirkja, f. 20.6.
1944. Soffía og
Hörður skildu 1957.
Soffi'a lést 22.11.
1991. Seinni kona
Harðar var Guðrún
Hinriksdóttir frá
Norðurbrún í Mýr-
dal. Guðrún lést
27.12.1987.
Útför Harðar fer
fram frá Bústaða-
kirkju á morgun,
mánudag, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
spurði hvar hún hefði fengið þennan
dýrgrip þá var það afi sem keypti það
handa henni á ferðum sínum erlend-
is. Síðar kom í Ijós að hann var búinn
að hugsa fyrir ýmsu, brúðargjafir til
barnabama sinna var hann búinn að
kaupa fyrir mörgum árum á ferðum
sínum um fjarlæg lönd. Um páskana
fórum við ég og sonur hans Sigurður
með gjöf frá honum, sem hann átti í
fónim sínum í brúðkaup sonarsonar
hans Gunnars og Hönnu Mörtu.
Það var aðdáunarvert hvað hann
gat haft ofanaf fyrir sér við lestur, las
sér til um flóknustu hluti. Tækniá-
hugi hans varð til þess að hann var að
fást við flókna hluti eins og að læra á
digital upptökuvél sem hann keypti
sér nýlega.
Hörðui- var mjög sjálfstæður og
vildi ekki snúa öðrum í kringum sig
og fannst það mikið ómak ef létt var
undir með honum en einmit þess
vegna var svo erfitt að festa í huga
sér hvað árin töldu. Þar sem ég hef
unnið töluvert með fullorðnu fólki
dáðist ég að dugnaði hans.
Eitt sinn spurði ég þennan tein-
rétta háa mann um aldur, varð að
heyra það af hans vörum hvað hann
væri gamall og ekki síst hvemig hann
hefði það. Jú, hann var 86 ára og
hress, ekki undan neinu að kvarta,
hafði allt til alls. Nema kannski
mjöðmin sem hann hafði hug á að láta
athuga með vorinu, vonaði þá samt að
hægt væri að gera við hana eins og
hina mjöðmina, en það var ekki að sjá
á honum að hann hefði farið í slíka að-
gerð en kannski þess vegna var hann
með staf. Hugurinn var ungur og heill
og hann hafði ferðast mikið um há-
lendið, komið á flesta staði og því vís-
ast að endumýja ökuskírteinið núna í
maí síðastliðnum. Gamla Dodge
fjallabflinn sinn sem hann var búinn
að eiga í 40 ár var hann að vísu nýlega
búinn að gefa Herði nafna sínum og
sonarsyni. Hann sagði mér líka að
hann hefði ferðast mikið erlendis til
fjarlægra landa en hefði nú síðast far-
ið í stutta ferð á eigin vegum þegar
hann varð áttræðui-.
Svo var hann að hugsa um að end-
urnýja vegabréfið sitt ef hann gæti
nú farið til Kanarí sér til heilsubótar.
En kveðjustundin rann upp áður.
Barnabörnin hans hugsuðu um hann
síðustu dagana og sonardóttir hans,
Margrét, sat hjá honum síðustu
stundirnar. Ég undiirituð og Sigurð-
ur sonur hans kvöddum hann með
blendinni von um endurfundi núna í
júní áður en við fómm í ferðalag.
Hann tók því vel og vildi endilega
lána okkur véhna sína til að taka upp
eitthvað af ferðinni. Það ferðalag
verður ekki skoðað með honum. Með
þakklæti og söknuði kveð ég þannan
mæta mann. Síðast þegar við höfðum
samband við hann í síma var honum
ljóst að hverju stefndi. Hann er lagð-
ur upp í aðra ferð, blessuð sé minn-
ing hans.
Harpa Ágústsdóttir.
HORÐUR
SIGURÐSSON
SIGRÚN
BJARNADÓTTIR
+ Sigrún Bjarna-
dóttir fæddist á
Syðri-Steinsmýri í
Meðallandi 13. des-
ember 1921. Hún
andaðist að heimili
sínu Skúlagötu 40 í
Reykjavík 27. júní
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Kátrín
Davíðsdóttir, f. 14.
febrúar 1896, og
Bjarni Ásgrímur
Eyjólfsson f. 25. júní
1892.
Sigrún var sjötta í röð átta
systkina og eru tvö eftirlifandi.
Sigrún bjó lengst
af í Reykjavík og
starfaði hún lengst
við bókband auk
húsmóðurstarfa.
Eignaðist hún tvo
syni, þeir eru Þór
Jóhannsson, vél-
stjóri, f. 20.8.1950,
og Úlfar Árnason,
rafvélavirki, f.
4.5.1960. Barnabarn
hennar er Rögn-
valdur Kristinn
Úlfarsson.
Sigrún var jörðuð
í kyrrþey frá Fossvogskapellu 3.
júlí síðastliðinn.
Sjá! Sem í hyllingu gengur hún
fram Ijómandi af flekkleysi æskunn-
ar, saklaus í hjarta og ásýnd hennar
skínandi af hógværð.
Mig langar til að kveðja hana Sig-
rúnu Bjamadóttur. Ég hafði ekki
þekkt hana lengi, sá hana fyrst eftir
að ég kynntist syni hennar Úlfari fyr-
ir fáum árum. Strax við fyrstu kynni
fann ég góðsemina og hógværðina
sem hún bjó yfir og hlýjuna sem staf-
aði frá henni. Og æðrulausari og lítil-
látari manneskju hef ég ekki kynnst.
Þær bjuggu saman systumar Sig-
rún og Margrét á Skúlagötunni í
Reykjavík en þær ólust upp í Meðal-
landinu hjá foreldmm sínum og
systkinum við kröpp kjör. Sigrún
fluttist með fjölskyldu sinni til borg-
arinnar um 1950, þar sem hún kynnt-
ist síðar Áma Kristmundssjmi eigin-
manni sínum og vom þau gift í um 30
ár.
Og hvað augasteinninn hennar
hann Rögnvaldur, eina barnabarnið,
var henni mikils virði, hún naut þess
að fá að stjana við hann og fylgjast
með honum vaxa og dafna. Hann naut
þess líka að vera í návist við ömmu
sína og fá alla þá ástúð og blíðu sem
hún sýndi honum, hann kom til ömmu
sinnar oft í viku og missir hans er því
mikill.
Við Sigrún áttum margar góðar
stundir saman yfir kaffibolla, í bfltúr-
um um borgina og í stuttum ferðum
um nærsveitir. Fyrir þessa samfylgd
vil ég þakka. Það var gaman að
spjalla við Sigrúnu um gamla tíma því
hún og ekki síður Margrét systir
hennai- höfðu svo gott minni. Það eru
ófáar myndimar og allur útsaumur-
inn sem eftir hana liggur og ekki voru
tfl þær stundir sem hún sat aðgerðar-
laus. Það óx allt og dafnaði sem hún
kom nálægt sem best má sjá á
blómunum sem fylltu stofuna hennar.
Það var svo gott að koma á Skúla-
götunna í spjall og kaffisopa og nóg
var af kökunum sem bomar vora á
borð. Það var hreint eins og alltaf
væra jólin. Sigrún hafði svo skemmti-
lega kímmgáfu og sá spaugilegu hlið-
amar á hlutunum oftast á undan öðr-
um. Ekki var ellikerling neitt farin að
láta á sér bera hjá Sigrúnu, hún var
hress og fylgdist með öllum fréttum
og heimsviðburðum sem öðra fram á
síðustu stundu lífs síns.
Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast þessari æðralausu góðu konu
sem allt greri í höndunum á.
Far þú í friði elsku Sigrún og ástar
þakkir fyrir þær stundir sem við átt>
um saman.
Elsku Úlfar, Rögnvaldur og
Magga. Þið hafið misst mikið. Ég
votta öllum hennai- ástvinum mínar
dýpstu samúð. Guð blessi ykkur og
veiti ykkur styrk.
Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir.
Flatey — Breiðafirði
Til sölu íbúðarhúsið Sjávarslóð sem er nýlegt 55
fm timburhús ásamt svefnlofti. 1100 fm lóð. Verð-
hugmynd 9 millj.
Fasteignasalan Kjörbýli,
Nýbýlavegi 14,
sími 564 1400, fax 554 3307.
SUNNUDAGUR
12.
JÚLÍ 1998
+
Ástkær systir okkar, mágkona og föðursystir,
ERNA JÓHANNA HELGADÓTTIR
frá Hörgsdal í Mývatnssveit,
er lést 1. júlí, var jarðsett í Gufuneskirkjugarði þann 9. júlí sl.
Guðrún H. Helgadóttir,
Jósteinn D. Helgason, Jóhanna Tryggvadóttir,
Árni Jósteinsson,
Helgi Jósteinsson,
Arnar Jósteinsson
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför Krissu okkar,
KRISTBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Grenigrund 28,
Akranesi.
Vinátta vermir. Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Villi Guðmundsson, Dagbjört Friðriksdóttir,
Guðmundur Þórir Sigurðsson, Jóhanna S. Sæmundsdóttir,
Pálína Sigurðardóttir,
Sigurður Páll og Vilhjálmur Sveinn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
TRYGGVA ÓLAFSSONAR
fyrrverandi skrifstofustjóra,
Gullsmára 7,
Kópavogi.
Aðalheiður Svavarsdóttir,
Ólafur Tryggvason, Halla Stefánsdóttir,
Svavar Tryggvason, Aðalbjörg J. Jóhannesdóttir,
Sigrún Tryggvadóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samú
hlýhug við andlát
RÓSU INGÓLFSDÓTTUR,
Miðleiti 7,
Reykjavík.
Guðmundur I. Guðmundsson,
Grétar Guðmundsson,
Örn Guðmundsson,
Ævar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Við biðjum Guð að launa öllum þeim sem sýndu okkur vinarhug
og samúð við andlát og útför
EINARS J. GÍSLASONAR
fyrrverandi forstöðumanns
Fíladelfíusafnaðarins,
Snorrabraut 56,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Droplaugarstaða, öllum sem
þjónuðu við útför og erfisdrykkju, og þeim sem styrktu starf Samhjálpar
í minningu Einars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlína Jóhannsdóttir.
+
öllum þeim fjölmörgu er vottuðu okkar ástkæra
ÓLAFI ARNARS
virðingu sína og veittu okkur hlýhug og stuðning við fráfall hans sendum
við innilegar þakkir og kveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Elín Stella Gunnarsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.