Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
9-----------------------
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóska
l
Ferdinand
Segðu hundinum þínum að
ég hafi fundið nýja spýtu
...segðu honum að ég ætli
að kasta henni og að hann
geti sótt hana...
Ertu að segja honum
þetta?
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hrollvekjandi
forsætisráðherra
Frá Indriða Aðalsteinssyni:
UNDANFARNAR vikur hefur
þjóðin ekki haft við að skammast
sín fyrir forsætisráðherra sinn.
Mér hefur fundist ég vera staddur
í einhverju bananalanda Mið-Am-
eríku eða í svörtustu Afríku þar
sem forhertir einræðisseggir,
ásamt nánustu gæðingum, án sam-
visku eða siðgæðis ráða ríkjum.
Þetta er vond tilfínning, því sting
ég niður penna.
Bölvað
málfrelsið
Forsætisráðherra finnst lýðræðið
of tímafrekt samanber gagna-
grunns-, hálendis- og Landsbanka-
mál. Alþingi skal, að hans mati, vera
afgreiðslustofnun, málfrelsi þarf að
takmarka. Hann þarf að vernda vin
sinn Kjartan Gunnarsson. En hvar í
siðmenntuðu landi myndi fram-
kvæmdastjóri og gullkistuvörður
stærsta og valdamesta stjómmála-
flokksins vera gerður að bankaráðs-
formanni þjóðbankans - og að vera
sætt þar áfram, eftir 7 ára rænu-
leysi? Svo er valinn lögmaður úr
einkavinahópi forsætisráðherra til
að hvítþvo þverslaufuna.
Skelfilegt
bréf
Forsætisráðherra hefur gert
bréf sitt til Sverris Hermannsson-
ar opinbert - tilneyddur auðvitað.
Það er þess eðlis að ískaldur hroll-
ur fer um venjulegt fólk, sem hélt
að þjóðarbankastjórar hefðu sjálf-
stæðan vilja, en heyrðu ekki undir
Flokkinn. Svona bréf skrifa for-
sætisráðherrar ekki í krafti stöðu
sinnar, nema eitthvað mikið sé að
þeirra innra manni. En bréfið
hreif og það segir sitt um hús-
bónda og hjú. Lausum úr „Svarta-
skóla“ Davíðs tekst Sverri vonandi
á komandi vori, líkt og Sæmundi
forðum, að nota kvótakerfið til að
keyra í kaf „selshaus“ forsætis-
ráðherra.
Siðleysingjar
Forsætisráðherra hefur tekið
fulla ábyrgð á bankamálaráðherra
og hlýtur því að teljast haldinn
sömu ólæknandi siðblindunni og
þessi ömurlegasti ungi stjómmála-
maður sem mínum fýrrverandi
flokki hefur tekist að unga út.
Lygin Finni lætur best.
Löngum brást sá vonum.
Því er, sem á þingi sést,
þjóðarskömm að honum.
Þarna var auðvitað stóllinn í veði
hjá forsætisráðherra, sem hann á
undir velvild sægreifans frá
Homafirði.
Aðförin að RÚV
Þegar D-listinn hafði ekki byr í
seglin fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar sendi forsætisráðherra
og þrítugasti maður listans náinn
vin sinn út af örkinni til að skipu-
leggja rógsherferð gegn tveimur
frambjóðendum R-listans, vegna
þess eins að hafa lent í því sama og
íhaldið hefur, fram til þessa, talið
sjálfsagðan þátt í þroskaferli
ungra athafnamanna. Þegar það
dugði ekki, ruddist forsætisráð-
herra fram eftir kosningar, þrút-
inn af heift og með óbragðið í
munninum, til að úthúða RÚV fyr-
ir hlutdrægni. Og allir litlu
flokksrindlamir sem Davíð og
Bjöm hafa verið að troða inn á rík-
isfjölmiðlana undanfarið, þeir tóku
undir í einum kór. Rannsókn,
rannsókn!! Þetta var sömu dagana
og Davíð og Björn og Framsókn-
arsvínastían höfnuðu því að kjósa
þingnefnd í Landsbankamálinu til
að draga þar til ábyrgðar rétta að-
ila.
Fól
Fyrir fáum ámm greindi prest-
ur einn og þáverandi útvarpsstjóri
frá því á prenti, að í sér byggi fól.
Hann fór þó spart með þessa eðl-
iseigind og notaði hana aðeins í
glímu sinni við einhvern ó-
skemmtilegasta tvífætling sam-
tímans sem merkilegt nokk er ná-
inn vinur og sálufélagi forsætis-
ráðherra. Þrátt fyrir áralanga
þrotlausa vinnu ímyndunarfyrir-
tækja og auglýsingastofa við að
dulbúa eðli forsætisráðherra,
blandast nú fáum hugur um það
og óþarfi að rifja upp hin fleygu
ummæli núverandi ábúanda á
Bessastöðum, þar að lútandi.
Hroki, vanstilling, siðblinda og
einræðishneigð em stóralvarlegur
ljóður á ráði sérhvers einstak-
lings, en er hrikalegt þjóðfélags-
vandamál þegar langvaldamesti
maður heillar þjóðar á í hlut og ill-
gresið ljósfælna vex og dafnar í
skjóli hans.
Allir eitt
Ég hef verið tvístígandi í stuðn-
ingi við sameiginlegt framboð fé-
lagshyggjuaflanna að vori. En
ekki lengur, þökk sé forsætisráð-
herra. Hann er sú vá sem allir
heiðarlegir og þjóðhollir lands-
menn verða að sameinast gegn.
Líka Hjörleifur og Ögmundur. Að
deila um áttir, dreifa sér og týn-
ast, er ekki inni í myndinni nú.
Það má bíða uns búið er að reka
Davíð á stjórnarráðsdyr. Því þó
sagt sé að hverri þjóð hlotnist sá
foringi sem hún verðskuldar,
neita ég - þrátt fyrir allt - að trúa
því að íslensk þjóð sé svo ómerki-
leg, að hún eigi það skilið mikið
lengur að sitja uppi með Davíð
Oddsson.
INDRIÐIAÐALSTEINSSON,
Skjaldfónn, Hólmavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.